Morgunblaðið - 12.09.2009, Side 4

Morgunblaðið - 12.09.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæð- inu hefur handtekið alls 25 manns, alla af erlendum uppruna, og gert nærri 20 húsleitir vegna rann- sóknar á innbrotum og þjófnuðum í umdæminu undanfarið. Í gær sátu átta karlar á þrítugsaldri í gæslu- varðhaldi í tengslum við rannsókn- ina. Lagt hefur verið hald á þýfi að andvirði milljónir króna. Lögreglan segir ljóst að þýfið sé úr mörgum innbrotum. Það var endurheimt við húsleitir á mörgum stöðum. Nú er unnið að því að koma hinum stolnu munum til réttra eigenda, en það er tímafrekt, að sögn lögreglunnar. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, sagði í sam- tali við Morgunblaðið s.l. fimmtu- dag að kraftur yrði settur í rann- sóknina. Að henni lokinni yrði væntanlega gefin út ákæra. Hlytu menn dóma yrði gerð krafa um að þeim yrði vísað úr landi að lokinni afplánun. Í fyrradag var 31 útlendur rík- isborgari í afplánun eða gæslu- varðhaldi hér, samkvæmt upplýs- ingum frá Fangelsismálastofnun. Þar af voru 17 í afplánun og 14 í gæsluvarðhaldi. Nú eru 133 afplán- unarrými í íslenskum fangelsum. Útlendir ríkisborgarar fylla því tæpan fjórðung fangelsisrýma í fangelsum landsins um þessar mundir. Fangelsismálastofnun lætur Út- lendingastofnun vita af öllum út- lendingum sem fá óskilorðsbundna fangelsisdóma hér á landi. Útlendingastofnun tekur síðan ákvörðun um hvort þeim skuli vís- að brott þegar þeir fá reynslulausn. Útlendir fangar fá allir reynslu- lausn að afplánuðum helmingi refs- ingar, að því gefnu að þeim verði vísað brott. Páll E. Winkel, forstjóri Fang- elsismálastofnunar, sagði mun flóknara ferli ef ætti að vísa brott fanga meðan á afplánun hans stendur. Ísland er t.d. með fram- salssamninga við Norðurlönd og fleiri þjóðir. Samþykki brotamanns- ins er áskilið fyrir slíku framsali. Páll sagði að ákveðin forgangs- röð gilti þegar kemur að afplánun dóma. Þeir sem talin er hætta á að strjúki úr landi njóta t.d. forgangs og eins þeir sem taldir eru hættu- legir. Til eru tvö úrræði ef vísa á fólki úr landinu. Annars vegar frávísun og hins vegar brottvísun. Brott- vísun er meira íþyngjandi og felur alltaf í sér endurkomubann. Það á jafnt við um EES-borgara og ann- að fólk. Rósa Dögg Flosadóttir, settur forstjóri Útlendingastofn- unar, sagði lengd endurkomubanns háða mati. Sumum er meinuð end- urkoma ævilangt, en öðrum í 10-20 ár eða skemur, þó minnst í tvö ár. Lengd endurkomubanns fer eftir alvarleika brotanna. Bannað að koma aftur  Útlendum föngum sem er vísað brott frá Íslandi að fenginni reynslulausn er bannað að koma aftur  Útlendir ríkisborgarar í fjórðungi fangelsisrýma Morgunblaðið/Júlíus Endurheimtir munir Lögreglan hefur haft nóg að gera við að skrá stolna muni sem hafa endurheimst og koma þeim aftur til réttra eigenda. Það er tímafrekt að hafa uppi á réttum eigendum og er fólk beðið að sýna þolinmæði.                              !!  !!  " #  $ %& '# ' ( % '"        Í HNOTSKURN »64 erlendir ríkisborgararluku hér afplánun í fyrra eða voru að afplána óskilorðs- bundna refsingu um síðustu áramót. »Þar af höfðu 44 þessaraföngnu erlendu ríkisborg- ara engin tengsl við Ísland. »Heimilt er að vísa EES-borgara brott að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Hann fer þá á landsskrá yfir fólk í endurkomubanni. