Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.10.2009, Blaðsíða 21
Fréttir 21ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is ENGINN er hafinn yfir lögin, ekki einu sinni forsætisráðherrann. Þetta er niðurstaða stjórnlagadómstóls Ítalíu, sem úrskurðaði í fyrradag að lög, sem veittu Silvio Berlusconi for- sætisráðherra friðhelgi frá ákæru á meðan hann gegnir embættinu, stönguðust á við stjórnarskrár- ákvæði um að allir væru jafnir fyrir lögunum. Úrskurður dómstólsins er mikið áfall fyrir forsætisráðherrann, sem á nú yfir höfði sér allt að ellefu sak- sóknir fyrir spillingu, m.a. mútu- greiðslur, skattsvik og jafnvel tengsl við ítölsku mafíuna. Berlusconi lét þó engan bilbug á sér finna, kvaðst ekki ætla að láta af embætti og boða til þingkosninga. Hann sagði að úr- skurður dómstólsins væri af pólitísk- um rótum runninn, þar sem ellefu af fimmtán dómurum hans væru vinstrimenn. Stjórnarandstaðan veik Ítölsk dagblöð sögðu í gær að með úrskurðinum hefði hafist pólitískt stríð milli Berlusconis og Giorgio Napolitano, forseta Ítalíu, sem hefur heitið því að standa vörð um stjórnar- skrána. Stjórn Berlusconis hafði fært þau rök fyrir lögunum um friðhelgi for- sætisráðherrans að hann gæti ekki stjórnað landinu ef vinstrisinnaðir dómarar fengju að „hundelta“ hann á meðan hann gegndi embættinu. Nú þegar Berlusconi hefur verið sviptur friðhelginni hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnina að falla frá þessum rökum og halda því fram að Berlusconi geti stjórnað landinu næstu misserin eins og ekkert hafi í skorist. Leiðtogar stærsta stjórnar- andstöðuflokksins, Lýðræðisflokks- ins, höfðu hvatt Berlusconi til að segja af sér ef lögunum yrði hnekkt en hermt er að þeir prísi sig nú sæla að forsætisráðherrann ætli ekki að boða til þingkosninga þegar í stað. Stjórnarandstaðan á þinginu er veik og sundruð og ólíklegt er hún geti gert Berlusconi skráveifu á næstu mánuðum. Skoðanakannanir benda til þess að stuðningurinn við forsætisráð- herrann hafi minnkað á einu ári úr 63% í 47%. Þrátt fyrir þetta fylgistap geta fáir leiðtogar í Evrópu státað af svo miklum stuðningi í kreppunni sem ríkt hefur í álfunni. Reynir Fini að mynda stjórn? Auk efnahagskreppunnar er fylgistapið rakið til frétta um kvenna- mál forsætisráðherrans, m.a. um að hann hafi verið í tygjum við átján ára stúlku, en það varð til þess að eigin- kona hans sótti um skilnað. Forsætis- ráðherrann er einnig sagður hafa fengið vændiskonur til fylgilags við sig og hann hefur ekki neitað því en sagt að hann hafi aldrei „eytt einni evru í kynlífsþjónustu“. Berlusconi hefur notfært sér um- burðarlyndi Ítala í þessum efnum en ólíklegt er að þeir verði eins fljótir að fyrirgefa honum telji þeir hann hafa gerst sekan um spillingu og jafnvel tengsl við mafíuna. Viðbúið er því að réttarhöld yfir honum verði til þess að hann missi fylgi á næstu mán- uðum. Þar sem stjórnarandstaðan er veik stafar Berlusconi meiri hætta af bandamönnum sínum. Þeir hafa áhyggjur af yfirvofandi réttarhöldum en mikilvægasti bandamaðurinn, Umberto Bossi, leiðtogi Norður- sambandsins, og fleiri hafa lýst yfir stuðningi við forsætisráðherrann. Hugsanlegt er þó að hægrisinnaðir bandamenn Berlusconis fái sig full- sadda á hneykslismálunum og rísi upp gegn honum. Vangaveltur eru um að Gianfranco Fini, fyrrverandi nýfasisti og nú flokksbróðir Berlus- conis, reyni að mynda breiða sam- steypustjórn hægri- og vinstrimanna með stuðningi viðskiptajöfra á borð við Luca Cordero di Montezemolo, stjórnarformann Fiat og Ferrari. Gera vopnabræðurnir uppreisn? Berlusconi stafar meiri hætta af banda- mönnum sínum en stjórnarandstöðunni Reuters Enginn bilbugur „Réttarhöldin verða skrípaleikur. Lengi lifi Ítalía! Lengi lifi Berlusconi!