Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 16
16 Hjónabönd
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
eldra mun verr en stúlkur; þeir eru
lengur að ná sér og eiga oftar við al-
varleg hegðunarvandamál að stríða.
„Drengir eru einfaldlega viðkvæmari
fyrir hvers konar álagi,“ segir Kagan.
Óhuggandi hryggð er algeng meðal
drengja á aldrinum 6-8 ára, á meðan
reiði er yfirleitt viðbrögð 9-12 ára
drengja, „í sumum tilfellum svo ofsa-
leg reiði að þeir neita að hitta for-
eldrið sem yfirgefur heimilið“. Trufl-
anir á því sem geðlæknar kalla
„kynhlutverkssamsömun“ geta einn-
ig þjakað drengi, sem á þessum aldri
eru að yfirfæra persónustaðfestingu
sína frá móðurinni yfir á „jákvæða
karlkynssamsömun“ með föður sín-
um. Drengir verða oft ráðvilltir þegar
faðirinn er farinn af heimilinu; þeir
eru ekki vissir um hvers konar hegð-
un er „rétt“ eða til hvers er ætlast af
þeim.
„Þar til dauðinn okkur aðskilur“
Hver er tilgangur hjónabandsins
nú á 21. öld? Er það – þegar getn-
hjónabandinu lengri tíma, en það var
vonlaust að tala við mig. Það þýðir
ekkert að tala við mann þegar maður
er á kafi í þessu ástandi [miðlífs-
kreppu], framhjáhaldi og veseni.
Maður heldur að maður viti allt og sé
með allt á hreinu.“
Guðni vildi koma aftur heim og
reyna sættir eftir að samband hans
við „hina“ konuna fór út um þúfur, en
þá var kona hans búin að kynnast
öðrum manni. „Ég veit ekki hvort við
hefðum getað bjargað hjónabandinu,
en ástandið í dag er a.m.k. ekki
skemmtilegt,“ segir hann. „Börnin
eru hjá mér nokkra daga í mánuði;
eldri dóttir mín, sem á að fermast í
vor, vill helst ekki tala við mig. Auð-
vitað væri óskandi að maður hefði
hagað sér öðruvísi til að byrja með,
ekki látið leiðast út í rugl.“
„Við þurfum að gera okkur grein
fyrir að þær væntingar og hugmyndir
sem við höfum um hjónabandið eru
jafnóraunhæfar og hugmyndir okkar
um afleiðingarnar af því að yfirgefa
fjölskyldurnar sem við höfum stofnað
til,“ segir Eileen Leeh, barnasálfræð-
ingur í St. Paul, Minnesota. „Ég heyri
oft: „Ég elska börnin mín, ég er ekki
að fara frá þeim, ég er ekki að yf-
irgefa börnin mín,“ eins og það að
elska börnin sín og gera það sem er
best fyrir velferð þeirra séu óskyldir
hlutir. Því miður, þegar fólk gengur
út af heimilinu, þá yfirgefur það börn-
in sín. Fólk getur talið sér trú um
hvað sem það vill, en þegar foreldri
tekur ekki lengur þátt í daglegri rút-
ínu barnsins inni á heimilinu – frá því
að vakna saman á morgnana, hjálpa
með heimavinnu, til þess að borða
saman og koma þeim í rúmið á kvöld-
in – er það farið frá börnunum.“
Allar rannsóknir sýna að börn sem
alast upp með báðum foreldrum
skara fram úr, hvort sem um er að
ræða skammtímavelferð eða lang-
tímavelgengni. Heilsufar, eitur-
lyfjanotkun, skólaganga, afbrota-
unglingavandamál, börn að eiga börn
– ef hægt er að mæla það hafa fé-
lagsfræðingar gert það og í öllum til-
vikum er útkoman þessi: Börn sem
búa með báðum foreldrum skara
fram úr á öllum sviðum.
