Morgunblaðið - 20.09.2009, Qupperneq 40
40 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009
✝ Þorgrímur Jóns-son tannlæknir
fæddist á Kleppjárns-
reykjum í Borgarfirði
2. janúar 1926. Hann
andaðist á St. Jós-
efsspítala laugardag-
inn 5. september.
Foreldrar hans
voru Jón Bjarnason
héraðslæknir, f. 7.10.
1822, d. 2.1. 1929, og
Anna Kristín Krist-
jana Þorgrímsdóttir
húsfreyja f. 5.12. 1894,
d. 13.2. 1994. Systkini
Þorgríms eru Ingibjörg Birna, f.
1919, d. 2003, gift Pétri Péturssyni,
f. 1918, d. 2007, Stefán, f. 1920, d.
1971, kvæntur Önnu Þorbjörgu
tónlistarkennari, f. 1956.
Þorgrímur ólst upp í Reykjavík
frá þriggja ára aldri. Hann varð
stúdent frá MA 1947, cand. odont.
frá HÍ 1959 og stundaði framhalds-
nám í periodonti og röntgenfræði
við Björgvinjarháskóla í Noregi
1967-70. Rak tannlæknastofu í Þing-
holtsstræti 11 í samstarfi við Guð-
mund Árnason tannlækni frá 1960-
66 og var tannlæknir hjá Gladsaxe
Kommune í Kaupmannahöfn 1966-
67. Þorgrímur rak eigin tann-
læknastofu á Bókhlöðustíg 6a í
Reykjavík 1970-96. Hann var kenn-
ari við tannlæknadeild HÍ 1973-75
og lektor frá 1975-78.
Þorgrímur var tryggingatann-
læknir hjá Tryggingastofnun rík-
isins 1978 og skipaður trygginga-
yfirtannlæknir 1990. Lét af störfum
hjá Tryggingastofnun 1996.
Útför Þorgríms fór fram í kyrrþey
17. september.
Kristjánsdóttur, f. 1923,
d. 2000, Jóhanna, f.
1922, gift Lárusi Ósk-
arssyni, f. 1919, d. 1972,
Guðrún, f. 1923, d.
1997, gift Jónasi Árna-
syni, f. 1923, d. 1998,
Bjarni, f. 1927, kvæntur
Hólmfríði Önnu Árna-
dóttur, f. 1930, Jóna
Anna, f. 1929, d. 1930.
Þorgrímur kvæntist
2. júlí 1956 Huldu Jós-
efsdóttur, kennara og
listhönnuði, f. 6.12.
1930. Foreldrar hennar
voru Jósep Ingvar Jakobsson, f. 17.6.
1905, d. 15.5. 1942, og Gróa Jón-
asdóttir, f. 14.1. 1905, d. 17.9. 1975.
Dóttir þeirra er Anna Þorgrímsdóttir
Þorgrímur Jónsson, móðurbróðir
minn, lést 5. september. Hann var
fæddur á Kleppjárnsreykjum 26.
janúar 1926, heitinn í höfuðið á móð-
urafa sínum. Mér finnst Þorgrímur
fegurst karlmannsnafna en kallaði
hann þó alltaf Budda frænda. Sjálfur
var hann jafn fallegur og nafnið, og
bæði góður og skemmtilegur eins og
þau voru öll systkinin.
Myndin af móðurfjölskyldunni
ljómar í minningunni og það gerir
hún líka, myndin sem var tekin af
ömmu og börnunum hennar sex árið
1938. Aldrei hef ég séð fegurri fjöl-
skyldumynd, þótt ekki sjáist augnlit-
urinn þar, brúnt og blátt til skiptis.
Fjölskyldan var samheldin og sam-
verufús, að ekki sé nú minnst á fríð-
leikann og gáfurnar, fóru þar saman
erfðir og uppeldi. Mér eru í barns-
minni sögurnar sem hún mamma
mín sagði mér af bræðrum sínum
litlum, sjálf var ég lítil þegar ég man
þá fyrst.
Ekki man ég fyrstu jólin sem ég
lifði en fyrsta jólakortið á ég enn,
með mynd af jólasveini á skíðum.
Það er skrifað á Akureyri hinn 16.
desember 1941.
Frk. Lilla Pétursdóttir, Ljósvalla-
götu 8, Reykjavík.
