Morgunblaðið - 20.09.2009, Blaðsíða 24
24 Kynbombur
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
Bardot og Loren hafa hvor sína hug-
myndina um það.
„Vandamálið við kyntákn er að við
viljum ekki að þau breytist,“ segir
Dennis Northdurft, forstöðumaður
tísku- og vefnaðarsafnsins í Lund-
únum. „Við sköpum kyntákn, múl-
bindum þau í tíma og viljum ekki
sleppa af þeim hendinni.“
Fáar konur, alltént sem komn-
ar eru á áttræðisaldur, hafa
staðið betur undir þessum
væntingum en Sophia Loren –
með ráðum og dáð. Öðru máli
gegnir um Bardot. Hún hefur
satt best að segja gefið
hugmyndinni um
eilíft líf kyn-
táknsins fing-
urinn.
„Brigitte Bardot yfirgaf sviðið,
hafnar lýtaaðgerðum og hefur ekki gert
tilraun til að viðhalda fegurð sinni,“ segir
Northdurft. „Það er upplífgandi vegna þess að
það er raunsætt. Hún hefur valið að eldast á
sínum forsendum í stað þess að kaupa sig inn í
kerfið. Sophia Loren hefur aftur á móti lagt
sig í líma til að vera aðlaðandi og kynæsandi
eldri kona. Og hún lítur frábærlega út.“
Bardot var og er eðlileg
Listsalinn James Hyman, sem
sýnir ljósmyndir af Bardot í gall-
eríi sínu í Lundúnum í tilefni af
afmælinu, bendir á, að hún
hafi í raun ekkert breyst –
bara elst. Hún hafi alltaf
verið andstæðan við hina
verksmiðjuframleiddu
kvikmyndastjörnu síns
tíma. „Hún var eðli-
leg, berfætt, greiddi
sér ekki, notaði ekki
snyrtivörur og gekk í
flatbotna skóm.
Hún var hold-
gervingur
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
Á
sjötta og sjöunda áratugnum var
leitun að kynþokkafyllri konum
en Brigitte Bardot og Sophiu
Loren. Þær voru sjóðheitar, eft-
irsóttar kvikmyndastjörnur og
fegurðardísir af guðs náð – hvor með sínum
hætti. Loren hin ítalska var þessi klassíska
fegurð, dökkhærð og bar sig af öryggi og
þokka. Bardot hin franska var ljóshærð, óút-
reiknanleg og villt – hin upprunalega kisulóra.
Síðan skildi leiðir. Loren hefur allar götur
lagt ofuráherslu á útlit sitt og hefur fram á
þennan dag viðhaldið ímynd sinni sem kyn-
tákn og draumadís milljóna manna. Bardot
sagði á hinn bóginn skilið við glanslífið laust
fyrir fertugt og gerðist harðsnúin baráttukona
fyrir réttindum málleysingja. Í meira en 35 ár
hefur hún látið sér útlitið í léttu rúmi liggja.
Vægt til orða tekið.
Fyrir þremur árum, þegar hún var 72 ára,
náðist ljósmynd af Bardot á leið á fund Nicolas
Sarkozys, þáverandi innanríkisráðherra
Frakklands, til að ræða um ósvífni manna í
garð kanadískra sela. Gamla þokkagyðjan var
svartklædd og áberandi hölt vegna eymsla í
mjöðm. Kjálkinn var siginn og hún hafði ber-
sýnilega gleymt að greiða sér um morguninn.
Grátt hárið dinglaði fyrir vindi.
Gæti einhver snúið páfanum …
Sama ár hélt Loren upp á 72 ára afmæli sitt
með því að sitja hálfnakin fyrir á dagatali
ásamt nokkrum öðrum fyrirsætum sem voru
ekki hálfdrættingar á við hana – hvorki í aldri
né fegurð. Þar sem starfsmaður Páfagarðs
virti myndina fyrir sér varð honum að orði að
fengi einhver páfa til að skipta um skoðun
varðandi einræktun í mannheimum væri það
Sophia Loren.
