Morgunblaðið - 12.09.2009, Side 42
42 Velvakandi
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞAÐ ER EKKI SNIÐUGT AÐ
SIPPA UNDIR VIFTU
ÉG SKAL
REYNA AÐ
HAFA ÞAÐ
Í HUGA
ÞAÐ ER
GOTT AÐ
STANDA Á
HAUS Í
ÚÐARA
AUK ÞESS GETUR
ÞAÐ LÍKA VERIÐ...
MJÖG
ÁVANA-
BINDANDI
MAÐUR HRESSIST ALLUR VIÐ
OG KÆLIR SIG Á SAMA TÍMA
ERTU AÐ
SEGJA MÉR
AÐ EFTIR-
MYNDIN
MÍN SÉ
AÐ SKRIFA
BRÉF TIL
SOLLU?!?
ÞÚ ERT
KVENNAGULL
EN ÉG ER EINRÁÐUR Í
STELPUHATARAFÉLAGI!
ORÐSPORIÐ MITT!
HEIÐURINN MINN!
SIÐFERÐIÐ MITT!
HANN ER
EKKI INNI
HJÁ MÉR!
HANN
ER Á
LEIÐINNI
TIL SOLLU!
ÉG ER VISS UM
AÐ ÞIÐ ERUÐ
BYRJUÐ AÐ
KYSSAST!
ENN MEIRI
KALDHÆÐNI?!? EF
ÞÚ KEMUR HINGAÐ
AFTUR ÞÁ SLÆ
ÉG ÞIG!
BLESSAÐUR,
ÍGOR, GAMLI
VINUR!
HVERNIG
HEFUR
FJÖLSKYLDAN
ÞAÐ?
HANN SETTI
SÉR ÞAÐ
MARKMIÐ AÐ
EIGNAST AÐ
MINNSTA KOSTI
EINN VIN HVERT
SEM HANN FER
AF HVERJU HELDUR
ÞÚ AÐ SLÆMIR
HLUTIR KOMI FYRIR
GOTT FÓLK?
VEGNA ÞESS AÐ GOTT
FÓLK KEMUR HEIM MEÐ
SLÆMA HUNDA
ÞURFA ÞEIR
AÐ GRAFA UPP
GARÐINN?
JÁ, AÐAL RÖRIÐ
SEM RENNUR FRÁ
OKKUR Í RÆSIÐ
ER SÍFLAÐ
ÞETTA GÆTI EKKI
VERIÐ VERRA
SJÁÐU! ÞAÐ ER
EITTHVAÐ AÐ
GERAST!
ER
EITT-
HVAÐ
VANDA-
MÁL?
JÁ, VIÐ
FUNDUM
EITTHVAÐ
SEM LÍTUR
ÚT FYRIR
AÐ VERA
BEIN
ÉG
GERÐI
EKKI
NEITT!
NEI, NEI...
ÞAU ERU
ÞRIGGJA
METRA
LÖNG
ÉG VERÐ AÐ FINNA M.J.,
HVAÐ SEM ÞAÐ KOSTAR
HANN HLEYPUR
BEINT Í SÍÐUSTU
GILDRUNA
GERÐU ÞAÐ!
EKKI GERA
ÞETTA!
HEYRÐIR
ÞÚ ÞAÐ?!?
TAKTU
GILDRUNA ÚR
SAMBANDI!
HAUSTLÆGÐIRNAR eru aðeins farnar að gera vart við sig á landinu.
Veðurstofan spáir frekar vætusamri tíð á landinu næstu daga. Tilvalið er
því að þrífa bílinn á milli skúra eins og þessi bíleigandi gerði af mikilli ein-
beitingu í síðustu viku.
Morgunblaðið/Heiddi
Haustlægðir
Ræktar matjurtir
og plöntur
heima við
Í matjurtagarðinum á
Selfossi, í Kálfhólum
12, rækta ég blómkál,
hvítkál, kínakál, rad-
ísur, kartöflur og ýms-
ar sumarplöntur. Einn-
ig er komin upp kíví-
planta og eplatré.
