Morgunblaðið - 12.09.2009, Page 31
Umræðan 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
STJÓRNMÁL snúast um „sið-
bót, gagnsæi og ný vinnubrögð“
skrifar Álfheiður Ingadóttir al-
þingismaður í grein í Morg-
unblaðinu á þriðjudaginn og dylst
engum, að hún hefur sjálfa sig í
huga. Þetta minnir með skopleg-
um hætti á ævintýrið um Mjall-
hvít. Stjúpan sest fyrir framan
spegilinn og spyr: „Spegill, speg-
ill, herm þú hver, hér á landi feg-
urst er!“
Sveitarstjóri Norðurþings
krefst heiðarleika af stjórnvöld-
um. Forsagan er sú, að Össur
Skarphéðinsson skrifaði á sínum
tíma fyrir hönd ríkisstjórnarinnar
undir viljayfirlýsingu með fulltrú-
um Norðurþings og Alcoa um
rannsóknir á hagkvæmni þess að
álver risi við Bakka. Þar er kveðið
á um, hvernig staðið skuli að verki
og tímarammi settur. Sveitarfé-
lagið hefur eytt milljarði í verk-
efnið, af því að Þingeyingar eru í
þröngri stöðu en vilja bjarga sér.
Annar ráðherra Samfylkingar-
innar, Þórunn Sveinbjarnardóttir
umhverfisráðherra, kom síðan til
skjalanna með alls konar vífi-
lengjur og fyrirvara, svo að rann-
sóknirnar fóru úr sínum eðlilega
farvegi og hafa dregist úr hömlu.
Þingmaður kjördæmisins,
Steingrímur J. Sigfússon, er sjálf-
um sér trúr. Hann vildi alltaf
hætta vinnslu kísilgúrs í Mý-
vatnssveit og varð að ósk sinni.
Og í framboðsræðu á Kópaskeri
haustið 1979 sagði hann álverum
stríð á hendur eins og Don Kíkóti
vindmyllum og í því stríði eru þeir
félagar síðan. Frést hefur að þeir
Össur Skarphéðinsson séu að
leita leiða til að smeygja sér und-
an viljayfirlýsingu stjórnvalda og
í þeim anda eru skrif Álfheiðar
Ingadóttur. Þetta er hin nýja „sið-
bót“ vinstri grænna, en Húsvík-
ingar sitja eftir með sárt ennið, –
og erlendu skuldirnar.
Og vitaskuld er það rétt hjá
Álfheiði Ingadóttur, að vinnu-
brögð vinstri grænna eru gagnsæ
enda er hún holdgervingur þeirra.
Það lýsir sér í tvískinnungi á Al-
þingi, eins og þegar hún segist
vera á móti inngöngu Íslands í
Evrópusambandið, um leið og hún
greiðir atkvæði með því að sótt sé
um aðild.
Eftir á að hyggja: Nú hefur
framkvæmdastjóri stækk-
unarmála Evrópusambandsins af-
hent forsætisráðherra lista með
2.500 spurningum, sem Íslend-
ingum er ætlað að svara. Til þess
að allt sé gagnsætt og fyllsta jafn-
ræðis gætt er þá ekki rétt að Evr-
ópusambandið svari Íslendingum
þeim hinum sömu spurningum, –
að breyttu breytanda auðvitað?
Jóhanna Sigurðardóttir gæti sent
Össur með spurningalistann til
Brussel til að spara sér ómakið.
Halldór Blöndal
Spegill, spegill,
herm þú hver …
Höfundur er fyrrverandi
forseti Alþingis.
ÞAÐ er ekki aðeins
réttur heldur lagaleg
skylda hvers kjörins
fulltrúa að taka upp-
lýsta ákvörðun. Til
þess að svo megi vera
þurfa öll gögn um við-
komandi mál að liggja
fyrir og nægur tími til
að fara yfir þau, með
sérfræðiaðstoð ef
þurfa þykir. Kjós-
endur verða að geta treyst því að
svona sé um hnútana búið. Sú var
þó ekki raunin á síðasta stjórn-
arfundi Orkuveitunnar.
Á fundinum voru lagðir fram
tveir samningar. Annar þriggja
síðna og hinn sautján og þeim fylgdi
bunki fylgigagna. Sá seinni, samn-
ingurinn vegna tilboðs Magma
Energy Sweden AB og fylgigögn
með honum var á íslensku og ensku.
