Morgunblaðið - 20.09.2009, Síða 39

Morgunblaðið - 20.09.2009, Síða 39
Minningar 39 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 ✝ Anna Marta Guð-mundsdóttir, bóndi, var fædd á Hesteyri í Mjóafirði þann 29. september árið 1929. Hún lést 13. sept sl. Hún var dóttir hjónanna Kristínar Láru Árnadóttur, f. 23.12. 1895, d. 23.8. 1979 og Guðmundar Guðmundssonar Ís- feld, f. 26.1. 1879, d. 29.11. 1968. Kristín Lára og Guðmundur eignuðust einnig andvana son þann 7. desember 1926. Anna Marta var einhleyp alla ævi, bjó á Hesteyri og stundaði þar búskap. Hún aðhylltist trú aðvent- ista og eignaðist marga góða vini inn- an þeirra vébanda. Anna Marta varð þjóðþekkt á níunda áratug tuttugustu aldar, er hún lét til sín taka í fjölmiðlum að verja hagsmuni lít- ilmagnans. Hjá Önnu dvöldu tíðum heim- ilislausir menn og ör- yrkjar, er aðstoðuðu hana við búskapinn og hún hafði fé- lagsskap af. Anna Marta Guðmundsdóttir verður jarðsett í dag, 20. sept- ember, í heimagrafreit fjölskyld- unnar á Hesteyri í Mjóafirði, síð- asta afkomandi ættleggsins. Anna Marta Guðmundsdóttir, bóndi á Hesteyri í Mjóafirði, er nú öll. Hún náði ekki að lifa áttræð- isafmælisdaginn sinn. Upp á herleg- heitin hafði hún ráðgert að halda með kveðskap í góðra vina hópi. Anna bjó á Hesteyri alla ævi. For- eldrar hennar hvíla nú í heimagraf- reitnum á Hesteyri og þar mun hún einnig hljóta sína hinstu hvílu. Önnu þekkti ég aðeins í rúmt ár. Það er stuttur tími. Þó finnst mér ég hafa þekkt hana lengur, því hún treysti mér fyrir ævi sinni. Fyrir rúmu ári fékk ég það skemmtilega verkefni að skrásetja ævi hennar og unnum við stöllur við það verkefni frá febrúar til október 2008. Anna Marta var þjóðþekkt sem Anna á Hesteyri, bóndinn sem fór ætíð sín- ar eigin leiðir og hafði ég því heyrt af henni skemmtilegar sögur frá barnæsku. Það að kynnast henni í návígi var ljúft og breytti þeirri mynd sem ég hafði af henni í fyrstu. Ég sá fljótt að þarna var á ferðinni merkilegur karakter, með einstæða heimsmynd, hlý og einlæg kona, fé- lagsvera og mikill dýravinur. Fund- um okkar bar saman bæði á Hest- eyri og á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, en þar dvaldi hún frá því í mars á síðasta ári. Anna fann styrk í trúnni, hún veitti henni hugarró. Hún raulaði oft sálma við dagleg störf og meðal að- ventista eignaðist hún trygga vini, sem hún talaði oft við í síma. Vini átti hún annars víða um land og í öll- um stéttum þjóðfélagsins, sem heill- uðust af hennar sérstaka persónu- leika, hispursleysi og manngæsku. Þegar ég hugsa um hrokkinhærðu vinkonu mína sé ég fyrir mér litla og fallega stelpu, sem stendur á milli foreldra sinna í sumarhaga, brosir við sólinni og krýpur niður til að taka lítið lamb í fangið. Ég veit að Anna er nú umkringd dýrunum sín- um og sinnir þeim af gæsku og gleði. Og hún er glöð að fá að hitta mömmu sína aftur. Þær haldast hönd í hönd inn í gróanda vorsins. Mér þótti vænt um Önnu og það er mér heiður að hafa fengið að vera þátttakandi í hennar lífi og fengið að fylgja henni síðasta spölinn. Ég vil leyfa mér að þakka starfsfólkinu á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaup- stað