Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
„AÐ keyra ríkishlutann miskunnarlaust
áfram felur í sér dauða,“ sagði Tryggvi Þór
Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í
umræðunum í gær. Áður hafði hann tæpt á
að fjármálaráðherra ætlaði sér að halda sig
við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS)
hvað varðaði ríkisfjármálahlutann þrátt fyr-
ir að endurskoðun sjóðsins hefði tafist í um
níu mánuði og mundi líklega tefjast í um ár.
Töfin hefði falið í sér tilheyrandi gjaldeyr-
ishöft, háa vexti og vanburðugt bankakerfi.
Tryggvi benti á að vöruskiptajöfnuður
hefði verið stórkostlega jákvæður frá hruninu, hagvöxtur hefði
ekki dregist jafn mikið saman og áætlað var og atvinnuleysi
væri minna. Því þyrfti að endurskoða áætlun AGS og fjárlaga-
frumvarpið í samhengi við þær staðreyndir. Hann boðaði til-
lögur Sjálfstæðisflokks í efnahagsmálum þar sem tekið yrði á
þessum atriðum.
Að keyra miskunnarlaust
áfram felur í sér dauða
Tryggvi Þór
Herbertsson
GUÐMUNDUR Steingrímsson, þingmaður
Framsóknarflokks, fór almennt um sviðið í
umfjöllun sinni um fjárlagafrumvarpið.
Sagðist hann vera að stíga sín fyrstu skref í
pólitík og hann hefði í sjálfu sér ekkert betri
hugmyndir en þær sem fram væru komnar.
Hann væri þó tilbúinn að hlusta ef einhverjir
aðrir teldu sig hafa þær. Guðmundur sagði
þó að fjárlaganefnd Alþingis þyrfti að hafa
nokkra hluti að leiðarljósi. „Mér finnst, þeg-
ar ég les fjárlagafrumvarpið núna og fylgi-
skjölin, að það þurfi að forgangsraða betur
og meira,“ sagði Guðmundur en hann var engu að síður ánægð-
ur með þær línur sem voru lagðar – að minna væri skorið niður
í velferðarkerfinu og heilbrigðiskerfinu en meira hjá stjórnsýsl-
unni. Engu að síður þyrfti meiri kjark, s.s. til að skera ekki nið-
ur í umönnun fatlaðra svo dæmi væri nefnt. Allt annað ætti að
skera niður áður en kæmi að grunnþjónustunni.
Allt skal skera niður á
undan grunnþjónustunni
Guðmundur
Steingrímsson
„ÞAÐ AÐ ætla sér að byggja raunhæfar
tekjur á tekjuskatti fyrirtækja, sem geta
hagrætt sínu bókhaldi og greitt nánast þá
skatta sem þau langar til hverju sinni er ekki
góð leið til að byggja upp tekjur fyrir rík-
issjóð. Það kerfi má endurskoða frá grunni
og leggja í staðinn lágan veltuskatt á lög-
aðila og leyfa þeim að ráðstafa sínum hagn-
aði eins og þeim hentar,“ sagði Þór Saari,
þingmaður Hreyfingarinnar, í umræðum um
frumvarp til fjárlaga. Hann sagði vanda fjár-
málaráðherra gríðarlegan og í raun að Ís-
land væri komið yfir þolmörk í greiðslumöguleikum og huga
ætti að greiðslufalli á skuldum. Það væri ekki svo alvarlegt mál.
„Ég öfunda ekki hæstvirtan fjármálaráðherra.“
Þór sá þó ekki allt alvont við frumvarpið. Honum líst vel á
boðaða orku-, umhverfis- og auðlindaskatta. Þar sé um að ræða
grundvallaratriði, að afhenda ekki auðlindir ódýrt eða ókeypis.
„Ég öfunda ekki hæst-
virtan fjármálaráðherra“
Þór
Saari
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HLUTVERK fjármálaráðherra var
ekki öfundsvert í þetta sinn. Að mæla
fyrir frumvarpi sem er í senn „sárs-
aukafull birtingarmynd þess mikla
tjóns, þess skaða sem íslenskt þjóð-
arbú og ekki síst ríkissjóður sitja
uppi með,“ svo vitnað sé í orð ráð-
herrans. En þó að ráðherrann hafi á
köflum verið ómyrkur í máli mátti á
stundum heyra bjartsýnistón.
Með frumvarpinu er boðað eitt það
allra erfiðasta sem Alþingi Íslend-
inga og íslenskt samfélag hafa þurft
að takast á við, sagði Steingrímur Jó-
hann Sigfússon fjármálaráðherra.
