Morgunblaðið - 09.09.2009, Side 32
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA tók nú bara einn dag,“ seg-
ir fyrirsætan Matthildur Lind Matt-
híasdóttir sem situr fyrir á tíu síðum
í ágústhefti bandaríska tískutíma-
ritsins Marie Claire. Ljóst er að um
mikið tækifæri fyrir Matthildi er að
ræða, enda tímaritið mjög útbreitt
og mikið lesið.
„Þetta gerðist mjög hratt. Skrif-
stofan mín sendi mig í prufu til aðila
sem vinnur fyrir Marie Claire. Í
kjölfarið fór ég á skrifstofu þeirra
við Times Square og þeim fannst ég
æði þannig að ég fór og hitti ljós-
myndarann. Hann var rosalega
skrítinn og ég vissi ekkert hvort
honum líkaði við mig. Hann sagði
bara hæ, skoðaði bókina mína, og
sagði svo bless. Seinna um daginn
var hins vegar hringt í mig og mér
sagt að ég þyrfti að fara til Los Ang-
eles,“ segir Matthildur, en mynd-
irnar voru teknar í gömlu kvik-
myndaveri skammt fyrir utan borg
englanna.
Fékk ekki að eiga föt
Á myndunum sýnir Matthildur
fatnað frá mörgum af helstu hönn-
uðum heims, svo sem Burberry,
Armani, Calvin Klein og Gucci. Föt-
in eru ekki á hvers mann færi – á
einni mynd klæðist hún til dæmis
jakka sem kostar 2.795 dollara, eða
um 350 þúsund krónur.
„Þeir reyna samt alltaf að blanda
saman einhverju sem er ekkert rosa-
lega dýrt við eitthvað sem er mjög
dýrt. En ég fékk annars ekki að eiga
neitt,“ segir fyrirsætan og hlær.
Aðspurð segir Matthildur að stór
og útbreidd tímarit á borð við Marie
Claire borgi fyrirsætum ekki vel,
þær eigi að líta á það sem tækifæri
að fá að sitja fyrir í slíkum blöðum.
„Ég var einu sinni í ítalska Vogue
og fékk svona 2.000 kall fyrir dags
vinnu. Þetta var einhver frægur ljós-
myndari og mér var sagt að ég ætti
bara að vera heppin að vinna með
henni,“ segir Matthildur og bætir
því við að hið sama hafi verið upp á
teningnum í tilfelli Marie Claire.
„Þetta var alls ekki vel borgað,
tímarit borga yfirleitt ekki vel. En
það er rosalega gott að hafa þetta í
bókinni sinni.“
20.000 dollarar fyrir einn dag
Þrátt fyrir að vera aðeins nýorðin
tvítug hefur Matthildur verið nokk-
uð lengi í bransanum, en hún var
kjörin Ford-módel Íslands árið 2005.
Síðan þá hefur hún meðal annars
unnið í Mílanó og París, en hún býr
nú og starfar í New York. Hún segir
fyrirsætustarfið skemmtilegt, þótt
vissulega geti það verið svolítið erfitt.
„Ég er hins vegar orðin nokkuð
vön þessu. En þetta er samt alltaf
erfitt. Fólk heldur að þetta sé ekkert
mál, módel þurfi bara að sitja og vera
sæt. En þetta er spurning um aðeins
meira en það. Stundum er þetta hins
vegar æðislegt. Í fyrra fékk ég til
dæmis stærsta verkefnið mitt pen-
ingalega séð, það var einhver hár-
herferð sem ég sá svo aldrei, en fékk
20.000 dollara fyrir dagsvinnu. Þeir
settu strípur í mig, klipptu aðeins í
hárið, tóku svo eina mynd og smá-
myndband. Það var komið fram við
mig eins og prinsessu, en svo þegar
maður fer í svona eins og í Marie
Claire er manni bara sagt að fara í
einhverja alltof litla skó, og svo fær
maður bara 2.000 kall fyrir.“
En er ekki erfitt að hafa svona
misjafnar tekjur á milli mánaða?
