Morgunblaðið - 12.09.2009, Page 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Elsku amma Vallý,
nú er komið að kveðju-
stund. Með reisn og
virðingu kvaddir þú
þennan heim. Það var þín ósk að þú
fengir að kveðja heima á Laugarás-
veginum. Þar voru nánast allir í fjöl-
skyldunni og þó svo að maður hafi
undirbúið sig var maður ekki viðbú-
inn.
Óhætt er að segja að þú hafir verið
einstök kona, falleg, hjartahlý og hafð-
ir yndislega nærveru. Mér fannst allt-
af, og finnst ennþá, að þú værir besta
amma sem hugsast getur. Það má eig-
inlega segja að þú værir skólabókar-
dæmi um það hvernig ömmur eiga að
vera. Meira að segja börn sem ekki
tengdust þér fjölskylduböndum litu á
þig sem ömmu sína. Alltaf jafngóð við
alla krakka sem komu í nálægð við
þig.
Minningarnar eru svo margar þeg-
ar maður hugsar til baka. Allar
skemmtilegu stundirnar sem við átt-
um á Hagamelnum og síðar á Laug-
arásveginum. Á Hagamelnum áttum
við okkar bestu stundir saman. Alltaf
var mikil tilhlökkun að koma þangað í
pössun eða heimsókn. Þú sást alltaf til
þess að maður fengi gott að borða og
síðan gafstu mér 10 krónur til að
kaupa frostpinna. Þegar ég fékk að
gista hjá ykkur afa á Hagamelnum sá
Haukur afi til þess að við hefðum nóg
af gosi og nammi fyrir kvöldið. Ekki
má gleyma öllum góðu stundunum
sem öll fjölskyldan átti saman á Haga-
melnum þegar þið afi buðuð í sunnu-
dagssteikina. Þótt plássið hafi verið í
minni kantinum var oft glatt á hjalla,
mikið hlegið og allir fengu meira en
nóg að borða. Þú hafðir meira að segja
alltaf aukaskammt af bökuðum baun-
um fyrir litla prinsinn (mig). Síðan
þegar þið afi fluttuð á Laugarásveginn
var nú aðeins meira pláss fyrir fjöl-
skylduna að hittast og borða saman.
Var það óneitanlega gott að geta kom-
ið þangað til að spjalla um heima og
geima. Þá var líka gott að vita að mað-
ur gæti komið á Laugarásveginn þeg-
ar maður missti af síðasta Landleiða-
vagninum sem fór í Garðabæinn.
Það sem var ánægjulegast við að
ræða málin við þig var hversu hrein-
skilin þú varst í þínum skoðunum og
varst ekkert að skafa af utan af því.
Þegar ég kynntist eiginkonu minni,
Raggý, var það að sjálfsögðu mitt
fyrsta verk að koma með hana í heim-
sókn til þín og afa. Auðvitað tókst þú
henni með þinni einstöku hlýju sem og
þú gerðir gagnvart öllum þeim sem
komu í fjölskylduna. Við Raggý mun-
um um ókomna tíð minnast þess þeg-
ar þú komst síðast í þakkargjörðar-
kalkúninn okkar í nóvember á síðasta
ári. Áttum við ógleymanlega stund
þar sem við borðuðum á okkur gat
eins og vanalega.
Það verður tómlegt í öllum fjöl-
skylduboðunum í framtíðinni þegar
þín nýtur ekki við. Ég er afskaplega
þakklátur að börnin mín Rakel og Örn
náðu að kynnast þér og þinni hlýju.
Þótt missir okkar sé mikill er missir
afa enn meiri því þið hafið verið svo
samrýnd í öllu sem þið hafið gert í
gegnum tíðina. Veittu afa styrk til að
komast í gegnum sorgina sem hann
tekst á við í dag. Nú ert þú komin á
betri stað þar sem verkirnir munu
ekki hindra þig í að dansa.
Elsku amma Vallý, takk fyrir allar
yndislegu minningarnar, ég mun alltaf
geyma þig í hjarta mínu.
Arnar Haukur Ottesen.
Það eru svo margar minningar sem
koma upp í hugann á þessari stundu,
þegar elsku amma Vallý er fallin frá
eftir hetjulega baráttu við veikindi sín.
Allt frá því ég var barn þá var alltaf
sérstakt samband á milli mín og
Valgerður Júlíusdóttir
✝ Valgerður Júl-íusdóttir fæddist
13. ágúst 1925 í
Smiðshúsinu í Póst-
hússtræti 15, Reykja-
vík. Hún lést á heimili
sínu, Laugarásvegi
30, 2. september sl.