Einnig að vegferðin myndi reyna á
þanþol hagkerfisins og hins opin-
bera, bæði í efnahagslegum og póli-
tískum skilningi.
Eftir að hafa farið yfir ýmsar tölur
sem fram koma í frumvarpinu sagði
Steingrímur að aðgerðaáætlun ríkis-
stjórnarinnar miðaðist við að halla í
ríkisrekstri yrði snúið í afgang á fjór-
um árum. „Það kann að virðast mikið
í fang færst en ég hef fulla trú á því
að sú áætlun geti gengið eftir ef sam-
staða getur orðið um það og við miss-
um aldrei sjónar á lokatakmarkinu.
Þó að horfur til skamms tíma séu
ekki góðar er mikilvægt að við höfum
það í huga að til lengri tíma litið eru
þær betri en hjá mörgum öðrum,
jafnvel flestum öðrum þjóðum.“
Hann bætti við að ýmislegt ynni með
okkur Íslendingum.
Fullir efasemda
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
voru flestir ef ekki allir fullir efa-
semda. Oft kom fram að frumvarpið
væri hálfklárað, hulið óvissu og unnið
í allt of miklum flýti. Þeir bundu við
það vonir að frumvarpinu yrði „snúið
á haus“, líkt og Ólöf Nordal orðaði
það, eða fengi mikla yfirhalningu í
meðförum fjárlaganefndar.
Af ræðu Guðbjarts Hannessonar,
formanns fjárlaganefndar, að dæma
og hans fyrri verkum verður án efa
lögð mikil áhersla á að ná samstöðu.
Þeirri sömu og Steingrímur kallaði
eftir í lokakafla flutningsræðunnar.
„Vinnan fram undan er vandasöm en
ég treysti fjárlaganefnd og Alþingi
til að leysa hana vel af hendi. Það
liggur mikið við.“
Meðal þess sem þingmenn Sjálf-
stæðisflokks gagnrýndu var að í
frumvarpið væru ekki færð vaxta-
gjöld vegna Icesave og verðbætur af
skuldabréfi Seðlabankans. Samtals
næmu þau gjöld um 48 milljörðum
króna.
Steingrímur svaraði því síðar í um-
ræðunni til að þau mál væru í vinnslu
í ráðuneytinu enda engin fordæmi
fyrir slíkum færslum.
Fjárlög sársaukafull birt-
ingarmynd efnahagshruns
Morgunblaðið/Ómar
Fjármálaráðherra telur hægt að snúa halla í ríkisrekstri í afgang á fjórum árum
Fyrsta umræða um frumvarp til
fjárlaga 2010 stóð frá morgni og
fram á kvöld. Umræðan var nokk-
uð málefnaleg þó að vitanlega
væru skiptar skoðanir á að-
ferðafræði ríkisstjórnarinnar.
Ræðuflutningur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2010 á Alþingi í
gær. Hann sagði að með samstöðu og ef allir leggja sitt að mörkum, muni Ísland sigrast á erfiðleikum sínum.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
HEILDARTEKJUR milli áranna
2008 og 2009 munu dragast saman
um 22,9% að raunvirði gangi áætl-
anir eftir. Það er langmesti sam-
dráttur ríkistekna á einu ári svo
langt aftur sem nútíma þjóðhags-
reikningar ná, þ.e. til 1945. Þetta
kemur fram í frumvarpi til fjár-
aukalaga fyrir árið 2009 sem lagt var
fram á Alþingi í gær.
Þær tillögur sem fram koma í
frumvarpinu taka mið af nýrri laga-
setningu á árinu, óvissum og ófyr-
irséðum útgjöldum og ákvörðunum
um ný útgjöld. Niðursveiflan í efna-
hagslífinu hafði þannig veruleg áhrif
og leiddi m.a. til mikillar aukningar í
vaxtakostnaði og útgjöldum vegna
atvinnuleysis.
Veruleg hækkun gjalda
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
175,6 milljarða króna halli verði á
rekstri ríkissjóðs. Það er 22,5 millj-
örðum króna lakari afkoma en gert
var ráð fyrir í fjárlögum. Áætlunin
var endurskoðuð með hliðsjón af
þjóðhagsspá sem fjármálaráðu-
neytið birti í byrjun mánaðarins og í
ljósi nýrra upplýsinga um þróun
tekjustofna.
