Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 BYGGÐARÁÐ Skagafjarðar lýsir áhyggjum vegna niðurskurðar og skipulagsbreytinga hjá ríkisvaldinu. Í fréttatilkynningu segir að byggða- ráðið hafi fjallað um fjárveitingar til opinberra stofnana í Skagafirði í fjárlagafrumvarpinu. „Byggðaráð lýsir þungum áhyggjum vegna fyr- irhugaðrar skerðingar á fjárfram- lögum til opinberra stofnana í sveit- arfélaginu og fækkunar starfa sem af því mun leiða, án þess að sýnt sé að af því hljótist raunverlegur sparn- aður,“ segir þar. „Er þar sérstaklega átt við kerfisbreytingar er m.a. varða Sýslumannsembættið á Sauð- árkróki og Héraðsdómstól Norður- lands vestra, sem valda aukinni mið- stýringu vegna flutnings stjórnun- arstarfa burt af svæðinu. Lýsa áhyggjum Segja miðstýringu aukast vegna flutnings stjórnunarstarfa burt af landsvæðinu Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is KURR er meðal Íslendinga í Dan- mörku vegna þeirra áforma að leggja niður emb- ætti sendiráðs- prests í Kaup- mannahöfn. „Við erum að vonum slegin yfir þessu,“ segir sr. Þórir Jökull Þorsteins- son, sem gegnir embættinu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu sl. sunnudag þarf Þjóðkirkj- an að skera niður alls 160 milljónir króna á næsta ári. Rætt er um að slá verkefnum á frest og sameina eða leggja niður embætti, þar á meðal embætti sendiráðspresta í Kaupa- mannahöfn og Lundúnum. Síðasta áratug hefur verið í gildi samningur milli Tryggingastofnunar og Sjúkra- trygginga Íslands og Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn um líffæraíg- ræðslur. Fjöldi íslenskra sjúklinga hefur farið til slíkra aðgerða á þess- um tíma. Þessi samningur rennur út um nk. áramót og þess í stað hefur verið samið við Sahlgrenska sjúkra- húsið í Gautaborg. „Einn af tekju- stofnum embættis sendiráðsprests í Kaupmannahöfn hefur verið framlag trygginganna vegna þjónustu við sjúklingana að heiman, sem fellur niður um næstu áramót. „Veikt gengi íslensku krónunnar ræður mestu um niðurskurðará- formin,“ segir Þórir Jökull sem þyk- ir sárt að prestsembættið í Kaup- mannahöfn verði lagt af, enda eigi það sér 45 ára sögu. Á þeim tíma hafi þær þúsundir Íslendinga sem búa í Danmörku vanist því að geta sótt íslenskar guðsþjónustur og fengið aðra prestsþjónustu í sorg og gleði. Á fundi með íslenska söfn- uðinum í Kaupmannahöfn nýverið deildi Karl Sigurbjörnsson biskup því með fólki að ekki stæði til að leggja niður safnaðarnefnd og æski- legt væri að halda úti barnastarfi. Þá væri gott að halda áfram úti söng- hópi, því ekki væri loku fyrir skotið að íslenskur prestur gæti komið að heiman og þjónað á stórhátíðum, þó slík farandþjónusta sé tilskilin leyfi danskra kirkjuyfirvalda, að sögn sr. Þóris Jökuls. Prestsembætti í Köben aflagt Ísendingar í Dan- mörku eru slegnir Morgunblaðið/Sigurður Bogi Kaupmannahöfn Þúsundir Íslend- inga búa í Danaveldi og vilja áfram sinn prest. Þórir Jökull Þorsteinsson Neskaupstaður | Bókasöfn eru til margra hluta nyt- samleg. Hópur kvenna í Neskaupstað kemur nú saman á mánudögum á bókasafninu þar sem þær glugga í prjónabækur hvers konar, prjóna og skiptast á upp- skriftum og hugmyndum. Á meðan mömmur og ömmur prjóna dunda börnin sér í notalegu barnahorni þar sem hægt er að fara í brúðuleikhús, skoða bækur og knúsa mjúk dýr af ýmsum stærðum og gerðum. Með nýjum starfskrafti safnsins hafa orðið margskonar breytingar undanfarið og hafa þær fallið í kramið hjá bæjarbúum. Morgunblaðið/Kristín Ágústs „ÞETTA ER SVO SKEMMTILEGT MUNSTUR“ Prúttsala á girðingaeiningum, húsgögnum, blómapottum og brúm í timbursölu BYKO Breidd. Komdu og gerðu frábær kaup PRÚTT SALA Timbursala BY KO Breidd miðvikudag, fim mtudag, föstud ag og laugarda g EX PO ·w w w .e xp o. is að seljast Allt á Þórshöfn | Eldur kviknaði í bifreið sem stóð inni á verkstæði á Þórshöfn í gær. Bifreiðin er gjörónýt. Mikill reykur og hiti var í húsinu. Reykkafari sá að Hyundai Star bif- reið var alelda inni. Var bíllinn dreg- inn út og vel gekk að slökkva eldinn. Engin slys urðu á fólki en ljóst er að tjónið á verkstæðinu er tilfinnanlegt og skemmdir urðu af völdum hita, reyks og sóts, en ekki var eldur ann- ars staðar en í bílnum. Líklegt er tal- ið að kviknað hafi í út frá rafkerfi bílsins, að sögn lögreglu. Bifreið stóð alelda inni á verkstæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.