Gleðileg jól! Lilla mín, Buddi og
Bjarni.
Buddi og Bjarni, það fylgdi þeim
bræðrum jafnan fögnuður og gleði
og oft dálítil stríðni. Hrekkir þeirra
skemmtu okkur öllum og svo tak-
markalaus var ást mín og aðdáun að
ég lærði aldrei af reynslunni heldur
gerði hvað sem þeir báðu mig um
enda lofuðu þeir alltaf að nú væri til-
gangurinn góður og göfugur. Ótti
minn tveggja ára gamallar við ryk-
sugu heimilisins var Budda sérstakt
ánægjuefni, loforð hans um að
kveikja ekki á henni ef ég settist
bara einu sinni enn á hana voru
einskis virði en þeim mun dýrmætari
eru minningarnar um kæti hans og
hlátur. Ég lét hann líka sífellt gabba
mig til að keppa við Önnu Lár í
stökki yfir dívanpúða. Hún flaug yfir
eins og ský en ég náði aldrei að lyfta
mér frá jörðu, alltaf jafn klossuð og
hann alltaf jafn kátur með úrslitin.
Einu sinni fannst mér ég þó ná mér
niðri á honum, þá vorum við tvö að
spila marías. Hann vann mig alltaf –
með réttu eða röngu – og hló dátt að
óförum mínum. Þegar hann bað mig
svo blíðlega um vatnsglas sá ég mér
leik á borði og færði honum hita-
veituvatn. Stríðnin var alltaf góðrar
ættar og mér leið ævinlega jafn vel í
návist hans.
Af öllu sem hann gerði stafaði
hlýju. Myndirnar sem hann teiknaði
bera henni augljóst vitni og því, hví-
líkur listamaður hann var. Ég á fjór-
ar teikningar hans af jafn mörgum
konum sem allar nutu væntumþykju
hans, Gunnu ömmu, mömmu, mér og
Siggu í Keflavík, gerðar þegar ég var
barn og hann ungur maður. Telpan
sem hann teiknaði árið 1945 sefur
vært á myndinni. Ég vona að elsku-
legum frænda mínum verði hinsti
svefninn jafn vær.
Ragnheiður Ásta Pétursdóttir.
Kær vinur er fallinn frá. Mér er
það bæði ljúft og skylt að minnast
míns góða vinar. Það er ekki hægt að
minnast Þorgríms án þess að nefna
hans góðu konu Huldu, en hún og
móðir mín eru æskuvinkonur. Þegar
Þorgrímur og Hulda voru að flytja
heim eftir nám erlendis júní 1968
lásu þau lát föður míns á forsíðu
Morgunblaðsins í flugvélinni en
hann lést af slysförum frá þremur
ungum drengjum. Frá þeim degi
settu þau sig í samband við móður
mína, reyndust henni og okkur
bræðrunum afskaplega vel og fyrir
það skal þakkað hér.
Ég minnist þess þegar Þorgrímur
kom eitt sinn heim í hádeginu, með-
an mamma var að vinna, til að finna
okkur bræðurna og gefa okkur
þorramat. Þarna sat „kallinn“ gaf
okkur hákarl, súrsaðan hval, svið og
hrútspunga og gaf sér góðan tíma,
borðaði með okkur og talaði við okk-
ur. Eftir að ég fékk bílpróf jukust
okkar samskipti mjög mikið, við vor-
um alltaf eitthvað að stússast saman,
ef ekki á Bókhlöðustígnum þá á
Hulduhólum, alltaf voru næg verk-
efni því Þorgrími þótti gaman að
hafa eitthvað fyrir stafni.
Margt er að minnast frá þessum
tíma og langar mig aðeins að segja
frá því. Eitt sinn hringdi Þorgrímur í
mig á laugardagsmorgni og tilkynnti
mér að jeppanum hans hefði verið
stolið um nóttina að mig minnir frá
Háteigsvegi. Ertu búinn að tilkynna
þetta til lögreglunnar? spurði ég og
játaði hann því. Heyrðu, ég kem til
þín og svo förum við saman og leitum
að jeppanum því lögreglan gerir það
ekki, sagði ég. Ég kem til hans niður
á Bókhlöðustíg en áður en við leggj-
um á stað segir hann við mig. Óli, ég
fór að hugsa um draum sem mig
dreymdi í nótt þegar þú sagðir við
mig að við skyldum leita að jeppan-
um og er ég búinn að ráða hann.
