Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
✝ Þórir Daníelssonfæddist á Kollu-
fossi í Miðfirði í V-
Húnavatnssýslu 8.
nóvember 1917. Hann
lést á Landspít-
alanum 30. september
2009. Foreldrar hans
voru Daníel Jón-
atansson, bóndi á
Bjargshóli í Miðfirði,
f. 22. nóvember 1860,
d. 4. maí 1941, og
Ágústa Jónatans-
dóttir, f. 1. ágúst
1886, d. 19. apríl
1947. Þórir átti tíu systkini: Elín, f.
1908, d. 1994, Helga, f. 1910, d.
2005, Jónatan Samson, f. 1911, d.
1993, Sigurður, f. 1912, d. 1973,
Ingibjörg, f. 1914, d. 1981, Sak-
arías, f. 1915, d. 1982, Hreggviður,
f. 1916, d. 2004, Sigfús Ragnar, f.
1920, d. 2009, Einar, f. 1921, og
Daníel, f. 1923, d. 1997. Árið 1949
kvæntist Þórir Guðmundu Alexand-
ersdóttur, f. 11. mars 1926, d. 17.
Þresti Jóni Sigurðssyni, f. 3. júlí
1973, börn þeirra eru Sigurður Við-
ar, f. 27. ágúst 2004, og Tinna Kar-
ítas, f. 10.7. 2009, Alexander, f. 16.
apríl 1986. 4) Alexander Björgvin,
f. 2. janúar 1960, maki var Oddný
Guðmundsdóttir, f. 11. júlí 1959,
þau skildu. Börn þeirra eru Stefán
Arnar, f. 24. maí 1992, og Hildur, f.
21. janúar 1996.
Þórir fór í héraðsskólann í Reyk-
holti veturinn 1937-1938. Þórir og
Guðmunda stofnuðu heimili að
Laufásvegi 60 árið 1948. Þaðan
fluttust þau að Bústaðavegi 85 og
bjuggu þar til árins 1959. Þá flutt-
ust þau í Kópavog, fyrst að Álfhóls-
vegi 67 þar sem þau bjuggu í rúm
36 ár. Árið 1996 fluttu þau að Gull-
smára 9 og bjó Þórir þar til ársins
2005. Þá flutti hann að Skjólbraut
1a þar sem hann bjó til æviloka.
Þórir bjó í Kópavogi í 50 ár. Þórir
starfaði lengst af hjá Mjólkursam-
sölunni eða frá 1951 til 1980. Hann
starfaði svo hjá Snælandsskóla frá
1982 til 1986.
Útför Þóris fer fram frá Digra-
neskirkju í dag, 9. október og hefst
athöfnin kl. 13.
Meira: mbl.is/minningar
október 1999. Þau
eignuðust fjögur
börn. Þau eru: 1) Mar-
grét Berta, f. 2. júlí
1949, maki Magnús
Jónsson, f. 19. febrúar
1948. Börn þeirra eru
Þórir, f. 8. júlí 1971,
kvæntur Áslaugu
Jónasdóttur, f. 26.
nóvember 1968. Börn
þeirra eru Margrét
Vala, f. 29. júní 1998
og Jónas, f. 12. febr-
úar 2002, Kristjana, f.
18. desember 1973,
Jón Bjarni og Jón Birgir, f. 6. maí
1980. 2) Daníel Ágúst, f. 24. ágúst
1951, maki var Guðrún Jónasdóttir,
f. 6. nóvember 1948, þau skildu.
Börn þeirra eru Auður, f. 14. maí
1975, Þórir, f. 28. desember 1979,
og Daníel Þór, f. 11. september
1983. 3) Helgi, f. 1. júní 1953, maki
Ingibjörg Þorkelsdóttir, f. 30. ágúst
1958. Börn þeirra eru Kolbrún Pál-
ína, f. 9. maí 1980, í sambúð með
Elsku pabbi,
Nú ert þú búinn að fá hvíldina
sem þú varst búinn að biðja svo
lengi um. Síðustu orðin þín voru að
þig langaði til að fara heim. Þangað
ert þú kominn núna.
Þú varst ekki bara dásamlegur
pabbi heldur líka félagi og vinur.
