Morgunblaðið - 12.09.2009, Side 41
Dagbók 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Sudoku
Frumstig
7 5 3
4 2
1 5 2
7 6
5 3 9 4
2 6
1
2 5 4
9 8 3
7
8 5 9
2
2 8
8 9 4
6 3 1
4 3 5
5 7 8 9 3
2 6
7
4 6
2 8 5
1 5 2
1 9 3
6
9 6 2 7
4 8
3 1 5
8 5 9 6 2 7 1 3 4
2 6 7 3 1 4 9 8 5
1 3 4 8 5 9 2 7 6
6 9 3 4 8 2 7 5 1
5 8 1 9 7 6 4 2 3
4 7 2 5 3 1 6 9 8
7 2 5 1 4 3 8 6 9
3 1 6 7 9 8 5 4 2
9 4 8 2 6 5 3 1 7
4 1 3 6 2 8 9 7 5
7 2 5 9 1 3 4 8 6
9 8 6 5 4 7 3 1 2
5 7 8 4 3 9 2 6 1
2 4 9 1 8 6 7 5 3
6 3 1 7 5 2 8 4 9
1 9 4 3 7 5 6 2 8
3 5 2 8 6 4 1 9 7
8 6 7 2 9 1 5 3 4
6 8 5 1 2 4 9 3 7
9 2 1 7 6 3 4 5 8
3 4 7 9 8 5 6 1 2
5 3 6 2 1 8 7 9 4
1 7 2 6 4 9 3 8 5
4 9 8 5 3 7 2 6 1
8 6 4 3 7 1 5 2 9
7 5 3 8 9 2 1 4 6
2 1 9 4 5 6 8 7 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 12. september,
255. dagur ársins 2009
Orð dagsins: Varpið allri áhyggju yðar
á hann, því að hann ber umhyggju fyr-
ir yður. (1Pt. 5, 7.)
Víkverji er í þeim hópi, ásamtsennilega allri þjóðinni, sem
sökkti sér í fréttalestur í kjölfar
„hrunsins.“ Áður þótti Víkverja fátt
óáhugaverðara en viðskiptafréttir
eða hagfræði og fylgdist aðeins með
pólitíkinni upp að vissu marki.
Þegar allt skall á var Víkverji
hinsvegar límdur við hvern einasta
fréttatíma í marga mánuði, tætti
dagblöðin í sig og hékk svo yfir net-
umræðum um hrunið þar til augun
urðu blóðhlaupin og brjóstið svo fullt
af réttlátri reiði að það varð erfitt að
festa svefn. Sjaldan fannst Víkverja
hafa skipt meira máli að vera virkur
þjóðfélagsþegn, veita stjórnvöldum
aðhald, vera með á nótunum og beita
gagnrýninni hugsun.
Og áfram halda fréttirnar en á
vissum tímapunkti sprakk úthald
Víkverja. Það er takmarkað hversu
mikið einn maður endist við að fylgj-
ast öllum stundum með svartsýnum
fréttum um bölvanlegt ástand.
x x x
Það er takmarkað hversu lengimaður þolir að sveiflast stöðugt
á milli bjartsýni, eins og Víkverja
tókst að byggja upp hjá sér milli
stríða, og neikvæðni sem helltist yfir
hann aftur þegar ný holskefla kom
af leiðindafréttum.
Að því kom að taka þyrfti ákvörð-
un um hvorum megin við línuna ætti
að ná andlegu jafnvægi og það gerði
Víkverji upp við sig í vor.
Víkverji ákvað að spila með bjart-
sýna liðinu. Frá og með maímánuði
tók Víkverji þá stefnu að gera lífið
skemmtilegt og með góðri hjálp frá
íslenskri náttúru og yndislegu sum-
arveðri gekk það eftir. Víkverji hef-
ur sjaldan átt ánægjulegra sumar en
í ár og hann er alveg hættur að taka
svartsýnar slagsíður. Þar sem þessi
áætlun gekk svona vel eftir hefur
Víkverji líka tekið formlega ákvörð-
un um að lífið eigi að vera mjög
skemmtilegt í vetur og er þegar
byrjaður að leggja línurnar að því að
kom þeirri áætlun í framkvæmd.
