Morgunblaðið - 17.09.2009, Page 4

Morgunblaðið - 17.09.2009, Page 4
Ljósmynd/Skessuhorn Sökk Aðeins möstrin á Skátanum stóðu upp úr sjónum við slippsbryggjuna. SKÁTINN GK 82, um 30 tonna tré- bátur, sökk við slippsbryggjuna á Akranesi í gærmorgun. Báturinn hafði legið við bryggju í um viku- tíma og höfðu starfsmenn Daníels- slipps unnið um borð síðustu daga. Var komið að því að færa Skátann upp í slipp til viðgerðar. Á vef Skessuhorns kemur fram að taka eigi bátinn upp í dag, þegar kafarar og kranabíll koma til að- stoðar. Ættu skemmdir þá að koma betur í ljós eða orsakir þess að bát- urinn sökk. Haft er eftir Daníel Richter hjá Daníelsslipp að þegar komið var að bátnum um áttaleytið hafi allt virst í lagi. Sjór hafi þá greinilega verið kominn í bátinn því klukkustund síðar var hann sokk- inn. Skátinn sökk við bryggju á Akranesi 4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Eftir Andra Karl andri@mbl.is „STÓRKOSTLEGT er að geta nefnt fjögur stórverkefni sem eru á réttri leið og bera merki góðra og já- kvæðra skrefa á þessum tíma- punkti,“ segir Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ. „Þetta er það sem við höfum verið að byggja upp og því miður hefur það tafist, en við erum ánægð með að sjá framþróun sem á endanum verður grundvöllur þúsunda vel launaðra starfa.“ Verkefnin fjögur skapa hundruð nýrra starfa á Suðurnesjum en þau eru álverið og kísilverksmiðja í Helguvík, gagnaver Verne Holding og heilsusjúkrahús á Ásbrú á gamla varnarsvæðinu. Í gær var haldinn fundur með hugsanlegum fjárfestum vegna sjúkrahússins en í kringum þá starf- semi hefur félagið Iceland Health verið stofnað. Nái áætlanir fram að ganga geta fyrstu sjúklingarnir komið til meðferðar í ágúst á næsta ári. Áætlað er að í kringum verk- efnið skapist um þrjú hundruð störf, þar af sextíu á næsta ári. Tvö starfsleyfi gefin út Þá hefur Umhverfisstofnun sam- þykkt starfsleyfi fyrir bæði Kís- ilverksmiðjuna og aflstöð rafræns gagnavers. Útboð vegna verksmiðj- unnar eru fyrirhuguð í nóvember en framkvæmdir eru hafnar við gagna- verið. Þó virðist sem viðræður er- lendra þjónustukaupenda við fjár- málaráðuneytið séu að dragast töluvert og tefji því verkefnið. Um 150 manns munu verða við vinnu á byggingatíma við kísilverk- smiðjuna, sem áætlaður eru tvö ár, og níutíu manns verða við störf í verksmiðjunni á 1. áfanga. Síðast en ekki síst er það álverið í Helguvík. Þó svo, líkt og Morg- unblaðið greinir frá í dag, enn sé hlykkjuóttur vegur til Helguvíkur er Árni bjartsýnn á að mál séu að þok- ast í rétta átt. Enda hafi komið fram jákvæðar upplýsingar um samninga Norðuráls um fjármögnun. Hundruð starfa Bjartsýni ríkir í Reykjanesbæ með fjög- ur stórverkefni sem eru á réttri leið Morgunblaðið/Rax Suðurnes Atvinnuástandið gæti farið að glæðast suður með sjó. STARFSMENN Landhelgisgæslu Íslands á eftirlitsflugi stóðu á þriðjudagskvöld togbátinn Sóleyju SH-124 að meintum ólöglegum veiðum undan Barða, milli Önund- ar- og Dýrafjarðar. Skipið virtist vera nærri 12 sjómílna tog- veiðimörkunum þar sem veiðar eru bannaðar. Skipstjóranum var gert að hífa inn veiðafæri og halda þegar til hafnar. Skipið lagðist við