Morgunblaðið - 12.09.2009, Page 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Þá er komið að leið-
arlokum hjá þér. Það
er margs að minnast
þegar litið er yfir far-
inn veg. Þú varst dug-
leg að fylgjast með þínu fólki og
rækta samböndin við þína nánustu. Í
því efni voru jólin sannarlega þinn
tími. Þá er helst til að taka öll jóla-
boðin sem þú hélst fyrir þessa stóru
fjölskyldu, þar sem allir komu saman
á Brekkubrautinni og síðar á Höfða-
grundinni. Þú varst dugleg við bakst-
ur og verður þess sárt saknað að fá
ekki hjá þér hveitikökur og svartan
brjóstsykur fyrir jólin.
Það er einnig skrýtið til þess að
hugsa að fá þig ekki í heimsókn á
jóladag eins og síðastliðin 27 ár. Þú
varst alla tíð mjög atorkusöm og vild-
ir sem minnst láta fyrir þér hafa.
Þegar þú fluttist af Brekkubrautinni
Halldóra
Gunnarsdóttir
✝ Halldóra Gunn-arsdóttir fæddist á
Steinsstöðum á Akra-
nesi 13.7. 1923. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Akraness 1. sept-
ember síðastliðinn.
Útför Halldóru fór
fram frá Akranes-
kirkju 9. september sl.
yfir á Höfðagrundina
vildir þú helst ganga
sjálf í öll verk, komin
hátt á níræðisaldur.
Mála, pússa, bera á
tréverkið, þvo og bóna
bílinn var þér létt verk.
Þér var það mikilvægt
að garðurinn þinn væri
vel hirtur og snyrtileg-
ur og í veikindum þín-
um í sumar var þér
mjög umhugað um að
svo væri áfram.
Að lokum viljum við
þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum með
þér. Hvíl þú í friði. Öllum ástvinum
sendum við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur.
Ég á vonir og móðurást og mátt
og minningar sem aldrei úr mér líða.
Að orðum hennar bý er ekki fóru hátt
að enginn verði maður nema bíða.
Í öllu hennar fasi ungur sá
þá einu mynd er ég mun aldrei
gleyma.
Hún sagði mér að aldrei yrði þrá
ef allt er leyft og enginn fær að
dreyma.
(Stefán Finnsson)
Guðmundur og fjölskylda.
Nú þegar ég kveð
ömmu Else og hugsa
til baka eru minning-
arnar um hana svo
skýrar. Amma var
alltaf svo sjálfri sér
samkvæm og allt sem hún gerði bar
svo sterk einkenni hennar. Hún var
glæsileg heimskona, sem veigraði
sér samt ekki við að skella sér í
gúmmístígvélin og fara að vinna í
garðinum uppi á „lóð“. Á sumrin
fórum við margoft upp á lóð til
ömmu og afa í Grafarvoginum, en
þar hófu þau ræktun áratugum áður
en þar reis byggð, og var lóðin
þeirra eins og vin í annars hrjóstr-
ugu landinu. Ræktun átti hug og
hjarta ömmu og bar garðurinn þess
augljós merki. Blómabeðið hjá
henni var engu líkt og fengum við að
njóta þess í hvert skipti sem hún
kom í heimsókn til okkar á sumrin,
því þá færði hún okkur sinn fallega
og fínlega blómvönd. Amma rækt-
aði mikið af grænmeti og margar
tegundir af berjum, en án efa voru
samt jarðarberin alltaf í mestu
uppáhaldi hjá henni. Ekki var óal-
gengt að með kaffinu uppi á lóð væri
marengsrjómaterta með jarðar-
berjafjalli ofan á, okkur krökkunum
til mikillar ánægju.
Amma var hinn fullkomni gest-
gjafi. Að fara í matarboð til ömmu
var einstök upplifun. Það var ekki
bara hinn góði danski matur, það
var líka góða matarlyktin sem tók á
móti manni við komuna, hvernig
maturinn var fram borinn og borðið
skreytt. Amma náði samt alltaf að
toppa sjálfa sig á jóladag þegar hún
bauð okkur í danskan „julefrokost“ í
hádeginu. Eftir að amma veiktist
höfum við viðhaldið þessari hefð og
gerum við okkar besta við að líkja
eftir handbragði hennar.
