Morgunblaðið - 12.09.2009, Side 44

Morgunblaðið - 12.09.2009, Side 44
44 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. SEPTEMBER 2009  Bubbi Morthens er á ferð um landið þessar vikurnar, einn með gítarinn. Hann hóf ferðalagið í Bæj- arbíói í Hafnarfirði í vikunni og voru tónleikagestir ánægðir með heimilislega stemninguna. Bubbi plokkaði gítarinn af list og flutti nokkra af sínum kunnustu söngv- um, á borð við „Stál og hníf“ og „Svartan afgan“. Lagavalið kom þó sumum á óvart, enda var nokkuð um ábreiður kunnra laga sem Bubba tókst listavel að gera að sín- um. „Over the Rainbow“ var hug- ljúft í meðförum hans, enda sagðist hann syngja það fyrir börnin sín, og „All Along the Watchtower“ þrung- ið krafti. Nokkur börn voru í saln- um og hrollur fór um þau þegar Bubbi söng nýja þulu, „Völund á vaðlinum“, um drauginn sem býr á Vitaðsgjafa – en veiðimenn ættu að kannast við það örnefni, enda einn kunnasti veiðistaðurinn á Nessvæð- inu í Laxá í Aðaldal, sem söngv- arinn heldur mikið upp á. Bubbi syngur erlend eftirlætislög Fólk Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „AÐ kalla mig útvarpsmann væri einfaldlega að gera lítið úr heilli stétt góðra fagmanna. En flestir læra að synda í djúpu lauginni og ég er þar núna,“ segir Einar Bárðarson, um- boðsmaður og útvarpsstjóri Kanans. Hlustendur hafa tekið eftir því að hann situr sjálfur við hljóðnemann á morgnana í þættinum Egg og beikon. „Þetta er alveg hrikalegt. Þegar ég ætlaði að setja mann- skap í morgundagskrána þá var ég búinn með peninginn þannig að það var annaðhvort að hafa þögn eða reyna sjálfur. En um leið og ég verð orðinn rólegur yfir rekstr- inum, þá ræð ég einhvern betri,“ segir hann og hlær. Athygli hefur vakið að Dr. Gunni er ekki sáttur við tónlistarstefnu Kanans. „Það eina sem fór í taugarnar á mér við ummæli Dr. Gunna var að þau voru ekki tekin alvarlegar en raun var á,“ segir Einar. „Það hefði verið hægt að gera veður út af þessu og það hefði verið góð auglýsing. Við áttum reyndar ekki von á því að Dr. Gunni mynda fíla það sem við vorum að gera,“ segir hann og hlær aftur. „Ef popparar landsins færu að snúast gegn mér yrði ég kannski sár, en Kaninn er eins og annað í lífinu, langt frá því að vera yfir gagnrýni hafinn. Við erum ekki búin að vera nema 12 daga í loftinu og erum í stanslausri sjálfsgagnrýni. Í framtíðinni sjáum við þessa stöð bjóða upp á tónlist- arúrval sem er á milli FM957 og Bylgjunnar, svo ég vísi í eitthvað sem fólk þekkir, með tónlist til að koma fólki í gegnum daginn.“ Syndir núna í djúpu lauginni  Ópus 2007 er ein af mörgum hug- myndum að nafni á Tónlistarhúsið sem tónlistarspekingar spá í þessa dagana. Umræðan er stundum fjörug á netinu og nafngiftirnar fyndnar. Fermata er eitt nafnið og táknrænt, því í tónlist þýðir ferm- ata að draga eigi tóninn á langinn. Ashkenez hefur líka heyrst, en það sameinar staðsetningu hússins á hafnartanganum og nafn þess manns sem hvað harðast hefur bar- ist fyrir tilvist þess, og Skuld, sem er auðvitað gamalt og gott íslenskt nafn, með augljósa tilvísun