Útför Valgerðar
fór fram frá Áskirkju
9. september sl.
ömmu, ég gat talað við
hana um allt enda var
ég mikið hjá ömmu og
afa öll mín æskuár.
Allar ferðirnar þegar
ég gekk Laugarásveg-
inn til þeirra eftir skóla
renna mér seint úr
minni því það var allaf
svo gott að sækja þau
heim. Eitt aðalmálið
var að fá einhverja vin-
konuna með heim til
þeirra til að sýna þeim
baðherbergið á neðri
hæðinni sem var með
glerspeglum og marmarabaðkari, það
var flottasta baðherbergi sem ég hafði
augum litið og er óhætt að segja að
vinkonunum fannst það sama. Þær
voru ófáar ferðirnar sem ég fór með
fjarkanum út á Hagamel í Háskólabíó
þar sem amma vann í mötuneytinu
fyrir Landsbankann. Þar sem ég fékk
bestu kakósúpu í heimi, þar sem ég
fékk að skúra með henni í stóra saln-
um í bíóinu, þar sem hún fékk lánaðar
vídeóspólur í fyrsta skipti löngu áður
en vídeóleigur tóku til starfa.
Við áttum endalausar stundir sam-
an og ein þeirra var þegar amma bauð
mér í Laugarásbíó til að sjá ET. Ég
var sjö ára og man ég hvað við áttum
báðar hrikalega erfitt því við grétum
alla myndina og svo alla leiðina heim
líka en fengum svo hláturskast þegar
við komum heim þar sem það mátti
ekki sjá hvor okkar hafði grátið meira.
Þessa minningu rifjuðum við upp í
sumar þegar ég sagði henni að ég
hefði eignast myndina fyrir tilviljun og
ætluðum við að horfa á hana saman.
Það er einmitt það sem amma var svo
dugleg við, að rifja upp gamlar minn-
ingar. Hún gat endalaust sagt manni
sögur og núna þegar ég hugsa til þess
þá eru allar sögustundirnar svo dýr-
mætar minningar. Amma var ein
besta og gjafmildasta kona sem ég hef
kynnst.
Allar gjafir voru henni svo hug-
leiknar, hvort sem það voru afmælis-
eða jólagjafir þá vildi hún alltaf gefa
en lítið þiggja sjálf. Hún var ákveðin
og staðföst og með eitt það stærsta
hjarta sem til er. Hvort sem það var
fjölskyldan eða vinir þá vildi hún alltaf
allt fyrir alla gera. Því fékk Birgir
maðurinn minn að kynnast skömmu
eftir að leiðir okkar lágu saman. Þar
sem hann missti ömmur og afa sína
snemma þá þótti honum mjög vænt
um að fá að kynnast ömmu Vallý og
afa Hauki, sérstaklega þar sem þau
tóku honum sem sínu eigin barna-
barni og hann hefur svo oft talað um
það að þau séu honum sem amma og
afi.
Þegar við eignuðumst Hauk og
Andreu þá var ekki að spyrja að því að
hún vildi allt fyrir þau gera líka. Það
var alltaf svo mikil gleði þegar við
komum á Laugarásveginn með krakk-
ana og þótti þeim einstaklega vænt
um langömmu sína. Aðalmálið var að
fá að fara í kexskápinn í eldhúsinu og
alltaf pössuðu amma og afi að eiga nóg
af kexi svo þau kæmu ekki að tómum
skápnum. Það eru forréttindi að hafa
átt ömmu sem eina af mínu bestu vin-
konum, minningin um einstaka konu
lifir áfram í hjarta mínu.
Elsku afi minn, pabbi, Erla og Örn,
missir ykkar og fjölskyldunnar er
mikill og bið ég Guð um að styrkja
ykkur á þessum erfiðu tímum.
Ester.
Elsku amma Vallý, ég er svo glöð að
hafa þekkt þig. En þú varst orðin mik-
ið veik og núna kveð ég þig, elsku
langamma.
Þú varst alltaf svo góð við mig, þess
vegna elskaði ég þig. Það er þér að
þakka að ég er til, þegar ég hugsa um
það þá fæ ég yl. Ég fann alltaf hjá þér
yl.
Takk fyrir allt.
Þín langömmustelpa,
Klara.
Í Smiðshúsi (varðveitt í Árbæjar-
safni) var sumarið 1925 von á frum-
burði Magneu og Júlla skó. Hina verð-
andi móður dreymdi í tvígang
samskonar draum, opnaði augun dag
einn, sagði manni sínum að í draumn-
um hefði telpuskott líkust engli, ljós
yfirlitum, skælbrosandi, hoppað og
skoppað á leiði, þar sem stóð skýrum
stöfum á legsteini „Valgerður“!