Efnahagsaðstæður skipta ekki
máli. Félagsfræðingur við Princeton-
háskóla, Sara McLanahan, sem einn-
ig er einstæð móðir, ákvað að rann-
saka afdrif þessara barna til að sýna
fram á að þegar heimilistekjur væru
yfir ákveðnu marki hefði það ekki
neikvæð áhrif á börn að alast upp
með aðeins einu foreldri. Niður-
stöðurnar komu á óvart: Börn, sem
ólust upp á heimili með aðeins öðru
foreldra sinna, eru að meðaltali mun
verr stödd en börn sem alast upp með
báðum foreldrum.
„Það eru ákveðin „sofanda-áhrif“
af skilnuðum sem við erum rétt að
byrja að skilja,“ segir David Blanken-
horn, formaður Institute for Americ-
an Values, hugmyndabanka um
hjónabönd og fjölskyldumál. „Að
segja að skilnaður valdi börnum ekki
stórkostlegum þjáningum er að gera
lítið úr mannssálinni. Börn hafa mik-
ilvæga þörf fyrir að vita hver þau eru,
að elska og vera elskuð af þessum
tveimur einstaklingum sem bera
ábyrgð á tilkomu þeirra í þennan
heim. Að glata öryggi þess sambands
er sár sem enginn meðlagstékki eða
flottur einkaskóli mun nokkurn tíma
græða.“
Félagsfræðingurinn Maria Kef-
alas, sem rannsakar hjónabönd og
fjölskyldumál, segir fátt íþyngja
börnum meira en að hafa ekki föður
sinn á heimilinu. „Sem femínisti vildi
ég ekki trúa þessu,“ segir hún. „Kon-
ur segja oft við mig: „Ég get verið
bæði móðir og faðir barnsins míns,“
en það er einfaldlega ekki rétt. Að
alast upp án föður hefur alvarleg og
neikvæð áhrif á sálarlíf barns. Móð-
irin þarf ef til vill ekki á honum að
halda,“ segir Kefalas, „en börnin
hennar þarfnast hans.“
Drengir virðast taka skilnaði for-
aðarvarnir, jafnrétti kynjanna og það
að barneignir utan hjónabands þykja
sjálfsagðar er allt tekið inn í myndina
– einfaldlega stofnun sem getur hugs-
anlega aukið á ánægju þeirra sem
gangast undir heit þess? Ef svo er er
eins gott að halda erfidrykkjuna
strax; sennilega eru fáir sem álíta það
ævarandi skemmtilegheit að vera
hlekkjaður við sama elskhugann í
gegnum flensuköst og fjárhagserf-
iðleika, andstreymi og áföll af öllum
stærðum og gerðum þar til áratugum
síðar annar eða báðir loksins deyja – í
beisli.
Er hjónaband stofnun sem enn
gegnir aldagömlu hlutverki – að ala
upp næstu kynslóðina, vernda og
kenna henni, innræta henni þá mann-
kosti og siðferðisþrek sem mun
tryggja farsælan framgang hennar
og þroska? Núverandi kynslóð – sú
sem sér skuldbindingar milli fullorð-
inna bresta eins og sprek og foreldra
yfirgefa heimilið ef þeim finnst ekki
lengur nógu skemmtilegt þar – þetta,
segir Time, er kynslóðin sem mun sjá
um okkur í ellinni.
„Hlutverk hjónabandsins hefur
auðvitað breyst mjög mikið,“ segir
Hafliði, „frá því að vera praktískt fyr-
irtæki sem heldur fjölskyldunni sam-
an í það að vera fyrst og fremst til-
finningalegt samband tveggja
einstaklinga sem vilja styðja hvor
annan.“
Þrátt fyrir breytt viðhorf síðustu
áratuga er það að ganga í hjónaband
fyrir lífstíð – a.m.k. er það yfirleitt
ætlun þeirra sem ganga upp að alt-
arinu – eignast börn og ala þau upp
ásamt maka enn algengasta lífs-
mynstur vestrænna fullorðinna. En
„makaskyldan“ – að „standa saman í
blíðu og stríðu eins lengi og við lifum“
– virðist hafa horfið af hjúskap-
arheitalistanum.
