Morgunblaðið - 12.09.2009, Side 29

Morgunblaðið - 12.09.2009, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009 Taka þarf í taumana Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra var alvarlegur í bragði þegar hann flutti erindi á Tóbaksvarnaþingi Læknafélags Íslands í gær. Hann vísaði í frétt Morgunblaðsins þar sem sagði að 130 manns greindust árlega með lungnakrabbamein og væru 90% meinanna vegna reykinga. RAX Jenný Anna Baldursdóttir | 11. september 2009 Stríðið er hafið! Haustinu fylgja vatna- vextir og hamagangur í veðrinu. Að því tilskyldu að ekk- ert skemmist þá játa ég hér með að ég elska haustlægðir með öllum þeim djöfuldómi sem þeim fylgir. Á kærleiks- og menningarheimili mínu er hafið hið árlega hausstríð milli okkar sem hér búum í heilögu sáttmála- sambandi blessuðu af guði (eða séra Solveigu Láru sem er miklu krúttlegri en guð svo ég segi það bara hreint út). Málið er að á hverju hausti sl. 15 ár eða svo, förum við húsband í heiftúðugt stríð nánast upp á líf og dauða. Meira: jenfo.blog.is Andrés Jónsson | 10. september 2009 Stórt skref: Facebook með nýjung Social Media fréttavef- urinn Mashable er með enn eitt Facebook skúbb- ið í kvöld. Þau eru búin að vera nokkur í sumar og Fa- cebook er enn og aftur að „stela“ sumu af því besta sem virkað hefur á öðrum samfélagsvefjum, eins og persónulegar vefslóðir og fleira. Ekki síst hafa þeir horft til þess sem hefur gert Twitter svona vinsælt. Nú er semsagt verið að opna á þann möguleika að tengja fólk, síður og uppá- komur við FB-statusa svipað eins og hægt er að gera með @-merkinu á Twit- ter. Ansi magnað ef þetta er satt, þó að harðir Twittarar hnussi ef til vill og haldi fast við sinn keip um að Twitter sé bita- stæðara tengslanet en Facebook. Meira: godsamskipti.blog.is Í AÐSENDU efni í Morgunblaðinu 6.9. sl. voru birtar tvær greinar um tillögu að deiliskipulagi við Ing- ólfstorg í Reykjavík. Önnur er eftir sagnfræðingana Eirík G. Guðmundsson og Sölva Sveinsson, „Eyðilegging á Ing- ólfstorgi“, og hin eftir sagnfræðinginn og rit- höfundinn Þórunni Valdimars- dóttur, „Ingólfstorg verði Skugga- torg“. Báðar þessar greinar fara mjög hörðum orðum um tillöguna. Þær endurspegla þá ríkjandi tilfinn- ingu, ekki alveg að ástæðulausu, að sérhagsmunir fjárfesta og verk- taka hafi oftast ráðið ferðinni í skipulagsmálum en ekki almanna- hagsmunir. Margir eru því alfarið á móti öllum tillögum að þróun Kvosarinnar án þess að kynna sér málefnin. Undirritaður er höfundur þess- arar skipulagstillögu. Hef ég unnið við hana undanfarin tvö ár í náinni samvinnu við Reykjavíkurborg, og hefur tillagan verið vegin og metin af stjórnmálamönnum og embætt- ismönnum borgarinnar sem gegnt hafa hlutverki sínu sem talsmenn almennings og dómharðir gagn- rýnendur. Um er að ræða að breyta þessum hluta af gildandi skipulagi Kvosarinnar sem nú er af flestum talið úrelt og styrkja heildarmynd sögulegra húsa við torgið. Virðist þessi þáttur skipu- lagsvinnu hafa farið fram hjá greinarhöfundum. Mikilvægur þáttur í tillögunni fjallar um tónlistarhúsið NASA. Í núverandi umræðu virðist mörgum ekki vera ljóst að framhús þessa húss er gamli Kvennaskólinn við Austurvöll sem er verndaður og skúrbyggingar við suður- og vest- urhlið hans verða rifnar