Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 36
36 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 Elsku amma hefur nú skyndilega kvatt þennan heim. Amma var dugleg, hraust og jákvæð kona sem við litum mjög upp til. Amma tók ávallt á móti okkur með faðmlagi og bros á vör og það var alltaf gott að koma heim til ömmu og afa á Móaflöt- ina. Það var alltaf svo gaman á sunnu- dögum þegar farið var í vöfflukaffi á Móaflöt enda gerði amma bestu vöffl- urnar. Við eigum margar góðar minning- ar með ömmu. Allar skemmtilegu gönguferðirnar í náttúrunni, heim- sóknirnar í H-búðina, jólaboðin á jóladag þar sem boðið var uppá ljúf- fengt hangikjöt með öllu tilheyrandi. Fóstbræðratónleikarnir sem þú fórst með okkur á, allt frá unga aldri, til að hlusta á afa syngja, sem hefur eflaust ýtt undir þann mikla áhuga sem við systkinin höfum á tónlist. Amma hafði alveg einstakt lag á okkur þegar við vorum lítil og frekjan tók völdin. Þá lét hún okkur blása púkanum útum bréfalúguna, því ekki var annað í boði en að vera í góðu skapi heima hjá ömmu. Frekjan og þrjóskan hvarf eins og dögg fyrir sólu. Við elskum þig af öllu hjarta og minningarnar um þig munu lifa með okkur alla tíð. Hvíldu í friði elsku amma og við biðjum góðan Guð að vernda afa og vaka yfir honum. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir.) Þín barnabörn og barnabarnabarn, Ragnheiður, Sóley, Bjarki Þór og Aron Snær. Kveðja frá bræðrum Hver dugar þér í dauðans stríði er duga ei lengur mannleg ráð þá horfin er þér heimsins prýði en hugann nístir angur og kvíði hvað dugir nema Drottins náð. (Grímur Thomsen.) Herdís systir er látin. Þessi dug- mikla, hrausta og heilbrigða kona var skyndilega flutt á sjúkrahús með heilablæðingu og lést þar 2 dögum síðar. Herdís var næst yngst af okkur fjórum systkinunum, fædd 1935. Hún var alltaf ákveðin og vissi hvað hún Herdís Hergeirsdóttir ✝ Herdís Hergeirs-dóttir fæddist í Reykjavík 21. mars 1935. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 26. sept. 2009. Útför Herdísar fór fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 7. október. Meira: mbl.is/minningar vildi. Hún lét ekki ást- ina ganga sér úr greip- um þegar hún kynntist eiginmanninum Einari Ágústssyni. Það reyndist mikið gæfu- spor fyrir þau bæði, sem staðfestist í meira en hálfrar aldar ham- ingjuríku hjónabandi, þar sem 5 synir og tengdadætur, 13 barnabörn og 2 barna- barnabörn gerðu lífið innihaldsríkt og far- sælt. Í ágústmánuði heimsóttum við bræðurnir Herdísi og Einar á heimili þeirra í Garðabænum. Herdís bauð upp á kaffi og pönnukökur í glerskál- anum við húsið. Við röbbuðum saman í sumarblíðunni og nutum veiting- anna í blómum skeyttum skálanum. Þau horfðu bjartsýn fram á veginn og nutu lífsins í margskonar félags- starfsemi þar sem þau voru virkir þátttakendur. Þau nýttu einnig tím- ann vel í að græða upp sumarbú- staðaland sem þau höfðu nýlega eign- ast. Húsmóðurstarfið gat verið eril- samt en hjá samrýmdri fjölskyldu fylgdi því mikil gleði og ánægja. Margar fjölskylduhátíðir voru haldn- ar á heimilinu í Garðabænum þar sem amman var í aðalhlutverkinu og naut hún þess að vera í gestgjafi og stjana við barnabörnin. Skyndilegt andlát Herdísar er óbætanlegt áfall fyrir Einar, synina og fjölskyldur þeirra með öll ömmubörnin. En þó sorgin sé erfið og sár er líkn lækning hinna hrjáðu. Við bræðurnir þökkum systur okk- ar fyrir samfylgdina gegnum lífið og vottum Einari, sonum hans, tengda- dætrum, barnabörnum og venslafólki okkar innilegustu samúð. Valdimar, Haukur, Elías. Við andlátsfregn þína, allt stöðvast í tímans ranni. Og sorgin mig grípur, en segja ég vil með sanni, að ósk mín um bata þinn, tjáð var í bænunum mínum, en Guð vildi fá þig, og hafa með englunum sínum. Við getum ei breytt því sem frelsarinn hefur að segja. Um hver fær að lifa, og hver á svo næstur að deyja. Þau örlög sem við höfum hlotið, það verður að skilja. Svo auðmjúk og hljóð, við lútum að frelsarans vilja. Þó sorgin sé sár, og erfitt er við hana að una. Við verðum að skilja, og alltaf við verðum að muna, að Guð hann er góður, og veit hvað er best fyrir sína. Því treysti ég nú, að hann geymi vel sálina þína. Þótt farin þú sért, og horfin ert burt þessum heimi. Ég minningu þína, þá ávallt í hjarta mér geymi. Ástvini þína, ég bið síðan Guð minn að styðja, og þerra burt tárin, ég ætíð skal fyrir þeim biðja. (Bryndís Halldóra Jónsdóttir.) Sorgin birtist – stundum með fyr- irvara – stundum snögglega, en alltaf jafn óvænt. Fréttin um andlát Her- dísar kom okkur hjónum vissulega á óvart og án fyrirvara. Við höfum þekkt Herdísi og Einar óslitið í hálfa öld. Þessi samfylgd mun aldrei gleym- ast og skal nú þökkuð um leið og við kveðjum Herdísi og biðjum Guð að geyma sál hennar um alla eilífð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Einar, kæri vinur, synir og fjöl- skyldur þeirra. Innilegar samúðar- kveðjur, Guð