Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 48

Morgunblaðið - 20.09.2009, Page 48
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 28. september. Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105, kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um vinnuvélar, atvinnubíla, jeppa, pallbíla, fjölskyldubíla og fl. föstudaginn 2. október 2009. Í þessu blaði verða kynntar margar þær nýjungar sem í boði eru fyrir leika og lærða Meðal efnis verður : Vinnuvélar Námskeið um vinnuvélar. Atvinnubílar. Fjölskyldubílar. Pallbílar. Jeppar. Nýjustu græjur í bíla og vélar. Varahlutir. Dekk. Vinnufatnaður. Hreyfing og slökun atvinnubílstjóra. Ásamt fullt af öðru spennandi efni og fróðleiksmolum. Vinnuvélar og bílar RIFF | ALÞJÓÐLEG KVIKMYNDAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is LEIKSTJÓRINN og framleiðand- inn rúmenski, Bobby Paunescu, er á leiðinni til Íslands á Alþjóðlega kvik- myndahátíð í Reykjavík, RIFF. Paunescu verður við- staddur sýningu á kvikmynd sinni Francesca hinn 26. september nk. í Háskólabíói og situr fyrir svör- um að henni lok- inni. Hann er bæði handritshöfundur og leikstjóri myndarinnar sem verður frumsýnd í dag á RIFF, kemur hingað glóðvolg af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Myndin segir af leikskólakenn- aranum Francescu sem dreymir um betra líf á Ítalíu með unnusta sínum Mita. Ýmsir reyna að telja hana ofan af því að flytja en þegar ógæfa dynur yfir koma ýmsir sársaukafullir hlutir upp á yfirborðið og forgangsröðin breytist hjá henni. Paunescu fæddist í Rúmeníu en ólst upp á Ítalíu fram til 10 ára ald- urs. Þá sneri hann aftur til Rúmeníu með foreldrum sínum. Hann nam kvikmyndagerð í Lugano í Sviss og síðar við University of Southern Ca- lifornia, USC. Árið 2004 stofnaði hann kvikmyndafyrirtækið Mandra- gora með kollega sínum Cristi Puiu. Hræðilegur glæpur Paunescu segir hugmyndina að handriti Francescu hafa kviknað í kjölfar umfjöllunar um hræðilegan glæp rúmensks manns á Ítalíu árið 2007. Maður þessi réðst á ítalska konu, rændi hana, nauðgaði og drap. Mikið var fjallað um þennan glæp í ítölskum fjölmiðlum og létu ákveðnir, ítalskir stjórnmálamenn ljót orð falla í garð rúmenskra inn- flytjenda í kjölfarið, m.a. að þeir væru upp til hópa sígaunar og óþjóðalýður. Einna verst voru um- mæli Alessöndru Mussolini, barna- barns einræðisherrans, á þann veg að Rúmenum væri eðlislægt að nauðga og fremja glæpi. Mussolini hefur nú krafist þess að samtal í Francescu verði klippt út, nánar til- tekið þau ummæli föður Francescu að Mussolini sé hóra sem vilji láta drepa alla Rúmena. Mussolini hefur hótað lögsókn, verði framleiðend- urnir ekki við tilmælum hennar og tókst að koma í veg fyrir einhverjar sýningar á myndinni á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum og óvíst hvort myndin verður sýnd á Ítalíu almennt því borgarstjóri Verona hefur lögsótt Mandragora fyrir um- mælin um Mussolini. Verndardýrlingur innflytjenda Paunescu segir nafn Francescu vísa í ítalskan verndardýrling inn- flytjenda, Francescu Caprini, konu sem uppi var á 19. öld og fór í tugi ferða milli Ítalíu og Ameríku í því skyni að reisa kirkjur og leikskóla fyrir ítalska innflytjendur. „Það sem mér fannst merkilegt, fyrir utan sögu þessarar konu, er að hún dó 22. september 1917, sama dag og Rúm- enum var veittur réttur til að flytja úr landi. Áður var þeim það bannað,“ segir Paunescu. Kvikmyndin sé ekki um pólitík heldur ástandið í rúm- ensku samfélagi. „Eitt af stærri vandamálunum sem rúmenskt sam- félag glímir við er brottflutningur,“ segir hann. Flestir fari til Ítalíu. „Í myndinni er fólk sem ann Ítalíu og telur hana fyrirheitna landið en einnig fólk, faðir Francescu í þessu tilfelli, sem