til þess að þetta glæsilega ný- klassíska hús fái að njóta sín betur. Sjálfur tónlistarsal- urinn er nú í mjög illa byggðu og glugga- lausu bakhúsi frá 1946. Salurinn sem slíkur á heima í mið- bænum. Einn af vaxt- arbroddum tónlistar á landinu er þar til húsa og mjög er æski- legt að svo verði áfram. Skipulagstil- lagan gerir því ráð fyrir að sal- urinn verði endurbyggður á þann hátt að gengið er inn í hann frá Austurvelli en nýr salur í sömu mynd og nú verði reistur í kjallara bakhúss. Benda má á fjölda sala í miðbæjum víða um heim sem eru með þessu fyrirkomulagi og hefur það ekki haft neikvæð áhrif á sköpunarstarf tónlistarfólks. Annar mikilvægur þáttur tillög- unnar er áhrif hennar á líf á Ing- ólfstorgi. Benda verður á að sól- arhliðar torgsins eru norðan og austan þess eins og á Austurvelli. Lagt er til að umferðargötur og bílastæði sem eru nú einmitt við þessar sólarhliðar Ingólfstorgs hverfi og í staðinn komi göngu- svæði opin almenningi. Mikið hef- ur verið talað um skuggavarp af nýbyggingum við torgið. Bygging- arnar sem eru jafnháar og núver- andi brunagaflar munu varpa skuggum sem verða 11 metrum lengri en nú. En torgið allt er 75 metrar á lengd og sólarhliðar þess eru utan skuggavarps. Bifhjól og hjólabretti einkenna daglegt líf Ingólfstorgs og eiga þar heima eins og tónlist í Thorvald- sensstræti. Endurhönnun Ingólfs- torgs er ekki lokið en ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að hér sé um að ræða hluta af margbreytileika miðbæjarins og torgsins og að ekkert verði gert til að bola þess- um leikvangi burt. Vandamál Ing- ólfstorgs nú eru allt önnur. Rúntur á nóttunni með tilheyr- andi dósa- og flöskukasti, notkun sunda og skúmaskota við Vall- arstræti fyrir sölu út úr bíl- gluggum og sem útisalerni. Vallarstrætið, sem nú er dimmt og nær gluggalaust sund, er senni- lega eini staðurinn í Kvosinni sem fólk veigrar sér við að fara um á kvöldin. Hlið torgsins meðfram Vallar- stræti hefur verið lýti á þessum mikilvæga stað í miðborginni. Nýtt hótel gegnir meðal annars því hlutverki að skapa hér framhlið sem er þessum stað til sóma. Tvö gömul timburhús, gamla Hótel Vík við Vallarstræti 4 og Brynjólfs- búðin, Aðalstræti 7, verða varð- veitt og færð inn á suðurhluta Ing- ólfstorgs, á svipaðan stað og Hótel Ísland stóð áður. Húsin verða einnig færð nær hvort öðru, þau verða gerð upp utan og innan og verða hluti af glæsilegri heild sögulegra húsa sem smám saman er að verða til í kringum Að- alstræti. Ekki er síður mikilvægt að með þessu opnast Vallarstræti sem skýr tenging milli Austurvallar og Aðalstrætis. Þar verða til ný versl- unarrými sem mun tvímælalaust hafa jákvæð áhrif á umhverfið. Vallarstræti hefur verið í mikilli niðurníðslu. Nú verður það að verslunargötu sem mun lífga við þær örfáu verslanir sem enn eru í nágrenninu. Eftir Björn O. Ólafs »Margar greinar hafa birst og útitónleikar verið haldnir til að mót- mæla tillögu um breyt- ingu Ingólfstorgs. Af hverju er vilji til að breyta torginu? Höfundur er arkitekt og skipulagshöfundur. Framtíð Ingólfstorgs Björn O. Ólafs Brunagaflar og hús við Vallarstræti eins og þau snúa að Ingólfstorgi í dag. Byggð samkvæmt tillögu að breytingu deiliskipulags. BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.