styrki ykkur í sorginni. Helga, Garðar og fjölskyldur. Aldrei hefði mér dottið í hug að ég ætti eftir að kveðja þig hinstu kveðju, Herdís mín, þú sem varst svo hraust, blést aldrei úr nös hvort sem þú varst í sundi eða á göngu. Fyrir nokkrum árum þegar ég flutti aftur í Garðabæinn var ég svo lánsöm að kynnast ykkur hjónum á námskeiði í bridge. Þú varst að taka þín fyrstu skref í þeirri íþrótt en ekki leið ekki á löngu þar til þú varst búin að ná okkar hinum. Ég þakka þér fyrir margar góðar stundir, ég á eftir að sakna þín. Ég sendi Einari, börnum og fjölskyldu mínar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning þín. Þín vinkona, Greta Ingólfsdóttir. Ein öflugasta konan í hópi Fóst- bræðrakvenna kvaddi þennan heim snöggt og óvænt. Eftir stutt veikindi, þar sem engu varð bjargað, kvaddi þessi lífsglaða og fallega kona þennan heim. Slíkt högg hittir eiginmann og fjölskyldu mest en einnig okkur fé- lagana í karlakórnum Fóstbræðrum og maka okkar. Herdís var nátengd kórnum í rúma fimm áratugi og segir það sitt um tryggð hennar og vináttu við félagið. Á þeim tíma þegar Fóst- bræður voru að koma upp húsi yfir starfsemi sína voru þau hjón mikil- virk og lögðu þungt lóð á vogarskál- arnar. Herdís tók þátt í skemmtunum félagsins og, sem kunnugt er, þá lögðu þær Fóstbræðrakonur ríflegan skerf af mörkum við uppbygginguna. Á þessum stundum eru orðin mátt- laus og ná ekki því sem þeim er ætlað að gera en segja má að um góða konu þurfi fá orð. Karlakórinn Fóstbræður þakkar Herdísi áratugalanga tryggð og vin- áttu. Við þig Einar, kæri vinur, viljum við bræðurnir láta þig vita að við hugsum til þín og við vonum að litla ljósið sem við færðum þér megi lýsa inn í vaxandi skammdegið þar til birt- ir á ný. Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voðasker. nú birtir senn. (Matthías Jochumsson.) Fjölskyldu Herdísar og öllum að- standendum sendum við hugheilar samúaðarkveðjur. Fyrir hönd karlakórsins Fóst- bræðra, Gunnlaugur V. Snævarr, formaður. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þín barnabörn, Hilmar Örn og Herdís. HINSTA KVEÐJA Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minn- ingargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað get- ur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að út- för hefur farið fram, eftir tiltekinn skilafrests eða ef útförin hefur ver- ið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefn- um, www.mbl.is/minningar. Æviá- grip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefn- um. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengd- armörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar ✝ Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN ÁRNASON, Suðurbyggð 1, Akureyri, lést sunnudaginn 4. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Mæðrastyrksnefnd á Akureyri, 0302-13-175063, kennitala 460577-0209. Þórarinn Stefánsson, Sigurbjörg Jónsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Yngvar Björshol, Gunnhildur Stefánsdóttir, Árni Björn Stefánsson, Árni Stefánsson, Herdís Klausen, Páll Stefánsson, Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir, Ágúst Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, KRISTMUNDAR FINNBOGASONAR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og heimahlynningar Landspítalans fyrir frábæra umönnun og stuðning. Jóhanna Daðey Kristmundsdóttir, Lárus Grímsson, Pálmar Kristmundsson, Sigríður Hermannsdóttir, Ágústa Kristmundsdóttir, Örn Bjarnason, Hafdís Bára Kristmundsdóttir, Þórir Ingibergsson, Guðmundur Kristmundsson, Kristín Sördal, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÞÓRDÍS BRYNJÓLFSDÓTTIR, Dúlla, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 6. október. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 23. október kl. 13.30. Dröfn Þórarinsdóttir, Sigurður B. Friðriksson, Þórunn Sigríður Sigurðardóttir, Sigurður Pálsson, Friðrik Sigurðsson, Guðbjörg Anna Jónsdóttir, Þórdís Rósa Sigurðardóttir, Rósberg Óttarsson, Eva Dögg Sigurðardóttir, Hákon Melstad Jónsson, Sigurður Grétar Sigurðsson, Harpa Dögg Sigurðardóttir, Þórarinn Jakob Þórisson, Maren Óla Hjaltadóttir, Hanna Bryndís Þórisdóttir, Gunnar Eysteinsson, Brynjar Davíðsson, Gréta Björk Halldórsdóttir, Sigurður Heiðar Davíðsson, Sylvía Dögg Tómasdóttir og langömmubörnin stór og smá. ✝ Útför ástkærs eiginmanns míns og föður okkar, FRIÐRIKS ÁRNA KRISTJÁNSSONAR, Túngötu 23, Tálknafirði, fer fram frá Tálknafjarðarkirkju laugardaginn 10. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Bíldudalskirkjugarði. Nanna Júlíusdóttir, börn og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eiginmanns míns og föður, SIGURÞÓRS SIGURÐSSONAR, Skriðustekk 17, Reykjavík. Þökkum einnig heimahjúkrun Breiðholti og starfs- fólki á deild K-2 á Landspítala Landakoti. Hallveig Ólafsdóttir og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.