Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 1
DAGLEGT LÍF RÚLLAÐ Á RÖMPUM, SVEITT DUBSTEP-PARTÍ, OFMETIÐ SUMAR OG GALLIANO-GLAMÚR F Ö S T U D A G U R 9. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 274. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is Sérblað um tísku og föðrun fylgir Morgunblaðinu í dag Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is NOKKUÐ ljóst þykir að Alþingi þurfi aftur að fjalla um Icesave-mál- ið, að sögn Indriða H. Þorlákssonar, aðstoðarmanns fjármálaráðherra. Ekkert liggur þó fyrir um hvernig sú aðkoma þingsins þarf að vera eða hver næstu skref verða í málinu. Hvorki ríkisstjórnin, þingmenn ríkisstjórnarflokkanna né stjórnar- andstaðan hafa fengið skýrslu um ferð Steingríms J. Sigfússonar til Tyrklands, þar sem hann fundaði með lykilpersónum frá Alþjóðagjald- eyrissjóðnum og í Icesave-málinu, auk þess að hitta fólk frá alþjóð- legum lánshæfismatsfyrirtækjum. Helst er á Indriða að skilja að árang- ur ferðarinnar liggi í því að viðmæl- endur ráðherrans þar úti hafi öðlast betri skilning á afstöðu Íslendinga og þróun efnahagsmálanna hér á landi og mikilvægi þess að áætlun AGS haldi áfram. Umboð til formanna stendur Staðan er einfaldlega sú, að sögn þingflokksformanna VG og Samfylk- ingar, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur og Björgvins G. Sigurðssonar, að formenn stjórnarflokkanna fengu í síðustu viku umboð til að ræða við Breta og Hollendinga um Icesave- samningana og fyrirvara Alþingis. Það umboð stendur óbreytt og málið hefur ekki breyst neitt frá því áður en Steingrímur fór til Tyrklands.  Nokkuð ljóst | 8 Icesave-mál hafa ekki haggast neitt  Ljóst þykir að Icesave-málið stefnir aftur inn á Alþingi  Óbreytt staða í þingflokkum frá því fyrir Tyrklandsför Í HNOTSKURN »Fundur verður í ríkis-stjórn fyrir hádegi í dag og verður árangurinn af ferð fjármálaráðherra til Tyrk- lands líklega ræddur þar. »Steingrímur hefur tekiðskýrt fram að hann hafi ekki farið neina erindisleysu. HORFT yfir Landeyjahöfn í Bakkafjöru, Vestmannaeyjar í baksýn. Höfnin er ætluð fyrir nýja Vestmannaeyjaferju og á að verða tilbúin á næsta ári. Hátt í 50 starfsmenn Suðurverks undan áætlun. Samið var við Landgræðsluna um uppgræðslu á svörtum sandinum, græddir verða upp hátt í 600 hektarar og verður kostnaðurinn um 300 milljónir. munu í vetur vinna á dagvöktum við höfnina, þegar mest var unnu þar um 110 manns á vöktum allan sólarhringinn. Garð- arnir eru nánast komnir í fulla lengd og verkið er mánuði á HÚMAR HÆGT AÐ KVELDI VIÐ LANDEYJAHÖFN Morgunblaðið/RAX  HUGSANLEGT er að þorskur á Bretlandsmiðum muni leita norður á bóginn í íslensku, norsku og græn- lensku landhelgina vegna hlýnunar hafsins á næstu áratugum. Leiddar eru líkur að þessu í niður- stöðum nýrrar rannsóknar, Hafið umhverfis okkur, sem vísindamenn við Háskólann í bresku Kólumbíu í Kanada unnu að og fjallað er um í nýjasti hefti vísindaritsins Global Change Biology. Rakið er hvernig hlýnun hafsins kunni að leiða til útrýmingar fisk- tegunda á heitari hafsvæðum. Á móti komi að fiskigengd kunni að aukast um tugi prósenta á norð- lægum slóðum fyrir miðja öldina. Spár sem þessar eru háðar mörgum fyrirvörum, m.a. um ástand ein- stakra fiskistofna, samspilið þeirra á milli og fæðuframboðið. Hlýnun hafsins gæti aukið þorskgengd við Ísland Eftir Sigurð Boga Sævarsson og Baldur Arnarson „ÉG SKIL Gylfa mjög vel. Við erum í ömurlegri stöðu. Við kunnum vel að meta hvað verkalýðshreyfingin hefur nálgast samskipti okkar af mikilli ábyrgð í sameiginlegri vinnu okkar við að komast út úr kreppunni,“ segir Vilhjálmur Egilsson, formaður Sam- taka atvinnulífsins, um þá hótun Gylfa Arnbjörnssonar, formanns ASÍ, á þingi Starfsgreinasambands- ins í gær að látið verði sverfa til stáls gangi kjarasamningar ekki eftir. „Það sem við höfum upplifað núna er stórkostlegur vandræðagangur við að koma fjárfestingum af stað,“ segir Vilhjálmur, en hann telur „blasa við“ að fyrirtæki muni ekki geta staðið undir kjarasamningum ef stöðug- leikasáttmáli gengur ekki eftir. | 16 „Við erum í ömurlegri stöðu“ Vilhjálmur Egilsson segir aðgerðaleysi ríkisins tefla kjarasamningum í tvísýnu Gylfi Arnbjörnsson Vilhjálmur Egilsson YOKO Ono, listakona, friðarsinni og ekkja Bítilsins Johns Lennons, segist ekki bera ábyrgð á því að Bítlarnir lögðu upp laupana. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali í Morgunblaðinu í dag. Ono kemur víða við og segist m.a. vel geta hugsað sér að lifa að eilífu. | 42 Morgunblaðið/Kristinn Splundraði ekki Bítlunum ÞINGMENN stjórnarandstöðu gagnrýndu fjár- lagafrumvarpið harðlega í gær og sögðu það unnið í alltof miklum flýti. Ólöf Nordal, Sjálfstæðisflokki, sagðist vonast til að því yrði „snúið á haus“. Um- ræðunni lauk með því að Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði ósanna- gjarnt að þingmenn stjórnarand- stöðunnar, nýkomnir úr góðu sum- arfríi, kvörtuðu yfir að frumvarpið væri ekki lengra á veg komið. Þing- menn bentu m.a. á að mikil óvissa einkenndi það. Steingrímur gat tek- ið undir ýmislegt í þeim efnum og vonaðist til að það fengi góða með- ferð Alþingis. | 14 Tókust á um fjárlög Steingrímur J. Sigfússon Fjárlagafrumvarp sent til nefndar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.