„Nafnið er ákveðið ef barnið verður
stúlka“! Júlla hlýnaði um hjartarætur,
þetta var eftir öllum merkjum leiði
fóstru hans, dóttur sína skyldi hann
glaður nefna eftir henni.
Telpunni, sem síðar varð ung kona,
móðir, amma, langamma og vinur vina
sinna, verður best lýst eins og barninu
í draumnum kát, brosmild, jákvæð,
nægjusöm, vel gerð og góðum gáfum
gædd og tók brosandi móti því sem líf-
ið færði henni í fang, gleði þess og
sorgum í meðbyr og mótlæti, í raun
gangandi engill í mannsmynd.
Vallý var gælunafnið, okkar fyrstu
kynni urðu í kaffistofu Háskólabíós,
þar var hún við frumstæðar aðstæður
að færa mat á diska starfsfólks Vest-
urbæjarútibús, því beðið var eftir nýju
kaffistofunni sem verið var að endur-
gera fyrir bankann, ég á mínum fyrsta
degi síðust í mat, hún gaf sér tíma,
settist hjá stelpu, spurði eins og Ís-
lendinga er siður um uppruna. Þarna
var grunnur lagður að vináttu okkar
sem ég með fáeinum línum ætla að
þakka fyrir af veikum mætti, seinna
uppgötvaði ég að Vallý þekkti að
minnsta kosti annan hvern Íslending,
hún þekkti pabba minn sem hafði unn-
ið með Svavari litla bróður hennar,
auk þess sem hún var svo vinamörg og
ættrækin, að ef einhverstaðar átti að
efna til teitis af minnsta tilefni var
öruggt að Valgerður Júlíusdóttir væri
á gestalista.
Haukur og Vallý hittust í Steindórs-
prenti, fyrsta stefnumótið: Lækjar-
torg, hún komin hálfa leið upp í strætó
á leið heim, þegar piltur kom á hlaup-
um, þarna gat hurð hafa skollið nærri
hælum, það blessaðist, þau hreiðruðu
um sig í skjóli Jósafats föður Hauks,
fluttu síðar á Hagamel, Örn sá prúði,
Erla perla, og Haukur sá baldni komu
í heiminn hvert af öðru, fjölskyldan
undi glöð við sitt en hugurinn stóð til
að byggja í félagi við Jón bróður henn-
ar á æskustöðvunum í Laugardalnum.
Skipulag borgarinnar veitti ekki fyrr
en eftir 20 ára umhugsunartíma leyfi
til að byggt yrði tvíbýli. Langlundar-
geð húsmóðurinnar var einstakt, ung-
arnir hennar flognir, hún að venja sig
við titilinn „besta“ amma í veröldinni,
þá loksins var flutt inn, þar leið þeim
vel hjónakornunum nánast á sama
bletti og Sólheimatunga stóð áður.
Vallý var eins og sagt er gangandi
kraftaverk í veikindum sínum undan-
gengin ár.
Nafna hennar Gísladóttir heitin,
vinnufélagi okkar, sagði oft þegar
Vallý kom uppábúin í sínu fínasta,
„Heyrðu Vallý, er jarðarför í dag? „Já,
hvernig dettur þér það í hug ? „Þú ert
svo flott, alltaf eins og drottning“! Til
hinstu stundar bar Vallý virðingu fyr-
ir samferðafólki sínu.
Elsku Haukur minn, ættingjar og
vinir, nú kveðjum við einstakan mann-
vin, konu sem vert er að sakna.
Blessuð sé minning Valgerðar Júl-
íusdóttur.
Jóhanna B. Magnúsdóttir.
Elsku amma Vallý.
Ég tel mig vera afskaplega lánsam-
an að hafa átt þig að í gegnum tíðina.
