Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 11

Morgunblaðið - 20.09.2009, Side 11
Æ, æ,æ, æ María Kristjánsdóttir leiklist- argagnrýnandi var ekki hrifin af Fridu. ’ „Það er ýmislegt sem hrærist inn- an í manni núna þegar þetta er loksins í höfn. Maður finnur fyrir einhverjum tilfinningum sem mað- ur átti eiginlega ekkert von á og núna labba ég bara um í lausu lofti.“ Andri Marteinsson, þjálfari Hauka, eftir að lærisveinar hans tryggðu sér sæti í efstu deild í knattspyrnu. „Ég verð nú að segja eins og er, mér finnst líf mitt þessa hálfa öld hafa verið ágætis ævintýri.“ Kristján Már Unnarsson fréttamaður sem varð fimm- tugur í vikunni. „Hver maður verður að ráða sinni lífsstefnu sjálf- ur.“ Jón Böðvarsson íslenskufræðingur. „Vel heppnaður desert bjargar ekki miðlungs mál- tíð.“ Arnar Eggert Thoroddsen í dómi í Morgunblaðinu um tónleika Jethro Tull í Háskólabíói. „Æ, æ, æ, æ“ Fyrirsögn leikdóms Maríu Kristjánsdóttur um Frida … viva la vida í Þjóðleikhúsinu. „Ég trúi því staðfastlega að ábyrgð á glæp liggi hjá þeim sem kjósa að fremja hann, en ekki hjá þeim sem verða fyrir honum.“ Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, höfundur bókarinnar Á mannamáli, sem fjallar um kynbundið ofbeldi á Ís- landi. „Taylor, ég samgleðst þér virkilega og ætla að leyfa þér að ljúka ræðunni, en myndband Beyoncé er eitt það besta sem nokkurn tíma hefur verið gert.“ Rapparinn Kanye West sem tók hljóðnemann af söng- konunni Taylor Swift í miðri þakkarræðu á MTV- verðlaunahátíðinni í New York. West fékk almennt bágt fyrir. „Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn og taka þessari stöðu með opnum huga. Ég hef haft það að leiðarljósi að vera jákvæður og ekki svekkja mig yfir hlutunum. Maður fær ekki vinnu með því.“ Helgi Einarsson sem verið hefur án atvinnu frá ára- mótum. „Ég verð farinn að rífa kjaft á frönsku eftir nokkr- ar vikur.“ Eiður Smári Guðjohnsen, nýr leikmaður Mónakó í frönsku úrvalsdeildinni. Hann er annálaður tungu- málamaður. „Og þó naktar í neyðinni séum við, íslensku kon- urnar, þá spinnum við enga brók á hórkarla fjall- konunnar. Ekki svo lengi sem í mér rennur blóð Hallgerðar langbrókar.“ Aldís Baldvinsdóttir á opnum fundi Hagsmuna- samtaka heimilanna. „Guð skapaði mig eins og ég er og ég er sátt við það.“ Suðurafríska hlaupadrottningin Caster Semenya en styr hefur staðið um kyn hennar. Ummælin 11 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Björn Már Ólafsson, nemandi á nátt- úrufræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík, fékk viðurkenningu fyrir bestu ritgerðina í ritgerða- samkeppni í framhaldsskólum sem efnt var til á degi fjármálalæsis. Rit- gerðin fer hér á eftir. Fyrir 20 árum þótti kynlíf hið mesta feimnismál. Fyrir þann tíma þóttu þeir sem ræddu opinskátt um kynlíf „uppreisnarseggir“ og var oft- ast reynt að þagga niður í þeim og skoðununum sem þeir tjáðu öðrum. Síðan var eins og tímarnir breyttust og aðstæður í heiminum urðu frjáls- lyndari. Gerð voru kennslu- myndbönd til kynfræðslu í skólum og alls staðar fór að ríkja sam- félagsleg sátt um að í lagi væri að ræða kynlíf opinskátt. Þessi þróun virðist því miður ekki hafa átt sér stað í fjármálum og er það greini- lega að koma í ljós á tímum sem þessum. Af hverju er „tabú“ að ræða fjármál opinskátt? Alvarleg vanda- mál geta komið upp hjá ungu fólki jafnt í fjármálum sem og í kynlífi og er ein helsta forvörn beggja mála opin umræða þar sem unglingurinn sjálfur fær að tjá skoðanir sínar. Einnig eru bæði tilvik vandamál sem snerta ekki einungis unglinga heldur fólk á öllum aldri. Allir einstaklingar eiga að hafa þann rétt að geta lært á eigin fjármál á sem flestum mennta- og atvinnustigum og framboðum af fjármálanámskeiðum verður aldrei ofaukið. Eitt aðalvandamálið við kynlíf unglinga fyrir 20 árum var fáfræðsl- an. Lítil kennsla var í skólum og upp- lýsingar um kynlíf var erfitt að nálg- ast. Á heimilunum var kynlíf „tabú“ og því lítið hægt að fræðast um hættur og áhættur kynlífs þar. Afleiðing- arnar af þessu voru ótímabærar þunganir og kynsjúkdómar. Lýsing- unni á þessu ástandi svipar mjög til ástands fjármálalæsis í dag. Engin kennsla er í skólum, ekki má ræða fjármál á heimilunum og um afleið- ingarnar af þessu má lesa í dag- blöðum á degi hverjum. Fólk á öllum aldri eyðir um efni fram, skuldsetur sig langtum meira en æskilegt er og sýnir óábyrga hegðun í fjármálum. Af hverju eru