Morgunblaðið - 17.09.2009, Side 16

Morgunblaðið - 17.09.2009, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009 Óskar Magnússon. Ólafur Þ. Stephensen. Útgefandi: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Útlitsritstjóri: Árni Jörgensen. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Alvarlegurvandi blasirvið í heil- brigðiskerfinu vegna skorts á úr- ræðum fyrir alz- heimerssjúklinga. Í Morg- unblaðinu í gær og í dag segja tveir aðstandendur alzheim- erssjúklinga sögu sína. Móðir Hjördísar Guðmundsdóttur greindist með alzheimer fyrir tveimur árum. Þegar mat fjöl- skyldunnar var orðið að hún gæti ekki lengur búið ein var ákveðið að sækja um vist- unarmat vegna dvalar á sam- býli. „Við fengum neitun þar sem hún hafði ekki nýtt öll úr- ræði sem voru í boði á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir Hjör- dís í samtali við Steinþór Guðbjartsson blaðamann og bætir við: „Sjúklingnum er refsað fyrir að reyna að bjarga sér sjálfur eða nýta sér aðstoð ættingja í stað úrræða sem kerfið býður upp á.“ Mótmælum var ekki sinnt og á endanum var kært til land- læknis. Móðir Hjördísar fékk að endingu inni á Foldabæ, eina staðnum á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki þarf vistunarmat. Eiginmaður Fanneyjar Proppé Eiríksdóttur greindist með alzheimer 56 ára gamall. Fanney gagnrýnir að umönnun hans miðist ekki við aldur hans heldur sé farið með hann eins og mun eldri sjúk- ling. „Í mínum huga eru hjúkr- unarheimilin bara geymslur og ég get ekki sagt að þau hafi komið til móts við okkur á nokkurn hátt,“ segir Fanney. Sögur þessara tveggja að- standenda eru sláandi. Vanda- málin, sem þeir lýsa, eru ekki ný af nálinni. Þau er ekki hægt að rekja til kreppunnar. Hins vegar er hætt við að ástandið versni enn í þeim niðurskurði sem nú blasir við. Orð Maríu Th. Jónsdóttur, formanns Fé- lags áhugafólks og aðstand- enda alzheimerssjúklinga og annarra skyldra sjúklinga, benda til þess að það sé þegar farið að gerast: „Samdrátt- urinn í heilbrigðiskerfinu mæð- ir mest á fólki með heilabilun sem getur ekki bjargað sér og staða þess fer versnandi.“ María segir að biðlistar séu þegar farnir að lengjast og verði ekkert að gert sé hrein- lega verið að búa til hóp nið- ursetninga eins og áður hafi gerst. Þessi vandi verður ekki leystur með niðurskurði. Það er ekki hægt að ætlast til að að- standendur annist sjúkling með heilabilun, allra síst aldr- aðir aðstandendur. Alzheim- erssjúklinga þarf að meta með öðrum hætti en aldrað fólk. Er hætta á að hér verði til hópur niðursetninga?} Umönnun alzheimerssjúklinga GagnaveitaReykjavíkur tapaði þremur milljörðum króna í fyrra; fyrirtæki sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og var stofnað á grunni Línu.Net. Gengistap er meginskýringin á tapinu, að sögn stjórnarfor- mannsins, sem verður að telj- ast nokkuð brattur er hann segir að þrátt fyrir tapið hafi rekstraráætlanir gengið upp „og gott betur“. Saga Gagnaveitunnar, sem áður var Lína.Net, hefur ver- ið nær samfelldur hrunadans síðan til hennar var stofnað árið 1998. Þá stóð mikill póli- tískur styr um ákvörðun R- listans að setja fjármuni í að leggja ljósleiðarakerfi um borgina og fara í samkeppni á fjarskiptamarkaði, en sjálf- stæðismenn töldu að Orku- veitan ætti heldur að einbeita sér að kjarnastarfseminni, virkjunum og veiturekstri. Á móti var fullyrt af for- ystumönnum R-listans að Lína.Net yrði „ágætlega arð- bært fyrirtæki“ og aðeins yrðu lagðar 200 milljónir í félagið. Annað kom á daginn. Hlutafjár- framlag OR síð- astliðin tvö ár jafngildir 4,7 milljörðum króna. Miðað við efnahags- reikning í árslok 2008 voru tæpir 1,9 milljarðar eftir af þeim peningum. Til viðbótar lagði Orkuveitan þessu dótt- urfélagi til lán sem nú stend- ur í 6,2 milljörðum króna. Til þeirrar skuldar var stofnað þegar