Fólk mótast einna mest af þeim sem
standa því næst í lífinu. Það var því
ekki amalegt fyrir mig að eiga svona
vandaða og skemmtilega konu fyrir
ömmu. Mér þótti alltaf gaman að tala
við þig, þú hafðir góðan húmor og
varst með eindæmum hláturmild. Það
fór einstaklega gott orð af þér amma
mín. Enda voru allir jafnir fyrir þér og
þú dróst fólk ekki í dilka. Þú varst
jafnan í liði með þeim sem minna
mega sín og í þér áttu þeir sér ein-
stakan bandamann. Umhyggju þinni
fyrir náunganum verður ekki lýst með
orðum og þú veittir okkur barnabörn-
unum miklu meira en lífstíðarbirgðir
af væntumþykju og ástúð. Fyrir það
er ég þér endalaust þakklátur. Þú
varst mikill karakter og hafðir sterkar
skoðanir á þjóðmálunum. Þessar
skoðanir þínar voru oftar en ekki
byggðar á tilfinningu fremur en skýr-
um rökum. Ég og fleiri rökræddum
því oft við þig um menn og málefni, en
þú varst staðföst og gafst þig ekki
sama hversu góð rök við töldum okkur
hafa fram að færa. Mér finnst merki-
legt að til lengri tíma litið hafðir þú
oftar en ekki rétt fyrir þér. Tilfinning
þín sigraði rökin okkar. Þá minnist ég
með söknuði allra jólaboðanna sem þú
hélst á Laugarásveginum. Þar varst
þú í essinu þínu.
Á seinni árum veiktist þú tvisvar af
illvígum sjúkdómi. Þú barðist við veik-
indi þín með ótrúlegri eljusemi, já-
kvæðni og æðruleysi. Það má segja að
sú barátta hafi endað með jafntefli, þú
hafðir betur í fyrra skiptið en sjúk-
dómurinn í því síðara. Lífsviðhorf þitt
á þessum tíma var einstakt, alltaf
stóðstu upprétt sem klettur í lífsins
ólgusjó. Því ertu mér og öðrum mikil
hvatning og fyrirmynd á erfiðum tím-
um. Mér þykir afar vænt um að hafa
getað verið við hlið þér á lokastundu
þinni hér á jörðu og ég mun sjá til þess
elsku amma mín að staðið verður við
loforðið sem ég gaf þér áður en þú
kvaddir.
Í ferðalagi lífsins verða á vegi
manns óteljandi einstaklingar með
alla sína kosti og galla. Margir sem
maður kemst í kynni við eru ósköp
venjulegir, hafa enga afgerandi kosti
og enga afgerandi galla. Þú varst ekki
þannig elsku amma mín, þú varst ekki
venjuleg. Sumt fólk sem maður hittir
hér á jörð geislar af svo mikilli lífsgleði
að öllum líður vel í návist þess, þú
varst þannig. Einhverjir sem á vegi
manns verða eru gæddir svo mikilli
manngæsku að þeir fylla mann von og
trú á hið góða í manninum, þú varst
þannig. Nokkrir sem maður kynnist á
lífsleiðinni eru svo þrautseigir og dug-
miklir að þeir veita öðrum kjark og
þor þó að á móti blási, þú varst þannig.
Fáir í lífinu hafa svo mikinn lífskraft
að þeir geti gefið öðrum hugrekki og
styrk þegar mest á reynir, þú varst
þannig. Einstaka manneskjur í heim-
inum eru svo umhyggjusamar að þær
geta breytt svartnætti í bjartan dag,
þú varst þannig. Ætla mætti að allir
þessir ofangreindu kostir gætu ekki
komið saman í einni og sömu persón-
unni. En þeir gerðu það samt í ein-
stakri konu, sem varst þú elsku amma
mín. Minning þín mun lifa um ókomna
tíð.
Þinn
Haukur Ingi.
Elsku Vallý mín. Nú ertu horfin
sjónum okkar, en þú munt lifa í hjört-
um okkar allra á meðan við erum hér á
jarðskorpunni, ekki síst í mínu hjarta
og huga, eins og það hefur verið hjá
okkur síðustu 76 árin og aldrei borið
skugga á. Við áttum saman mjög góða
æsku, síðan gekkst þú í hjónaband
með Hauki þínum og börnin ykkar
yndislegu komu til sögunnar. Ég fór á
flakk, svo um tíma fækkaði samveru-
stundunum en vinskapurinn hélst
óbreyttur. Eftir að ég hætti flakkinu
og þið Haukur fluttuð heim, eða í
Laugarásinn, þar sem við ólumst upp
og sem er eini staðurinn sem við köll-
um heima, fjölgaði samverustundun-
um á ný.
Þú skilur eftir þig mikinn auð hér
sem þú skópst þínum yndislega manni,
en það eru að sjálfsögðu börnin ykkar
og öll þeirra börn og makar – hvert
öðru yndislegra.
Vallý mín, þakka þér fyrir yndislega
vináttu í 76 ár og að fá að þekkja alla
þína fjölskyldu sem þú átt hér í dag og
ekki síður fjölskylduna í æsku okkar.
Guð blessi þig og alla þína um
ókomna framtíð.
Hittumst uppi.
Þín vinkona,
Ólína.
