Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009
Við ætlum okkur að borga tutt-ugu milljarða á ári fyrir lán
frá AGS, sem við þurfum ekki
og viljum ekki. Við ætlum að
taka á okkur yfir fjörutíu millj-
arða á þessu ári í afturvirkum
vöxtum, eins og Ragnar H. Hall
hrl. benti á, og þetta er bara
byrjunin.
Hver hag-fræðisnill-
ingurinn af
öðrum segist
búinn að
reikna það út
á vasatölvuna
sína að við
getum þetta
með léttum
leik!
Og eftir fá-ein ár ætlum við að taka að
okkur að borga sjötíu milljarða
(einnig leikandi létt) á einu ári
vegna „frábærs samnings“
Steingríms J. um Icesave.
Og hvernig förum við að þvíað gera þetta svona leikandi
létt? Jú, svarið er komið. Og
þetta var ekki neitt vont eftir
allt saman. Við náum þessu úti á
landi. Við ætlum að fækka sýslu-
mönnum.
Við ætlum að leggja niður
störf forstöðumanna héraðsdóm-
stóla úti á landi og færa skatt-
stjórana þaðan til Reykjavíkur.
Og svo ætlum við að færastarfsmenn skattstofunnar í
Reykjavík til Hafnarfjarðar til
að sýna að landsbyggðin fái eitt-
hvað í staðinn. Þetta var þá
svona auðvelt.
Og ef svo illa fer að við bætastsvo sem eins og þrjátíu
milljónir á ári vegna Icesave
getum við alltaf fært einn vita-
vörð utan af landi og komið
honum fyrir á Vitastíg þar sem
hann gerir miklu meira gagn.
Steingrímur
J. Sigfússon
Flott forgangsröðun
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 2 rigning Lúxemborg 16 skýjað Algarve 24 léttskýjað
Bolungarvík 2 skýjað Brussel 16 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað
Akureyri -1 skýjað Dublin 12 léttskýjað Barcelona 25 léttskýjað
Egilsstaðir -3 léttskýjað Glasgow 11 léttskýjað Mallorca 24 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 2 alskýjað London 15 heiðskírt Róm 25 heiðskírt
Nuuk -3 heiðskírt París 21 skýjað Aþena 26 heiðskírt
Þórshöfn 6 léttskýjað Amsterdam 14 léttskýjað Winnipeg 5 alskýjað
Ósló 7 skúrir Hamborg 14 léttskýjað Montreal 12 alskýjað
Kaupmannahöfn 11 skýjað Berlín 12 léttskýjað New York 14 heiðskírt
Stokkhólmur 9 heiðskírt Vín 24 skýjað Chicago 12 alskýjað
Helsinki 6 léttskýjað Moskva 14 skúrir Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
HALLDÓR STAKSTEINAR
VEÐUR
9. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2.56 0,7 9.10 3,8 15.31 0,9 21.37 3,3 8:01 18:30
ÍSAFJÖRÐUR 5.09 0,4 11.14 2,0 17.49 0,5 23.41 1,7 8:11 18:30
SIGLUFJÖRÐUR 1.39 1,2 7.20 0,4 13.40 1,3 20.01 0,3 7:54 18:13
DJÚPIVOGUR 0.05 0,5 6.20 2,1 12.45 0,6 18.32 1,8 7:32 17:58
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á laugardag
Austan- og norðaustanátt. 15-
20 m/s, slydda eða él norðan-
og austanlands, 10-15 sunnan
og vestan til og léttir til. Hægari
vindur um kvöldið. Hiti 1 til 10
stig, hlýjast suðvestan til.
Á sunnudag
Norðaustan og austan 5-13
m/s, hvassast við suðaust-
aurströndina. Víða bjartviðri,
en stöku él norðaustanlands.
Hægt vaxandi suðaustanátt og
þykknar upp suðvestanlands
seinnipartinn. Hiti 1 til 8 stig, en
0 til 6 stiga frost fyrir norðan.
Á mánudag
Stíf suðaustlæg átt með rign-
ingu en úrkomulítið fyrir norð-
an. Hlýnandi veður.
Á þriðjudag og miðvikudag
Suðlæg átt með vætu sunnan-
og vestanlands. Hiti 4 til 12
stig, hlýjast norðaustanlands.