Hluti af því er að fylgjast af jafn-
aðargeði með fréttum en standa svo
upp án þess að láta þær eyðileggja
fyrir sér daginn og njóta þess að
vera til. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 traustur, 8 að
svo búnu, 9 endurtekið,
10 hrygning, 11 ber
brigður á, 13 kvendýrið,
15 dæma í fésekt, 18
slaga, 21 löður, 22 með
jöfnu yfirborði, 23 svar-
ar, 24 bernskan.
Lóðrétt | 2 sníkjudýrið,
3 klappi egg í ljá, 4 vilj-
ugt, 5 umfang, 6 guðir, 7
hugboð, 12 megna, 14
vætla, 15 vökvi, 16 oks,
17 að baki, 18 kvenvarg-
ur, 19 ráða í, 20 siga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 lokka, 4 tepra, 7 tamar, 8 kúlan, 9 auk, 11
nýra, 13 saum, 14 fenna, 15 þjál, 17 tákn, 20 eða, 22
ölæði, 23 ljúft, 24 geisa, 25 nauti.
Lóðrétt: 1 lútan, 2 kamar, 3 aðra, 4 tekk, 5 pilta, 6 af-
nám, 10 unnið, 12 afl, 13 sat, 15 þröng, 16 áræði, 18
álútu, 19 nátti, 20 eira, 21 alin.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8.
Bg5 Be7 9. Df3 Db6 10. 0-0 Rbd7 11.
Had1 b4 12. Bxf6 Rxf6 13. Ba4+ Kf8
14. e5 Bb7 15. Bc6 Bxc6 16. Rxc6
bxc3 17. Rxe7 Kxe7 18. Hxd6 Db5 19.
Dxc3 Rd5 20. Dd4 Hac8 21. Dh4+
Ke8
Staðan kom upp á Skákþingi Ís-
lands, landsliðsflokki, sem lauk fyrir
skömmu í Bolungarvík. Alþjóðlegi
meistarinn Dagur Arngrímsson
(2.396) hafði hvítt gegn kollega sínum
Braga Þorfinnssyni (2.360). 22. c4!
g5 hvítur hefði einnig unnið eftir
22. … Dxc4 23. Hd8+! Framhald
skákarinnar varð eftirfarandi: 23.
Hxe6+! Kd7 24. Hd6+ Ke8 25. cxb5
gxh4 26. Hxd5 axb5 27. Hxb5 og
svartur gafst upp.
Hvítur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Eintóm vitleysa.
Norður
♠Á94
♥Á32
♦K963
♣976
Vestur Austur
♠KDG107 ♠8653
♥D54 ♥KG1076
♦DG10 ♦742
♣D10 ♣G
Suður
♠2
♥98
♦Á85
♣ÁK85432
Suður spilar 6♣ dobluð.
Þýsku konurnar Auken og von Ar-
nim eru sérfræðingar í farsælum mis-
skilningi. Þær mættu sænskum vin-
konum sínum í fyrsta leik HM í Sao
Paulo, þeim Midskog og Bertheau. Frú
Auken var höfundur sagna í suður og
vakti á 2♣, Precision. Midskog kom inn
á 2♠ og von Arnim sagði 3♣. Bertheau
stökk í 4♠, Auken sagði 5♣ og nú dobl-
aði Midskog óvænt. Doblið er ekki vel
ígrundað, en það hreyfði við Auken, því
nú rifjaðist upp fyrir henni að þriggja
laufa sögn makkers var yfirfærsla í tíg-
ul. Hún breytti því í 5♦. Það var doblað
og von Arnim hrökklaðist í 6♣, enda
hafði hún auðvitað steingleymt kerfinu
líka. Enn var doblað og ♠K kom út.
Með tíglinum 3-3 voru 12 slagir léttir,
en hjarta út dugir ekki – sagnhafi
dúkkar og þvingar vestur síðan í tígli
og spaða!
