Morgunblaðið - 12.09.2009, Qupperneq 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Eftir Ágúst Inga Jónsson
og Önund Pál Ragnarsson
DEILISKIPULAG við Ingólfstorg
og Vallarstræti verður tekið upp að
nýju og unnið í auknu samráði við
borgarbúa, að sögn Júlíusar Vífils
Ingvarssonar, formanns skipulags-
ráðs borgarinnar. Honum voru í gær
afhentar fjölmargar undirskriftir
fólks sem leggst gegn nýrri hótel-
byggingu við Ingólfstorg og á reitn-
um þar sem skemmtistaðurinn Nasa
stendur.
„...nú er orðið ljóst að margir hafa
gert athugsemdir við hana [tillöguna
innsk. blm.] og líkar þetta ekki. Okk-
ur liggur ekkert á í þessu máli og
hljótum að bregðast við athuga-
semdum. Við viljum vanda til verka
og taka málið upp að nýju, því það er
mikilvægt að sem best sátt ríki um
mál sem þetta, sagði Júlíus Vífill í
tilkynningu til fjölmiðla í gær.
Athugasemdirnar sem borist
höfðu í gær eru bæði frá ein-
staklingum og hópum. Verið er að
skrá og flokka athugasemdirnar og
er viðbúið að fjöldi athugasemda
berist borgaryfirvöldum í pósti eftir
helgi, samkvæmt upplýsingum frá
skipulags- og byggingarsviði borg-
arinnar.
Aðalatriði þeirra athugasemda
sem hafa borist eru vegna minnk-
unar Ingólfstorgs, byggingarmagns
á svæðinu, færslu húsa inn á Ingólfs-
torg, reksturs hótels á svæðinu og
færslu á Nasa. Næsta skref í málinu
er að embætti skipulagsstjóra fer yf-
ir athugasemdirnar og gerir um þær
umsögn sem lögð verður fyrir skipu-
lagsráð.
Rúmlega tvö þúsund manns höfðu
síðdegis í gær sent skipulagsyfir-
völdum athugasemdir gegnum
heimasíðuna Björgum Ingólfstorgi
og Nasa, www.bin.is. Þá höfðu á
tólfta þúsund skráð sig á Facebook-
síðu aðgerðarhópsins, sem barist
hefur gegn fyrirhuguðu skipulagi.
Einnig skrifuðu um 700 manns nafn
sitt á undirskriftalista sem lágu
frammi í fyrirtækjum við torgið.
Skipulag við Ingólfstorg
verður tekið upp að nýju
Morgunblaðið/Heiddi
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
MARGIR þeirra sem flytjast búferl-
um og hefja nýtt líf í nýju landi lenda
í hremmingum varðandi atvinnu,
húsnæði og ýmiss konar þjónustu. Í
Noregi kemur þá meðal annars til
kasta íslenska safnaðarins og hefur
séra Arna Grétarsdóttir haft í nógu
að snúast síðustu mánuðina.
„Ég hélt að álagstoppnum hefði
verið náð síðasta vor, en í ágústmán-
uði og það sem af er september, hef-
ur verið meira að gera en nokkru
sinni frá því að ég kom hingað til
starfa 1. október 2007,“ segir Arna í
samtali við Morgunblaðið.
Aukin sálgæsluþjónusta
„Ég er ekki mikið fyrir að kvarta,
en álagið var orðið mjög mikið, því
margir eiga erfitt með að fóta sig við
framandi aðstæður. Við í kirkjunni er-
um svo heppin að hjá okkur er öflugt
sjálfboðastarf og hafa Gunnar Hólm,
formaður safnaðarstjórnar, og Krist-
ján Daðason, ritari, skipst á um að
veita þá þjónustu. Þeir hafa búið lengi
í Noregi og sannarlega hafa þessar
hjálparhellur reynst ómetanlegar fyr-
ir söfnuðinn. Þeir eru öllum hnútum
kunnugir og hafa getað liðsinnt mörg-
um, meðal annars í gegnum upplýs-
ingasíma kirkjunnar. Svo er minn
sími alltaf opinn,“ segir Arna.