„Nú er það „eins lengi og við elsk-
um“, segir Doherty, sem segir að
sambönd geti byggst á tvenns konar
skuldbindingum: Við erum skuld-
bundin hvort öðru eins lengi og við
gerum hvort annað hamingjusamt, á
meðan okkur semur vel og sam-
bandið mætir þörfum okkar. Þetta
kallar hann „skuldbinding-eins-lengi-
og“, þ.e. ekki eins lengi og við lifum,
heldur á meðan hlutirnir ganga vel
hjá okkur. „Við getum dregið mik-
ilvægan lærdóm af svona skuldbind-
ingu. Skuldbinding eða loforð til ann-
ars einstaklings er frjálst val, ekki
skipun. Við lærum að þekkja og bera
virðingu fyrir þörfum okkar og rétti í
sambandinu og að við eigum ekki að
láta nota okkur. En meðan svona
skuldbinding virkar vel fyrir fólk sem
býr saman eða eða er að velta fyrir
sér hvort það eigi að gifta sig skortir
hana þann varanleika og þrautseigju
sem nauðsynleg er fyrir samband
sem á að endast ævilangt.“
Þar þarf „skuldbindingu-sama-
hvað-á-gengur“. Hér ferðu ekki mán-
aðarlega yfir bókhaldið og athugar
hvort þú fáir viðunandi gróða af fjár-
festingu þinni. Þú hefur tekið rík-
isborgararétt í nýju landi sem núna
er þitt land og þú ert ekki með land-
flóttaáætlun ef efnahagur landsins
hrynur. Þú ert kominn til að vera.
Þessi skuldbinding verður ekki til af
sjálfu sér, heldur byggist hún á með-
vitaðri ákvörðun og vilja til að vera
saman – í blíðu og stríðu.
Sú áætlun virðist vera ríkjandi hjá
unga fólkinu sem ráðfærir sig fyrir
hjónavígslur við Ólaf Jóhann Borg-
þórsson, aðstoðarprest í Seljakirkju.
„Við prestar hittum fólk í aðdraganda
hjónavígslunnar og eigum oft gott
spjall við það um vonir og væntingar
og skuldbindinguna sem fylgir þess-
ari ákvörðun. Mér sýnist unga fólkið
bera mikla virðingu fyrir hjónaband-
inu; flestir hafa verið í sambúð í all-
nokkur ár og eignast börn áður en
gengið er upp að altarinu. Mörg pör
segjast líta á hjónabandið sem meiri
skuldbindingu en barneignir.“
Uppistaðan í framtíðarsýn okkar
um farsælt fjölskyldulíf, hvort sem
við erum fátæk eða rík, rétt læs eða
sprenglærð, er yfirleitt hinn ævar-
andi draumur um hjónaband þar til
„dauðinn aðskilur“. Munið eftir hjart-
næmu myndunum af Barack og Mic-
helle Obama á forsetavígsludansleikj-
unum, segir Time. Unga fólkið
næstum féll næstum í yfirlið að sjá
þau dansa saman, ekki af list, en ein-
lægni og greinilega mikilli ástúð. Þau
eru afar aðlaðandi par og þetta var
sögulegt kvöld, en það sem end-
urspeglaðist í augum þessa unga
fólks – og í óslökkvandi þorsta heims-
byggðarinnar eftir myndum af
Fyrsta pari Ameríku – var aðdáun og
lotning yfir að sjá miðaldra karlmann
og konu ennþá saman, enn ást-
fangin.“
Við sjálf þráum eitthvað þessu líkt
og gerum okkur grein fyrir að það er
dýrmætt, en þeim fer fækkandi sem
eru reiðubúnir að leggja á sig þær
persónulegu fórnir og vinnu sem gott
hjónaband krefst. Farsælt hjónaband
verður ekki til af sjálfu sér. Þessar
rómantísku og spennandi stundir
fyrstu áranna – eða öllu heldur mán-
aðanna – þegar við fáum fiðrildi í
magann og hnén og aðra líkamshluta
bara af tilhugsuninni um elskuna
okkar eru ekki endalausar, né heldur
eru þær undirstaða trausts og ástríks
sambands. Traust og gott hjónaband
er fyrst og fremst árangur þol-
inmæði, vinnu og sjálfsfórna, segir
prófessor Doherty sem sjálfur hefur
verið giftur sömu konunni í nær 40 ár.