Amma var mikil hannyrðakona,
prjónaði, heklaði og saumaði. Þegar
við systurnar fæddumst með árs
millibili vorum við fyrstu kvenkyns
afkomendur hennar og grunar mig
að amma, sem almennt var svo hóf-
stillt, hafi þá sleppt sér lausri í
saumaskapnum. Til er fjöldinn allur
af myndum af okkur systrum í kjól-
Else Þorkelsson
✝ Else Þorkelssonfæddist 12. apríl
1919 í Viborg, Dan-
mörku. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Eir 2. sept. sl.
Útför Else fór fram
frá Bústaðakirkju 11.
september sl.
um, buxnadrögtum og
pelsum sem amma
hafði saumað á okkur
og þjóðbúningurinn
sem hún saumaði
gengur áfram frá kyn-
slóð til kynslóðar.
Með þakklæti í
hjarta fyrir allt sem
þú gafst mér og gerðir
fyrir mig kveð ég þig
amma mín, hvíl þú í
friði.
Hrund.
Elsku Elsa amma er dáin, 90 ára
að aldri. Ég á margar góðar minn-
ingar tengdar Elsu ömmu. Mínar
fyrstu minningar eru frá því að hún
og afi bjuggu á Birkimelnum. Að
vakna snemma á sunnudagsmorgni
til að fara í hádegismat til ömmu og
afa. Finna haustið í loftinu, næstum
alveg þögn úti og keyra í áttina að
Birkimelnum. Finna matarlyktina
alveg út á bílaplan, fara í kapp upp
tröppurnar og heilsa afa með
handabandi í dyrunum. Þegar við
komum var alltaf allt tilbúið, búið að
leggja á borð í stofunni, blóm og
dúkur á borðum og dekkað upp með
fallegum silfurhnífapörum. Matur-
inn alltaf frábær, og ekki skemmdi
fyrir að amma var alltaf með eft-
irrétt. Berjagraut með rjóma eða
danska eplaköku. Svona var amma,
alltaf svo dugleg og heimilisleg.
Hún kunni sko að halda veislur og
taka á móti gestum og hélt margar
stórveislurnar með glæsibrag.
Við í fjölskyldunni höfum haldið í
heiðri hina dönsku matarhefð frá
ömmu og munum gera áfram. Jóla-
boðið í hádeginu á jóladag hjá
ömmu var alltaf dagurinn hennar
ömmu, þvílík veisla. Síðustu árin
hefur jólaboðið góða verið haldið
heima hjá pabba og Sigrúnu með
glæsibrag og veit ég að ömmu þótti
alltaf svo vænt um að þau héldu í
hefðina. Amma kom allaf og ekki
aftraði það henni að koma þótt hún
væri komin í hjólastól.
Amma var yndisleg kona sem
vildi öllum vel. Hún var ósérhlífin og
dugleg og nutum við í fjölskyldunni
svo sannarlega góðs af því. Hún var
í raun uppskrift að góðri ömmu.
Ræktaði garðinn sinn í Grafarvog-
inum af mikilli natni og dugnaði og
uppskeran var eftir því, grænmæti,
ber og blóm fyrir fjölskylduna. Hún
var einstaklega dugleg í höndunum
og saumaði bæði og prjónaði á börn
og barnabörn. Þjóðbúningarnir sem
hún saumaði á okkur systurnar eru
núna hjá dætrum okkar. Þegar eldri
dóttir mín fæddist kom amma,
næstum áttatíu ára gömul, alein í
strætó niður á fæðingardeild með
blóm úr garðinum og peysu sem hún
hafði prjónað handa Perlu minni,
hún vildi sko sjá barnabarnabarnið
fyrst. Svona var amma, hlý og góð
og kom alltaf færandi hendi.
Amma var nokkuð veik síðustu
árin eftir að hún fékk heilablóðfall.
Amma átti einstaklega náið og gott
samband við Björn son sinn sem
heimsótti hana næstum daglega á
hjúkrunarheimilið Eir. Einnig var
samband hennar við pabba og Sig-
rúnu konu hans mjög náið. Þau
hugsuðu svo vel um ömmu og gerðu
allt sem í þeirra valdi stóð til að gera
henni lífið sem best síðustu æviárin.
Hvíl í friði elsku amma mín.
Lind Einarsdóttir.
Hún Elsa langamma er dáin 90
ára að aldri. Hún var rosa iðin og
dugleg kona. Hún saumaði þjóðbún-
inga á mömmu mína og Hrund
frænku og ég og systir mín fengum
síðan búningana og Svala frænka.
