Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 14
14 Hjónabönd MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 Eftir Írisi Erlingsdóttur M iðlífskreppa repúblik- ananna Marks San- fords, ríkisstjóra S-Karólínu, og öld- ungadeildarþing- mannsins Johns Ensigns hefur auð- veldlega skotið vinsælustu sápuóper- um sumarsins ref fyrir rass. Eftir að hafa horfið sporlaust í nokkra daga í júnímánuði og valdið öngþveiti meðal starfsliðs síns, sem sagði að hann hefði farið „í fjallgöngu á Appalachia-fjöll“, viðurkenndi rík- isstjórinn, sem er fjögurra barna fað- ir, að hann hefði verið í annars konar skemmtileiðangri – ekki á Appa- lachia, heldur í Argentínu, með konu sem hann hafði átt í ástarsambandi við í meira en ár. Ensign, þriggja barna faðir, hafði haldið framhjá sinni konu með annarri sem starfað hafði við framboð hans; sú var einnig gift og tveggja barna móðir. Þessir eiginmenn og fjölskyldu- feður – báðir íhaldssamir fjöl- skyldugilda-biblíuprédikandi stjórn- málamenn – viðurkenndu tárvotir fyrir fréttamönnum og sjónvarps- áhorfendum um allan heim að þeir hefðu gerst brotlegir við 7. boðorð Biblíunnar (og a.m.k. þrjár af dauða- syndunum sjö í leiðinni) og þrjár fjöl- skyldur til viðbótar uppgötvuðu í beinni útsendingu sannleika jafn- gamlan hjónabandinu sjálfu; sá sátt- máli getur verið miðill verndar og umönnunar – eina trausta skjólið í miskunnarlausum heimi – eða pynt- ingartól til að valda óviðjafnanlegum þjáningum fólkinu, sem við lofuðum að elska meira en alla og allt annað – mest af öllu börnunum okkar. Sársaukinn, sem Sanford og En- sign ollu fjölskyldum sínum, stað- festir dapurlegan sannleika í orðum rithöfundarins Leon- ards Michaels: „Framhjáhald snýst ekki um kynlíf eða rómantík, heldur hvað við í raun erum hvert öðru lítils virði.“ Þessar hjónabandshremmingar hafa gefið tilefni til áhugaverðra hug- leiðinga um stöðu hjónabandsins nú á fyrsta áratug 21. aldarinnar, sem gerð hafa verið ítarleg skil und- anfarna mánuði í bandarískum fjöl- miðlum. Nýleg forsíðugrein Time- tímaritsins hafði litla samúð með hór- körlunum: „Sanford grét eins og barn vegna þess að tölvupósti hans og við- haldsins, þar sem þau kepptust við að lýsa dyggðum hvort annars, hafði verið lekið til dagblaðs í heimaríki hans. Hún var „ein- stök og framúrskarandi“; hann var „tilfinningalega örlátur ljúflingur sem veitti lífi mínu hamingju og ást“. Á sama tíma og þetta háleita par hamaðist við að dýrka göfuglyndi hvort annars voru þau að tortíma heimili og fjölskyldu annarrar konu, særa tilfinningar barna hennar og kalla yfir hana stórkostlega niðurlæg- ingu.“ Fæst hjónabönd sem vara lengur en í nokkur ár komast hjá að verða fyrir einhvers konar óveð- ursstormum, en viðbrögð okkar við þeim hafa verið á báðum endum öfganna. For- eldrar mínir, sem hafa verið gift í yf- ir 50 ár, eru af kynslóð sem tók loforð sín alvarlega; hjónaband var fyrir lífstíð og skilnaður kom helst ekki til greina. Meðal þessarar kynslóðar ríkti einnig það viðhorf að samband hjóna væri þeirra einkamál, sem eng- um kæmi við, og hægast var að taka á vandamálum með því að sópa þeim vandlega undir rennisléttar mottur. Tilfinningar mátti helst ekki ræða; ef fólk var óhamingjusamt í hjónaband- inu var bara að bíta á jaxlinn og bera höfuðið hátt. Mín kynslóð tók annan pól í hæð- ina, eins og 10. áratugar hugtakið „byrjendahjónaband“ gefur til kynna. Undanfarna tvo til þrjá áratugi höf- um við rætt vandamál okkar í stuðn- ingshópum, talið okkur trú um að okkar persónulega vellíðan sé lykill- inn að lífshamingjunni og einblínt á okkar „innra barn“, sem við gjarna höfum látið eftir mikilvægar ákvarð- anatökur, oft með afleiðingum í sam- ræmi við það. Sá hluti hjónabandsins sem við tókum alvarlegast var brúð- kaupið, sem við snerum úr gleðilegri samkomu fjölskyldu og vina í græð- gisgíraða neysluorgíu og samkeppni í botnlausu bruðli, eins og ef við bara eyddum nógu miklu í silkikjóla brúð- armeyjanna og gulláletruð boðskort myndi það auka líkurnar á að heit okkar entust. „Neysluhjónabandið“ Hin óskaddaða tveggja foreldra fjölskylda, þetta brothætta mann- virki sem byggist æ minna á hug- myndum um fórnir og skyldu en hjómi um rómantík og hamingju, eins og þau hugtök eru skilgreind af og fyrir fullorðna íbúa þess, er enn óska- fyrirmynd í framtíðarsýn okkar flestra, segir Time. En hjónabandið hefur lengi átt í vök að verjast. Það er undir stöðugri árás lífsleiða og framhjáhalds, óraunhæfra vona okk- ar og drauma um enn meiri ham- ingju, öðruvísi