Morgunblaðið - 12.09.2009, Síða 27

Morgunblaðið - 12.09.2009, Síða 27
ins þegar afmælisárið gengur í garð. Það er þó ekki hrist fram úr erminni að gera nýjan golfvöll. Jón Ásgeir segist einhvern tímann hafa heyrt töluna 150 milljónir króna, en líklegra sé að kostnaðurinn við slíka framkvæmd sé um 300 millj- ónir. Þrátt fyrir mikinn kostnað hafi nýr golfvöllur verið tekinn í notkun í Fnjóskadal og vellir stækkaðir á Hellishólum í Fljóts- hlíð, Mosfellssveit, Grindavík og Sandgerði. Þá er framundan gerð níu holu vallar til viðbótar hjá GR á Korpúlfsstöðum og fleira er á döfinni. „Það er orðin mikil þörf á höf- uðborgarsvæðinu fyrir nýja velli en ásóknin á golfvellina þar hefur ver- ið gríðarleg. Þannig voru sumir vellir bókaðir frá því klukkan sjö að morgni fram til átta að kvöldi. Klúbbarnir hafa ásamt GSÍ reynt að mæta þessari miklu eftirspurn með því að leggja áherslu á að kylfingar spili hratt og þannig náist betri nýting á golfvellinum.“ Benda má á að nái ráshópur að flýta leik um eina mínútu á hverri holu flýta þeir leik um tæpar 20 mínútur á hringnum, sem kemur öllum til góða. Golfsambandið stendur fyrir mótaröð bestu kylfinga landsins, en lætur ekki þar við sitja. Yngri keppendur keppa sín á milli á sér- stakri mótaröð og sérstök áskor- endamótaröð var sett á laggirnar. Unglingastarfið hefur margfald- ast og blómstrað sem aldrei fyrr og fullbókað var í öll unglingamót á okkar vegum í sumar. Við byrj- uðum því með þessa áskor- endamótaröð fyrir þá sem eru á mikilli uppleið, en vantar þó herslu- muninn upp á að keppa við þá allra bestu í sínum aldursflokki. Þessi mót hafa verið haldin vítt og breitt um landið. Við höfum ekki látið þar við sitja því að í ár var byrjað með sérstök mót á vegum GSÍ fyrir 12 ára og yngri. Sveitakeppnir GSÍ hafa verið vel sóttar í ár og fyrirséð að við þurf- um að bæta við 5. deildinni fyrir næsta sumar til að svara þeirri eft- irspurn sem er fram komin varð- andi þátttöku í sveitakeppnunum. Það sem er svo sérstakt við golf á Íslandi er að þetta er íþrótt fyrir alla. Alls ekki bundið við aldur, kyn eða fjárhag eins og víða annars staðar. Aukningin er af hinu góða og Golfsambandið, klúbbarnir, ríki og sveitarfélög þurfa öll að leggjast á árar við enn frekari uppbyggingu á næstu árum. Áhuganum virðast lítil takmörk sett. Þetta virðist bara vera endalaust,“ segir Jón Ás- geir Eyjólfsson. sinni Ljósmynd/Páll Ketilsson Forsetinn GSÍ þurfti að draga sam- an seglin eftir bankahrunið, en á golfvöllum landsins var meira spilað en nokkru sinni áður. Daglegt líf 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 Haustið heilsar Sunnlendingum á sama ljúfa mátann og sumarið kveð- ur. Einstök veðurblíða og fegurð landsins nýtur sín í haustbirtunni, litir skýrast og dýptin eykst. Þegar undirrituð leit á hitamælinn síðdegi nokkurt í vikunni stóðu hitamælar í sautján gráðum og ekki getur það talist slæmt á þessum árstíma. Sum- arið hefur verið með eindæmum gott þrátt fyrir nokkrar kaldar næt- ur sem gerðu usla í kartöflurækt- inni.    Íbúar í Rangárþingi eystra fagna haustinu með því að halda haust- hátíð, Kjötsúpuhátíðina. Hún verður haldin 2. og 3. október og eru menn nú á fullu að vinna við undirbúning- inn. Á kjötsúpuhátíðinni gera menn sér margt til gamans og segja má að leiðarljósið sé að þeir skemmta sér best sem skemmta sér sjálfir. Fjöl- breytt og mikil dagskrá er í undir- búningi. Má þar nefna fjölbreytt keppnisatriði eins og hreystikeppni, ljósmyndasamkeppni, teikni- samkeppni, berjaréttakeppni og ljósaskreytingakeppni. Þá verða tónlistaruppákomur, dýragarður, markaður, blysganga og varðeldur að ógleymdu sameiginlegu grilli allra íbúa í sveitarfélaginu á gamla róluvellinum á Hvolsvelli.    