Morgunblaðið - 17.09.2009, Síða 28
28 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 2009
Fólk
NÚ styttist óðum í elleftu Iceland Airwaves-
tónlistarhátíðina og er miðasala í fullum gangi á
heimasíðu hátíðarinnar og í Smekkleysubúðinni,
Laugavegi 35. Aldrei hefur miðasalan byrjað
jafnvel og í ár og er nú rúmur helmingur miða
seldur, og það á innan við viku sem mun vera
met.
56 íslenskar hljómsveitir hafa bæst við dag-
skrána, en umsóknir frá íslenskum böndum hafa
aldrei verið fleiri. Athygli vekur að í ár munu 25
íslenskar hljómsveitir koma fram á Airwaves í
fyrsta skipti, sem er því mikil viðbót frá árunum
áður. Á meðal fjölmargra íslenskra sveita sem
koma fram á hátíðinni má nefna Agent Fresco,
Bróður Svartúlfs, Diktu, Dr. Spock, FM Belfast,
Ghostigital, GusGus, Hjaltalín, Jeff Who?, Lea-
ves, Retro Stefson, Sudden Weather Change og
Sykur.
Á meðal erlendra listamanna sem boðað hafa
komu sína má nefna teknódrottninguna JoJo De
Freq sem mun spila á Bugged Out- kvöldi hátíð-
arinnar, en Bugged Out heldur úti nokkrum af
stærstu klúbbakvöldunum í London, Manchest-
er, Barcelona og víðar. Þeir hafa unnið með
listamönnum á borð við Justice, Daft Punk, Boyz
Noize, Crookers og Chemical Brothers svo fáein-
ir séu nefndir.
Önnur erlend bönd sem staðfest hafa komu
sína eru Danirnir í Choir Of Young Believers
sem hafa notið mikilla vinsælda í heimalandinu
undanfarinn misseri. Einnig mun hljómsveitin
Abby koma fram, en hana skipa fimm ungir
herramenn frá Þýskalandi.
Allar frekari upplýsingar um hátíðina má
finna á heimasíðu hennar, icelandairwaves.is.
56 íslenskar sveitir bætast við dagskrá Airwaves
Morgunblaðið/Eggert
GusGus Spila að sjálfsögðu á Airwaves.
Ómar Ragnarsson, bloggari og
umhverfisverndarsinni með meiru,
bloggaði í fyrradag um andlát leik-
arans Patricks Swayze. Ómar seg-
ist hafa farið með konu sinni og
dætrum á Dirty Dancing á sínum
tíma. „Ég minnist þess æ síðan
hvernig ég sökk æ dýpra niður í
sætið í vaxandi minnimáttarkennd
eftir því sem leið á myndina. Hví-
líkur gaur var þessi maður og skelf-
ing var maður nú eitthvað lítilfjör-
legur í samanburðinum! Ekki var
hann síður heillandi í myndinni
Ghost og æ síðan hef ég haft sér-
stakt dálæti á glæsileik þessa
manns, sem seint verður þó talinn
hafa verið snoppufríður,“ segir
Ómar og greinir einnig frá því að
hann hafi verið að skoða myndskeið
á YouTube af Michael Jordan.
Hvort það tengist Swayze er óljóst.
Swayze vakti með Óm-
ari minnimáttarkennd
Frægðarsól Sigur Rósar ytra
hefur hækkað jafnt og þétt und-
anfarin ár. Þetta sýnir sig m.a. í
áhuga safnara en nýverið fór tólf-
tomma með fjórum lögum af end-
urhljóðblöndunarplötunni Von
brigði á 100.000 krónur íslenskar
á ebay. Platan var pressuð á
grænan vínyl, í 100 eintökum.