fyrir að hafa sinnt Önnu af alúð og natni. Einnig veit ég að nágrann- ar hennar í Mjóafirði, heimilisfólkið á Brekku, reyndust henni vel og gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að aðstoða hana á allan hátt. Ég veit að Anna var þakklát fyrir það. Ætt- ingjum hennar og vinum um allt land sendi ég samúðarkveðjur. Anna sagði eitt sinn við mig að hún vildi helst að sín yrði minnst fyrir að vernda rjúpuna og saklausa fugla. Hver og einn sem hana þekkti minnist hennar á sinn hátt. Ég minnist hennar fyrst og fremst sem vinar, sem elskaði landið, búskapinn og dýrin sín. Ég þakka henni sam- fylgdina og traustið sem hún sýndi mér. Megi minning bóndans og dýra- vinarins Önnu Mörtu Guðmunds- dóttur á Hesteyri lifa um ókomin ár. Rannveig Þórhallsdóttir, Seyðisfirði. Anna Marta Guðmundsdóttir ✝ Alan Carter, f. í London 1920,fyrsti listdansstjóri Íslenska dansflokksins, lést á heimili sínu í Bo- urnemouth á Englandi 30. júní sl. Al- an var mikill áhrifavaldur í lífi þeirra sem stóðu að stofnun flokksins og viljum við hér minnast hans með nokkrum orðum. Það var árið 1973 sem Carter var ráðinn til að stofna og veita forstöðu fyrsta atvinnudans- flokki landsins. Sumarið áður var hér á ferð Margot Fonteyn, ein skærasta stjarna klassíska listdansins á þeim tíma, og dansaði í Þjóðleikhúsinu. Ís- lenskir dansarar komu að máli við hana og leituðu aðstoðar við að finna einhvern sem væri fær um að standa að stofnun flokksins og veita honum forstöðu. Fonteyn benti á Alan Car- ter sem hún þekkti vel. Þau höfðu verið saman í ballettnámi á unga aldri og dansað saman um hríð. Alan væri með mikla reynslu að baki, hefði verið mjög fær dansari sem jafnvel einn af þekktustu danshöfundum heims á þeim tíma, Sir Frederick Ashton, hefði samið sérstaklega fyrir. Leiðin að stofnun flokksins var að vísu ekki eins greið og vonast hafði verið til, en Sveinn Einarsson, sem þá var nýráðinn í starf þjóðleik- hússtjóra, veitti flokknum braut- argengi með hjálp aðila í mennta- málaráðuneytinu og fleiri góðra manna. Ákvörðun var að lokum tekin og Alan Carter og kona hans, Julia Claire, voru ráðin. Á vordögum árið 1973 hélt Íslenski dansflokkurinn fyrstu sýningu sína í félagsheimilinu á Borg í Grímsnesi. Þetta sumar var sýnt í Félagsheimili Sel- tjarnarness og á efnis- skránni voru verk eftir Carter, öll í stíl nú- tímalistdansins. Dans- arar flokksins voru kornungar stúlkur, sem verið höfðu nem- endur í Listdansskóla Þjóðleikhússins. Þann- ig vildi Carter sjálfur geta haft hönd í bagga með þjálfun og list- rænni mótun dansara flokksins. Flokkurinn fékk síðan aðstöðu og skjól í Þjóðleikhúsinu og dansaði í verk- efnum hússins auk þess að halda sjálfstæðar listdanssýn- ingar sem oftast byggðust á eigin verkum Carters. Stærsta verkefnið var ballettinn Coppelía í eigin dans- sköpun Carters, sem var frumsýndur árið 1975. Alan Carter átti litríkan feril að baki þegar hann kom til landsins. Hann hafði dansað víða, m.a. í Sadler’s Wells Ballet í London og stjórnað flokkum í Þýskalandi, Frakklandi, Tyrklandi og Finnlandi. Auk þess var hann ball- ettmeistari við kvikmyndina „Rauðu skórnir“ sem er eflaust ein