Elsku amma. Mig
langar að þakka þér fyrir
stundirnar sem við höfum
átt saman í gegnum árin, með því að
rifja upp tvær af mínum uppáhalds-
minningum.
Önnur þeirra er um allar ferðirnar
til ykkar afa á Hlíðargötuna í lok skóla-
dags til þess eins að fá appelsínu með
sykurmola. Þú varst þeim eiginleika
gædd að vilja ávallt vera að gefa manni
eitthvað og linntir yfirleitt ekki látum
fyrr en maður hafði sagt já. Svona
varstu alveg fram í lokin. Þegar ég kom
með Dag til ykkar gat hann ávallt stól-
að á að hjá ömmu Lóló væri annað-
hvort brjóstsykur eða íspinni í boði.
Annað sem situr mér svo fast í minni
er þegar við afi spiluðum saman fyrir
þig Litlu fluguna, afi á píanóið sitt og
ég á þverflautuna mína og þú sast fyrir
framan okkur og hlustaðir. Einhverra
hluta vegna spiluðum við alltaf þetta
lag og þú virtist aldrei fá leiða á að
hlusta á það aftur og aftur. Þess vegna
langar mig að spila það fyrir þig einu
sinni enn.
Lækur tifar létt um máða steina,
lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina,
í bænum hvílir íturvaxin snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga
ég inn um gluggann þreytti flugið mitt,
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
(Sigurður Elíasson.)
Elsku amma. Við munum hlúa vel að
afa, hann verður umvafinn stórri fjöl-
skyldu. Mér finnst gott að vita að nú
ertu ekki kvalin lengur og ég veit að nú
líður þér vel. Eflaust muntu hafa nóg
að gera við að fylgjast með stóru fjöl-
skyldunni þinni. Hvíldu í friði, elsku
amma.
Þín
Helga Kristín.
Ólöf Ólafsdóttir
✝ Ólöf Ólafsdóttirfæddist á Siglufirði
24. september 1925.
Hún lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu í Nes-
kaupstað laugardaginn
29. ágúst sl.
Útför Ólafar var
gerð í kyrrþey frá
Norðfjarðarkirkju 5.
september sl.
Elsku amma.
Þótt vitað væri að
hverju stefndi hjá þér
síðustu daga lífs þíns
þá vorum við systur
ekki tilbúnar að
kveðja þig. Vildum
hafa þig aðeins lengur
hjá okkur en vissum
jafnframt að það var
eigingirni af okkar
hálfu því þú varst
tilbúin og þráðir hvíld-
ina.
Ótal minningar
hrannast upp þegar
hugsað er til baka frá æskuárunum í
Neskaupstað þar sem komið var við
hjá ömmu og afa á Hámundarstöðum
nánast á hverjum degi. Mjúkur faðmur
ömmu alltaf til staðar og ætíð kvatt
með kossi.
Minning um fallega og góða ömmu
sem gat alltaf mettað litla kroppa sem
komu hungraðir í heimsókn. Heitt vatn
og mjólk með sykri lærðum við að
drekka hjá þér og kökurnar þínar alltaf
svo gómsætar. Þú sást til þess að eng-
inn fór svangur frá Hámundarstöðum
og hugsaðir ávallt fyrst og fremst um
alla aðra en sjálfa þig.
Minning um litlar dótturdætur sem
horfa agndofa á ömmu sína sem kunni
frábæran fingragaldur þar sem fing-
urinn virtist fara af hendinni. Hvað þú
varst þolinmóð þegar við suðuðum um
galdurinn aftur og aftur þangað til við
uppgötvuðum hvernig hann var fram-
kvæmdur.
Minning um þegar við systur og
Dæja fengum að fara með þér á dag-
heimilið þegar þú varst að skúra. Það
var svo gaman því þá mátti leika sér að
öllu dótinu, bara ef við löguðum til að
leik loknum.
Amma, þú hefur verið fastur punkt-
ur hjá okkur systrum í um 40 ár og ver-
ið okkur svo hjartfólgin að það er erfitt
að hugsa til þess að nú sé komið að
kveðjustund. Þetta er víst lífið.
Elsku hjartans amma, við viljum
þakka þér fyrir alla þá elsku sem þú
hefur sýnt okkur systrum og fjölskyld-
um okkar og þá gleði sem þú hefur
veitt okkur alla tíð. Við skulum passa
upp á afa sem nú sér á eftir elskunni
sinni til 63 ára.
Elsku amma Lóló, hvíl í friði.
Þínar dótturdætur
Inga Sif, Ólöf (Lóló) og
Helga Hafdís.