Þegar borgarstjóri neyddist til að
aflétta banni um að tilveru og inni-
haldi samningsins skyldi halda
leyndu fyrir almenningi kom það
fram að fyrst í stað yrði hann ein-
göngu birtur á ensku þar sem ís-
lenska útgáfan væri ekki nógu góð.
Þessi útgáfa var hins vegar notuð til
ákvarðanatöku á fundinum. Þýð-
ingin sem nú er komin á netið er svo
slæm og tyrfin að textinn er sum-
staðar nánast óskiljanlegur. Í borg-
arráði á fimmtudag var það svo
staðfest að eingöngu
enski textinn væri gild-
ur. Gögnin voru ekki
send út með fundarboð-
inu heldur voru þau
lögð fram á fundinum
sem hófst kl. 13 og var
keyrður hart áfram til
að mæta tilboðsfresti
Magma sem rann út kl.
17. Þessari máls-
meðferð mótmæltu
fulltrúar minnihlutans
og báðu um frest en án
árangurs. Tillögunum var þrýst í
gegn. Hafi kjörnir fulltrúar meiri-
hlutans, þeir Guðlaugur Sverrisson,
Kjartan Magnússon og Júlíus Vífill
Ingvarsson verið að sjá gögnin í
fyrsta skipti á fundinum má ætla að
þeir hafi brugðist lagalegum skyld-
um kjörinna fulltrúa um að taka
upplýsta ákvörðun.
Eftir Þorleif
Gunnlaugsson
Þorleifur Gunnlaugsson
»Hafi kjörnir fulltrúar
meirihlutans verið
að sjá gögnin í fyrsta
skipti á fundinum má
ætla að þeir hafi brugð-
ist lagalegum skyldum
kjörinna fulltrúa.
Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs og
situr í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
Orkuveitan og skyld-
ur kjörinna fulltrúa
FYRIR rúmum
tveimur árum var
brotið blað í norrænu
samstarfi. Forsætis-
ráðherrar Norð-
urlanda gáfu þá út
yfirlýsingu, sem
kennd er við Punkah-
arju, og miðar að því
að styrkja stöðu
landanna í hnatt-
væddum heimi. Í
fyrsta áfanga þessa hnattvæðing-
arverkefnis var samtakamáttur
þjóðanna nýttur til að hrinda úr
vör einu stærsta verkefni sem ráð-
ist hefur verið í á norrænum vett-
vangi, öndvegisrannsóknaráætlun
á sviði loftslags-, umhverfis- og
orkumála. Jafnvirði tíu milljarða
íslenskra króna verður fram til
ársins 2012 varið til áætlunarinnar
sem á að stuðla að því að efla rann-
sóknir og nýsköpun svo draga megi
úr loftslagsbreytingum. Þessar að-
gerðir munu hafa áhrif um allan
heim. Nú er hins vegar komið að
hnattvæðingarátaki í menningar-
málum.
Skapandi kraftur
Norðurlanda
Menningin virðir engin landa-
mæri. Það gildir ekki síst nú á dög-
um hnattvæðingar og stafrænnar
samskiptatækni. Hnattvæðing-
arverkefni norrænu menningar-
málaráðherranna taka mið af því
og þeirri fullvissu að norræn
menning eigi erindi við heiminn. Á
næstu tveimur árum verður leitast
við að auka veg norrænna kvik-
mynda, norrænna bókmennta og
norræns landslagsarkitektúrs und-
ir yfirskriftinni Norræn menning í
heiminum. Einnig verður ráðist í
þverfagleg verkefni til að lyfta
undir skapandi greinar, s.s. hönn-
un og framleiðslu tölvuleikja.
KreaNord er dæmi um slíkt verk-
efni en það hefur að markmiði að
markaðssetja Norð-
urlönd í skapandi
greinum.