Margar góðar minningar hlaðast
upp. Þú varst þessi yndislegi pabbi
sem maður gat alltaf leitað til. Þú
varst besta fyrirmyndin sem maður
gat hugsað sér. Minningarnar frá
því þú byrjaðir að byggja á Álfhóls-
veginum en þá fórum við Helgi oft
dagsferðir yfir dalinn til að fá fylgj-
ast með. Það voru ófáir dagarnir
sem þú komst og dvaldir hjá mér er
ég veiktist fyrst. Fyrsta ferðin ykk-
ar mömmu erlendis var þegar þið
komuð í heimsókn til okkar Guð-
rúnar á Spáni. Þú þurftir að sjá svo
margt. Þið mamma fóruð til Mar-
okkó og til Granada. Margar ferð-
ina fórum við saman.
Ferðin okkar til Mexíkó var
ógleymanleg. Þig langaði að sjá
Kyrrahafið. Þú heillaðist af þessu
lífsglaða fólki og dáðist af tónlistinni
og matargerð þess. Þú varst svo fé-
lagslyndur. Það var ekki liðinn
fyrsti dagurinn áður en þú hafðir
spjallað við alla okkar ferðafélaga.
Næsta ferðin okkar var inn á Sa-
hara. Það var líka ógleymanleg ferð
en ekki heillaði matargerðin þeirra
innfæddu okkur. Við komum seint
um kvöld í þorp eitt og fengum
kjötrétt á okkar borð. Þetta var
versta máltíð sem við höfum smakk-
að en þetta voru úlfaldaleggir, ól-
seigir og bragðvondir, svo það voru
svangir feðgar sem gengu til hvílu
þetta kvöldið.
Fleiri ferðir fórum við saman,
bæði til Majorka og Kanarí. Það
voru forréttindi að fá ferðast svona
mikið með þér. Þú varst svo vel les-
inn að það var alveg sama hvar við
vorum. Hvort það var í Mexíkó eða
Sahara, þú hafðir frá svo mörgu að
segja.
Þú reyndist líka börnunum mín-
um, þeim Auði, Þóri og Daníel Þór
góður afi og Guðrúnu góður tengda-
faðir.
Ég á eftir að sakna þín mikið. En
allar þessar ljúfu minningar eiga
eftir að hjálpa mér.
Síðustu árin bjó pabbi á Skjól-
brautinni 1.
Alveg frá fyrsta degi fannst
pabba það vera heimili sitt og vil ég
þakka Helgu, Hrafnhildi og þeirra
góða starfsfólki fyrir það hlýja við-
mót sem þið sýnduð pabba.
Þinn sonur,
Daníel.
Elsku pabbi.
Það er erfitt að kveðja þig. Þú
kenndir mér svo margt og gerðir
það með góðu fordæmi. Eitt af því
sem ég lærði af þér var að hafa
framtíðarsýn. Þú byggðir æsku-
heimilið okkar á Álfhólsveginum af
ótrúlegum dugnaði. Þú fórst eftir
langan vinnudag til að vinna við
húsið á kvöldin og um helgar. Þú
sýndir okkur hvernig með þraut-
seigju, vinnusemi og framtíðarsýn
hægt er að ná árangri við erfiðar
aðstæður.
Það sama á við um Bjargshólsl-
und, minningarland um foreldra
þína norður í Miðfirði, á þínum
æskuslóðum. Þegar verið var að
skipuleggja landið, sem var lítið
annað en móar og melar, þá vantaði
nafn á það. Þú komst með tillögu
um nafnið Bjargshólslundur. Þeir
voru til sem töldu varla mögulegt að
rækta skóg þarna. Þá fórst þú á
undan og byrjaðir með þinn eiginn
skógarlund sem þú ræktaðir af mik-
illi elju. Þú naust þess svo að planta
trjám og vinna við gróðurinn fyrir
norðan. Innan fárra ára sást á þín-
um lundi að það var vel hægt að
rækta skóg þarna. Þegar þú komst
með tillögu um nafnið Bjargshólsl-
undur þá varstu ekki að horfa á
landið eins og það var heldur eins
og það yrði eftir einhverja áratugi.
Nú, um tveimur áratugum síðar, þá
er kominn þarna fallegur skógar-
lundur, svo fallegur að eftir er tek-
ið. Þú sást þetta fyrir og áttir mik-
inn þátt í að gera þetta að
veruleika. Bjargshólslundur stend-
ur því undir nafni í dag.