Einu sinni fórum við í búningunum
til ömmu upp á Eir og sýndum
henni. Það var tekin mynd af okkur
í búningunum með Elsu langömmu
og var langamma mjög stolt. Þetta
var sérstök mynd. Hún var rosa góð
í að elda og hélt góð matarboð þar
sem hún eldaði danska rétti. Sér-
staklega var gaman að koma í boðið
hennar á jóladag. En eftir að amma
varð veik skiptu mamma, amma, afi
og Hrund frænka réttunum á milli
sín, hver ætti að koma með hvað.
Einn rétturinn hét yfirgefin skjald-
baka sem var rosagóður og við kom-
um alltaf með síldarrétti og heima-
bakað rúgbrauð. Hún Elsa
langamma var rosa góð kona, við
munum sakna hennar mikið, elsku
elsku Elsa langamma megir þú
hvíla í friði.
Perla og Harpa.
Dagurinn líður –
Hægan himni frá
Höfgi fellur angurvær
á dalblómin smá.
Og hvítir svanir svífa hægt til fjalla
með söng, er deyr í fjarska.
Dagurinn hnígur –
Hann deyr með brosi á vör,
því ganga hans í dauðann
er dýrleg brúðarför
Svo fagrar eru sorgir vorsins síðla
er sól til viðar hnígur.
Og nóttir krýpur bláklædd
í bæn að fótskör hans,
og bjarma slær á strendur
hins myrka draumalands.
En þaðan stíga sumarkvöldsins söngv-
ar
er sól til viðar hnígur.
Nú draumar falla á hug minn
sem döggvist rósir ótt,
og himinn hljóðra bæna
er hjarta mitt í nótt.
Í eilíft þagnar, yfir trega og sælu,
hver hugans kennd er hafin.
Og síðast þegar hljóðnar
um svanavötnin blá
í heimi hvítra rósa
fer hugar míns þrá.
Hún vaknar eins og sorg við ljúfa
söngva
er sól að djúpi hnígur.
(Tómas Guðmundsson)
Með þökkum og hlýhug kveðjum
við góða konu.
Hvíl í friði.
Ragnhildur Lára, Una
Eydís, Þórir, Guðrún
Birna og fjölskyldur.
Ævi og störf Ingva
S. Ingvarssonar, fyrr-
verandi ráðuneytis-
stjóra og sendiherra,
eru efni sérstakrar
sögu, merkilegs þáttar
Íslandssögu á hálfrar aldar skeiði
stórfelldra breytinga. Þessum fáu
orðum er aðeins ætlað að minnast lít-
ils atriðis. En stundum lýsa smámun-
ir mönnum ekki síður en stórvirkin.
Ég kynntist Ingva S. Ingvarssyni
náið á áttunda áratugnum. Ingvi kom
til Belgíu, ásamt þeim Sigurjóni Sig-
urðssyni lögreglustjóra og Árna Sig-
urjónssyni. Erindi þeirra við mig var
að segja mér að ég væri sakaður um
landráð. Í hönd fór strembin tíð á
meðan á rannsókn þessa máls stóð.
En ég var ekki landráðamaður og
NATO vísaði málinu frá. Ákærand-
inn í máli mínu, íslenskur maður af-
dráttarlausrar hugmyndafræði og
borgaralegrar hollustu, hafði engan
skaða af tilefnislausri ákæru sinni.
Ég sannfærðist um það í þessu
máli að Ingvi S. Ingvarsson var ein-
stakur drengskaparmaður. Það verð-
ur seint fullmetið og aldrei fullþakk-
að. Um mannkosti Ingva mun öllum
geta komið saman um, sem til hans
þekktu, að hann var manna grand-
varastur og hreinlyndastur, einstakt
góðmenni, en samt þéttur fyrir, ef því
var að skipta, alltaf sjálfum sér sam-
kvæmur, trygglyndur og vinafastur.
Ingvi öðlaðist því snemma virðingu
meðal erlendra og innlendra sam-
verkamanna.
Ingvi S. Ingvarsson var fríður sýn-
um og glæsilegur á velli, hraust-
menni og gæddur óvenjulegu starfs-
þreki. Hann var manna prúðastur í
framgöngu, háttvís, jafnlyndur, mild-
ur í viðmóti og höfðingi heim að
sækja. Voru þau frú Hólmfríður, sem
er drengskaparkona, samhent í störf-
um sínum, rausnarleg og skemmti-
leg, bæði hversdagslega og þegar
gesti bar að garði.
Róbert Trausti Árnason,
fv. ráðuneytisstjóri.