Jeppinn stendur við trébryggju. Við
af stað, fórum fyrst í Kópavog síðan í
Hafnarjörð en að endingu fórum við
út á Granda og viti menn, þar stóð
jeppinn við Grandakaffi óskemmdur.
Lögreglan var látin vita og sagðist
hún aldrei vita til þess að stolinn bíll
hefði fundist á þennan hátt.
Ég minnist þess þegar ég strák-
urinn var fenginn til að vera „driver“
í veiðitúr sem Þorgrímur fór í ásamt
Bjarna, bróður sínum, og frænda
sínum Kristjáni Stefánssyni. Farið
var um Borgarfjörðinn og Dalina,
gist eina nótt Búðardal. Það var okk-
ur ógleymanleg stund þegar við sát-
um í morgunmatnum, Þorgrímur,
Kristján og ég þegar við heyrðum í
fjarska Bjarna syngja af mikillri inn-
lifun „Er ég kem heim í Búðardal“
nú Bjarni bróðir er þá vaknaður,
sagði Þorgrímur og brosti sínu
breiða brosi. Ógleymanleg ferð.
Síðan leið tíminn, ég kvæntist, bjó
erlendis, kom aftur heim en alltaf
héldum við sambandi, þótt það hefði
mátt vera meira seinni árin. Ég
minnist Þorgríms sem mjög góðs
vinar með mikilli hlýju og bið honum
Guðs blessunar og farsældar á nýrri
vegferð. Votta Huldu og Önnu mína
innilegustu samúð.
Ólafur Bergmann.
Látinn er Þorgrímur Jónsson
tannlæknir, mikill öðlingur og vinur
minn til margra ára. Leiðir okkar
lágu fyrst saman í Björgvin í Noregi,
þar sem ég stundaði líffræðinám og
hann var í framhaldsnámi í perio-
donti, röntgenfræðum og þjálfun
þeim tengdri á árunum 1967-1970.
Okkar fjölskyldur náðu einkar vel
saman og áttu margar góðar stundir
þar og hér er við snerum aftur á
heimaslóðirnar. Þau Hulda tóku fjöl-
skyldu minni vel og margar voru
ferðirnar farnar milli heimila okkar
og börn mín muna enn eftir góða,
ljúfa tannlækninum. Við héldum vin-
skap okkar allan tímann og oft heim-
sótti ég Þorgrím og gátum við
löngum rætt um allt sem við höfðum
upplifað saman og var margs að
minnast.
Þorgrímur var einkar ljúfur mað-
ur, fastur fyrir og hafði góða þekk-
ingu á mörgu, ekki bara sem að fagi
hans sneri, heldur almennt og mað-
ur kom sjaldan að tómum kofanum.
Hann minntist oft á ferð sem við fór-
um í veiðikofa sem var ekki langt frá
Os við Björgvin. Við lögðum af stað í
mikilli rigningu og gekk fremur erf-
iðlega að finna kofann, sem tókst að
lokum þrátt fyrir myrkur og kalsa-
veður. Kofinn var kaldur og gluggar
óvenju litlir, en okkur tókst sæmi-
lega að koma okkur fyrir. Snemma
morguns vaknaði ég og ætlaði að
kveikja upp í ofninum. Um leið og ég
kveikti á eldspýtunni hrópaði Þot-
grímur upp yfir sig: „Mikið er ég
feginn að sjá þessa himnesku ljós-
glætu, ég vissi ekki hvar ég var
staddur í þessu niðamyrkri.“
Það er bara svona með þetta
blessaða líf okkar að enginn veit
hvenær kallið kemur, en Þorgrímur
átti langt og viðburðaríkt líf og kom
ýmsu í verk á lífsleiðinni. Ég þakka
fyrir að hafa kynnst Þorgrími og
fjölskyldu hans og þakka margar
góðar stundir með þeim í gegnum
árin.
Spámaðurinn Kahil Gibran segir:
Ykkur hefur verið sagt að jörðin sé
táradalur og vegna lífsleiða ykkar
bergmálið þið það sem þreyttir
menn hafa sagt. Og ég segi að sann-
arlega sé lífið myrkur, nema til sé
vilji og allur vilji er blindur, nema til
sé þekking og öll verk eru fánýt án
kærleika. Þegar þið vinnið í anda
kærleikans þá finnið þið sjálfa ykk-
ur, hvert annað og guð.