Þú fórst norður með mér í síðasta
skipti einn fallegan dag í ágúst,
2007. Þú skoðaðir lundinn þinn og
landið allt. Þú komst líka við í
kirkjugarðinum á Melstað þar sem
foreldrar þínir, Helga og Hreggi
hvíla. Þú vissir að þetta yrði síðasta
ferðin þín norður því þú áttir orðið
eriftt með að sitja lengi í bíl.
Þegar við töluðum saman þá
gleymdi ég því iðulega hvað þú
varst orðinn gamall. Þú sýndir mér
fram á að aldur er afstæður. Þeir
sem umgengust þig höfðu orð á
þessu. Með því að vera alltaf að,
hafa eitthvað skemmtilegt og gef-
andi fyrir stafni þá er hægt að vera
ungur í anda svo lengi. Þú áttir ekki
kost á langskólanámi eins og þú
hefðir svo gjarnan viljað. Þú bættir
þér það upp með því að viða stöðugt
að þér fróðleik. Þú varst sérstak-
lega vel lesinn og vel að þér á svo
mörgum sviðum. Það leið varla sá
dagur að þú tækir þér ekki bók í
hönd. Enda var bókasafnið á Álf-
hólsveginum stórt.
Þú hefur alltaf stutt mig í því sem
ég hef tekið mér fyrir hendur. Það
gladdi þig að ég skyldi fara í lang-
skólanám og þú studdir mig í því.
Þú og mamma heimsóttuð okkur
Oddnýju út til Bandaríkjanna. Þú
fylgdist líka með öllum barnabörn-
unum og barnabarnabörnunum.
Stefán Arnar og Hildur fóru stolt
með einkunnir sínar til þín. Þú
sýndir þeim og því sem þau tóku
sér fyrir hendur svo mikinn áhuga.
Þau eiga fallegar minningar um
yndislegan og kærleiksríkan afa.
Þau eiga eftir að sakna þín mikið.
Þú varst ekki bara góður faðir held-
ur vinur líka. Þú hefur alltaf verið
til staðar fyrir mig og fyrir það er
ég afar þakklátur. Ég á eftir að
sakna þín mikið.
„... og bænar bið ég þér,
að ávallt geymi þig
Guð í hendi sér.
(Þýð. Bjarni Stefán Konráðsson.)
Þinn sonur,
Alexander.
Ég kveð afa minn í dag.
Eftir standa óteljandi minningar
um góðan mann. Ég og Þórir bróðir
gistum ósjaldan í rauða sófanum á
Álfhólsveginum. Við nutum þess að
vera umvafin ást og hlýju ömmu og
afa. Amma var húsmóðir fram í
fingurgómana og saman sáu þau til
þess að okkur skorti ekkert.
Afi var traustur og ekki fór á
milli mála að honum þótti vænt um
skottuna sína. Það var sérstaklega
ánægjulegt fyrir mig að fá afa í
heimsókn til Kaupmannahafnar
þegar ég bjó þar fyrir nokkrum ár-
um. Hann naut þess að skoða sig
um í borg sem hann hafði lesið um í
fleiri áratugi en aldrei látið verða af
því að heimsækja. Á ferðum okkar
um borgin fræddi hann mig um
sögu borgarinnar og sagði mér sög-
ur um Íslendinga í Kaupmannahöfn.
Afi var víðlesinn með eindæmum
og mikill áhugamaður um góðar
bókmenntir og ljóðlist. Elsku afi
minn, hvíl í friði og kærleik.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Kristjana
Magnúsdóttir.
Þórir Daníelsson
✝ Árni Þorkelssonfæddist í Reykja-
vík 27. desember
1942. Hann lést á
Hrafnistu í Hafn-
arfirði 30. september
sl.
Foreldrar hans
voru Þorkell Lúðvík
Ingvarsson, f. 23.
ágúst 1905, d. 16. júlí
1987, og Sigríður
Svava Árnadóttir, f.
7. febrúar 1906, d. 15.
nóvember 1963.
Árni kvæntist El-
ínu Nóadóttur 4. júlí 1964, þau
skildu. Dóttir þeirra er Svava
Árnadóttir, f. 3. mars 1961, maki
Hjálmur Nordal, f. 5. desember
1959, þau skildu. Synir þeirra eru
Þorkell, f. 31. mars 1992, og Jón, f.
Árni gekk í Austurbæjarskólann
og lagði svo leið sína í Verknáms-
skólann og þaðan í Iðnskólann í
Reykjavík þar sem hann lærði út-
varpsvirkjun, hann útskrifaðist
1965.
