Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 STUTT Markmið námskeiðsins er að þjálfa fólk til starfa við bókhaldsstörf. Námið er byggt upp á kennslu í verslunar- reikningi (24 st.), bókhaldi (36 st.) og tölvubókhaldi (48 st.). Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni. Nemendur þurfa að vera orðnir 18 ára og hafa grunnþekkingu á tölvum. OFT ER AUGLÝST EFTIR BÓKARA! Upplýsingar og skráning:544 4500 / www.ntv.is 108 stundir - Verð: 99.000.- Verð fyrir atvinnulausa: 74.250.- Morgunnámskeið byrjar 2. nóvember. Kvöld- og helgarnámskeið byrjar 2. nóvember. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Grunnnám í bókhaldi Hverja hitti Steingrímur J. Sig- fússon á fundi AGS í Istanbúl? Steingrímur hitti meðal annarra þá Alistair Darling, fjármála- ráðherra Bretlands, Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, og Dominique Strauss-Kahn, fram- kvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyr- issjóðsins. Einnig hitti hann Dmitri Pankin, aðstoðarfjármálaráðherra Rúss- lands, og skrifaði undir lánssamn- ing með Jan Vincent Rostowski, fjármálaráðherra Póllands. Hann fundaði einnig með sendinefnd Portúgals á fundinum. S&S FRÉTTASKÝRING Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is EKKI er enn ljóst hvaða skref verða næst stigin í Icesave-málinu, en litlum sögum hefur farið af ár- angri eða þróun mála í ferð Stein- gríms J. Sigfússonar fjármálaráð- herra til Tyrklands. Í gær var helst að skilja á aðstoð- armanni hans, Indriða H. Þorláks- syni, að árangur ferðarinnar lægi í auknum skilningi stjórnenda Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu og þróun mála hér á landi. Hið sama gilti um málsaðila í Icesave-deilunni og sérfræðinga hjá alþjóðlegum lánshæfismatsfyrirtækjum, fundir með þeim hafi aukið skilning þeirra á stöðunni á Íslandi. Alþingi kemur aftur að málum Aðspurður sagði Indriði í gær að nokkuð ljóst þætti nú að Alþingi þyrfti að hafa aðkomu að Icesave- málinu á ný. Hann gat ekki svarað því hversu lengi viðræður við Breta og Hollendinga myndu standa, um fyrirvarana við Icesave-samninginn. Það ætti þó ekki að taka mjög lang- an tíma, enda hefði verið lögð á það þung áhersla á fundum í Instanbúl, ekki síst með hollenska fjármála- ráðherranum Wouter Bos, að málin yrðu kláruð hratt og örugglega. Ekki liggur fyrir á hvaða formi þessi afskipti Alþingis þurfa að vera, hvort frumvarp verður lagt fram eða ekki. Ekki gafst tími til að ræða ferð Steingríms í ríkisstjórn- inni í gær, enda fjárlagafrumvarpið til umræðu á þingi í allan gærdag. Ríkisstjórnarfundur er hins vegar ráðgerður fyrir hádegi í dag og reikna ráðherrar með að skýrsla verði gefin um ferðina þar. Allt óbreytt gagnvart þing- flokkum stjórnarflokkanna Hvað þingflokk VG snertir er staðan í Icesave-málinu algerlega óbreytt. Á miðvikudag í síðustu viku fundaði þingflokkurinn og veitti formanni sínum og fjár- málaráðherra umboð til áframhald- andi viðræðna við Breta og Hol- lendinga, um fyrirvarana við Icesave-samninginn. Þær hafa hald- ið áfram eins og fyrr segir, meðal annars á fundum í Tyrklandi, en ekkert nýtt komið fram. Umboðið frá þingflokknum stendur óhaggað, að sögn formannsins, Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins bíða þingmenn þess með nokkurri óþreyju að eitthvað gerist, ráðherra gefi Alþingi skýrslu um gang viðræðnanna eða nýtt frum- varp verði lagt fram. Sömu sögu er að segja af þing- flokki Samfylkingarinnar. Umboð Jóhönnu Sigurðardóttur til við- ræðna við Breta og Hollendinga stendur óhaggað, að sögn Björgvins G. Sigurðssonar þingflokks- formanns og ekkert hefur breyst í málinu eftir ferð Steingríms til Tyrklands. Morgunblaðið/Ómar Á þingflokksfundi Steingrímur J. Sigfússon var ekki fyrr kominn til landsins á miðvikudag en hann sat fundi fram til miðnættis og mætti svo í Alþingi í gærmorgun. Icesave-málið er hins vegar nokkuð óbreytt frá því hann fór utan. Nokkuð ljóst að Alþingi fjallar aftur um Icesave Formenn stjórnarflokkanna hafa áframhaldandi umboð þingflokk- anna til þess að ræða við Breta og Hollendinga um fyrirvarana við Icesave-samninginn. Allt er óbreytt. Ekkert hefur breyst í þingflokkum stjórnarflokkanna frá því fyrir Tyrklandsförina ENGAR kröfur eru gerðar af hálfu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um að greitt verði strax til baka það lán sem sjóðurinn hefur veitt Íslandi, ef stjórnvöld hér á landi ákveða að slíta samstarfinu. Þetta segir Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS hér á landi, spurð- ur hvað verði um það 830 milljón dollara lán sem sjóðurinn hefur þeg- ar veitt Íslandi, ef svo fer að Íslend- ingar hafni frekari aðstoð. Á núvirði jafngildir þessi upphæð ríflega 100 milljörðum króna. Greiðslan var innt af hendi í nóv- ember á síðasta ári. Hún hefur ekki verið notuð en hefur safnað vöxtum á reikningi hjá bandaríska seðlabank- anum. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur skapast aukinn vilji til þess á Alþingi að endurskoða samstarfið við AGS. Sumir þingmenn vilja hætta samstarfinu alfarið en ólíklegt er talið að meirihluti verði fyrir því. Eru stjórnvöld orðin óþreyjufull vegna þess dráttar sem hefur orðið á endurskoðun á samstarfsáætluninni, sem átti að fara fram í febrúar sl. „Ísland hefur þegar fengið þessa peninga að láni,“ segir Rozwadowski og bendir á að samkvæmt skilmálum lánsins eigi það að endurgreiðast á tímabilinu frá rúmum þremur árum til allt að fimm ára frá því að það var tekið. Hann segir enga aukavexti leggj- ast á endurgreiðsluna ef Íslendingar ákveða að greiða lánið til baka fyrr en kveðið var á um. bjb@mbl.is Ísland þarf ekki að greiða AGS- lán strax til baka Í HNOTSKURN »Íslensk stjórnvöld sömduvið Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn um 2.100 milljón dollara lán á síðasta ári. »Fyrsta greiðsla, 830 millj-ón dollarar, var innt af hendi í nóvember sl. »Önnur greiðsla, 155 millj-ón dollarar, átti að koma í febrúar sl. en hefur ekki skil- að sér enn. Engir aukavextir ef Ísland slítur samstarfi við AGS ÁFORMAÐ er að framkvæmdum við nýbyggingu grunnskóla á Stokks- eyri ljúki um áramót. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er tví- skiptur, kennsla yngri barna verður á Stokkseyri en þeirra eldri á Eyr- arbakka og eru um það bil 80 nem- endur á hvorum stað. „Á Stokkseyri áformum við að kenna nemendum í 1. til 4 bekk,“ segir Sigurður Bjarnason verkefn- isstjóri fræðslumála hjá Sveitarfé- laginu Árborg. Í skólahúsinu nýja, sem er 1.810 fermetrar að flat- armáli, eru fjórar kennslustofur, auk sérgreinastofa, þar á meðal bókasafn sem er bæði fyrir skólann og íbúa í þorpinu. Kostnaður við framkvæmdina er um hálfur millj- arður króna. sbs@mbl.is Byggja nýjan barnaskóla á Stokkseyri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skólahús Framkvæmdum við skól- ann á Stokkseyri lýkur um áramót. LISTAKONAN og friðarsinninn Yoko Ono býður Rauða krossi Ís- lands að vera með fjársöfnun í tengslum við tendrun Frið- arsúlunnar í Viðey og minn- ingartónleikana um John Lennon í Hafnarhúsinu í dag, föstudaginn 9. október. Sjálfboðaliðar Rauða krossins munu selja pakka með frið- arnælum sem hannaðar eru af Yoko Ono í Hafnarhúsinu í kvöld og úti í Viðey á föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld, auk þess að taka við frjálsum fram- lögum frá fólki. Þá verður söfn- unarsími Rauða krossins, 904 1500, opinn næstu daga, en 1.500 kr. gjaldfærast af næsta símreikningi þegar hringt er í hann. Safnað verður fyrir verkefni Rauða krossins í þágu fjölskyldna sem orðið hafa fyrir áföllum vegna efnahagsþrenginga und- anfarna mánuði. Árlega aðstoðar Rauði krossinn fjölskyldur um allt land fyrir jólin, og einnig geta fjölskyldur og einstaklingar sótt sér stuðning og ráðgjöf í Rauða- krosshúsið, Borgartúni 25. Starfið þar er byggt á áralangri reynslu félagsins af viðbrögðum í neyð. Starfsemin er síbreytileg þar sem leitast er við að veita þá aðstoð sem brýnust er talin hverju sinni. Rauði kross Íslands hlaut pen- ingastyrk LennonOno-friðarvið- urkenningarinnar á síðasta ári. Yoko Ono safnar fyrir fjölskyldur Yoko Ono LÖGREGLAN í Borgarnesi stöðv- aði í fyrrakvöld ökumann sem reyndist vera með 104 e-töflur í fór- um sínum. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum vímuefna. Hann reyndist ekki vera með ökuréttindi. Annar maður var í bifreiðinni. Í fórum þeirra, og í bif- reiðinni, fundust svo talsvert magn af ætluðum fíkniefnum. Þá segir lögreglan að farið hafi verið í tvær húsleitir Akureyri í kjölfarið og fannst þar einnig nokkurt magn fíkniefna, íblöndunarefni, tæki og tól þeim tengdum. Málið er unnið í samvinnu við fíkniefnateymi Norðurlands (FÁN) og í náinni samvinnu við lögreglu á Blönduósi og Akureyri. Fundu 104 e-töflur í fórum ökumanns

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.