Við hjónin vottum eiginkonu Þor-
gríms, Huldu, og dótturinni Önnu
okkar dýpstu samúð við fráfall góðs
drengs og guð styrki ykkur í sorg-
inni.
Sólmundur og Astrid.
Það erfiðasta við að eldast er að
sjá á bak vinum sínum. Þeir skilja
alltaf eftir sig skarð sem ekki verður
fyllt af öðrum, því sérhver vinur er
einstakur. Það var Þorgrímur líka,
einstakur vinur. Hann tók við mér
blautum á bak við eyrum beint úr
skóla og átti sinn stóra þátt í að
koma mér faglega til manns. Það var
oft mikið sving á hlutunum á Bók-
hlöðustígnum þar sem umtalsverður
hluti þjóðarinnar fékk bót meina
sinna og lærði að beita tannburstum
og tannstönglum. Húmorinn var
aldrei fjarri, eins og þegar Þorgrím-
ur að loknum miklum saumaskap á
tannholdi, bauðst til að tylla tölu á
jakka viðkomandi, hún var jú að
detta af. Hann var með alskemmti-
legustu mönnum og því var það
óhjákvæmilegt að við umgengjumst
utan vinnutíma.
Við hófum veiðar saman sem end-
aði með því að við tókum ásamt öðr-
um á á leigu. Hún var í konungsríki
Þorgríms, Hörðudalnum. Þar áttum
við fleiri ánægjustundir saman en
hægt er upp að telja, bæði ég og fjöl-
skylda mín og við Þorgrímur. Að
vera með Þorgrími í Hörðudalnum
var engu líkt. Þetta var sveitin hans
og þar var hann bæði konungur og
auðmjúkur þegn. Farið á bæi, heils-
að upp á ábúendur þar sem einstök
frásagnargleði og frásagnarhæfi-
leiki Þorgríms fengu að njóta sín,
setið um fisk með misjöfnum árangri
eða bara notið þess að vera til innan
um vini í vinalegu umhverfi. Þor-
grímur í eldhúsinu á Hrafnabjörg-
um, segjandi sögur, Lóa tiplar um
kring með kaffi og kleinur, Magnús
tístandi úr hlátri og slær sér á lær,
Þorgrímur að kenna dóttur minni að
keyra og bæði enda út í kálgarði. Þá
skellihló Þorgrímur.
Þó að samstarfi okkar lyki var
enginn endir á vináttunni. Við héld-
um uppteknum hætti og áfram þeim
sið að fara reglulega út að borða og
setjast síðan í stofuna á Bergstaða-
strætinu og ræða málin yfir kaffi og
koníaki og góðum vindli. Þar voru
mörg mál til lykta leidd og öll skiptu
þau máli. Dætur mínar voru ekki
síður spenntar vegna þessara heim-
sókna því aldrei var vitað hvort Þor-
grímur kæmi með koníak handa
pabba eða Makkintoss handa þeim.
Hann var þeim heiðursafi og stóð sig
vel í hlutverkinu. Þorgrímur var
þéttur á velli og þéttur í lund og
kannski ekki allra, en þannig er það
ævinlega með menn sem skara fram
úr og skapa sér sérstöðu. Þín verður
sárt saknað á þessum bæ og megi
förin á hinar eilífu veiðilendur verða
hnökralaus. Far vel.
Þinn vinur,
Sigurður E. Rósarsson.
Þorgrímur Jónsson tannlæknir er
allur. Minningar streyma fram úr
hugskoti við andlát vinar.
Allir sem Þorgrími kynntust
geyma margvíslegar myndir af
kynnum sínum við stórbrotinn hæfi-
leikamann. Eins er um þá sem hér
heldur á penna.