Hún segir að í sendiráði Íslands í
Noregi fái fólk mikilvægan stuðning,
en þar hafi ekki verið hægt að bæta
við starfsfólki frekar en annars stað-
ar í utanríkisjónustunni. Því séu ekki
mörg úrræði til að bregðast við
auknu álagi. Íslendingafélögin í Nor-
egi hafi veitt mikilvæga aðstoð og
hefur félagið í Ósló farið af stað með
norskukennslu fyrir nýflutta Íslend-
inga. Stúdentafélagið FÍSN hefur
aðstoðað yngra fólkið þannig að allir
hjálpast að við að gera búferlaflutn-
ingana sem auðveldasta.
„Við erum að fara af stað með
aukna sálgæsluþjónustu, en mikil
þörf er á slíku,“ segir Arna. „Vanda-
málin sem koma upp eru margvísleg
og margir koma með þau að heiman.
Lítil kunnátta í norsku reynist mörg-
um erfið, því fólk á þá erfiðara með
að nýta sér þá þjónustu sem norska
ríkið býður upp á.“
Samfara fjölgun í íslenska söfnuð-
inum hafa athafnir kirkjunnar orðið
fleiri og aukning hefur orðið í öllum
málaflokkum, að sögn Örnu.
Aðspurð um ráð handa þeim sem
hyggja á búferlaflutninga sagði Arna
lykilatriði að undirbúa flutningana
eins vel og nokkur kostur er. Leita
eftir hjálp ef illa gengur að fóta sig og
missa ekki trúna og vonina. Finna
sér uppbyggjandi félagsskap og
gæta þess að einangrast ekki. „Ég
ráðlegg fólki að flytja helst ekki fyrr
en það er komið með húsnæði og at-
vinnu og hnýta lausa enda heiman frá
Íslandi eins og framast er kostur.“
Dreifing búsetu könnuð
Þunginn í starfsemi íslenska safn-
aðarins í Noregi er í Osló og ná-
grenni. Arna messar einu sinni í
mánuði yfir vetrartímann í Osló en
tvisvar á vetri í stærstu borgunum.
Eins er messað á minni stöðum eða
þar sem hún er beðin um.
Arna segir að í framhaldi af mikl-
um flutningum Íslendinga til Noregs
á síðustu tveimur árum sé á döfinni
að skoða dreifingu á búsetu Íslend-
inga í Noregi. „Það getur verið nauð-
synlegt að endurskipuleggja þjón-
ustuna með tilliti til þessa. Ef og
þegar hægist um þá þurfum við að
leggjast í svoleiðis greiningarvinnu,“
segir Arna Grétarsdóttir.
Ungir Íslendingar Séra Arna Grétarsdóttir með hópi fermingarbarna. Kirkjulegum athöfnum, sem og öðrum
verkefnum, hefur fjölgað mjög í Noregi undanfarin tvö ár enda Íslendingum í landinu fjölgað um tvö þúsund.
Nóg að gera hjá
Noregspresti
Heldur betur hefur fjölgað í ís-
lensku fjölskyldunni í Noregi á
síðustu tveimur árum. Nú búa
um 6.500 Íslendingar í landinu
og hefur fjölgað um tvö þúsund
manns á tæplega tveimur árum.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
SAMDRÁTTUR á innflutningi á
þessu ári verður meiri en áætlanir
gerðu ráð fyrir og nemur tekjutap
Faxaflóahafna 140 milljónum króna
miðað við þær áætlanir sem gerðar
voru fyrir árið 2009.
Að sögn Gísla Gíslasonar hafn-
arstjóra er ástæðan fyrst og fremst
stórminnkaður innflutningur á
byggingarefni. Í ár er reiknað með
að flutt verði inn 25 þúsund tonn af
byggingarefni en til samanburðar
voru flutt inn 65 þúsund tonn í
fyrra.
