Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 13

Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 13
Fréttir 13INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „HEIMURINN er að breytast. Þeg- ar metanólframleiðslan verður komin af stað verðum við í mun betri aðstöðu til að bregðast við breyttum aðstæð- um. Þá getum við farið yfir í plastið og dýrari efni,“ segir Oddur Ing- ólfsson, dósent í efnafræði við HÍ og einn af stofn- endum fyrirtækis- ins Carbon Recyc- ling International (CRI), um mögu- leika til að framleiða hér verðmæt efni úr metanóli þegar olíuskortur er orðinn vandamál. Þessar framúr- stefnulegu hugmyndir kalla á upprifj- un. Styttist í skóflustunguna Eins og komið hefur fram hefur fyrirtækið þegar hafið tilraunafram- leiðslu á metanóli í Reykjavík en nú í haust verður tekin skóflustunga að fyrstu verksmiðjunni á iðnaðarskala í Svartsengi. Hún mun geta framleitt um 4,2 milljónir lítra á ári og miða áætlanir við að ný verksmiðja, fjórar alls, verði opnaðar á 18 mánaða fresti frá og með ársbyrjun 2013 sem hver um sig mun geta framleitt 84 milljónir lítra árlega. Metanólið er hugsað sem íblöndun- arefni í eldsneyti fyrir bifreiðar og verður langstærsti hlutinn fluttur til Svíþjóðar. Oddur bendir á að frá og með 2010 muni ESB gera kröfu um að 5,75% af eldsneyti sem notað er í sam- göngum á landi sé endurnýjanlegt og metur hann það svo að eftirspurn inn- anlands verði hverfandi miðað við eft- irspurnina eftir metanóli innan ESB. Dýrara en samkeppnishæft Íslenska metanólið verður dýrara en metanól sem unnið er úr metani með mengandi aðferðum og segir Oddur það ekki koma að sök þar sem hægt verði að selja það á sambæri- legu verði og bensín. Þá muni kolefn- isskattar leggjast á koldíoxíðslosun og kolefniskvótar því fást fyrir kol- díoxíðið sem metanólið er unnið úr. Síðar á öldinni sér Oddur svo fyrir sér að hægt verði að framleiða met- anól úr koldíoxíðsútblæstri stóriðju og vinna það svo áfram í næsta þrepi til að framleiða efnin etýlen og própý- len, sem síðan megi nýta við fram- leiðslu á plasti og fjölda annarra efna- sambanda eins og til dæmis virkra lyfjaefna (sjá ramma). Forsendan fyrir því að þetta verði hagkvæmt er að olían hækki í verði og bendir Oddur á spár um að árið 2050 verði olíuframboðið svipað og 1980. Til að setja þetta í samhengi voru jarðarbúar um 4,5 milljarðar 1980 eða um helmingi færri en spáð er að þeir verði um 2050. Tugmilljarða efnaiðnaður gæti orðið raunhæfur síðar á öldinni Verðmæti? Hægt er að vinna verðmætar kolefniskeðjur úr útblæstri. Mikil verðmæti kunna að liggja í koldíoxíðinu Oddur Ingólfsson Oddur stillir upp dæmi um hvernig sækja megi metanól í útblástur. Ef 200.000 tonna álver losi um 300.000 tonn af koldíoxíði á ári sé raunhæft að fanga megi um 80% af koldíoxíðinu og nýta það til framleiðslu á um 176.000 tonnum af metanóli. Úr því magni sé raun- hæft að vinna 76.000 tonn af etý- leni og própýleni. Efnin henta til margvíslegra nota í efnaiðnaði og var gangverð á etýleni um 440 Bandaríkjadalir tonnið um miðjan ágúst en um 1.000 dalir fyrir tonn- ið af própýleni. Ljóst er að verðið mun hækka fari olíuverðið upp á við, eins og margt bendir til. Miðað við að jafn mikið sé framleitt af efnunum tveimur ætti meðalverð að vera 720 dalir (1.000+440/2). Margfaldað með 76.000 gera það 54,72 milljónir dala, eða um 6,8 milljarða króna á ári. Þá er átt við hráefnið eitt og sér en með því að vinna úr því virðis- aukandi vöru telur Oddur raun- hæft að margfalda verðmætið. Mögulegt verðmæti efnaiðnaðar úr koldíoxíðsútblæstri álvers af þessari stærð gæti því nálgast 100 milljarða króna, að því gefnu að verðið á efnunum hækki. Tugmilljarðar í útblæstrinum? STEINGRÍMUR J. Sigfússon stendur styrkum fótum hvað traust áhrærir í nýrri könnun MMR. Traust til Jóhönnu Sigurðardóttur dalar á heildina litið. Um og yfir helmingur segist bera lítið traust til forsetans, for- manns Framsóknarflokksins, for- manns Sjálfstæðisflokksins og þing- flokksformanns Borgarahreyfingarinnar. Flestir, 37,7%, sögðust bera mik- ið traust til Steingríms. Athygli vekur að þeir sem segjast bera mikið traust til Steingríms hafa vart mælst fleiri en nú. Næstflestir, 36,0% sögðust bera mikið traust til Jóhönnu Sigurðardóttur. Þetta er nokkur breyting frá í febrúar sl. þegar 58,5% kváðust bera mikið traust til Jóhönnu. Um 40% svar- enda segjast bera lítið traust til þeirra Steingríms og Jóhönnu. Um leið hafa orðið þau tímamót í mæl- ingum MMR á trausti til helstu leiðtoga stjórnmálanna, að forset- anum meðtöldum, að fleiri segjast bera lítið traust til þeirra allra en segjast bera mikið traust til þeirra. Könnunin fór fram í síma og á netinu dagana 9.-14. september. Steingrímur J. Sigfússon Jóhanna Sigurðardóttir Steingrímur stendur styrk- um fótum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.