Gangi ykkur nú vel að róta í bíl-
skúrnum, hún hlýtur að vera
þarna einhvers staðar…
Sigur Rósar-plata selst
á 100.000 kr. á ebay
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÞETTA hefur gerst mjög hratt,
fyrsta uppkast var gert fyrir svona
tíu árum,“ segir Þorsteinn Guð-
mundsson, leikari og handritshöf-
undur, um kvikmyndina Okkar eigin
Osló sem nú er í bígerð. „Maður hef-
ur þurft að uppfæra hlutverkalistann
– fyrst fjallaði hún um ungan mann
en núna er þetta orðinn miðaldra
maður með skallablett,“ segir Þor-
steinn í léttum dúr um aðalsögu-
persónuna.
Tilurð myndarinnar má rekja til
þess þegar Þorsteinn starfaði fyrir
Ríkisútvarpið fyrir nokkrum árum.
„Ég skrifaði á sínum tíma pistla
fyrir Síðdegisútvarpið sem fjölluðu
um mann sem var formaður í sum-
arhúsafélagi. Upp úr því skrifuðum
við Sigurjón Kjartansson fyrsta upp-
kast að kvikmyndahandriti. Síðan þá
hefur þetta farið í marga hringi – ég
tók við þessu þegar Sigurjón fór að
huga að öðrum málum, og svo er
þetta komið á flug núna eftir að hafa
fengið vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð,
þannig að við ætlum að skjóta mynd-
ina á næsta ári,“ segir Þorsteinn sem
heldur svo áfram að útskýra hvernig
hugmyndin kviknaði.
„Þessi maður sem ég lék í pistl-
unum var hálf-geðveikur, þóttist sjá
Dorrit og svona. Hugmyndin að
myndinni kviknaði í kringum hann og
Sigurjón hjálpaði mér að koma þessu
af stað. Við fórum meðal annars upp í
sumarbústað og áttum rómantískar
stundir með ritvélinni. Það var mjög
fallegt,“ segir Þorsteinn og hlær að
minningunni.
Öllum líður vel með Reyni
Auk þess að skrifa handritið að
myndinni mun Þorsteinn sjálfur leika
aðalhlutverkið.
„Það hefur einhvern veginn alltaf
legið fyrir, en kannski þorir bara eng-
inn að reka mig,“ segir leikarinn og
hlær, en bætir því svo við að fleiri
leikarar hafi ekki enn verið ráðnir til
starfa. Prufur muni hins vegar fljót-
lega fara fram, og hann og Reynir
Lyngdal, leikstjóri myndarinnar, séu
þegar búnir að setja saman óskalista
hvað leikarana varðar.
„Reynir er frábær og við höfum
unnið mikið saman, meðal annars að
áramótaskaupinu 2006 sem ég skrif-
aði með honum,“ segir Þorsteinn um
leikstjórann. „En svo höfum við gert
auglýsingar og fleira og erum fínir
vinir. Það líður öllum svo vel í kring-
um Reyni, það er frábær andi í kring-
um hann og ég hef mikla trú á hon-
um.“
Þorsteinn hefur ekki leikið í mörg-
um myndum hingað til, en hann lék
þó nokkuð stórt hlutverk í myndinni
Maður eins og ég sem Róbert Dou-
glas gerði árið 2002, auk þess sem
hann fór með minni hlutverk í Stóra
planinu (2008), Stellu í framboði
(2002) og Sporlaust (1998). Þekkt-
astur er hann þó trúlega fyrir kostu-
leg hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum
Fóstbræðrum, að ógleymdum At-
vinnumanninum og Svalbarða.
Auk Kvikmyndamiðstöðvar Ís-
lands munu samstarfsaðilar frá
Norðurlöndunum koma að fjár-
mögnun Okkar eigin Osló, en það er
Ljósband sem framleiðir. Stefnt er að
tökum næsta sumar og frumsýningu
fyrir jólin 2010.
Gera gamanmynd í Noregi
Þorsteinn Guðmundsson leikur aðalhlutverkið í Okkar eigin Osló, gaman-
mynd sem nú er í bígerð Leikstjóri myndarinnar verður Reynir Lyngdal
Morgunblaðið/RAX
Reynir og Þorsteinn „Myndin fjallar samt ekkert um Osló, þá miklu gleði- og partíborg,“ segir Þorsteinn.
