Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 41
Velvakandi 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ER EIN-
HVER HEIMA? NEI
FÓLK HEFUR ALDREI
HALDIÐ ÞVÍ FRAM AÐ
FUGLAR SÉU KLÁRIR
MIKIÐ ER ÞETTA FALLEGUR
FLUGDREKI HJÁ ÞÉR, LÍSA!
BJÓSTU HANN TIL SJÁLF?
HANN ER MJÖG FLOTTUR!
HANN ER SVO FALLEGA
LJÓSBLÁR. HANN ER ALVEG
EINS Á LITINN OG...
...TEPPIÐ MITT!!
FYRIR
ÞESSA
ÓHLÝÐNI
GERI ÉG ÞIG
HÉR MEÐ AÐ
LUKKUDÝRI
FÉLAGSINS!
ER ÞAÐ
JÁ?!? ÞÚ
GETUR GERT
ÞAÐ SEM ÞÚ
VILT! ÉG ER
HÆTTUR!
ÉG ÆTLA
AÐ BÚA TIL
MITT EIGIÐ
FÉLAG OG
ÞAÐ VERÐUR
MIKLU BETRA
EN ÞITT!
FÉLAGIÐ
ÞITT VERÐUR
EKKI NÆRRI
ÞVÍ JAFN
FLOTT OG
MITT!
ÉG ÆTLA
AÐ KALLA
FÉLAGIÐ,
„K.E.A.“
K.E.A.?
FYRIR HVAÐ
STENDUR
ÞAÐ?
KALVIN
ER AULI! ÞAÐ ER
ASNALEGT
NAFN Á
FÉLAGI!
ÉG ELDAÐI ÞVÍ MIÐUR EKKI NÓG TIL AÐ GETA BOÐIÐ ÞÉR Í MAT
AL GORE ER
KOMINN TIL
AÐ TALA VIÐ
ÞIG UM KATTA-
SANDINN
ÞINN
NJÁLL, ELSKAN...
ER ALLT Í LAGI?
ÞETTA ER ÚT AF ÞVÍ
SEM LALLI SAGÐI...
UM ÞAÐ AÐ FAGNA ÞVÍ
AÐ VERA FRJÁLS
ÞEGAR ÉG VAR
UNGUR TÓK ÉG
MARGAR RANGAR
ÁKVARÐANIR OG VAR
Í FANGELSI UM TÍMA
ÉG Á ALLTAF EFTIR
AÐ MUNA HVAÐ ÉG
VAR EINMANA OG
HRÆDDUR. ÉG ÞAKKA
FYRIR ÞAÐ Á HVERJUM
DEGI AÐ VERA FRJÁLS
ÉG EYÐILAGÐI
ALLT, ER ÞAÐ
EKKI?
NEI! ALLS
EKKI!
SNIFF
NÚNA ÆTLAR
ÞÚ AÐ KOMA ÞÉR
HÉÐAN, ER ÞAÐ
EKKI, VULTURE?
FYRIRGEFÐU!... ÉG MEINA
DRAGO... ÞÚ HEITIR DRAGO!
MUNDU AÐ ÞÚ LOFAÐIR AÐ
TAKA MIG MEÐ ÞÉR ÞEGAR
ÞÚ BRÝST HÉÐAN ÚT
AUÐVITAÐ
TEK ÉG
ÞIG MEÐ
VEL GERT!
ÞETTA ER
NÁKVÆMLEGA
ÞAÐ SEM ÉG
ÞURFTI
Útrásarvíkingar
í íslenskum
sendiráðum?
HVERSU oft heyrum
við ekki talað um svo-
kallaða „útrásarvíkinga“
og hversu oft eru þeir
sakaðir um kreppuna
hérlendis, sem sífellt er í
fréttunum? Nýlega sást
þó orðið „fjármálajöfr-
ar“, en í Íslenskri orða-
bók stendur að orðið
„jöfur“ þýði „konungur“,
„skáld“ og einnig „iðn-
jöfur“ og „auðjöfur“.
Í gamla daga lærði ég
í skóla að landnámsmennirnir okkar
hefðu flestir verið friðsamir bænda-
synir frá Noregi, sem voru í leit að
landnæði. Þá voru það elstu synir
bændanna, sem erfðu land þeirra, en
þá var einmitt skortur á landnæði
fyrir þá yngri. Nokkrir þeirra höfðu
heyrt um land í norðri, þar sem væri
nóg landrými, og lögðu því upp í leit-
arferð (skoðunarferð?).
Fyrstu bændasynirnir lögðu af
stað frá ákveðinni vík í Óslóarfirði,
sem kallast Víkin. Þar af leiðandi
voru þeir kallaðir víkingar, en síðan
komu aðrir, sem voru frá öðrum stöð-
um í Noregi, eins og t.d. Ingólfur
Arnarson, sem kom frá Dalsfirði.
Sögukennarinn sagði okkur líka að
aðeins tveir eða í mesta lagi þrír
þeirra, sem settust að á Íslandi,
hefðu farið „í víking“ frá Íslandi til
annarra landa.