í hús- bygginguna. Hafskip er enn eitt nafnið og vísar væntanlega bæði til staðsetningarinnar við hafið og Björgólfs Guðmundssonar, sem lagði byggingu hússins lið áður en allt fór í kaldakol. Alþýðuhöllin hlýtur auðvitað að koma vel til greina og minna um leið á starfsmenn Alþýðulýðveld- isins Kína sem smíðuðu margumtal- aðan glerhjúp Ólafs Elíassonar. Svo eru sumir sem vilja að húsið beri nafn okkar þekktustu tón- skálda og þykja þar helst koma til greina nöfnin Jóns Leifsstöð og Atlaheimar. Alþýðuhöllin eða Atlaheimar  Magnús Helgi Sigurðsson vakti athygi fyrir lagið „Stúlkan á barnum“ sem hann flutti í Kastljósi og var meðal annars talsvert spilað í útvarpi fyrir tveimur árum. Hann er enn að fást við músík samhliða því sem hann rekur sjónvarpsvef á slóðinni www.mkmedia.is. Nú hyggst Magnús Helgi halda afmælistón- leika í Hafnarfirði og kynna nýtt efni meðal annars. Tónleikarnir verða í Bæjarbíói næstkomandi fimmtudag og hefjast kl. 20.00. Magnús Helgi heldur afmælistónleika Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is ÞETTA byrjaði allt á farfuglunum. „Ég ólst upp hér í Falstebro, sem er í suð-vestur hluta Svíþjóðar og er mjög góður staður til þess að fylgj- ast með ferðum farfugla. Strax þá varð ég heillaður og sem strákur tók ég þátt í sjónvarpsþáttum fyrir börn um dýraríkið,“ segir Mikael Krist- ersson mér um myndina Ljósár (Ljusår), þar sem dýrin í garðinum hans eru í aðalhlutverki. Smáfugl nokkur, vespa og kálfiðrildi eru aðal- persónurnar og þau virða mann- fólkið fyrir sér um leið og þau njóta alls þess sem matjurtagarðurinn og nágrenni hans hafa upp á að bjóða. Kristersson segir garðinn frekar hefðbundinn en þó mjög gamlan, um 300-400 ára. Myndin er búin að vera lengi í vinnslu. „Ég byrjaði fyrir tuttugu árum, en hef unnið að mörgum öðr- um verkefnum um leið, en kem alltaf aftur að þessu.“ En myndin á þó að- eins að gerast á einu ári. „Titillinn vísar til norðurljósanna, norðurljós- anna á mismunandi tímum ársins. Þetta er þeirra ljósár.“ Kristersson hefur sérhæft sig í náttúrulífs- myndum en hann hefur þó kvik- myndað mannfólkið líka. „Ég gerði þónokkrar heimildarmyndir um vís- indamenn, en einnig flakkara, föru- menn og sérvitringa hér í sveitinni.“ Mikið af þessum myndum hefur verið sjónvarpsmyndir, en hans þekktustu myndir eru náttúrulífs- myndirnar og þar mynda þær þekktustu hálfgerðan þríleik. Pica Pica fjallar um skjór í stórborginni og Auga fálkans (Falkens öga) sýnir okkur veröldina frá sjónarhóli fálka sem hefur aðsetur uppi í kirkju nokkurri. „Ég reyni að kvikmynda mennina frá sjónarhóli dýranna. Í Auga fálkans voru mennirnir alltaf myndaðir ofan frá, mennirnir voru náttúrulífsmynd fálkans.“ Sameinast um Tarkovský og náttúruna Og nú er það garðurinn heima. „Þetta byrjaði sem hálfgerð mót- mæli. Allar náttúrulífsmyndir virð- ast vera teknar í fjarlægum löndum, þær fjalla sjaldnast um nær- umhverfi fólks. Ég vildi sýna nátt- úrulífið sem umvefur hinn venjulega mann. Þá vildi ég líka gera mynd sem væri ekki sögð af mennskri röddu, en gera áhorfandann frekar þátttakanda í myndinni, hvað get- urðu upplifað í garðinum heima hjá þér? En það tók langan tíma í klippi- herberginu að búa til þessa sögu – setja þetta upp eins og eitt ár, fjórar árstíðir.