Í frumvarpinu er talið að heildar-
tekjur ríkissjóðs verði um 407 millj-
arðar króna sem er 4,4 milljörðum
króna hærri upphæð en reiknað var
með í fjárlögum. Þá eru heildargjöld
talin nema rúmum 582 milljörðum
króna en það er 26,9 milljörðum
hærri upphæð en gert var ráð fyrir
við afgreiðslu fjárlaga.
Í frumvarpinu er farið fram á að
fjárheimildir ríkissjóðs árið 2009
verði auknar um 26,9 milljarða
króna. Hins vegar þurfa greiðslu-
heimildir að aukast um 28,8 millj-
arða króna, en að auki er áætlað að
greiddir vextir og greiddar lífeyr-
isskuldbindingar séu taldar verða
nokkuð hærri en það sem gjaldfært
verður á þessa tvo liði.
Helsta ástæða þess að farið er
fram á svo háa upphæð er hækkun
vaxtagjalda. Þau aukast um ríflega
17 milljarða króna, og má rekja þá
hækkun að stærstum hluta til end-
urfjármögnunar bankanna.
Af öðrum stórum útgjaldaliðum
eru rúmir þrír milljarðar króna
vegna kaupa á nýrri flugvél fyrir
Landhelgisgæsluna sem afhent var
sl. sumar.
Langmesti samdráttur ríkistekna
Vaxtagjöld aukast gríðarlega á árinu 2009, skv. frumvarpi til fjáraukalaga, eða
um ríflega 17 milljarða. Hækkunina má rekja til endurfjármögnunar bankanna
Orðrétt
af Alþingi
’[S]annarlega er þetta frumvarpog innihald þess skilgetið af-kvæmi hrunsins sem hér varð.STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
’ Fjárlagafrumvarp þetta er ekkipólitískur draumóramatseðill,hvorki fyrir mig né nokkurn annan,heldur felur það í sér hið óhjákvæmi-lega.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
’Þó að horfur til skamms tíma séuekki góðar er mikilvægt að viðhöfum það í huga að til lengri tíma litiðeru þær betri en hjá mörgum öðrum,jafnvel flestum öðrum þjóðum.
STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
’Ég hef engar aðrar lausnir áhundrað milljarða króna vaxta-reikningi sem blasir við ríkissjóðiásamt minnkandi tekjum heldur en aðfara í aðgerðir af þessu tagi. […] Ég er
hins vegar alveg ein eyru gagnvart öll-
um öðrum hugmyndum.
GUÐMUNDUR STEINGRÍMSSON
’Við stöndum í ströngu í dóms-málaráðuneytinu.RAGNA ÁRNADÓTTIR
’Hvernig hefur Sjálfstæðisflokk-urinn hugsað sér að gera þetta efekki má skera niður né afla tekna?STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON
’Tekjur af fjármálalífinu eru horfn-ar og hrun bankanna skilur eftirsig stórauknar skuldir. Segja má aðfimmta hver króna hafi tapast hjá rík-issjóði og ljóst að ekki er hægt að reka
ríkissjóð með lántökum til margra ára.
GUÐBJARTUR HANNESSON
’Ef horft er til þess hvernig rík-isstjórnin ber sig að við framlagn-ingu frumvarpsins þá rennur mörgumkalt vatn milli skinns og hörunds. Fyrirþað fyrsta hangir líf stjórnarinnar á
bláþræði. Óeining sérstaklega innan
annars ríkisstjórnarflokksins þjakar
umræðu dagsins og litar stjórnarsam-
starfið dökkum litum.
KRISTJÁN ÞÓR JÚLÍUSSON
’Við eigum öll eftir að finna fyrirþví að hér er niðurskurður.UNNUR BRÁ KONRÁÐSDÓTTIR
’Ég geri mér það ljóst og sættimig við þá skilgreiningu að efundirstöður atvinnugreina þjóðfélags-ins eru matur og drykkur samfélagsokkar, þá eru menning og listir þau
nauðsynlegu vítamín sem hvert þjóð-
félag þarf á að halda til þess að vera
heilbrigt og til þess að þegnarnir geti
verið hamingjusamir.
ÞRÁINN BERTELSSON
’Þjóðfélag án menningar og listaer ekki raunverulegt þjóðfélagheldur tímabundið samfélag manna,nokkurs konar verkstöð eða olíu-borpallur þar sem engar kröfur eru
gerðar um að lífið sé hamingjuríkt
heldur að lífið sé notað til að vinna
tímabundin verkefni og skila fjárhags-
legum arði.
ÞRÁINN BERTELSSON