fjármál „tabú“ á heim- ilunum? Laun og skuldsetning eru mál sem foreldrar vilja sem minnst tala við börnin sín um, en þetta þagnarbindindi skapar fleiri vanda- mál en það leysir. Einhvers staðar verður fólk að læra hversu mik- ilvægur sparnaður og ábyrgðarfull lántaka er og hvernig hún getur skil- að sér til frambúðar. En hvar skal hefjast handa? Alveg eins og með kynfræðslu er nauðsyn- legt að kenna fólki ábyrga hegðun áður en því er hent út í djúpu laug- ina. Að hefja kennslu fjármálalæsis á framhaldsskólastigi er til dæmis of seint, því þá hafa flestir krakkar þegar fengið smjörþefinn af því hvernig er að hafa pening á milli handanna í gegnum unglingavinnu. Alveg eins á kynfræðsla að hefjast áður en unglingar verða kynþroska, ekki eftir. Að sama skapi verða for- eldrar að gera börnin sín meðvit- aðari um peninga, útgjöld og eyðslu auk þess sem að allir unglingar ættu að læra að lesa á sinn eigin launa- seðil því þótt ótrúlegt sé eru fjöl- margir unglingar sem kunna það ekki! Stutt leit á netinu sýnir að einu stofnanirnar sem reglulega halda fjármálanámskeið fyrir unglinga eru bankarnir. Sömu bankarnir og gáfu fólki fjármálaráðleggingar fyrir hrun sem hafa komið mörgum heim- ilum í vandræði. Þykir fólki allt í lagi að bankarnir séu þeir einu sem kenna ungu fólki á fjármál eftir þeirra hagsmunum? Kennsla í fjár- málalæsi verður að færast á breiðari grundvöll, heimili verða að aflétta þögninni, skólar verða að koma því á námskrána og samfélagið verður að viðurkenna vandamálið: Fjármál eru ekki feimnismál! Morgunblaðið/Heiddi Verðlaun Björn Már Ólafsson, nemandi á náttúrufræðibraut í MR, fékk verðlaun fyrir bestu ritgerðina í ritgerðarsamkeppni sem fram fór á Degi læsis. Það var Breki Karlsson sem afhenti Birni viðurkenninguna. Fjármál eru ekki feimnismál Laugavegi 13, 101 Reykjavík sími 515 5800, rannis@rannis.is www.rannis.is www.rannis.is/visindavaka Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið ...kl. 20.00 – 21.30 hvert kvöld 21. 22. 23. & 24. september... Vísindakaffi á Súfistanum í Reykjavík: Mánudagur 21. september Sturlunga: Handbók fyrir ráðvillta nútímaþjóð Dr. Guðrún Nordal forstöðumaður Árnastofnunar fjallar um hvernig fíkn ungra karlmanna í völd og fé réði miklu um fall í íslensku samfélagi í tíð Sturlunga. Þetta þykir mörgum ríma óþægilega við atburði nútímans. Alvarlegt málefni með léttum undirtóni! Þriðjudagur 22. september Veistu hvað þú vilt? - neytendasálfræði og markaðssetning matvæla. Dr. Valdimar Sigurðsson frá viðskiptadeild HR fjallar um greiningu og mótun neytenda- hegðunar í verslunum. Er hægt að breyta verslun í tilraunastofu? Er eitthvað að marka neytendur? Miðvikudagur 23. september Harðsnúin klíka föðurlandssvikara Magnús Árni Magnússon forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ fjallar um umræður um ESB aðild Íslands og rökin sem notuð eru í henni af fylgjendum og andstæðingum. Umræðan er borin saman við umræðuna á Möltu og skoðað hvað er líkt og ólíkt með umræðunni á eyjunum tveimur. Fimmtudagur 24. september Forvarnir í læknisfræði - Góðmennska á villigötum? Dr. Jóhann Ágúst Sigurðsson yfirlæknir Þróunarstofu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Dr. Linn Getz trúnaðarlæknir á LSH og dósent við læknadeild NUST, velta upp gildi forvarna og heilsuverndar og hvort of mikið sé gert úr sölu á þjónustu til hinna frísku á kostnað þeirra veiku og þannig gert meira úr vandamálum en efni standa til. Vísindakaffi á Norðurlandi: Í ár verður einnig boðið upp á Vísindakaffi á Norðurlandi sem hér segir: Fimmtudagur 24. september. Friðrik V. á Akureyri. Mun Eyjafjörður gera okkur að ríkasta fólk í heimi? Spekingarnir sem hefja spjallið koma frá Háskólanum á Akureyri, Hreiðar Þór Valtýsson lektor, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor og Steingrímur Jónsson prófessor. Pétur Halldórsson útvarpsmaður stýrir. Fimmtudagur 24. september. Kaffi Krókur, Sauðárkróki. Er vit í vísindum á landsbyggðinni? Hvert er förinni heitið? Háskólinn á Hólum og Rannís boða til umræðna um hlutverk vísinda og rannsókna á landsbyggðinni. Umræðum stýrir Þórarinn Sólmundarson, Byggðastofnun. Í aðdraganda Vísindavöku er hellt upp á hið sívinsæla Vísindakaffi, þar sem fræðimenn munu kynna rannsóknir sínar fyrir almenningi Vísindakaffi 2009 Kaffistjóri er Davíð Þór Jónsson Allir velkomnir. Láttu sjá þig!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.