“ Hann ber leikurunum vel söguna. „Þegar þú fylgist nógu lengi og náið með dýrum áttarðu þig á að þau hafa sinn persónuleika, rétt eins og við mennirnir.“ Kristersson lærði kvik- myndagerð í háskóla í Stokkhólmi og þegar ég spyr hann um áhrifa- valda nefnir hann landa sína, Ing- mar Bergmann og Jan Troell, en fyrstan nefnir hann þó Andrei Tar- kovský. Sama mann og Lars von Trier tileinkaði Antichrist, sem ger- ist jú að mestu úti í guðsgrænni náttúrunni. Það skyldi þó ekki vera að þessi hægláti Svíi eigi fleira sam- eiginlegt með danska brjál- æðingnum en að vera tilnefndur til norrænu kvikmyndaverðlaunanna? Ljósár „Titillinn vísar til norðurljósanna, norðurljósanna á mismunandi tímum ársins. Þetta er þeirra ljósár,“ segir Kristersson um titilinn. Myndin hefur verið tuttugu ár í vinnslu og eru dýrin í garðinum hans í aðalhlutverki í myndinni sem á þó að gerast á einu ári. Fjarlægðinni mótmælt  Sænski leikstjórinn Mikael Kristersson verður viðstaddur sýningu Ljósárs í Háskólabíói í dag  Aðalpersónur eru smáfugl, vespa og kálfiðrildi Leikstjórinn Mikael Kristersson. Kristersson verður viðstaddur sýningu myndarinnar í Háskóla- bíói kl. 18 í dag, laugardag. Ljós- ár er tilnefnd fyrir hönd Svía til kvikmyndaverðlauna Norður- landaráðs, en allar verða mynd- irnar sýndar í Háskólabíói yfir helgina. Keppinautar hennar eru: The Amazing Truth About Queen Raquela eftir Ólaf Jóhannesson (Ísland) Antichrist eftir Lars von Trier (Danmörk) Nord eftir Rune Denstad Langio (Noregur) Sauna eftir AJ Annila (Finnland) Viðstaddur sýningu í Háskólabíói í dag Þótt mannskepnan hafi alltaf ver- ið vinsælasta viðfangsefni kvik- myndagerðarmanna þá hafa alltaf verið nokkrir sem hafa haft meiri áhuga á öðrum dýrategundum. Þeir Merian C. Cooper og Ernest B. Schoedsack byrjuðu feril sinn á að leikstýra dýralífsmyndum áður en þeir færðu sig yfir í leiknar myndir og leikstýrðu hinni upprunalegu King Kong. Disney- fyrirtækið framleiddi einnig fjölda merkilegra náttúrulífsmynda á meðan teiknimyndadeildin fram- leiddi talandi fugla á færibandi og Frakkinn Jacques Cousteau skipaði sér sess sem helsta kvik- myndaskáld hafdjúpanna. Eftir því sem leið á tuttugustu öldina færðust náttúrulífsmyndir sífellt meira í sjónvarpið, þar sem heilar sjónvarpsstöðvar á borð við National Geographic og Discovery Channel hafa að stórum hluta verið helgaðar nátt- úrulífsmyndum, en þar er þó Dav- id Attenborough hjá BBC fremst- ur meðal jafningja. Enn rata þó einhverjar myndir í kvikmynda- hús. Luc Jacquet leikstýrði mynd- unum Ferðalag keisara- mörgæsanna og Refurinn og barnið, Werner Herzog gerði Grizzly Man og Þorfinnur Guðna- son hefur haldið uppi heiðri Ís- lendinga með myndum á borð við Hagamús – með lífið í lúkunum og Hestasaga. Dýramyndir Einar Dr. Gunni fer ekki í taugarnar á honum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.