Gagnaveitan tók yfir eignir sem Orkuveitan átti áð- ur. Þetta eru háar fjárhæðir. „Mitt álit á þessu er ein- faldlega að þarna hafi al- mannafé um árabil verið sóað í uppbyggingu á neti sem byggt hefur verið upp með mjög óhagkvæmum hætti,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um Gagna- veitu Reykjavíkur í gær. Það er löngu tímabært að Orkuveitan dragi sig út úr áhætturekstri, þar með talið fjarskiptaþjónustu, og ein- beiti sér að kjarnastarfsem- inni. 200 milljónir urðu að milljörðum úr vasa borgarbúa} Nóg komið af taprekstri B rauðsól ehf. gleypti Glaum hf. sem áður hafði selt sjálfum sér Ný svín, Þjóvá fékk Myllustein lán- aðan hjá Gallsteini og langa- langamma yfirsendilsins hjá Braski sf. reyndist vera aðaleigandinn, hún býr á Tortólu. Óstjórnlega er hvimleitt að sjá öll bellibrögðin sem beitt var, leynimakk, leppanir, skúffufyrirtæki. Flækjurnar sem höfðu það fyrst og fremst að markmiði að gera nær útilokað fyrir yfirvöld, fjölmiðla og allan almenning að átta sig á því hvað væri að ger- ast. Þyrla upp rykmekki. Kannski tekst að draga þá verstu til ábyrgðar, nokkrir aðalhönnuðir hrunsins haga sér þó enn eins og þeir eigi Ísland. En við eigum mótleik ef réttarkerfið bregst. Við getum öll í örvæntingu gerst svindlarar og braskarar, lært klækina. Ég legg til að við, þessi sem tökum á okkur skuldaklafann svo að vesalings Jón Ás- geir og Bjarni Ármannsson þurfi ekki að líða skort, för- um þá öll að skipta eins oft um nafn og kennitölur og lög leyfa, leggjumst í flakk. Þá lömum við á endanum allt kerfið, enginn veit lengur hver við erum. Við týnumst og skuldirnar okkar með; tölvurnar hrynja; samfélagið hrynur. En það gerist líka ef rétt- lætið verður hunsað. Ef ekki er hægt að stöðva misnotk- un á lögum þegar hákarlar eru annars vegar er ekki hægt að gera það ef hálf þjóðin fetar í fótspor þeirra. Einu sinni var Guð gagnrýndur fyrir að leggja fæð á Ísland og átt við að við værum allt of fá. Þeg- ar nokkrir rustar í viðskiptalífinu verða jafn stórir og feitir og raun ber vitni fá stofnanir í svona litlu samfélagi ekki rönd við reist. Við sáum þetta gerast í Baugsmálunum þegar réttarkerfið gat ekki tekið á brotum sem blöstu við, kunnáttu skorti hjá dómstólunum og ekki við öðru að búast. Og málin voru þæfð og flækt út í það óendanlega af sakborningum með aðstoð rándýrra lögfræðinga. Innlendir og erlendir spunameistarar fengnir til að tryggja hagstætt almenningsálit, auka þrýst- inginn. Hræða menn. Svipað sýnist manni vera í bígerð núna þegar fylgst er með gagn- sókn sumra glannanna. En af hverju gátu hérlendir peningamenn endalaust beitt aðferðum eins og sáust í svo- nefndum „viðskiptum“ nokkurra loddara með gervipeninga? Sjaldan heyrist um slík mál í grannlönd- unum. Þar stunda menn ekki þetta ósvífna kennitöluf- lakk, þar stofna sómakærir bankamenn ekki hundrað skúffufyrirtæki fyrir hádegi og enn fleiri eftir hádegi. Ekki veit ég hvort settar eru betri skorður við fram- ferði af þessu tagi með lögum í Skandinavíu eða annars staðar í Evrópu. En auðvitað getur verið að það sé talið óþarft, í öðrum Evrópulöndum hafi menn almennt tamið sér ákveðið lágmarkssiðferði í viðskiptum. Og löggjafinn þar hafi vitað að almennt mætti treysta fólki í viðskipta- lífinu fyrir því að skilja sjálft að ekki mætti gera allt sem ekki væri beinlínis bannað með lögum. kjon@mbl.is Kristján Jónsson Pistill Ef enginn veit hver við erum Álag á sjúkrasjóði en úrræðin spretta upp FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is K reppan leikur marga grátt ef marka má stóraukna þörf launa- fólks fyrir greiðslur úr sjúkrasjóðum verka- lýðsfélaga. Dagpeningar úr sjúkra- sjóði VR hækkuðu um 43% á fyrri árshelmingi. Aðilar vinnumarkaðarins leita nú leiða til að bjóða fólki úrræði og að- stoð til að öðlast starfsgetu á ný. Sér- stakur