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austanátt, víða 18-25 með rign-
ingu og jafnvel mikilli úrkomu
suðaustanlands, en hægari
norðaustan til og þurrt að kalla
fram eftir degi. Heldur hægari
vindur suðvestanlands undir
kvöld. Hægt hlýnandi og hiti 0
til 6 stig.
„VIÐ viljum koma málum þannig
fyrir að ráðherra hafi alltaf tvö rök-
studd ráðgefandi álit í höndunum
þegar hann tekur ákvörðun um
heildarafla,“ segir Guðmundur Hall-
dórsson, fyrrum formaður Eldingar,
félags smábátaeigenda á Vest-
fjörðum.
Elding ætlar að leggja fram til-
lögu á aðalfundi Landsambands
smábátaeigenda, að skipuð verði
ráðgefandi nefnd sjómanna sem hafi
það hlutverk að gefa árlega rök-
studda ráðgjöf um heildarafla. Til-
lagan gengur út á að sjávarútvegs-
ráðherra hafi tvö ráðgefandi álit
þegar hann tekur ákvörðun um
heildarafla, annars vegar frá vís-
indamönnum Hafrannsóknastofn-
unar og hins vegar frá sjómönnum.
Tillagan er komin frá Guðmundi sem
segir að nái hún fram að ganga muni
hún breyta mjög miklu í sjávar-
útvegi.
„Íslendingar hafa ekki lengur efni
á að nýta ekki reynsluheim sjó-
manna. Nauðsynlegt er að halda ut-
an um þekkingu sjómanna og nýta
þá reynslu sem þeir afla sér í um-
gengni við lífríkið í hafinu. Þetta
verður best gert með því að byggja
upp gagnagrunn í samvinnu við há-
skólasamfélagið um þá þekkingu og
reynslu sem sjómenn afla sér í dag-
legri umgengni við fiskistofnana um-
hverfis landið,“ segir í greinargerð
með tillögunni. egol@mbl.is
Nefnd sjómanna veiti ráðherra ráðgjöf
Vilja að ráðherra hafi tvö álit í hönd-
unum þegar hámarksafli er ákveðinn
Morgunblaðið/RAX
Afli Góður þorskur berst að landi.
JÓN Magnússon, lögfræðingur í
Reykjavík, kom færandi hendi í
Laufás við Eyjafjörð á dögunum.
Afhenti þá m.a. nokkrar bækur til
varðveislu, þeirra á meðal Biblíu,
sem Ingibjörg Magnúsdóttir,
amma Jóns, átti og prentuð var í
London 1866. Ingibjörg var prests-
dóttir og prestsmaddama í Lauf-
ási; eiginkona séra Björns Björns-
sonar og dóttir séra Magnúsar
Jónssonar sem þjónaði á staðnum
frá 1883 til 1901, þegar hann lést.
Jón færði safninu í Laufási einn-
ig kópíu af vatnslitamynd af
staðnum sem Bretinn W.B. For-
tescue málaði 1913, en hann kom
þá, á efri árum, í Laufás til þess
að veiða í Fnjóská. Að auki færði
Jón Magnússon safninu í Laufási
ítarlegar upplýsingar um að-
stæður á staðnum árið 1913 sem
Guttormur Þormar hefur tekið
saman.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Kom færandi hendi í Laufás
UMFERÐARSLYSUM á Íslandi
hefur fækkað á fyrstu sex mánuðum
ársins borið saman við sama tímabil í
fyrra. Fyrstu sex mánuði þessa árs
hafa 657 slasast í umferðinni en í
fyrra höfðu 785 slasast á sama tíma.
Fækkunin nemur 16,3%. Þetta kemur
fram í slysaskráningu Umferðarstofu
sem byggir á upplýsingum úr gagna-
grunni lögreglu. Alvarlega slösuðum
og látnum fækkar, borið saman við
fyrstu sex mánuði ársins 2008, en
fjöldinn í ár er svipaður og hann var
fyrstu sex mánuði ársins 2007.
Slysum fækkar um 16,3%
Gjafir Jón Magnússon, lengst til hægri, afhendir gjafirnar í Laufási. Frá
vinstri eru Hólmfríður Erlingsdóttir, staðarhaldi, Haraldur Þór Egils-
son, safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri og séra Bolli Pétur Bollason.