Á stjórnarfundi í Faxaflóahöfn-
um sf. í gær gerði Gísli grein fyrir
rekstrarspá til áramóta og fór yfir
þróun inn- og útflutnings. Segir
Gísli ljóst að samdráttur í innflutn-
ingi verði meiri en gert hafði verið
ráð fyrir í fjárhagsáætlun og þar af
leiðandi verða áætlaðar rekstrar-
tekjur undir áætlun. Hafnarstjóra
var falið að leggja fyrir næsta fund
hafnarstjórnar áætlun um hvernig
lækka megi rekstrarkostnað fyrir-
tækisins til að mæta eins og kostur
er því tekjufalli sem fyrirsjáanlegt
er á næstu misserum. Hafnarstjórn
samþykkti jafnframt fyrirliggjandi
tillögu að breytingu á fjárhagsáætl-
un ársins 2009.
Að sögn Gísla voru tekjur hafn-
arinnar af vörugjöldum í fyrra 920
milljónir króna. Áætlanir fyrir árið í
ár gerðu ráð fyrir að tekjurnar
myndu dragast nokkuð saman og
yrðu 869 milljónir króna. Nú sé hins
vegar ljóst að þær verði umtalsvert
lægri, eða 728 milljónir króna.
Reksturinn verður í járnum
Að sögn Gísla var gert ráð fyrir
hagnaði af rekstri Faxaflóahafna í
ár en nú liggur fyrir að svo verði
ekki. Hann reiknar með því að
reksturinn muni verða í járnum.
Framkvæmdum hefur verið frestað
að hluta og gripið verður til aðhalds
í rekstrinum.
Gísli segir að innflutningur á
matvöru hafi verið svipaður í ár og í
fyrra, í tonnum talið. Hins vegar
veki athygli að vöruflokkum mat-
vöru hafi fækkað talsvert. Þá hefur
svipað magn verið flutt inn af bens-
íni og olíu. Samdráttur í bílainn-
flutningi er umtalsverður.
Það sem af er þessu ári hefur út-
flutningur frá Faxaflóahöfnum ver-
ið meiri en í fyrra. Skýrist það fyrst
og fremst af auknum útflutningi á
sjávarafla.
Innflutningur
á byggingarefni
stórminnkar
Tekjutap Faxaflóahafna 140 milljónir
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Innflutningur Vegna samdráttarins
hefur skipaferðum fækkað.
Í HNOTSKURN
»Faxaflóahafnir sf. eiga ogreka fjórar hafnir, Reykja-
víkurhöfn, Grundartanga-
höfn, Akraneshöfn og Borgar
neshöfn.
»Faxaflóahafnir sf. er sam-eignarfélag í eigu fimm
sveitarfélaga, Reykjavíkur-
borgar, Akraneskaupstaðar,
Hvalfjarðarsveitar, Skorra-
dalshrepps og Borgarbyggð-
ar.
»Vörugjöld eru hæst fyririnnflutning á matvöru,
byggingarvörum, bílum o.fl.
Samdráttur í innflutningi á
byggingarefni og bílum kem-
ur því illa við reksturinn.
„Fáir koma hingað án þess að
hafa að minnsta kosti einhver
sambönd, en of oft hugsar fólk
með sér að þetta reddist allt og
Íslendingar eru margir þannig,“
segir Arna Grétarsdóttir. „Í
sjálfu sér er það gott viðhorf
sem felur í sér bjartsýni og von
en getur um leið valdið óþarfa
álagi. Fólk getur losnað við mik-
ið álag með meiri undirbún-
ingi.“ Hún bætir við að góður
undirbúningur dugi þó ekki allt-
af því sumir hafi lent í því að fá
ekki vinnu eða húsnæði sem
þeir töldu að væri í hendi.
Þetta reddast allt
! " #
$ % %
&'"
( ( ) (
& *
"
$ + , - ./ 0 1"# , " "
(
0 ./ 2 ./ 0 3' ' 0 ,