Karlakórinn Fóstbræður hefur
ávallt átt því láni að fagna að eiga öfl-
uga og góða stuðningsmenn. Einn
þeirra, Ingvi S. Ingvarsson sendi-
herra, er kvaddur í dag. Ingvi var
gerður að heiðursfélaga Fóstbræðra
fyrir afar þýðingamikil störf í þágu
kórsins sem tengdust sérstaklega
ferðalagi kórsins til Rússlands árið
1961. Þar greiddi Ingvi för kórsins
sem best var hægt.
Karlakórinn Fóstbræður kveður
góðan vin og sendir ættingjum sam-
úðarkveðjur.
Fyrir hönd Karlakórsins
Fóstbræðra,
Gunnlaugur V. Snævarr.
„Verður hver þá að fara, er hann er
feigur.“
Nú hefur vinur og félagi frá dögum
í MA, hann Ingvi, fyllt sína lífdaga.
Það er skammt stórra högga milli,
tveir aðrir voru kvaddir fyrr á árinu.
Okkur sem enn tórum á dögum finnst
ærið að gert að sinni, en engum er
ætluð eilíf vistin á „Hótel Jörð“ og
Ingvi S. Ingvarsson
✝ Ingvi S. Ingvars-son fæddist 12.
desember 1924 í
Reykjavík. Hann lést á
Landspítalanum 26.
ágúst sl.
Útför Ingva fór
fram frá Grafarvogs-
kirkju 9. september sl.
geimförin er gátan,
sem bíður síns tíma.
Síðustu kynni voru
sporin að beði Ingva,
sem beið átekta og
háði glímuna, í þeirri
atlögu varð honum afls
vant. Nú er sess hans
auður við hringborðið,
þar sem löngum hefur
fámennt verið, en
minnum okkur á, að
eitt sinn vorum við
„norðanmenn“. Þessar
strjálu stundir hressa
upp á sálartetrið – að
orna sér við gömul minni, og glæður
frá veröld sem var.
Hann Ingvi var þeirrar gerðar að
hann fékk ei dulist. Árin sem við átt-
um í fóstrinu „undir skólans mennta-
merki“ voru aflabrögðin dregin úr
djúpum fræðanna, sem við skyldum
nesta okkur með þá lengra yrði hald-
ið. Maður dorgaði nú stundum á
grynningum við lítinn sóma. Hver
hafði sitt áralag. Ingvi var drengur
góður, vammlaus félagi og mannkost-
um búinn. Hann var maður „sem
engin styrjöld fylgdi“ – og hann hlóð
ekki illyrðum saman eins og forn
sögn segir um annan, af bernskuslóð-
um hans. En geðlaus er enginn sem
er annt um sóma sinn og æru.
Ingvi gerði stuttan stanz í háborg
mennta við sundin. Hann nam hags-
peki af breska heimsveldinu, kom
heim klyfjaður með góðan feng.
Kvaddur var hann í þjónustu þjóðar
sinnar á erlendum grundum um ára-
raðir, með hléum heima á Fróni. Var
þörfin þá brýnni að eiga trausta og
vammlausa útverði meðal þjóða – en
allt belgist út með nýjum siðum og
herrum.
Þar, sem hann hefur ráðið húsum
fyrir land sitt – gleymum ekki kon-
unni – eins og þeir séu einir í heim-
inum, hefur trúmennskan ekki þurft
að norpa utangarðs – ef ég þekki
manninn rétt. Það vill brenna við að
menn missi taumhald á oflofinu og sá,
sem er ekki lengur til viðtals, getur
ekki borið hönd fyrir höfuð sér og
kann ekki að meta staðlitla stafi.
Hann kom til dyranna eins og hann
var klæddur, bar ekki kápu á báðum
öxlum.
Sú kemur tíð, er við öll höfum fyllt
okkar lífdaga. Þá mætum við við
hringborðið – og tökum upp léttara
hjal, þar sem framliðnir fagna nýbú-
um.
Góða ferð vinur, við söknum þín úr
safninu. –
Kæra Hólmfríður og fjölskylda, nú
hefur syrt að um sinn, það reynir á
alla, þegar sorg og söknuður gista
húsið. Við biðjum almættið og allar
góðar vættir að bera ljósið á ný eftir
dimma daga í bæinn.
Innilega samúð,
Fjalarr Sigurjónsson.
Alvöru blómabúð
Allar skreytingar unnar af fagfólki
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499
Heimasíða: www.blomabud.is
Netfang: blomabud@blomabud.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800