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „AÐKOMAN var ömurleg, allt var á tjá og tundri og búið að opna hvern einasta skáp og hverja einustu skúffu í íbúðinni okkar og gramsa í öllu. Gluggi hafði verið spenntur upp og greinilegt að viðkomandi hafði farið út um svaladyrnar með feng sinn. Við svona innbrot er frið- helgi einkalífsins algerlega rofin og sálartetrið verður fyrir miklu áfalli. Maður fyllist ógeði og mikilli reiði. Maður er lengi að jafna sig eftir svona innrás, mér líður enn mjög illa,“ segir Klara Stephensen en í sumar var brotist inn á heimili hennar og eiginmanns hennar í Þingholtunum og dýrmætum hlut- um stolið. „Ránið átti sér stað um hábjartan dag, rétt á meðan mað- urinn minn brá sér frá í nokkra klukkutíma, en sjálf var ég stödd austur á landi. Íbúðin okkar er á annarri hæð svo þjófarnir þurftu að hafa þó nokkuð fyrir því að komast inn. Lögreglan á mikið hrós skilið fyrir hvað hún brást vel við, hún kom mjög fljótlega á staðinn eftir að maðurinn minn tilkynnti innbrotið, síðan kom sérfræðingur að taka fingraför og allt var rannsakað. Tölvan mín hafði verið tekin og því miður átti ég ekki afrit af gögnunum sem í henni voru, sem er mjög baga- legt því þar var öll mín vinna undan- farin þrjú ár. Ég hef ekki geð í mér til að bjóða fundarlaun einhverjum sem hefur tekið mitt dót og vill fá borgað fyrir að hafa stolið því.“ Einnig var rósaviðarkistill sem Klara hafði erft frá tengdamóður sinni horfinn og allir skartgripirnir sem í honum voru. „Þar á meðal voru ættargripir, gjafir sem ég hafði fengið þegar börnin mín fæddust, gripir frá tengdamóður minni sem hún hafði erft og annað sem mér er mjög annt um og hefði gjarnan vilj- að sjá í eigu afkomenda minna. Þetta eru ómetanlegir hlutir og verðmæti þeirra er fyrst og fremst tilfinningalegt. Það er mjög ljótt og andstyggilegt að fara inn á annarra manna heimili og róta þar í dóti, taka það og selja kannski fyrir slikk svo viðkomandi geti orðið sér úti um peninga. Ég á erfitt með að sætta mig við að þetta skuli viðgangast í kringum okkur.“ Klara ítrekar ánægju sína með fagmannleg vinnubrögð lögregl- unnar. „Þeir hafa haft samband við mig reglulega síðan þetta gerðist og ég hef fengið að koma og athuga hvort ég finni eitthvað af mínum hlutum í því þýfi sem þeir hafa fund- ið. Aðeins einn gripur hefur komið fram, erfðagripur, hjartalaga gull- nisti sem mér var gefið þegar ég var barn. En ég lifi í voninni um að eitt- hvað fleira komi fram síðar. Lög- reglan mundi gera betur ef hún ætti þess kost, mér finnst lögreglunni sýnd mikil vanvirðing með því að binda hendur hennar með fjársvelti og undirmönnun. Ótal mörg mál bíða rannsóknar hjá þeim. Nú þegar efnahagshrun hefur dunið yfir okk- ur ætti einmitt að vera eitt af því fyrsta að efla lögæsluna. Lögreglan verður að vera sýnileg á svona tím- um. Þetta fjársvelti löggæslunnar er líka vanvirðing við okkur öll sem bú- um í þessu landi.“ Klara segir ástandið í Þingholtunum hafa versn- að mjög mikið frá því þau fluttu þangað fyrir nokkrum árum. „Það er að verða ólíft í miðbænum fyrir ágangi og sóðaskap. Þegar hátíðir eru í bænum þá vílar fólk til dæmis ekki fyrir sér að gera þarfir sínar í portinu við húsið okkar.