bryggju í Grundafirði aðfaranótt miðviku- dags og skýrslutaka yfir skipstjór- anum fór fram í gær. Málið er rann- sakað af lögreglunni á Snæfellsnesi. andri@mbl.is Sást á ólög- legum veiðum Skipstjóri Sóleyjar yfirheyrður í gærdag LEIKSKÓLAKRAKKAR hlusta á Lilju Guðrúnu Þorvaldsdóttur á Sögustund Þjóðleikhússins í gær. Börnin fræðast á skemmtilegan hátt um leikhúsið, kynnast töfraheimi þess og taka þátt í sögustund með leikhúsívafi þar sem spunnið er og leikið út frá gamla ævintýrinu um Búkollu. Næstu þrjár vikurnar verða þrjár Sögustundir á dag í Kúlunni, salnum í kjallara íþróttahúss Jóns Þorsteinssonar, og er 4-5 ára gömlum börnum boðið á þær. Að sögn Þóris Hrafnssonar hjá Þjóðleikhúsinu er búist við að alls muni um 5.000 börn mæta í Kúluna. ,,Baulaðu nú Búkolla mín, hvar sem þú ert“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Hugfangin á sögustund UNDANÞÁGUM vegna leið- beinenda í grunnskólum fækk- aði um 56,2% á milli ára. Hinn 7. september síðastliðinn voru af- greiddar 158 slíkar undanþágur frá menntamálaráðuneytinu en 361 á sama tíma í fyrra. Ekki er leyfilegt að ráða leið- beinanda til kennslu sæki kenn- aramenntaður einnig um en alls höfðu 142 manns með kennara- próf skráð sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun í lok ágúst. Í október í fyrra voru atvinnulausir með þá menntun 30 talsins og hefur fjölgað jafnt og þétt síðan. Atvinnulausir leikskólakennarar og þroska- þjálfarar voru 26 í lok ágúst en sjö í ágúst á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofn- un eru tölurnar nokkuð áreiðanlegar þó að próf- skírteinis sé ekki krafist við skráningu. Leiðbein- endur úr grunnskólum sem missa vinnuna eru yfirleitt skráðir samkvæmt eigin menntun en ekki sem kennarar. „Þetta er alveg nýtt fyrir okkur þó að við höfum vitað að fjöldinn allur af kennurum væri í öðrum störfum. Þegar þrengir að á almennum vinnumark- aði missir þetta fólk vinnuna eins og aðrir,“ segir Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Ís- lands. „Það var greinilegt í vor að ráðningarnar voru miklu fyrr á ferðinni. Fólk reyndi að tryggja sér störf,“ segir Eiríkur. Hann segir tölur Vinnu- málastofnunar þó ekki gefa rétta mynd af stöðunni inni í skólunum þar sem miðað sé við menntun við- komandi en ekki hvaða vinnu hann hafi tapað. jmv@mbl.is Faglærðum kennurum fjölgar á kostnað leiðbeinendanna Undanþágum vegna leiðbeinenda í grunnskólum fækkaði um 56,2% á milli ára Í HNOTSKURN »Vinnumálastofnun telur fjölgun at-vinnulausra með kennarapróf mega skýra að hluta með því að þeir hafi á þenslutímanum starfað í öðrum geirum en menntageiranum. »Leiðbeinendur eru yfirleitt skráðirsamkvæmt eigin menntun hjá Vinnu- málastofnun en ekki sem grunnskólakenn- arar. »Ekki er óskað eftir staðfestingu ámenntun hjá Vinnumálastofnun fyrr en kemur að atvinnuumsóknarferlinu. Eiríkur Jónsson einfaldlega betri kostur laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19 s: 522 4500 www.ILVA.is © IL V A Ís la n d 20 0 9 Nýjar vörur í verslun Nýtt kortatímabil Gaudy Globe loftljós 6.990,- ......................................... Ø30 cm

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.