Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Þetta er magnað. SS-leðurjakkinn er svo SVALURað hann fær blóðið í mér tilað frjósa.“
Þannig tekur Marc Garlasco til orða
á spjallrás safnara en hann safnar
minjagripum sem tengjast Þýskalandi
nasista. Á annarri rás er mynd af kapp-
anum í peysu með hakakross í barm-
inum.
Þetta væri ef til vill ekki í frásögur
færandi nema fyrir þær sakir að Gar-
lasco er starfsmaður Mannréttinda-
vaktarinnar og hefur stýrt rannsókn
hennar á framgöngu Ísraelshers í Líb-
anon og á Gaza.
Enda hafa bloggarar sem eru hlið-
hollir Ísraelsríki kvartað undan Gar-
lasco og bent á, að áhugamál hans sé
óviðeigandi.
Mannréttindavaktin lét sér gagnrýn-
ina til að byrja með í léttu rúmi liggja
og valdi orðið „fáránleg“ til að bregð-
ast við henni. En eftir því sem ágjöfin
harðnaði neyddist stofnunin til að end-
urskoða afstöðu sína og í vikunni var
Garlasco vikið tímabundið frá störfum
meðan mál hans er rannsakað í kjölinn.
Ekki eins og
endur á polli
Carol Boggert, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Mannréttinda-
vaktarinnar, tekur fram að ekki sé ver-
ið að refsa Garlasco og hann þiggi full
laun meðan rannsóknin standi yfir.
„Okkur er kunnugt um að hann safnar
þýskum og bandarískum minjagripum
úr seinna stríði en
við þurfum að
ganga úr skugga
um hvort við vit-
um allt sem við
ættum að vita um
málið,“ segir Bog-
gert í breska dag-
blaðinu The Gu-
ardian.
Sumir velta því
fyrir sér hvort Ísraelsstjórn hafi nýtt
sér málið til að grafa undan Mann-
réttindavaktinni sem hún hafi van-
þóknun á. Þannig upplýsti Ron Der-
mer, ráðgjafi Benyamins Netanyahus,
forsætisráðherra Ísraels, í sumar að
hann hefði hug á að verja tíma og
mannafla til að berjast gegn Mann-
réttindavaktinni. „Við munum ekki
sitja rólegir eins og endur á polli og
láta mannréttindahópa skjóta á okk-
ur blásaklausa,“ sagði Dermer.
Átti þýskan afa
Garlasco varði hendur sínar á dög-
unum á vefmiðlinum The Huffington
Post. Þar kvaðst hann vanur því að
spjótin stæðu á sér enda sé hann
rannsóknarmaður hjá Mannréttinda-
vaktinni. „Nú hefur frægðarsól mín
risið í bloggheimum vegna áhuga-
máls míns (sem ég geri mér grein fyr-
ir að sumum þykir óvenjulegt og
truflandi) en það gengur út á að
safna minjagripum úr seinna stríði
sem tengjast afa mínum, sem var
þýskur, og frænda mínum, sem var
bandarískur.“
Í færslunni lýsir Garlasco sér sem
hernaðarnördi og vísar því alfarið á
bug að hann sé hallur undir nasisma.
„Það er ærumeiðandi óhróður, dreift
af meinfýsnu fólki sem vill koma
höggi á Mannréttindavaktina.“
Ísraelski fræðimaðurinn Gerald
Steinberg gefur lítið fyrir þessa skýr-
ingu. Að hans mati er ófullnægjandi
að víkja Garlasco tímabundið frá
störfum. Það sé aukinheldur of seint í
rassinn gripið. Steinberg krefst þess
að óháð rannsókn fari fram á öllum
skýrslum Garlascos fyrir Mannrétt-
indavaktina. Svalir? Jakkar sem SS-sveitir nasista klæddust í seinna stríði.
Blóðfrystandi
SS-jakki
Marc Garlasco
HAUST 2009
Full búð af nýjum
haustfatnaði
Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur
Símar 555 7355 og 553 7355
Opið 11-18 virka daga, 11-15 laugardaga
www.selena.is
Viltu hætta að reykja?
Krabbameinsfélag Reykjavíkur hefur um árabil haldið námskeið fyrir
einstaklinga eða hópa sem vilja hætta að reykja.
Næsta námskeið hefst mánudaginn 21. september 2009.
Hægt er að skrá sig í síma 540 1900 eða á netfangið reykleysi@krabb.is
Nánari upplýsingar á www.krabb.is/reykleysi