„Það traust og sú hamingja sem unnt
er að uppskera úr slíku langtíma-
sambandi – eftir að hafa byrjað sam-
an ung og elst saman, átt og alið upp
börn saman, séð þau vaxa úr grasi og
eignast sínar eigin fjölskyldur – það
er dýrmætara en nokkur spenna eða
rómantík.“
En þversögnin hér er sú að maður
fær ekki „verðlaunin“ nema maður
hætti að eltast við þau. Eða eins og
leikkonan ástsæla Bea Arthur sem
móðirin í kvikmyndinni Lovers and
Other Strangers (Elskendur og aðrir
aðkomumenn) segir við son sinn, þeg-
ar hann tilkynnir henni að hann ætli
að skilja við konuna sína því hann sé
óhamingjusamur í hjónabandinu:
„Ekki vera að leita að hamingjunni,
Richie. Það gerir þig bara vansælan.“
Hamingja Er hjónaband stofnun sem
enn gegnir aldagömlu hlutverki?
VITA er í eigu Icelandair Group.
VITA er lífið
VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444
Kanarí í vetur
Las Camelias
GROUP
Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is
Aðeins hjá VITA
Verð frá 181.400 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
Félagar í Góðu fólki 60+
fá 5.000 kr. aukaafslátt
af öllum ferðum klúbbsins
Las Camelias
25. okt.–24. nóv.
Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnherbergi.
* Fullt verð án afsláttar og punkta: 196.400 kr.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Meðal þess sem í boði verður eru göngu-
ferðir, leikfimi, mini-golf, boccia, spilakvöld
og kvöldvökur. Einnig verður hægt að bóka
sig í skoðunarferðir með fararstjóra.
Klúbburinn fer til Kanarí: 25. okt.–24. nóv.,
3.–24. feb. og 3.–24. mars.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
47
27
9
09
/0
9
Við vildum að farþegum liði eins og þeir væru heima hjá sér
þegar við settum ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi í flugflota
Icelandair. Hver farþegi hefur sinn eigin skjá þar sem er í boði
án endurgjalds fjölbreytt úrval af kvikmyndum, vinsælum
sjónvarpsþáttum, tónlist og tölvuleikjum. Hver og einn velur
sína eigin dagskrá og getur auk þess sótt upplýsingar um
flugferðina sjálfa og margt fleira.
Beint morgunflug,
glæsilegur flugkostur.
Hjá VITA eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar
keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast
þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins.
Auk þess getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni
um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum.
Þú getur notað
Vildarpunktana
hjá okkur
Verð frá 91.000 kr.*
og 15.000 Vildarpunktar
Las Camelias
27. jan.–3. feb.
Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. á Las Camelias.
* Verð án Vildarpunkta: 101.000 kr.
Innifalið: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn.
Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upp-
lýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himin-
tungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni, sem
frá Íslandi sjást. Í almanakinu eru stjörnukort,
kort sem sýnir áttavitastefnur á Íslandi og kort
sem sýnir tímabelti heimsins. Þar er að finna
yfirlit um hnetti himingeimsins, mælieiningar,
veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálf-
stæðra ríkja og tímann í höfuðborgum þeirra.
Þá má nefna greinar um vetrarbrautina,
vatnsmagn jarðar og segulskaut. Loks eru í
almanakinu upplýsingar um helstu merkis-
daga fjögur ár fram í tímann.
Á heimasíðu almanaksins (almanak.hi.is)
geta menn fundið ýmiss konar fróðleik til
viðbótar, þar á meðal upplýsingar sem
borist hafa eftir að almanakið fór í
prentun.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson stjörnu-
fræðingur hjá Raunvísindastofnun
Háskólans hefur samið og reiknað
almanakið. Ritið er 96 bls. að stærð.
ALMANAK HÍ 2010
Komið í
verslanir