„Jú jú, en skrifstofan veit hvernig
þetta er. Ef maður á ekki fyrir leig-
unni þennan mánuðinn redda þeir
manni ef þeir hafa trú á manni – þá
gera þeir ráð fyrir að maður hafi
meiri tekjur næsta mánuðinn. En ef
þeir sjá fram á að maður sé ekki að
fara að græða neina peninga senda
þeir mann bara heim.“
Þótt verkefnið fyrir Marie Claire
hafi verið flott segir Matthildur að
það sé ekki hennar stærsta tækifæri
hingað til því fyrir skömmu hafi hún
setið fyrir á myndum fyrir galla-
buxnaherferð Diesel sem kynnt
verður í febrúar. Andlit hennar
muni því prýða tímarit og auglýs-
ingaskilti í um sjötíu löndum eftir
nokkra mánuði.
Við eigum því eftir að sjá töluvert
meira af Matthildi Lind Matthías-
dóttur, svo mikið er víst.
Íslensk fyrirsæta slær í gegn
Veglegt Eins og sjá má er Matthildur afar áberandi á fimm opnum í ágústhefti hins bandaríska Marie Claire.
2005 Matthildur ber sigur úr být-
um í Ford-keppninni í Loftkast-
alanum fyrir fjórum árum.
Matthildur Lind Matthíasdóttir situr fyrir á tíu síðum í nýjasta hefti Marie Claire Verður eitt af
andlitum gallabuxnaherferðar Diesel Snýst um annað og meira en að sitja og vera sæt, segir hún
Morgunblaðið/Golli
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2009
STÆRSTA BÍÓOPNUN Í ÁR!
YFIR 47.000 MANNS FRÁ FRUMSÝNINGU!
20.000 MANNS
FRÁ FRUMSÝNINGU
Í REYKJAVÍK
SÝND MEÐÍSLENSKU TALI
EIN ALLRA BESTA DISNEY-
PIXAR MYND TIL ÞESSA
TVÆR ÓLÍKLEGAR HETJUR
MUNU FINNA TÝNDA VERÖLD,
EN STÆRSTA ÆVINTÝRIÐ
VERÐUR AÐ KOMAST AFTUR HEIM
STÓRKOSTLEGT ÆVINTÝRI
SEM ENGIN FJÖLSKYLDA MÁ MISSA AF
GAGNRÝNENDUR ERU Á EINU MÁLI
“BESTA MYND ÁRSINS”
HHHH
„SKEMMTILEG, HJARTNÆM
OG DREPFYNDINN“
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHHH
„HÉR ER ENN EITT
MEISTARAVERK FRÁ PIXAR,
SEM RYÐUR BRAUTINA
Í NÚTÍMA TEIKNIMYNDAGERÐ.“
- ROGER EBERT
100/100 – VARIETY
100/100 – THE HOLLYWOOD REPORTER
„MISKU
NARLA
US
SKEMM
TUN“HHH
ÓTRÚLEGA VEL UNNIN
OG SKEMMTILEGUR
SVARTUR HÚMOR”
T.V. - KVIKMYNDIR.IS HHH
„...MARKAR NÝJA SLÓÐ
Í ÍSLENSKRI
KVIKMYNDAGERГ
ÓHT RÁS 2.
HHH
- AO ICELAND REVIEW
“ONE PERFORMANCE BLEW ALL
OFTHE OTHERS OUT OFTHE WATER
... HELGI BJÖRNSSON”
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG KEFLAVÍKSÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
/ ÁLFABAKKA
REYKJAVÍK WHALE WATCHING MASSACRE kl. 6 - 8 - 10 16 UP m. ensku tali kl. 8 L
REYKJAVÍK WHALE WATCHING MASSACRE kl. 8 - 10 LÚXUS VIP UP m. ensku tali kl. 5:50 LÚXUS VIP
INGLOURIOUS BASTERDS kl. 8 - 11 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:503D L
DRAG ME TO HELL kl. 8 - 10 16 UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L
PUBLIC ENEMIES kl. 10 16 THE PROPOSAL kl. 8 - 10:20 L
G-FORCE m. ísl. tali kl. 5:50 L HARRY POTTER 6 kl. 5 10
/ KRINGLUNNI
BEETHOVEN TÓNLEIKARÖÐ kl. 6 í beinni útsendingu L DIGITAL
REYKJAVÍK WHALE WATCHING MASSACRE kl. 8:30 - 10:30 16
UP m. ensku tali kl. 83D - 10:103D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:303D L DIGITAL 3D
UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:30 L
PUBLIC ENEMIES kl. 10:10 16
THE PROPOSAL kl. 8 L