“ Fjársvelti og undirmönnun í löggæslu er vanvirðing við lögreglumenn og landsmenn alla Ómetanlegum ættargripum stolið Morgunblaðið/Kristinn Klara Stephensen „Aðkoman var ömurleg. Allt var á tjá og tundri.“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úr- skurðað fjóra karlmenn í gæslu- varðhald næstu tvær vikur, eða til 24. sept- ember, vegna gruns um að- ild að innflutningi fíkniefna til landsins. Þrír mannanna eru á þrí- tugsaldri og einn undir tvítugu. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hafa þeir ekki komið við sögu lögreglu áður. Rannsókn lögreglu beinist að innflutningi fíkniefna til landsins frá Danmörku. Litlar sem engar upplýsingar fengust upp gefnar um umfang málsins, magn fíkniefna og gerð en rannsóknin hefur staðið undanfarnar vikur og er unnin í samvinnu við dönsk lögreglu- yfirvöld, tollayfirvöld og önnur lögregluembætti en höfuðborg- arsvæðisins. Í haldi vegna fíkniefna- innflutnings Efni Ekki fást miklar upplýsingar um málið. FJÖLMÖRG sófasett sem stolið var úr geymslugám- um húsgagna- verslunar- innar Patta í Dugguvogi fyrr í vikunni komu í leit- irnar í gær- dag. Fimm ís- lenskir karlmenn sem handteknir voru í tengslum við málið á fimmtudagskvöld játuðu verkn- aðinn og bentu lögreglu á þýfið. Enn á þó eftir að hnýta lausa enda og er málið enn í rannsókn. Vel á annan tug sófasetta, að andvirði rúmlega fjórar milljónir króna, var stolið úr gámunum. Í kjölfar frétta af stuldinum bárust lögreglu vísbendingar um að þau væri að finna í vöruskemmu í Hafnarfirði. Lögregla greip í tómt þegar leitað var í skemmunni en þó fannst merkimiði af sófasetti sem benti til þess að þau hefðu verið geymd þar. Mennirnir voru í kjölfarið hand- teknir og vísuðu þeir á sófasettin eftir yfirheyrslur. andri@mbl.is the@mbl.is Stolin sófa- sett fundin Sófarnir Sett sömu gerðar og stolið var. DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ gerði á sínum tíma samning við Litháen um að taka við litháískum föngum. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsis- málastofnunar, sagði að þangað hefðu um fimm fangar verði send- ir. Páll sagði að ferlið tæki langan tíma því fangarnir vildu undan- tekningarlaust afplána hér. Páll sagði það gilda um fanga t.d. frá Póllandi, Litháen, Afr- íkuríkjum og fleiri fjarlægum lönd- um að þeir vilji afplána refsingu sína hér. Norrænir, þýskir, breskir og hollenskir fangar hafa í vissum tilvikum viljað afplána dóma í föð- urlandinu. Páll sagði að þá væri gengið strax í að flytja fangann til síns heima. Önnur hlið á þessum samningum er að Íslendingar eru bundnir af því að taka við föngum frá þessum löndum. Þar hallar talsvert á okk- ur því á síðustu tíu árum höfum við sent tíu fanga til útlanda en fengið 24 Íslendinga til afplánunar hér. Skúli Þór Gunnsteinsson, lög- fræðingur hjá dómsmálaráðuneyt- inu, sagði að vildi fangi fara heim og gæfi upplýst samþykki fyrir því þyrfti að þýða dóminn, hafa sam- band við viðkomandi ríki og óska eftir samþykki þess fyrir því að fanginn kæmi þangað til afplán- unar. Ferlið tekur nokkra mánuði. Vilja vera hér

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.