Það er eflaust ómaklegt en í ljósi þess að
Loren og Bardot verða báðar 75 ára síðar í
þessum mánuði (Loren í dag og Bardot þann
28.) hafa menn verið að bera þær stöllur sam-
an, m.a. blaðamaðurinn Elizabeth Day í
skemmtilegri grein í breska dagblaðinu The
Guardian. Hún varpar m.a. fram spurning-
unni: Hvernig á kyntákn að eldast?
frelsis, æsku og gleði. Hún var ósvikin, sjálf-
stæð og frjáls. Þetta var femínismi þess tíma;
að hegða sér eins og karlar gerðu og taka sér
elskhuga.“
Það var engin tilviljun að Bardot var eitt
fyrsta dálæti „papparassanna“. „Hún var kæn
og skildi mikilvægi papparassa og blaða-
ljósmyndara,“ segir Hyman. „Papparassarnir
áttu snaran þátt í því að gera hana að stjörnu.
Þetta voru ekki uppstilltar stúdíómyndir og
rímuðu við tíma þegar þess var krafist að ljós-
myndir af stjörnum væru einlægari en áður.“
Loren hefur alla tíð nálgast þetta með gjör-
ólíkum hætti og aldavinur hennar, kvikmynda-
leikstjórinn Michael Winner, upplýsir að hún
óttist fátt meira en að vera einhvern tíma illa
fyrirkölluð á opinberri ljósmynd. „Hún hefur
alltaf verið treg til að láta mynda sig op-
inberlega af ótta við að „vonda myndin“ náist,
líkt og getur komið fyrir okkur öll,“ segir
hann.
Brjóstin komu bara vel út
Fyrir þrjátíu árum vakti Loren athygli
Winners á því að í franska vikuritinu Paris
Match væru tíu síður með ljósmyndum af henni
berbrjósta í sólbaði á Antigua. „Ætti ég að
höfða mál?“ spurði Loren. „Tja Sophia, hvernig
koma dúllurnar á þér út á myndunum?“ spurði
Winner. „Ágætlega, satt best að segja.“ Þá kom
lokasvar frá Winner: „Fyrst þannig er í pottinn
búið, sendu þeim þá þakkarbréf.“
Ólíkt hafast þær að á 75 ára afmælinu, gyðj-
urnar. Bardot er vakin og sofin yfir réttindum
dýra en hefur líka látið til sín taka á fleiri svið-
um. „Íslömun“ Frakklands, eins og það er kall-
að, hefur t.a.m. farið fyrir brjóstið á henni og
hefur hún fimm sinnum verið dæmd fyrir að
kynda undir kynþáttafordómum.
Eðli málsins samkvæmt hafði Bardot lítinn
smekk fyrir hinu skotglaða varaforsetaefni
repúblíkana í Bandaríkjunum á liðnu ári og í
opnu bréfi sakaði hún Söruh Palin um að vera
konum til „háborinnar skammar“.
Kvikmyndir og kattarölt
Loren vinnur á hinn bóginn enn fyrir sér
sem leikkona og er um þessar mundir við tök-
ur á söngleiknum Nine ásamt Daniel Day-
Lewis. Sem frægt er þakkar hún mataræðinu
lögulegar línurnar. „Það sem þú sérð er spag-
hetti að þakka.“
Michael Winner dregur muninn á stöllunum
saman: „Sophia er fagmanneskja fram í fing-
urgóma. Hún er enn að leika og veit að útlitið
skiptir máli í bransanum. Birgitte Bardot sér-
hæfir sig á hinn bóginn í því að bjarga köttum
og maður þarf ekkert endilega að líta vel út
meðan maður er að hirða upp villiketti.“
Á hann kollgátuna? Er ekki á endanum mik-
ilvægast að vera sjálfum sér samkvæmur – og
iða ekki af óþægindum í eigin skinni. Eða hvað
finnst þér, lesandi góður? Hvor hugnast þér
betur á 75 ára afmælinu, Brigitte Bardot eða
Sophia Loren?
Úfin Bardot leggur lítið upp úr því að hafa sig
til í seinni tíð. Kettir eiga hug hennar allan.
Glæsileg Loren þykir hafa viðhaldið þokka
sínum betur en flestar konur.
Fegurð sem (aldrei) fölnar
Bomba Brigitte
Bardot var fræg
fyrir náttúrulega
og óþvingaða feg-
urð sína.
Fáguð Sophia
Loren var stór-
glæsileg ung
kona sem lét sér
annt um útlitið.
Tvær af helstu kynbombum kvikmyndasögunnar fagna 75 ára afmæli sínu í
þessum mánuði. Önnur hefur lagt sig í framkróka um að viðhalda æskuljóm-
anum meðan hin hefur í seinni tíð látið sér útlitið í léttu rúmi liggja.
Virðingarvert hvort á sinn hátt hjá þeim Sophiu Loren og Brigitte Bardot?