er á móti því að fólk fari þangað. Hann notar allt sem hann hefur séð og heyrt í sjónvarpi til að koma í veg fyrir að hún fari. Það sem fer í taugarnar á mér við þessa pólitíkusa er að þeir eru að reyna að koma í veg fyrir sýningar á myndinni án þess að hafa séð hana. Ítalir fögnuðu myndinni á hátíðinni í Feneyjum sem sýnir að myndin hall- mælir ekki Ítölum,“ segir Paunescu. Með Mussolini á hælunum  Kvikmyndin Francesca fjallar um draum Rúmena um fyrirheitna landið Ítalíu  Alessandra Mussolini og borgarstjóri Verona hafa lögsóttu leikstjórann í kjölfarið Von Rúmenska leikkonan Monica Birladeanu fer með aðalhlutverkið. Francesca verður sýnd þrisvar í Háskólabíói: í dag kl. 16, 25. sept. kl. 18 og 26. sept. kl. 16. Leikkonan Monica Birladeanu fer með hlutverk Fransescu en hún lék einn- ig í kvikmyndinni Dauði hr. Lazaraescu sem var sigurmynd keppnisflokks- ins Uppgötvun ársins á RIFF árið 2005. Birladeanu fæddist árið 1978 í Rúmeníu en hún hefur ekki eingöngu leikið í rúmönskum kvikmyndum heldur einnig í bandarískum sjónvarpsþáttum, m.a. Nip/Tuck og Lost. Auk þess að vekja athygli fyrir leikhæfileika hefur hún vakið athygli fyrir útlit- ið; karlaritið FHM kvað upp þann dóm árið 2003 að hún væri kynþokka- fyllsta kona heims og kvennatímaritið Viva hefur einnig veitt fegurð henn- ar athygli og sagt hana fegurstu konu Rúmeníu. Sögð fegursta kona Rúmeníu Í Mamma veit hvað hún syng-ur er tekið á samskipta-vandamálum mæðginannaGuðna Geirs (Víðir Guð- mundsson), sem er í kringum tví- tugt, og móður hans, Hönnu (Helga Braga), sem hefur ekkert að lifa fyrir annað en blessaðan drenginn sinn, en það eru komnar blikur á loft á heimilinu. Mjög svo áþreifanleg ógn steðjar að þessari fyrrum notalegu fjölskyldumynd, sem birtist í átroðningi ungmeyja sem gera sér dælt við augastein- inn hennar Hönnu. Hún kann að vísu ýmis ráð til að hrekja þessa óværu á brott, sýður meira að segja blóðmör og lifrarpylsu ofan í eina hjásvæfuna, ekki einu sinni slátrið styggir stúlkuna, því hún elskar innmat eins og Guðni Ágústsson SS-pylsur. Mitt í stríði vesalings Hönnu við kærustur Guðna Geirs sér hún heimildamynd um frumbyggja í Mexíkó sem dásama þá guðsgjöf að eiga samkynhneigða syni. Þeir hugsi nefnilega almennilega um foreldra sína í ellinni. Þvílíkur munur – en stundum geta villt- ustu draumar ræst … Af þessu má sjá að efni Mamma veit hvað hún syngur er harla óvenjulegt, hér er tekið á samkynhneigð á kankvísan, sjálf- sagðan hátt og fléttað inn í spaugilega fjölskyldumynd af einstæðri móður sem ætlar sér ekki að sleppa takinu á drengn- um sínum. Uppgötvun Guðna Geirs á sinni réttu kynhneigð er ein hlið á litríkri mynd þótt stutt sé. Hún hreinlega úir og grúir af fyndnum og óvæntum uppá- komum (heimildarmyndin um indjánana í Mexíkó er ósvikinn konfektmoli); línurnar eru mein- fyndnar og sú fína gam- anleikkona Helga Braga stekkur fullsköpuð inn í hlutverk hinnar illþolandi, orðljótu Hönnu sem ætlar hvorki að láta eitt né neitt hremma drenginn sinn frá henni. En það verður ekki við öllu séð. Önnur hlutverk eru vel mönnuð og myndin jafn óvæntur og fynd- inn gleðigjafi og tengdasonur frú Hönnu. saebjorn@heimsnet.is Hanna og sonur hennar Háskólabíó, RIFF 2009 Mamma veit hvað hún syngur bbbnn Leikstjórn og handrit: Barði Guðmunds- son. Aðalleikarar. Helga Braga Jóns- dóttir, Víðir Guðmundsson, Jóhanna Bogadóttir, Eva Þorsteinsdóttir, Eng- ilbjört Auðunsdóttir og Elías Rafn Heimisson. Aðstoðarleikstjóri: Harpa Másdóttir. Kvikmyndataka: Bjarni Felix Bjarnason. Klipping: Anna Þóra Stein- þórsdóttir. Framleiðandi: Hrafnhildur Gunnarsdóttir. Krummafilms. 25 mín. Ísland 2009. SÆBJÖRN VALDIMARSSON KVIKMYND Bobby Paunescu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.