Morgunblaðið - 09.09.2009, Page 36

Morgunblaðið - 09.09.2009, Page 36
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 252. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»  Það má búast við skemmtilegum fyr- irlestri í hádeginu á morgun hjá VR, en þá ætlar Heiðar Jónsson snyrtir að fræða fé- lagsmenn verkalýðs- félagsins „um hvernig við getum bætt sjálfstraustið, gefa okkur góð ráð varðandi förðun, fas, framkomu og síðast en ekki síst daður“. Heiðar getur án efa gefið fé- lögum í VR góð ráð um fas og framkomu enda býr hann að mikilli þekkingu á því sviði. Kannanir sem VR hefur staðið fyrir sýna að framkoma getur skipt miklu máli þegar launamenn biðja um launa- hækkun eða sækja um starf. Það er því kannski ekki óeðlilegt að fé- lagið bjóði upp á fræðslu á þessu sviði. Heiðar kennir daður hjá VR                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-,. +/0-/0 **0-1+ +,-+ +*-/+2 *3-030 **4-40 *-12/, *.2-.1 *4/-*3 5 675 4# 89 6 +//. *+,-3. +/0-20 **0-00 +,-+3* +*-/43 *3-3+4 **.-*. *-12,1 *.0-2* *4/-03 +11-0210 &  :8 *+2-/. +/3-/0 **3-/ +,-1,+ +*-*,. *3-34 **.-2+ *-124+ *.3-/. *4*-*3 Heitast 15° C | Kaldast 7° C Suðvestlæg átt, 3-10 m/s, og skýjað með köflum en dálítil rign- ing suðvestan- og vest- anlands. » 10 Wolfgang Schiffer vinnur að bók um fimm íslensk at- ómskáld sem kemur út í Þýskalandi sum- arið 2011. »27 BÆKUR» Atómskáldin á þýsku TÓNLIST» Þónokkur framför hjá Geir Ólafs. »31 Saga af samkyn- hneigðum pilti er þvílík tilfinninga- vella að erfitt er að vita hvort hlæja skal eða gráta. »30 BÆKUR» Gráta eða hlæja? FÓLK» Tvöfalt brúðkaup Kylie og Danni Minogue. »35 TÓNLIST» Anderson styrkir íslensk góðgerðarsamtök. »28 Menning VEÐUR» 1. Guðrún fallegust á EM 2. Brjóstasýning í sjónvarpi 3. Dæmdir til dauða í Kongó 4. Jóhanna biðst afsökunar  Íslenska krónan styrktist um 0,38% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Í Lesbók Morg- unblaðsins á laug- ardaginn birtist já- kvæður dómur Steinunnar Ingu Ótt- arsdóttur um nýtt smásagnasafn Þór- arins Eldjárns, Alltaf sama sagan. Steinunn benti þó á meinlega villu í einni sögunni þar sem aðalpersónan heitir Sigurgeir, en heitir svo Sig- urjón á einum stað. Ástæða þessa mun vera sú að upphaflega nefndi höfundurinn persónuna Sigurjón, en svo ákvað hann að breyta nafni hans í Sigurgeir. Einhverra hluta vegna tókst ekki að breyta nafninu á einum stað og fór það framhjá yfirlesurum. Nú er bara spurning hvort bókin selst upp svo nýtt upplag verði prentað með réttu nafni. Sigurjón og Sigurgeir  Auðunn Arnórsson, blaðamaður og sér- fræðingur í Evrópu- málum, hefur verið ráðinn til breska sendi- ráðsins. Auðunn mun einkum fjalla um Evr- ópumál. Eins og kunnugt er hefur Ísland sótt um aðild að Evrópusam- bandinu og má leiða að því líkur að sendiráðið vilji með ráðningu Auð- unar styrkja þekkingu sína á áherslum stjórnvalda í Evrópu- málum. Auðunn hefur ritað mikið um Evrópumál og í vor kom út bók eftir hann, Inni eða úti? Aðild- arviðræður við Evrópusambandið. Auðunn til sendiráðsins Morgunblaðið/Árni Sæberg Líður vel Fyrir einu ári kom Manal Aleed, ásamt þremur börnum sínum, beint úr flóttamannabúðum til Íslands. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is ÞESSA dagana situr Manal Aleedi mest heima við í blokkinni sem hún býr í á Akranesi og æfir sig í að skrifa íslensku. Þar sem það er ram- adan, þ.e. föstumánuður, hefur hún ekki jafnmikið fyrir stafni utan heimilisins og venjulega. „Þegar ramadan lýkur ætla ég á kaffihús með íslenskum vinkonum mínum og ég ætla þá líka að fara í leikfimi,“ segir Manal og hlakkar greinilega mikið til. Nýr kafli í lífinu Fyrir nákvæmlega einu ári hófst nýr kafli í lífi Manal. Hún kom þá til Akraness ásamt sjö öðrum palest- ínskum konum og 21 barni frá Al Waleed-flóttamannabúðunum í Írak. Eiginmaður Manal var tekinn af lífi árið 2006. Hún var þá 27 ára og móðir þriggja ungra barna. Nú ganga börnin, Sara, sem er 9 ára, Maryam, sem verður 8 ára í næstu viku, og Mohammed, sem er 6 ára, í skóla og leikskóla á Akranesi. „Stelpurnar eru í fimleikum og strákurinn er í fótbolta. Ég fer og horfi á þau,“ segir Manal stolt. Ísland er svo fallegt land Sjálfri þykir henni gaman að hjóla um bæinn og fara niður á Langa- sand. Hún hefur líka skoðað sig um fyrir utan bæinn ásamt íslenskum vinum sínum. „Í sumar fór ég með vinum mínum í útilegu og ég er búin að sjá Gullfoss og Geysi. Þetta var mjög skemmti- legt. Ísland er svo fallegt land,“ seg- ir Manal. Hún kveðst alls staðar mæta afar góðu viðmóti þar sem hún kemur. „Það eru allir Íslendingar svo góðir við mig. Mér líður vel hérna. Ég er miklu rólegri en ég var.“ Sjálf bauð hún vinahópi sínum í veglega matarveislu þegar hún varð þrítug í sumar. „Svo bauð ég upp á tertu sem ég fékk að gjöf,“ segir Ma- nal á ótrúlega góðri íslensku. Hún keppist við að læra enn meira í málinu og gluggar í námsbækur barnanna. „Ég les en skil ekki allt. Krakk- arnir mínir eru að kenna mér en ég þarf að læra miklu meira. Mig lang- ar til þess að fá vinnu hérna. Það er ekki gott að sitja heima og gera ekki neitt.“ „Mér líður vel hérna“ Eitt ár síðan nýr kafli hófst í lífi Manal Aleedi Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA var alls ekki vel borgað, tímarit borga yfirleitt ekki vel. En það er rosalega gott að hafa þetta í bókinni sinni,“ segir Matthildur Lind Matthíasdóttir, tvítug fyrir- sæta sem situr fyrir í ágústhefti bandaríska tímaritsins Marie Claire. Matthildur prýðir tíu síður í blaðinu, og sýnir þar fatnað frá mörgum af helstu hönnuðum heims. Ljóst er að um mikið afrek er að ræða hjá fyrirsætunni ungu, enda Marie Claire afar útbreitt tímarit. Matthildur á þó eftir að láta ljós sitt skína enn frekar því í febrúar verður kynnt ný galla- buxnaherferð Diesel þar sem hún er ein af fyrirsætunum. Það þýðir að andlit hennar mun prýða tímarit og auglýsingaskilti í um 70 löndum. „Fólk heldur að þetta sé ekkert mál, módel þurfi bara að sitja og vera sæt. En þetta er spurning um aðeins meira en það,“ segir Matt- hildur. | 32 Glæsileg Matthildur á einni af ljós- myndunum í Marie Claire. Situr fyrir í Marie Claire og í herferð fyrir Diesel ÍSLENSKA U-21 ára lið karla í knattspyrnu vann í gærkvöld stór- sigur á Norður-Írum á útivelli í und- ankeppni Evrópumótsins. Íslensku strákarnir fóru hreinlega á kostum og gjörsigruðu N-Írana, 6:2. Þeir lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik með því að skora fjögur mörk án þess að heimamenn næðu að svara fyrir sig. Rúrik Gíslason skoraði tvö mörk og þeir Aron Einar Gunn- arsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Bjarni Þór Viðarsson og Alfreð Finn- bogason eitt mark hver. | Íþróttir Strákarnir í miklu stuði Hvar eru Al Waleed-flótta- mannabúðirnar? Þær eru á landamærum Íraks og Sýrlands. Hver er uppruni Palestínumanna í Al Waleed-flóttamannabúðunum? Þeir eru afkomendur Palest- ínumanna sem flúðu til Íraks þegar Ísraelsríki var stofnað. Palestínumenn nutu verndar í stjórn- artíð Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, en þeir voru ríkisfangs- lausir. Hvers vegna eru þeir í flóttamannabúðum? Margir sjítar sögðu þá styðja upp- reisnarmenn súnníta. Palestínumennirnir sættu þess vegna ofsóknum og neyddust til að flýja heimkynni sín í Írak. Greint hef- ur verið frá grimmilegu ofbeldi sjíta gegn flóttamönnunum. S&S

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.