Árni var á samning hjá Hljómi en
seinna meir stofnuðu hann og
Sveinn Jónsson fyrirtækið Radíó-
stofuna (1964-1980). Þegar Árni
hætti þeim rekstri vann hann um
tíma við störf hjá heildverslun A.J.
Bertelsen. Þaðan fór hann svo til
Tollstjórans í Reykjavík þar sem
hann starfaði meðan heilsan leyfði.
Árni bjó lengst af í Reykjavík, en
flutti til Hafnarfjarðar 1988. Þegar
heilsu hans fór verulega að hraka
fluttist hann á Hrafnistu í Hafn-
arfirði, hjúkrunardeild 2B, þar sem
hann naut yndislegrar virðingar og
umönnunar síðustu æviárin.
Jarðarför Árna fer fram frá Frí-
kirkjunni í Hafnarfirði í dag, föstu-
daginn 9. október, og hefst athöfn-
in kl. 13.
28. febrúar 1995.
Seinni kona Árna
er Kolbrún Kristín
Jóhannsdóttir, f. 12.
júlí 1951, Þau gengu í
hjónaband 25. ágúst
1990. Börn Kolbrúnar
eru 1. Örn Hrafnkels-
son, maki Þórunn
Njálsdóttir, börn
þeirra eru Örlygur
Sturla og Melkorka
Assa. 2. Haraldur
Logi, unnusta Drífa
Kristjánsdóttir, börn
Haraldar eru Guðjón
Logi, Salma Björk og Ragnheiður
Kolbrún, dóttir Drífu er Sara Jas-
mín. 3. Eva Dóra Kolbrúnardóttir
maki Anton Ingibjartur Antonsson,
dætur þeirra eru Kolbrún Kristín
og Lovísa Björt.
Elsku pabbi.
Það er mjög skrýtið að setjast nið-
ur og ætla að skrifa um þig minning-
arorð. Þú sem varst nú ekki svo
miklu eldri en ég. Orð mega sín svo
lítils á svona stundum. Minningarn-
ar hrannast upp í huga manns og
erfitt að vita hvar á að byrja. Ég var
einkadóttir þín og eina barnabarna
Þorkels afa. það var nú ekki leið-
inlegt að vera prinsessan ykkar.
Þegar ég var lítil stelpa fannst
mér eins og þið tveir, karlarnir í
mínu lífi, væruð eilífir en ég veit að
svo er ekki. Nú eruð þið afi báðir
farnir og hafið örugglega hitt hvor
annan. Ég hef enn tvo karlmenn mér
við hlið sem eru barnabörnin þín tvö,
Þorkell og Jón.
Elsku pabbi minn. Þín verður sárt
saknað en góðar minningar um þig
sem pabba er það sem situr eftir
þegar minningabókinni er flett. Guð
geymi þig og varðveiti. Ég veit að
englarnir munu passa þig vel.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson.)
Þín dóttir,
Svava.
Látinn er æskuvinur minn og fé-
lagi Árni Þorkelsson. Í nokkrum
orðum langar mig til að minnast
hans og þakka fyrir þau forréttindi
að hafa kynnst Árna.
Það byrjaði með venjulegum
strákaleikjum á Sjafnargötunni í lok
stríðsins og með forvitni um banda-
ríska kampinn á Skólavörðuholtinu,
leik með alvöru tindátum. Síðan ger-
ist það að við Árni lærum útvarps-
virkjun saman, bæði í Iðnskólanum
og í Hljómi, hjá þeim höfðingjum
Þórmundi og Sigursteini.
Á námstímanum kynntumst við
stelpum, vinkonum úr Skerjafirðin-
um, sem síðan leiddi til hjónabands
hjá okkur báðum. Árni eignaðist vel-
heppnaða einkadóttur, Svövu, með
Ellu sinni, en eignaðist ekki fleiri
börn. Við ferðuðumst saman með
kærustunum okkar tvær svo eftir-
minnilegar ferðir, að enn í dag er ég
undrandi yfir. Ferð á Dodge drossí-
unni hans Kela pabba hans. Við vor-
um 6 manns með allan útilegufar-
angur, mat og aðrar vistir allt í
þessum bíl, á vegunum eins og þeir
voru í þá daga.
Árni var þeim eiginleikum búinn
að vera mikill lífskúnstner og hafa
mikla þekkingu á t.d. landinu okkar.