áhrifa- mesta listdansmynd allra tíma. Hingað kom hann frá Osló þar sem hann var gestadanshöfundur. Hann var mjög fær kennari, oftast elskulegur og skemmtilegur, en átti þó til að láta skaphitann taka völdin. Minnisstætt er atvikið á æfingu á Coppelíu þar sem hann stóð á neðri svölum leik- hússins og hrópaði leið- réttingar niður á sviðið. Eitthvað gekk ekki eins vel og hann óskaði og þá þeytti hann minn- isblöðum sínum út yfir allan salinn fyrir neðan. Carter var mik- ilhæfur og stórhuga listamaður en rakst illa innan stofnana og hvarf héðan af landi brott eftir tveggja ára áhrifamikið starf. Þegar Coppelía var síðan sviðsett aftur á 20 ára afmæli flokksins var þeim hjón- um boðið til landsins og þá hittu þau aftur gamla dansarahópinn sinn og aðra vini. Nú, þegar komið er að leið- arlokum, vilja stofnendur dansflokks- ins, dansararnir, ráðamenn Þjóðleik- hússins og aðrir sem að komu, þakka Alan Carter handleiðslu hans og stuðning við fyrstu spor Íslenska dansflokksins. Ekkju hans Júlíu, sem dansaði með okkur þessi fyrstu ár, sendum við innilegustu samúðar- kveðjur. Fyrir hönd þeirra sem komu að störfum Íslenska dansflokksins, Fyrsti danshópur ÍD, Áskell Másson, Ingibjörg Björnsdóttir. Í minningu Alans Carters Alan Carter og Margot Fonteyn, sem var talin ein mesta ballerína heims á sínum tíma. Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík • sími 587 1960 • www.mosaik.is MIKIÐ ÚRVAL AF LEGSTEINUM OG FYLGIHLUTUM Sendum myndalista ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal, Dalasýslu, áður til heimilis Hraunbæ 87, Reykjavík, verður jarðsungin frá Langholtskirkju þriðjudaginn 22. september kl. 15.00. Svanur Ingvason, Rán Einarsdóttir, Sigmar Hlynur Sigurðsson, Anna Guðný Guðjónsdóttir, Eygló Björk Sigurðardóttir, Elfa Brynja Sigurðardóttir, Sigfús Haraldsson, Margrét Ögn Rafnsdóttir, Hrund Rafnsdóttir, Berglind Sigmarsdóttir, Sigurður Grétar Sigmarsson, Sóley Sigmarsdóttir, Harpa Rut Svansdóttir, Brynjar Örn Þorleifsson, makar og langömmubörn. ✝ Ástkær sonur minn, faðir okkar og bróðir, EYJÓLFUR JÓHANNSSON, sem lést sunnudaginn 13. september, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.00. Elísabet Markúsdóttir, Jóhann Eyjólfsson, Eyjólfur Eyjólfsson, Daði Eyjólfsson, Andri Eyjólfsson, Markús Jóhannsson, Hanna Fríða Jóhannsdóttir, Helga Jóhannsdóttir.                          ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HALLDÓRU GUÐMUNDSDÓTTUR, Gullengi 13, Reykjavík. Guðmundur Borgþórsson, Margrét Tryggvadóttir, Arndís Borgþórsdóttir, Ísleifur Gíslason, Jón Gunnar Borgþórsson, Kristín Jóhannsdóttir, Ólafur Borgþórsson, María Lea Guðjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURGEIRS JÓNSSONAR hagfræðings, Laufásvegi 47, Reykjavík. Ingibjörg Júnía Gísladóttir, Guðbjörg Sigurgeirsdóttir, Jón Þorvarður Sigurgeirsson, Lin Wei, Gísli Sigurgeirsson, Anna Guðjónsdóttir, Ingibjörg Vala, Laufey og Júnía. ✝ FINN VESTERGÅRD prentari, Skólatúni 1, Vatnsleysuströnd, áður til heimilis að Hallveigarstíg 9, Reykjavík, er látinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Magga, Óli og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.