Tómatarnir eru stórir
og vel fylltir og ekki
má gleyma paprikum
sem eru yndislegar á
bragðið. Núna í lok
sumars var mat-
jurtagarðurinn færður og stækk-
aður um meira en helming. Jukka og
sólblóm eru ræktuð innandyra auk
þess sem kívíplantan, tómatafræ og
paprikur í forræktun eru í gróður-
húsi. Kaktusar eru það nýjasta sem
ég er að prófa og set ég fræin í upp-
hitað fiskabúr til þess að líkja eftir
góðu gróðurhúsi. Kívíplönturnar eru
orðnar 3-4 og eru þær eflaust þær
einu á landinu. Eplatrén blómstra
vel og hafa dafnað og býst ég við 1-3
metra háum trjám næsta sumar og
auðvitað safaríkum eplum. Papr-
ikuplönturnar eru yfir 10 svo að
uppskeran getur orðið dágóð. Einn-
ig eru tómatar í ræktun. Bæði fræ
og tilbúnar plöntur. Stóru tómata-
plönturnar hafa gefið af sér mjög vel
og eru þær ræktaðar með lýsingu og
upphitun í byrjun september.
Matjurtagarðurinn minn tekur
svo við sér af miklum krafti næsta
haust.
Sigþór Constantin Jóhannsson.
Viðurstyggð
ÞAR sem ég var á gangi við þyrlu-
plan sjúkrahúss Akureyrar kom að-
vífandi blár lítill skítugur bíll, með
svartar grindur á þakinu, henti
hundi út úr bílnum og brunaði síðan
í burtu. Ég reyndi að nálgast hund-
inn og lokka til mín, en það gekk
ekki, heldur hvarf hann inn í kjarrið
í hlíðinni. Ég tilkynnti
þetta lögreglunni sem
kom og skráði atburð-
inn hjá sér. Það vekur
furðu mína að fólk
skuli gera svona. Ein-
hvers staðar er hund-
urinn á ráfi og þess
vegna segi ég frá
þessu.
Vegfarandi.
Vændi á Íslandi
MIG langar að vekja
athygli á þætti um
vændi á Íslandi sem er
á dagskrá Rásar 1 á
laugardögum kl. 16.10. Ég hlustaði
á hann síðastliðinn laugardag og
hann hafði mikil áhrif á mig.
Ánægður hlustandi.
Eymundsson á Skólavörðustíg
ÉG lýsi yfir ánægju minni með að
vera búin að fá Eymundsson yfir á
Skólavörðustíginn. Verslunin er
hönnuð á þann hátt að fólki líður
ósjálfrátt eins og heima hjá sér.
Kaffihorn á nokkrum stöðum innan
um bækur og blöð og afar notalegt
að koma þar við.
Ég verð að segja að mun
skemmtilegra er þarna en á
Laugavegi þar sem verslunin var
undir nafni Máls og menningar.
Skólavörðustígurinn er nú orðinn
fallegasta gata í Reykjavík. Þar er
mikið úrval verslana og verður enn
meira við að Eymundsson bætist í
hópinn og því ber sérstaklega að
fagna.
Ég bendi á að ekki skaðar sú af-
bragðsþjónusta sem alltaf er í
verslunum Pennans/Eymunds-
sonar. Rík þjónustulund og snyrti-
mennska er til fyrirmyndar í þess-
um verslunum. Það er þakkarvert.
Borgarbúi.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
AÐ SKRIFA MINNINGARGREIN
Sami skilafrestur er á greinum vegna útfara í kyrrþey.
Minningargreinar sem berast blaðinu innan tilskilins frests verða birtar
í blaðinu. Leitast verður við að birta þær á útfarardegi eða sem næst þeim
degi.Hvemargar greinar birtast í blaðinu á útfarardegi viðkomandi, ræðst
af stærð blaðsins hverju sinni.
Minningargreinar, sem berast eftir tilskilinn frest eða útfarardag,
verða eingöngu birtar á vefnum á www.mbl.is/minningar. Tilvísun á
vefslóðina verður í greinum eða æviágripi sem birtast í blaðinu.
Netgreinarnar eru öllum opnar.
Þeim, sem vilja fá birta minningargreinar í Morgunblaðinu,
er bent á að skilafrestur til birtingar í blaðinu er á hádegi
tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, þ.e.:
Birtingardagur Skilatími
Mánudagsblað Hádegi föstudag
Þriðjudagsblað Hádegi föstudag
Miðvikudagsblað Hádegi mánudag
Fimmtudagsblað Hádegi þriðjudag
Föstudagsblað Hádegi miðvikudag
Laugardagsblað Hádegi fimmtudag