Nýir styrkir
til dreifingar
Á alþjóðlegu kvik-
myndahátíðinni í To-
ronto nú í september
mun Norræni kvik-
mynda- og sjónvarps-
sjóðurinn leggjast á ár-
arnar í þessu átaki
norrænu
menningarmála-
ráðherranna. Þar mun hann standa
fyrir kynningu á þrettán nýjum
norrænum kvikmyndum og jafn-
framt kynna nýja styrki sem al-
þjóðlegum dreifingarfyrirtækjum,
sem kaupa réttindi til að dreifa
þeim, standa til boða. Þetta fram-
tak getur skipt sköpum í markaðs-
setningu, því þótt margar góðar
kvikmyndir séu framleiddar á
Norðurlöndum getur verið torvelt
að koma þeim í alþjóðlega dreif-
ingu vegna kostnaðar.
Norræn landslagslist
í brennidepli
Norræn landslagslist og hönnun
verður einnig í brennidepli. Á
heimssýningunni í Sjanghæ á
næsta ári stendur til að setja upp
sýningu á norrænum landslags-
arkitektúr til að vekja athygli á
þýðingu sjálfbærra lausna í bygg-
ingaskipulagi og landnýtingu. Þar
hafa Norðurlönd miklu að miðla,
enda á meðal þeirra fremstu í
heiminum á sviði hönnunar og
byggingarlistar.
Samstillt átak á
alþjóðlegum bókamessum
Norrænar bókmenntir eiga sem
fyrr ríkt erindi við umheiminn.
Eitt af forgangsverkefnunum er að
efla samstarf um að koma þeim á
markað, m.a. með samstilltu átaki
á alþjóðlegum bókamessum.
Fyrsta verkefnið verður sameig-
inleg kynning á norrænum bók-
menntum á bókamessunni í París
2011. Þar mun gefast einstakt
tækifæri til að sýna breiddina í
skrifum norrænna höfunda og
styðja norræna bókaútgefendur við
að selja útgáfuréttindi hvort heldur
er á markað eða til annarra landa.
Styrkur norræns samstarfs
Íslendingar hafa leitt norrænt
samstarf á þessu erfiða ári í ís-
lensku efnahagslífi og stjórn-
málum. Það kom í minn hlut eftir
kosningar í vor að gegna embætti
samstarfsráðherra sem ég geri
með mikilli ánægju og stolti. Nor-
rænt samstarf stuðlar að menning-
arlegri fjölbreytni og samræðu,
það eykur samlegðaráhrif af því
sem við getum best og stuðlar að
samkennd og samheldni norrænna
frændþjóða. Við megum vera stolt
af því að vera í hópi þeirra þjóða
sem þykja fremstar í að búa til
vandað efni fyrir börn og ungt fólk,
hvort heldur er í kvikmyndum,
sjónvarpi, tónlist eða bókmenntum.
Við höfum miklu að miðla til um-
heimsins og því er ástæða til að
hvetja skapandi fólk í öllum geirum
til að huga að því sem sameinar og
hve mikinn styrk Norður-
landaþjóðir geta sótt hver til ann-
arrar á þessu sviði.
Norræn menning á
erindi við heiminn
Eftir Katrínu
Jakobsdóttur
» Á næstu árum verð-
ur í menningar-
samstarfinu leitast við
að auka veg norrænna
kvikmynda, bókmennta
og norræns landslags-
arkitektúrs.
Katrín Jakobsdóttir
Höfundur er menntamálaráðherra og
samstarfsráðherra og leiðir samstarf
norrænu ríkisstjórnanna á sínum
fagsviðum.
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
frá kr. 29.990
Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð á síðustu flugsætunum til Costa del
Sol 15. september í 11 nætur. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir
1. Við bjóðum þér fjölbreytta gistingu, m.a. góð íbúðahótel meðan á
dvölinni stendur. Þú nýtur þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann.
Ath. heimflug 26. september er frá Jerez (rútuferð frá Malaga til Jerez tekur um 3 klst.)
Aðeins örfá sæti og íbúðir á þessum kjörum!
15. september
2 fyrir 1 til
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Ótrúlegt tilboð – Allra síðustu sætin
Ótrúlegt tilboð
Aguamarina
– með eða án fæð
is
Verð frá kr. 29.990
Flugsæti með sköttum, m.v. 2 fyrir 1
tilboð 15. september í 11 nætur. Netverð
á mann. Takmarkaður fjöldi sæta á þessu
verði – verð getur hækkað án fyrirvara.
Gisting frá kr. 3.700 m.v. 2-4 í
stúdíó/íbúð á Aguamarina.
Netverð á mann pr. nótt.