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Áhrif plánetanna rugla mann í rím-
inu í dag. Mundu að öllum orðum fylgir
ábyrgð og reyndu að leiða átökin sem mest
hjá þér.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem
líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til
að trufla það. Vertu samkvæmur sjálfum
þér.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Hinir einstöku mannkostir þínir
skína í gegn. Framkvæmdu hugmynd þína
áður en einhver annar verður fyrri til.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Til þín verður leitað í sambandi við
lausn á viðkvæmu vandamáli. Veldu þér
samstarfsmenn af kostgæfni. Biddu um
allt sem þig dreymir um.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þótt þú megir ekki vanrækja skyldur
þínar í vinnunni ættirðu að reyna að verja
meiri tíma með fjölskyldunni. Gerðu eitt-
hvað.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Gættu þess að græðgin nái ekki tök-
um á þér heldur sæktu bara það sem þú
átt rétt á. Annars verður það áfram utan
seilingar.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Snilldarhugmynd sem sýnist getur
reynst allt annað og minna. Viðgerðir
reynast traustar og varanlegar. Vertu
þeim þolinmótt foreldri sem líta upp til
þín.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Hláturinn lengir lífið og það er
mikil guðsgjöf að geta séð spaugilegu hlið-
ar tilverunnar. Hamingjan er smitandi –
fólk vill alltaf vera nálægt þeim sem eru
hamingjusamir.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Annaðhvort ert þú í slæmu
skapi eða þú dregur til þín fólk sem er það.
Næmi og þægilegheit eru kostir sem allir
virða í fari þínu.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Átök í vinnunni kunna að valda
því að þig langar til að segja upp. Gefðu
þér svo tíma til að vera með því fólki sem
skiptir þig öllu máli.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það er eitthvað innra með þér
sem vill gera uppreisn. Góðu fréttirnar: Að
vera neyddur til samstarfs á eftir að gefa
af sér mjög skapandi niðurstöðu.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Allir mæta einhverjum erfiðleikum
einhvern tíman svo þú þarft ekki að vera
með sjálfsvorkunn þótt eitthvað blási á
móti. Slepptu allri sýndarmennsku og
haltu þig við raunveruleikann.
Stjörnuspá
Hjónin Katrín Sigurjónsdóttir frá
Grímsstöðum í V-Landeyjum og
Einar Ingi Sigurðsson frá Ísafirði,
heilbrigðisfulltrúi og fv. fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits
Kópavogssvæðis, eiga 50 ára brúð-
kaupsafmæli í dag, 12. september.
Hjónin eru á ferðalagi í tilefni af-
mælisins.
Gullbrúðkaup
Pálína Her-
mannsdóttir,
Hvassaleiti 111,
Reykjavík er átt-
ræð í dag, 12.
september. Hún
er að heiman á
afmælisdaginn
með fjölskyldu
sinni.
80 ára
12. september 1970
Kristnihald undir Jökli, leikrit
Halldórs Laxness, var frum-
sýnt hjá Leikfélagi Reykjavík-
ur en forsýningar höfðu verið
á Listahátíð í júní. Gísli Hall-
dórsson lék Jón prímus og
fékk mjög góða dóma fyrir
túlkunina.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
Guðrún
Bjarnadóttir,
Hraunbæ 190,
verður áttræð
mánudaginn 14.
september. Guð-
rún tekur á móti
gestum í Árskóg-
um 8 á morgun,
sunnudaginn 13.
september, kl. 15.
80 ára
„MÉR finnst ég vera 27 ára í anda, en ég verð að
viðurkenna að vegabréfið sýnir eitthvað annað,“
segir Jónas Tryggvason sem í dag heldur upp á
fimmtugsafmæli sitt í Reiðhöllinni í Víðidal.
Jónas hefur fengist við ýmislegt um ævina og
farið víða um heim. Hann sagðist hlakka til að
hitta vini og ættingja í kvöld, hvort sem þeir hefðu
starfað með sér í skóla, íþróttum, fréttamennsku,
flugumferðarstjórn, hjá Actavis eða annars stað-
ar. Samúel Örn Erlingsson sér um veislustjórn, en
hann starfaði með Jónasi á íþróttadeild RÚV á sín-
um tíma. Jónas sagði að þegar þeir voru búnir að
starfa saman í nokkurn tíma hefðu þeir uppgötvað að þeir voru tals-
vert mikið skyldir og frændsemin hefði treyst vinaböndin.
Jónas sagðist hafa haldið upp á fertugsafmælið í Iðnó og það hefði
verið heljarmikil veisla. Hann sagðist vera viss um að veislan í kvöld
yrði ekki síður skemmtileg.
Það er nóg að gera hjá Jónasi þessa dagana, en hann er fram-
kvæmdastjóri hjá sprotafyrirtækinu Titan-Global, en auk þess sinnir
hann ýmsum ráðgjafarverkefnum í lyfjamálum fyrir lyfjafyrirtæki
sem eru með starfsemi í A-Evrópu. egol@mbl.is
Jónas Tryggvason fagnar 50 ára afmæli
„Mér finnst ég vera 27 ára“
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is