og betra líf, um að breyta spilunum sem við sjálf völdum okkur. William Doherty, prófessor í hjóna- og fjölskylduráðgjöf við rík- isháskólann í Minnesota og höfundur fjölda bóka um uppeldis- og fjöl- skyldumál, telur að neyslumenning markaðsgilda, sem ráðið hefur lögum og lofum í vestrænni menningu und- anfarna áratugi, sé einn helsti óvinur hjónabandsins og fjölskyldunnar. Í bók sinni Take Back Your Kids: Confident Parenting in Turbulent Times segir hann að nútímaforeldrar líti á sig sem „uppeldisþjónustugjafa“ forréttindabarna. Börnin séu eins konar „neytendur“ foreldraþjónustu, en lítil áhersla sé lögð á að þroska hlutverk barna sem ábyrgra borgara í fjölskyldunni og samfélaginu. Vel meinandi foreldrar keppist við að veita börnum sínum öll hugsanleg tækifæri svo þau verði ekki eftir á í samkeppninni um að verða velmeg- andi fullorðnir neytendur – foreldra- hlutverkið er orðið að eins konar vöruþróun. Sömu hugmyndir ríkja um viðhorf okkar til hjónabandsins, skrifar Do- herty í Take Back Your Marriage: Sticking Together in a World That Pulls Us Apart. „Við erum farin að líta á okkar persónulegu þrár og ósk- ir eins og þær eigi að vera stjórn- arskrártryggð réttindi, eins og réttur til tjáningarfrelsis, og tilfinninga- legar þarfir eins og líffræðilega nauð- syn, eins og að verða að fá C-vítamín til að fá ekki skyrbjúg. Neyslumenn- ingin segir okkur að við eigum öll rétt á spennandi hjónabandi og frábæru kynlífi; ef við fáum ekki hvort tveggja finnst okkur eins og verið sé að svipta okkur stórkostlegum mannrétt- indum. Það sem einu sinni var álitið „veikleiki holdsins“ er nú orðið að persónulegum grundvallarrétt- indum.“ Neytendamenningin segir okkur að við eigum aldrei að „settla“, því það sé alltaf eitthvað betra hinum megin við hornið, að nýtt sé alltaf betra en gamalt. „Neytendamakinn“ spyr: Hvað fæ ég út úr þessu hjóna- bandi? Eða: Ég á betra skilið. Auðvit- að eiga þessar hugsanir oft rétt á sér, ef makinn heldur framhjá eða beitir ofbeldi er hárrétt að beina athyglinni að eigin hagsmunum. En ef maki okkar er ekki elskhuginn sem okkur dreymdi um eða kvabbar of mikið segir neysluhugsjónin okkur að við höfum ekki gert „góð kaup“ með að giftast þessum einstaklingi og við för- um að gera kostnaðar- og nytjagrein- ingu: hvað fæ ég út úr þessu sam- bandi samanborið við það sem ég legg í það? Það er smámál að vinna sig út úr góðu hjónabandi með því að skoða það út frá neytendalögmálinu, segir Doherty. „Þú einblínir á hvað þú færð ekki út úr sambandinu og þróar þannig með þér neikvæðar hugsanir gagnvart maka þínum, sem auðvitað finnur það og svarar til baka með nei- kvæðni. Að verða ástfanginn er hin full- komna neyslufantasía, á sömu nótum og nýr Porsche eða glæsilegt ein- býlishús. Allt er fullkomið í fyrstu, ég gef þér, þú mér, við látum sambandið ganga fyrir öllu öðru. En þetta ástand er tímabundið í öllum sam- böndum. Smátt og smátt – og sér- staklega þegar börn eru komin til sögunnar – taka aðrir hlutir forgang og ef hjón hafa ekki gert gulltrausta skuldbindingu hvort til annars og hjónabandsins koma brestir í sam- bandið. Viðhorf til skilnaða að breytast Hafliði Kristinsson hefur starfað við hjóna- og fjölskylduráðgjöf í Reykjavík í yfir áratug. Hann telur kreppuástandið eitthvað hafa dregið úr skilnaðarumsóknum hér á landi, en jafnvel áður en það skall á merkti hann viðhorfsbreytingar. „Það eru engar áreiðanlegar tölur yfir þetta ennþá, en ég held að þetta [kreppan] hafi áhrif. Það er ágætt ef eitthvað já- kvætt leiðir af þessu, það gefur fólki þá lengri umhugsunartíma. En það hefur komið mér þægilega á óvart undanfarin ár að fólk virðist viljugra en áður var að leggja vinnu í hjóna- bandið, fólk er síður tilbúið að rjúka út í skilnað. Að vísu er þetta ekki byggt á vís- indalegum könnunum, þetta er bara tilfinning sem ég hef, en ég held að við séum einfaldlega að læra af reynslunni. Við höfum meiri vitn- eskju en áður. Fólk veit að skilnaður er vond reynsla og það vill forðast hana.“ Þjóðfélagið er einnig farið að líta raunsærri augum á kostnaðinn við skilnaði, bæði þann mannlega og fjár- hagslega. Flestir félagsfræðingar í dag, án tillits til pólitískra skoðana, eru sammála um að skilnaður, þótt stundum sé nauðsynlegur, þurrausi fjölskyldur fjárhagslega og sé börn- um afar þungbær. „Hjónabands- „Ekki vera að leita. það gerir þig bara. ‘‘„FRAMHJÁHALD SNÝSTEKKI UM KYNLÍF EÐARÓMANTÍK, HELDURHVAÐ VIÐ Í RAUN ERUM HVERT ÖÐRU LÍTILS VIRÐI.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.