Aðspurður segir Þorsteinn að Okk-
ar eigin Osló beri nafn með rentu,
upp að ákveðnu marki að minnsta
kosti.
„Þetta er eiginlega rómantísk
gamanmynd sem fjallar um tvær
manneskjur sem reyna að verða
ástfangnar. Þetta eru sem sagt
tveir Íslendingar sem kynnast á
ferðalagi í Osló, þau ná saman þar.
Myndin fjallar samt ekkert um
Osló, þá miklu gleði- og partí-
borg,“ segir Þorsteinn, en myndin
verður tekin í Osló og á Íslandi,
bæði í Reykjavík og í sumarhúsa-
hverfi úti á landi.
Fjallar ekkert um Osló
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÁSTRALINN Ben Frost hefur verið
búsettur hérlendis um alllangt
skeið og hefur verið virkur í tónlist-
arsamfélaginu/útgáfunni Bedroom
Community ásamt þeim Valgeiri
Sigurðssyni og Nico Muhly. Hann
vakti mikla athygli fyrir plötu sína
Theory of Machines árið 2007 en er
nú snúinn aftur með nýtt verk, By
The Throat, en eins og titillinn gef-
ur til kynna leitar hann fanga í
óhljóðum og orgi, jafnvel ógeði.
Hlustandanum er þrýst fast upp að
vegg með áleitnu, öfgafullu tón-
streymi, sem rennur engu að síður
ískalt og rökfast í gegn.
Platan kemur út 19. október
næstkomandi en í fyrradag birtist
tilkynning þar um á vefsíðu Bedro-
om Community (www.- bedroom-
community.net). Þar er nú hægt að
hala niður lagi af smíðinni endur-
gjaldslaust, og heitir það „The Car-
pathians“ (önnur lög af vænt-
anlegri plötu bera dulúðug heiti
eins og „Killshot“ og „O God Pro-
tect Me“). Einnig var birt stór-
glæsilegt umslag plötunnar, hrein-
asta listaverk sem er fullkomlega í
takt við innihaldið (sjá meðfylgj-
andi mynd). Samkvæmt upplýs-
ingum frá Bedroom Community var
ljósmyndin tekin í næturhúmi á
ónefndri eyju, norðaustanverðri.
Listræn stjórnun var í höndum
Frost og vopnaframleiðandans
Sruli Recht, um ljósmyndun sá
Bjarni Gríms og um álagabundna
eftirvinnslu sá Rebeca Mendéz.
Plötuna vann Frost með ólíkum
listamönnum, eins og hefur verið
lenska hjá þeim Svefnherberg-
isfélögum, en Borgar Magnason
bassaleikari, strengjakvartettinn
Amiina, Jeremy Gara úr Arcade
Fire og sænska öfgarokksveitin
Crowpath koma við sögu, auk tón-
skáldsins Nico Muhly. Plötuna er
hægt að forpanta núna, og þeir sem
það gera fá tvö lög aukreitis sem
ekki eru fáanleg annars staðar.
Skorinn á háls
Óttalegt Svona lítur umslag plötunnar ógurlegu út.
Ný plata frá Ben Frost kemur út 19. október næstkomandi
Þær voveiflegu
fréttir bárust í
gær að Bergur
Ebbi Benedikts-
son hefði sagt
skilið við
Sprengjuhöllina
til að sinna öðrum
verkefnum. Í júlí greindi Þor-
móður Dagsson trommari frá því
að hann hefði ákveðið að segja
skilið við tónlistina í bili til að
geta einbeitt sér að námi í um-
hverfis- og auðlindafræði við Há-
skóla Íslands. Hver skyldi hætta
næst? Geir Ólafs?
Fyrst Þorri, nú Bergur,
hver hættir næst?