Við skoðuðum bókstaflega hvern
einasta stað og þekkt kennimerki á
landinu, en þurftum að snúa við á
Höfn þar sem engin brú var komin á
sandana á suðurlandinu. Mér hefur
ekki tekist enn að heimsækja alla
þessa staði aftur þrátt fyrir tíð
ferðalög um landið. Ferðin þessi
stóð í um tvær vikur og ég held að
það hafi rignt allflesta daga ferða-
lagsins, og oftar en ekki bókstaflega
flaut matur og farangur út úr tjöld-
unum, og ekki beint gott að taka
saman hlaða bílinn og leggja í’ann
aftur.
Hin ferðin sem er svo eftirminni-
leg var þegar Árni, Ella og Sigga
konan mín, komu og sóttu mig til
Danmerkur eftir nám mitt þar. Við
ferðuðumst um Danmörk og síðan
England og komum heim með Gull-
fossi frá Edinborg. Víð eigum svo
margar myndir og minningar um
þessa ferð að aldrei gleymist.
Ekki má gleyma hinum frábæru
árlegu ferðum með eldri útvarps-
virkjum hvert einasta haust, en Árni
tók þátt í þeim flestum, allt fram til
þess að veikindi hömluðu honum
þátttöku.
Við Árni stofnuðum í sameiningu
fyrirtækið Radióstofan sem starfaði
að útvarps- og sjónvarpsviðgerðum,
og síðar fyrirtækjaþjónustu á Raf-
eindasviði í áratugi, en Árni fór síð-
an til starfa hjá föður sínum Þorkeli
Ingvarssyni hjá fyrirtækinu AJ Ber-
telsen, og enn síðar fór hann til Toll-
stjórans í Reykjavík, og þar var gott
að leita í smiðju Árna varðandi toll-
flokka á flóknum rafeindabúnaði, og
oft fannst mér eins og hann kynni
heilu Tollskrána utanbókar, og skildi
svo vel eiginleika vöru til tollflokka.
Árni kvæntist aftur henni Kol-
brúnu, Kollu, sem ég held að hafi
verið þvílíkt gæfuspor, og þegar
veikindin sem nú hafa dregið þennan
góða dreng til dauða, var Kolla alveg
einstök í umhyggju og hjálpsemi all-
ar stundir, og meðan hann dvaldist á
Hrafnistu og þurfti mikla þjónustu,
var hún alltaf til taks.
Kolla mín, Svava, fjöldskyldur
ykkar. Ég og Sigga mín vottum ykk-
ur samúð okkar, kærar þakkir fyrir
allt og allt.
Sveinn Þ. Jónsson.
Kveðja frá R.Á.F.
Í 46 ár hefur þessi hópur sem kall-
ar sig „Rafeindavirkjar Á Ferð“
ferðast saman um landið á hverju
hausti. Árni Þorkelsson hefur verið
með í þessum ferðum frá upphafi
þar til hann veiktist alvarlega fyrir
nokkrum árum. Það er kannski um-
hugsunarvert að Árni lést 2 dögum
fyrir síðustu ferð okkar og hefur
örugglega verið með okkur hafi ein-
hver möguleiki verið á því. En nú
hefur vinur okkar og félagi lagt í
sína lengstu og hinstu för. Við sitjum
eftir með ljúfar og góðar minningar
um góðan dreng.
Árni var mikill lífskúnstner, það
var sama hvernig veður eða aðrar
aðstæður voru, Árni dró upp grill og
stórsteikur. Hann vildi alvöru mat-
aráhöld, ekkert pappadrasl, maður
hafði oft á tilfinningunni að upp
kæmu kristalsglös og Mávastell.
Árni tók mikið af myndum og þá
sérstaklega kvikmyndir og seinna
meir var vídeó vélin á fullu. Í öllum
þessum myndum kemur fram þessi
hnitmiðaði húmor og glöggt auga á
myndefninu sem Árni hafði.
Árni lærði útvarpsvirkjun, eins og
það hét þá, hjá viðtækjaverkstæðinu
Hljómi og rak síðan í mörg ár ásamt
félaga sínum Sveini Jónssyni, Radíó-
stofuna hf. Síðust æviárin vann Árni
hjá skrifstofu Tollstjóra.
Við R.Á.F. félagar sendum ætt-
ingjum og vinum Árna okkar inni-
legustu samúðarkveðjur, blessuð sé
minning góðs drengs.
Grétar F. Felixson.
Árni Þorkelsson