Kjötsúpuhátíðin í Rangárþingi eystra er skemmtileg hefð sem sýn- ir að margt skemmtilegt er hægt að gera án þess að kosta miklu til, hafi menn hugkvæmni, sköpunarmátt og samvinnu að leiðarljósi. Það þarf ekkert endilega að kaupa lands- fræga skemmtikrafta til að láta þá sjá um að skemmta sér. Framkvæmdir við Landeyjahöfn ganga vel og reyndar vonum framar. Vestari varnargarðurinn er nú kom- inn í fulla lengd og nú er verið að hækka garðinn og von bráðar verður hann kominn í endanlega mynd. Sandfok getur orðið óvinur ferða- langa og til að hefta hann hefur verið sáð í sandinn melgresi. Sáningin hef- ur gengið mjög vel í sumar og er nú hvanngrænt yfir að líta þar sem áður var svartur sandur. Vonandi fer vet- urinn mildum höndum um sáninguna svo að á henni megi byggja frekari uppgræðslu.    Ferðalöngum sem skoða framkvæmd- irnar finnst mikið til koma og undrast í raun það stórvirki sem þarna á sér stað. Áætlað var að framkvæmdirnar myndu kosta um 10 milljarða króna. Einu sinni fannst Íslendingum þetta há fjárhæð, en í dag er þetta bara smotterí miðað við gjaldþrot og af- skriftir ýmissa skúffufyrirtækja og -félaga. Til samanburðar fékk eitt fyrirtækja Finns Ingólfssonar, Lang- flug, 14 milljarða afskrifaða ef ég man rétt og ekki flaug það félag nú langt.    Landeyjahöfn á eftir að breyta að- stöðu fjölda Sunnlendinga. Í raun myndast alveg nýtt mynstur í byggðamálum sem gefur tækifæri til að skoða samvinnu og ýmsa nýja möguleika bæði fyrir fyrirtæki og sveitarfélög.    Heilmikið vandræðamál varð undir haustið þegar ráða átti nýjan skóla- stjóra við Hvolsskóla. Það mál endaði með því að einn var ráðinn og hætti sá við. Þetta vandræðalega mál ætti að kenna hlutaðeigandi að það borgar sig ekki að draga afgreiðslu slíkra mála á langinn. Eðli málsins sam- kvæmt eru mannaskipti í skólum á vorin og því mest framboð á skóla- fólki á þeim tíma. Nú er áætlað að auglýsa aftur um áramót þannig að þeir sem ætla að sækja um þetta spennandi starf ættu að fara að setja sig í stellingar. HVOLSVÖLLUR Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Framkvæmdir Vestari varnargarðurinn á Landeyjahöfn er kominn í fulla lengd og nú er unnið við að hækka garðinn. Stutt er í að verkið klárist. Björn Stefánsson sendirVísnahorninu eintak af Suðurnesjatíðindum frá 12. desember árið 1975, en þar er birt kvæði Steins Steinars með formála undir yfirskriftinni: „Það vinnur enginn sitt dauðastríð“. Birni finnst aðdragandi kvæðisins og efni „eiga svo undra vel við um samskipti okkar við Breta, og raunar aðrar svonefndar „vina- og frændþjóðir“ okkar að undanförnu.“ Í blaðinu segir: „Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri flutti kvæði á síðasta fundi og sagði að sér hefði fundist vel til fallið að flytja okkur kvæði Steins Steinars, „Imperium Britannicum“ vegna innrásar herskipaflota Breta um þessar mundir. Kvæðið er gott og þó auðvitað margir lesendur þekki bæði þetta kvæði Steins eins og fleiri þá fannst mér tilvalið að birta það nú til upprifjunar á skoðunum skáldsins um heimsveldishugmyndir Breta og framtíð þeirra: Þín sekt er uppvís, afbrot mörg og stór, og enginn kom að verja málstað þinn, ó, græna jörð, þar Shakespeare forðum fór til fundar við hinn leynda ástvin sinn. Þú brennur upp, þér gefast engin grið, og geigvænt bál þú hefur öðrum kynt. Ó, lát þér hægt, þótt lánist stundarbið. Að lokum borgast allt í sömu mynt. Og jafnvel þótt á heimsins nyrztu nöf þú næðir þrælataki á heimskum lýð, það var til einskis, veldur stuttri töf. Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð. Magnús frá Sveinsstöðum las að viðskiptaráðherra ætlaði sér að anda með nefinu: Eflaust gerast ýmsir menn uppgefnir á þrefinu. En viðskiptaráðherra ætlar enn að anda hægt með nefinu. Þá Helgi Zimsen: Eftir stanslaust þrugl og þref þá er gott að anda um nef, á því mikið álit hef. Undanskilið, - stífli kvef. VÍSNAHORN pebl@mbl.is Af Bretum og stríði Að búa við góða almennaheilsu á að sjálfsögðueinnig við góða tann-heilsu. Sömu áhættuþætt- ir ógna tannheilsu og almennri heilsu og ástæða þykir til að vekja sérstaka athygli þar á. Alþjóðleg samtök tannlækna (FDI) hafa því ákveðið að 12. september ár hvert skuli vera alþjóðlegur tann- heilsudagur (World Oral Health Day). Tannskemmdum og bólgnu tann- holdi hafa flestir fullorðnir (90%) kynnst af eigin raun. Krabbamein í munni er í áttunda sæti yfir algeng- asta krabbamein. Viðhorf til tann- heilsu í Evrópu er víða annað en á Norðurlöndum og tannheilsan versnar eftir því sem farið er sunnar og austar í álfuna. Aðgangur að tannlæknisþjónustu er einnig mis- munandi en einn tannlæknir hefur um 1.000 einstaklinga til meðferðar í Bretlandi og Þýskalandi en 900.000 á ákveðnum svæðum í Afríku. Til að hvetja alla til umhugsunar um mikilvægi góðrar tannheilsu ákváðu Alþjóðleg samtök tannlækna að þörf væri á árlegum alþjóðlegum tannheilsudegi og varð 12. sept- ember fyrir valinu. Að þessu sinni er gefið út vandað rit ,,The Oral Health Atlas“ sem er aðgengilegt í net- útgáfu. Tannverndarvika á Íslandi Mikið hefur áunnist í tannvernd- armálum en betur má ef duga skal. Með góðri munnhirðu og hollu mat- aræði leggjum við grunninn að góðri tannheilsu. Hér á landi beinist at- hyglin að tannverndinni fyrstu dag- ana í febrúar en næsta tannvernd- arvika er fyrirhuguð 1.-5. febrúar 2010. Hollráð um heilsuna Tólfti september – alþjóðlegur tannheilsudagur Morgunblaðið/Heiddi Hólmfríður Guðmundsdóttir, tann- læknir og verkefnisstjóri tann- verndar hjá Lýðheilsustöð. www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 Efling-stéttarfélag Fulltrúakjör til reglulegs þings Starfsgreinasambands Íslands og ársfundar Alþýðusambands Íslands Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör fulltrúa á reglulegt þing Starfsgreinasambands Íslands sem haldinn verður á Hótel Selfossi dagana dagana 8. og 9. október 2009 og ársfund Alþýðusambands Íslands sem haldinn verður í Reykjavík dagana 22.og 23. október 2009. Tillögur vegna reglulegs þings Starfsgreinasambands Íslands með nöfnum 52 aðalfulltrúa og jafnmörgum til vara ásamt meðmælum 120 fullgildra félagsmanna skulu hafa borist skrifstofu Eflingar-stéttarfélags fyrir kl. 16.00 föstudaginn 18. september 2009. Tillögur vegna ársfundar Alþýðusambands Íslands með nöfnum 43 aðalfulltrúa og jafnmörgum til vara ásamt meðmælum 120 fullgildra félagsmanna skulu hafa borist skrifstofu Eflingar fyrir kl. 16.00 föstu- daginn 18. september 2009. Kjörstjórn Eflingar-stéttarfélags

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.