Minningar mínar um Þorgrím
tengjast að sjálfsögðu vináttu okkar
Huldu, konu hans, sem er kær vin-
kona mín, en vart er hægt að minn-
ast á annað hjónanna án þess að hins
sé getið, svo sterk bönd tengdu þau
ávallt. Og minningarnar eru falleg-
ar, hlýjar og bjartar. Þær skína sem
ljósgeisli inn í dimma daga í lífi
mínu, þegar ég ásamt sonum mínum
þremur syrgði sárt kæran ástvin,
eiginmann og föður. Aldrei reynir
eins á vináttubönd og á slíkum
stundum – aldrei er maðurinn jafn
þurfandi fyrir umhyggju og kær-
leika sem þá. Á þeim tíma sorgar og
saknaðar gegndu þau Þorgrímur og
Hulda stóru hlutverki í lífi okkar
með því að hafa stöðugt samband við
fjölskylduna, styðja við bakið á okk-
ar með ráðum og dáð og sýna okkur
umhyggju og elsku á margvíslegan
hátt. Þorgrímur lét sér mjög annt
um drengina mína og sýndi námi
þeirra og störfum áhuga og skilning,
reyndist þeim sannur vinur. Yngsta
syni mínum reyndist hann einstök
hjálparhella, hvatti hann óspart til
listnáms þegar áhugi drengsins kom
í ljós á því sviði. Fyrsta málarastatíf-
ið kom frá Þorgrími og fyrsti alvöru
litakassinn. „Hann var minn vel-
gjörðarmaður,“ voru orð hans þegar
hann frétti lát Þorgríms. Í stuttu frí
mínu frá heimilinu sinntu þau hjón-
in, Þorgrímur og Hulda, alls óbeðin
drengjunum, komu í heimsóknir til
þeirra, „til að fylgjast með líðan
þeirra þegar mamma var ekki heima
– hvort allt væri ekki í lagi – hvort
þeir læsu ekki bænirnar sínar“ – og
þess háttar. Minnisstæð eru mér orð
eins þeirra er hann himinlifandi
sagði mér frá: „Og svo kom Hulda
eins og engill frá himnum með kjúk-
ling handa okkur.“ Í þá daga var
kjúklingur sjaldséður, svo sannar-
lega ekki á hvers manns borði.
Hugsunarsemi, umhyggja og
væntumþykja, þessi dýrmætu gildi,
sprottin af kærleikanum; skipta þau
ekki öllu máli í lífinu? Ég er þeim
hjónum, Þorgrími og Huldu, óend-
anlega þakklát fyrir þær dýrmætu
gjafir sem þau gáfu okkur svo ríku-
lega á erfiðum tímum. Ég minnist
hugljúfs, tilfinningaríks gáfumanns,
manns sem var frábær fagmaður og
mikill listunnandi, manns sem var
sannur vinur. Ég gleðst yfir því að
þrátt fyrir erfiða sjúkdómslegu hafi
verið bjart yfir síðustu mánuðunum í
lífi hans og hann notið einstakrar
umhyggju og elsku konu sinnar og
dóttur.
Ég kveð kæran vin og velgjörðar-
mann með einlægri þökk fyrir geng-
in samleiðarspor, og votta ástvinum
hans mína innilegustu samúð.
Ólöf Ólafsdóttir.
Látinn er starfsbróðir, gamall vin-
ur og félagi, Þorgrímur Jónsson.
Kynni okkar hófust fyrir 56 árum er
við báðir hófum nám í tannlækna-
deild HÍ. Lengst af vorum við fjögur
samferða í deildinni, þær Guðrún
Gísladóttir, Sigrún Tryggvadóttir
og við tveir. Þetta var nokkuð sér-
stakt teymi, því Guðrún og Þorgrím-
ur voru nokkuð eldri en við Sigrún.
Að loknu námi hófum við öll störf
hér í borginni, en árið 1959 var Þor-
grími gefinn kostur á að kaupa tann-
Þorgrímur Jónsson
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
ARNGRÍMS H. GUÐJÓNSSONAR,
Dalbraut 20,
Reykjavík.
Haraldur B. Arngrímsson, Klara Sæland,
Guðjón Þ. Arngrímsson, Brynhildur J. Gísladóttir,
Sólveig G. Arngrímsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
KATRÍNAR JÓNSDÓTTUR,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis
Kópavogsbraut 1b.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Hrafnistu
Hafnarfirði fyrir einstaka alúð og umhyggju.
Jón Kristinn Valdimarsson, Margrét Örnólfsdóttir,
Gunnar Valdimarsson, Guðrún Oddgeirsdóttir,
Dóróthea Valdimarsdóttir, Kristján Antonsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.