Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 19
Fréttir 19INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsveit | „Það var gaman að lemja í steinana og prófa áhöldin. Svo var gaman að fræðast um það hvernig fornmenn unnu verkin sín.“ Þetta sagði Jóel Ævar Matchett nemandi í 10.bekk Litlulaugaskóla í Reykjadal en hann ásamt samnem- endum sínum var í Fornleifaskóla barnanna um helgina þar sem margt var á döfinni en steináhalda- gerð var meginþema dagsins. „Mér fannst mest gaman að tálga í viðinn en eiginlega var þetta allt mjög skemmtilegt og fræðandi,“ sagði Jó- el og var ánægður með vinnu dags- ins. Steináhaldagerð er ætlað að færa nemendur nær fornum vinnuaðferð- um og með því að prófa áhöldin eftir að þau eru tilbúin sést virkni þeirra og þá er hægt að bera þau saman við nútímaáhöld. Krakkarnir bjuggu til skurðaráhöld, undir leiðsögn fornleifafræðinga, sem þau notuðu m.a. til þess að flysja og tálga. Þau eyddu fyrst tíma í sjálfa stein- áhaldagerðina og var mest unnið með hrafntinnu. Síðan var tálgað í tré, tálgað í bein, flysjaðar gulrætur með steinhníf og pappír skorinn með steinskurðarhníf. Fornleifaskólanum var afhent myndarleg gjöf Það var dr. Sophia Perdiakaris prófessor við Brooklyn College í New York sem fræddi um gerð steináhaldanna og hvaða upplýs- ingar það eru sem má fá með því að rannsaka þau. Þá fræddi Edith Gonsalez Scollard, sem lengi hefur unnið við The Long Island Child- ren’s Museum, um skriflegar heim- ildir og fór yfir mikilvægi skráninga og hvernig almenningur getur tekið þátt í þeim. Að lokum fræddi A. Reginald Murpy fornleifafræðingur frá Antígva og Barbúda í Karabíska hafinu um starf fornleifafræðinga þar og þátttöku barna í ýmsum verkefnum sem tengjast fornleifa- fræði. Fornleifafræðingarnir voru með vinnustofu í Litlulaugaskóla bæði laugardag og sunnudag og þeim til aðstoðar voru Þóra Pétursdóttir fornleifafræðingur og Sif Jóhannes- dóttir þjóðfræðingur. Seinni daginn mættu yngri nemendur skólans þar sem þau fengu m.a. að greina í sundur bein smádýra og spreyta sig á því að skrifa með fjöðrum. Þá vakti mikla hrifningu þegar Dr. Sophia afhenti skólanum tækjabún- að frá henni og Thomas Mc Govern fornleifafræðingi með styrk frá bandaríska vísindasjóðnum, sem samanstóð af sex gps-handtækjum, sex myndavélum og einni vídeóvél. Tæki þessi eiga að nýtast m.a. við skráning á örnefnum og varðveita staðstetningu þeirra einnig við að mæla og mynda tóftir og aðra bú- setuminjar. Fyrir þetta fengu þau miklar þakkir. Það er gaman að búa til steináhöld Vinnustofa hjá Fornleifaskóla barnanna Morgunblaðið/Atli Vigfússon Nemandi Jóel Ævar Matchett var ánægður í vinnustofu Fornleifaskólans. Hann er nemandi í Litlulaugaskóla. Í HNOTSKURN »Fornleifaskóli barnannavar stofnaður vorið 2007 með það að markmiði að efla þekkingu og áhuga grunn- skólabarna á fornleifum og menningarminjum. »Fornleifaskólinn er starf-ræktur í nánu samstarfi við Litlulaugaskóla í Reykja- dal og hefur fornleifafræðin verið tvinnuð inn í kennsluna. »Nemendur hafa kynnstgrunnstefjum í manna- og dýrabeinafræði og auk þess útbúið kuml á skólalóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.