Morgunblaðið - 20.09.2009, Síða 55

Morgunblaðið - 20.09.2009, Síða 55
Menning 55 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. SEPTEMBER 2009 KVIKMYNDIN Stúlkan sem lék sér að eldinum, sem byggð er á sam- nefndri bók eftir Stieg Larsson í sk. Millennium-þríleik, er lakari en fyrsta myndin í þríleiknum, Karlar sem hata konur, að því er fram kem- ur í dagblaðinu Politiken. Í þrí- leiknum segir af rannsóknarblaða- manninum Mikael Blomkvist og hinni bráðsnjöllu Lisbeth Salander sem getur hakkað sig inn í hvaða tölvu sem er. Saman leysa þau hin dularfyllstu glæpamál. Framleiðendur kvikmyndarinnar fóru fram á það við danska fjölmiðla að þeir skrifuðu enga gagnrýni um myndina fram að frumsýningu, þó svo búið væri að halda margar for- sýningar á henni tíu daga þar á und- an með gríðarlegri aðsókn. Kvikmyndagagnrýnandi Politiken hefur kveðið upp sinn dóm, segir Stúlkuna sem lék sér að eldinum ósvikinn krimma og mikið lagt í framleiðsluna en í samanburði við fyrstu myndina vanti eitthvað upp á, myndin hefji sig ekki upp yfir hina stöðluðu krimmaformúlu. Mynd númer tvö sé ekki eins öflug og dramatísk og sú fyrsta. Hún gefur myndinni þó fjórar stjörnur af sex mögulegum. Þeir sem vilji sjá æsi- lega bílaeltingaleiki, ástaratlot tveggja kvenna og hefnd fái sinn skammt. Kvikmyndin var frumsýnd í gær í Danmörku og segir Politiken gagn- rýni annarra blaða í samræmi við sína. Ekstra bladet telur myndina lakari en þá fyrstu en er þó sátt; Kristeligt Dagblad (Dagblað krist- inna?) segir upplifunina svipaða því að fá jólapakka sem maður veit hvað inniheldur. Christian Monggaard í Information er afar ósáttur og kallar myndina „uppblásna sjónvarps- mynd“ og kollegi hans á MetroX- press/Cinemazones, Jacob Ludvig- sen, segir myndina mun lakari en þá fyrstu. Hvað sem þessum dómum líður verður aðsóknin án efa góð í Dan- mörku, líkt og hún hefur verið hing- að til, og engin ástæða til að búast við öðru en góðri aðsókn hér á landi. helgisnaer@mbl.is Önnur myndin lakari en sú fyrsta Stúlkan Noomi Rapace í hlutverki Salander. Fyrsta myndin þykir góð, önnur lök. Hvað ætli verði þá með þá þriðju? Framhald hinnar vinsælu Karlar sem hata konur fær misjafnar undirtektir JÆJA, sjöunda plata hinnar mik- ilhæfu sveitar Jeff Tweedy, Wilco, heggur nokkurn veginn í sama kné- runn og sú síðasta, Sky Blue Sky. Þar gíruðu menn sig niður í væru- kæran, dægiljúf- an og eiginlega flauelsmjúkan gír, þar sem áhlýðilegheit voru tekin fram yfir þá súrrandi tilraunastarfsemi sem einkenndi plöturnar tvær á und- an. Plata sú skipti aðdáendahópnum upp og persónulega var ég svona sæmilega hrifinn, svo ekki sé nú meira sagt. Mér líður eins með þessa plötu. Þetta er of rennislétt fyrir minn smekk, það er öllu haldið til haga og allt það en það vantar meira „mojo“ eins og Austin Powers myndi orða það. Manni finnst hreinlega eins og það sé ekki verið að nýta alla þá krafta sem þessi eðalsveit býr yf- ir til fulls. Hápunktar eru hið undurfagra „You and I“, þar sem Tweedy og Feist syngja samsöng, og svo „Bull Black Nova“, súrkálsrokkandi stemma og eina lagið sem fer í smá skógarferð út fyrir hið hefðbundna lagaform sem Wilco hjakka annars í að mestu á þessari blessuðu plötu. Það er dálítið skringilegt að skrifa svona dóm, því að ég er ekki í nokkr- um vafa um að Wilco sé besta hljóm- sveit í heimi nú um stundir. Þannig að, hér höfum við að sjálfsögðu stór- kostlega plötu í höndunum. Stór- kostlega plötu – sem er samt líka pínu leiðinleg. Arnar Eggert Thoroddsen Pabbarokk Wilco – Wilco (The Album) 

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.