Fyrir nokkrum ár-
um sýndi Ríkissjón-
varpið viðtal við ís-
lenskan sendiherra í
Svíþjóð. Þar sagði
hann okkur frá ný-
legri endurnýjun á
sendiherrabústaðnum
í Stokkhólmi og m.a.
kom þar fram að flest
öll húsgögnin og ann-
að tilheyrandi í sendi-
herrabústaðnum hefði
verið sérhannað fyrir
íslenska sendiráðið af
ákveðnum þekktum
listamönnum. Mér
krossbrá þegar ég sá
þetta á skjánum og velti fyrir mér
hvað þetta allt saman hefði nú kostað
okkar fámennu íslensku þjóð. Voru
það kannski íslenskir útrásarvík-
ingar, sem þar réðu ferð? Getur verið
að umræddur sendiherra í Svíþjóð
hafi nýlega, fyrir hönd íslenska rík-
isins, samið um afsláttarkjör við er-
lenda kröfuhafa vegna kreppunnar
hér? Nýjustu fréttir herma að nú,
einmitt vegna kreppunnar hér, eigi
að fækka í íslenskum sendiráðum er-
lendis. Var það ekki löngu tímabært?
Var virkilega nauðsynlegt að kaupa
sérhönnuð og rándýr húsgögn og
listaverk fyrir íslenskt sendiráð er-
lendis?
Hagsýnn eldri borgari.
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Opin vinnustofa kl. 9-
16.30, útskurður kl. 13, bingó kl. 13.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 8.15-16. Opin
smíðastofa 9-16.30, bingó kl. 13.30.
Dalbraut 18-20 | Söngstund kl. 14.
Félag eldri borgara í Kópavogi | Opið
hús FEBK í félagsheimilinu Gullsmára á
morgun, 10. okt. kl. 14. Tískusýning frá
frá Dalakofanum og Dressmann, veit-
ingar í boði FEBK. Einnig verður Skvettu-
ball á sama stað kl. 20-23. Þorvaldur
Halldórsson leikur og syngur.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Dans-
leikur á sunnudagskvöld kl. 20 í Stang-
arhyl 4, Klassík leikur fyrir dansi.
Félagsheimilið Gjábakki | Botsía kl.
9.30 og 13, málm- og silfursmíði kl.
9.30, jóga kl. 10.50, spænska kl. 13 og
félagsvist kl. 20.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefn-
aður, jóga og trjáálfar kl. 9.30, ganga kl.
10, leikfimi kl. 10.30, bingó kl. 13.30.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Opnar vinnustofur í Jónshúsi kl. 9.30-
12.30, hádegismatur, félagsvist og ullar-
þæfing á silki kl. 13, kaffi.
Félagsstarf eldri borgara í Mos-
fellsbæ | Farið verður í Listasafn Íslands
og síðan í kaffihlaðborð á Icelandair hot-
el. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 13.
Skráning í síma 586-8014 e.h. og 692-
0814.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur
opnar kl. 9-16.30, m.a. bókband, prjóna-
kaffi/bragakaffi kl. 10, ganga m/ leið-
sögn í stafagöngu kl. 10.30. Frá hádegi
er spilasalur opinn, bókband kl. 14.30.
Furugerði 1, félagsstarf | Framhalds-
sagan Myrká, eftir Arnald Indriðason
lesin kl. 15, kaffi.
Hraunbær 105 | Handavinna og bað-
þjónusta kl. 9, matur, bingó kl. 13.30,
bókabíllinn, kl. 14.45, kaffi.
Hraunsel | Rabb kl. 9, bókmennta-/
söguklúbbur kl. 9.30, leikfimi kl. 11.30,
brids kl. 12, tréskurður kl. 13.
Hvassaleiti 56-58 | Opin vinnustofa kl.
9, postulínsmálun og lífsorkuleikfimi kl.
9 og 10, námskeið í myndlist kl. 13.
Sviðaveisla, húsið opnar kl. 18. Böðun
fyrir hádegi.
Hæðargarður 31 | Kaffi og heimsókn
nema í tómstunda- og félagsfræðum frá
Háskóla Íslands kl. 9. Stefánsganga kl.
9.10, listasmiðja kl. 9-16, Taichi kl. 9,
leikfimi kl. 10, hláturhópur 13.30. Gáfu-
mannakaffi kl. 15 og bíó kl. 15.30, Land
og synir. Uppl. 411-2790.
Íþróttafélagið Glóð | Botsía í Gjábakka
kl. 13. Uppl. í síma 564-1490 og á glod.is
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Opið hús,
sýning: handverk og hönnun, á t.d. text-
ílvinnu, bútasaum, prjónaskap mál-
verkum og glerlist. Kynning fer fram á
vikulegum viðburðum svo sem; söng og
tónlistartímum, vísnaklúbbi, fræðslu-
fundum heilsueflingu og listgreinum.
Veitingar til sölu.
Norðurbrún 1 | Myndlist, opin vinnu-
stofa, útskurður kl. 9-12, leikfimi með
Sólveigu kl. 13 í borðsal.
Vesturgata 7 | Skartgripagerð/
kortagerð kl. 9.15-14.30, glerbræðsla kl.
9.15, spænska kl. 9, matur, tölvukennsla
kl. 13, sungið v/flygilinn kl. 13.30, veit-
ingar og dansað í aðalsal kl. 14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, leir-
mótun, handavinnustofan opin, morg-
unstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10.15, bingó
kl. 13.30. Uppl. í síma 411-9450.
Þórðarsveigur 3 | Salurinn opnar kl. 9,
bingó kl. 15.30, kaffi.
ÞAÐ getur reynt á þolrifin að vera á ferð í umferðinni þegar umferðar-
þunginn er hvað mestur. Ekki bætir úr skák þegar snjór og hálka eru farin
að gera bíleigendum skráveifu, en þá getur gert gæfumuninn að hreinsa
rúðurnar á bílnum til að hafa sem besta yfirsýn.
Morgunblaðið/Kristinn
Þolinmæði í umferðinni