Starfsendurhæfingarsjóður sem settur var á laggirnar í tengslum við gerð kjarasamninga í fyrra er að komast í fullan gang. 14 sérhæfðir ráðgjafar eru að taka til starfa í haust og aðstoða þá einstaklinga sem þurfa á endurhæfingu að halda um allt land. Markmiðið er að auðvelda fólki að komast aftur inn á vinnumark- aðinn eftir að hafa sigrast á veik- indum og sjúkdómum. Festist ekki í öryggisnetinu Að meðaltali þáðu um 220 félagar dagpeningagreiðslur úr sjúkrasjóði VR á fyrri helmingi þessa árs. Fjár- hæðin vegna þessa var um 312 millj- ónir kr. Félagsmönnum sem fá dag- peninga hefur þó fjölgað hlutfallslega minna en sem nemur hækkun greiðslna eða um 17%. Dagpeningar eru tekjutengdir og greinilegt að tekjuhærra fólk leitar á náðir sjóðs- ins nú í meira mæli en áður. Hjá VR bjuggu menn sig undir að greiðslur úr sjúkrasjóðnum myndu aukast verulega í kreppunni en að- sóknin var þó mun meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir að sögn Kristins Arn- ar Jóhannessonar, formanns VR. „Þegar menn detta út um tíma verða þeir óvirkir. Því lengur sem það stendur þeim mun meiri verða lík- urnar á að þeir festist í því neti. Hugmyndafræðin er sú að þetta sé öryggisnet sem menn festast ekki í, heldur má líkja því við trampólín sem kemur þeim út í samfélagið á nýjan leik og til vinnu.“ Vigdís Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri Starfsendurhæfingarsjóðs, hef- ur unnið að uppbyggingu hans og skipulagi sl. ár. „Ráðgjafarnir eru starfsmenn stéttarfélaganna en við búum til samstarfsnet ráðgjafa og þróum þetta starf faglega og veitum ráðgjöfunum allan þann stuðning sem þeir þurfa,“ segir hún. Sjóðurinn hefur einnig það verkefni að greiða kostnað af ráðgjöf ýmissa fagaðila um mótun einstaklingsbundinnar endurhæfingaráætlunar, s.s. lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa. Sjóðurinn greiðir kostnað við úrræði og endurhæfingu, sem ekki er veitt af almennri heilbrigðisþjónustu í land- inu, til að auka vinnugetu fólks. „Hugmyndin er sú að vinna með atvinnulífinu, virkja trúnaðarmenn í fyrirtækjum og vinna með stjórnend- um í að benda fólki á að leita til ráð- gjafa um leið og það sér fram á að það verður fjarverandi um einhvern tíma frá vinnu. Því fyrr sem við getum að- stoðað fólk þeim mun minni líkur eru á að það lendi í langvarandi fjarvist- um frá vinnu.“ Eitt verkefni sjóðsins í haust er að fara inn á allar heilsu- gæslur á höfuðborgarsvæðinu og kynna þetta þar og koma á samvinnu við heilsugæsluna. Á næsta ári mun þessi sama þjónusta standa örorkulíf- eyrisþegum lífeyrissjóðanna til boða. Morgunblaðið/ÞÖK Virk á ný Starfsendurhæfingunni er líkt við trampólín. Í stað þess að fólk sem hættir vinnu vegna veikinda festist í öryggisnetinu, komi úrræðin þeim sem fyrst út í samfélagið á nýjan leik og til vinnu. Ráðgjafar Starfsendurhæfinga- sjóðs eru að taka til starfa á veg- um stéttarfélaga um allt land. Þörfin hefur aldrei verið brýnni því ásókn í sjúkrasjóði hefur stóraukist í kreppunni. MARGIR leita á náðir sjúkrasjóða stéttarfélaganna vegna stoðkerf- issjúkdóma og hafa greiðslur dag- peninga til félagsmanna í VR af þeim sökum hækkað um 86% á fyrri hluta þessa árs frá sama tíma í fyrra. Þá hefur þeim sem greinast með geðraskanir fjölgað um 21%. 20% vöxtur er vegna hjarta- og æðasjúkdóma og 38% vegna krabbameins. Aukningin vegna sjúkdóma í kviðarholi og melting- arfærum er 66%. Hins vegar hefur þeim fækkað verulega sem leita til sjúkrasjóðs VR vegna meðgöngu- og þvagfæra- og móðurlífs- sjúkdóma. Svipaða sögu af þessari auknu ásókn er að segja hjá öðrum stétt- arfélögum. Sprenging varð sl. vet- ur hjá sjúkrasjóði Eflingar stétt- arfélags þar sem aukningin varð um 50% skv. upplýsingum félagsins. Dregið hefur úr ásókninni frá í vor. ALVARLEG AUKNING ››

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.