“ sagði Berlusconi eftir að hann var sviptur friðhelginni. Ítalir hafa sýnt Silvio Berlusconi umburðarlyndi í deilunum um kvennamál hans, en ólíklegt er að þeir verði eins umburðarlyndir verði hann sóttur til saka um spillingu og tengsl við mafíuna. Í HNOTSKURN » Ítalskir fjölmiðlar teljalitlar líkur á að Berlusconi verði dæmdur sekur um spill- ingu, m.a. vegna þess að dóms- kerfið sé mjög seinvirkt og lík- legt sé að sök fyrnist. VINCENT van Gogh var ekki að- eins einn af merkustu listmálurum veraldarsögunnar heldur einnig ritsnjall með afbrigðum, að sögn fræðimanna sem hafa rannsakað gríðarstórt safn bréfa hans. Bréfin eru nú til sýnis á Van Gogh-safninu í Amsterdam og sýn- ingin stendur til 3. janúar. Einnig er hægt að skoða málverk sem list- málarinn nefndi í bréfum sínum og eru sjaldan til sýnis. Alls hafa 902 bréf, sem Van Gogh skrifaði eða fékk, verið birt í sex bindum og á netinu. Útgáfan er af- rakstur fimmtán ára rannsóknar hollenskra fræðimanna. „Margir segja að þetta séu bók- menntir og ég er þeim sammála,“ sagði Hans Luijten, fræðimaður við Van Gogh-safnið. „Hann var mjög vel ritfær, kunni að nota stílbrigði. Þegar maður byrjar að lesa bréfin er ekki hægt að leggja bókina frá sér.“ Bréfin leiða einnig í ljós að Van Gogh var margbrotnari persónu- leiki en margir hafa talið. „Ég tel að bréfin eyðileggi goðsögnina um hann,“ sagði Luijten. „Hann var ekki brjálaður snillingur, snauður og smáður.“ bogi@mbl.is Reuters Ritsnilld Bréf Van Gogh sýna að hann var ekki brjálaður snillingur. Van Gogh var líka ritsnjall Bréf listmálarans sýnd í Amsterdam PALESTÍNSKIR piltar í dýragarði í Gazaborg ríða hér ösnum með svartar rendur sem málaðar voru á þá til að þeir líktust sebrahestum. Eigandi dýragarðsins, Mohammed Bargouthi, sagði að rendurnar hefðu verið málaðar á asn- ana til að gleðja börn sem hefðu aldrei séð sebra- hesta. Of dýrt væri að kaupa ekta sebrahest og smygla honum til Gazasvæðisins um göng undir landamærunum að Egyptalandi. Reuters SKEMMTA SÉR Á ÖSNUM Í DULARGERVI DAVID Cameron, leiðtogi breskra íhaldsmanna, ávarpaði í gær síðasta flokksþing þeirra fyrir næstu þing- kosningar og kvaðst vera tilbúinn að „leiða bresku þjóðina í gegnum erf- iða tíma“ sem væru framundan. Ef marka má nýjustu kannanir er fylgi Íhaldsflokksins um 43% og Verkamannaflokksins 29% og útlit er því fyrir að Cameron verði næsti forsætisráðherra Bretlands. Kann- anirnar benda til þess að þrátt fyrir óvinsældir stjórnar Gordons Browns forsætisráðherra sé stuðn- ingurinn við íhaldsmenn ekki nógu mikill til að þeir geti verið öruggir um að fá nægan þingmeirihluta í kosningum sem eiga að fara fram ekki síðar en í júní á næsta ári. Í ræðunni reyndi Cameron því að sannfæra Breta um að hann og íhaldsmenn væru tilbúnir að taka við stjórnartaumunum eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu í 13 ár. Ólíkt fjármálaráðherraefni íhalds- manna, sem boðaði stórfelldar sparn- aðaraðgerðir í ræðu á flokksþinginu, fjallaði Cameron ekki um efnahags- stefnu sína í smáatriðum og lagði ekki fram nýjar tillögur. Cameron sló þess í stað á bjartsýnislegri strengi og lagði áherslu á hugmyndafræði sína, hét því meðal annars að draga úr ríkisafskiptum og hvetja fólk til að axla meiri samfélagslega ábyrgð. bogi@mbl.is Kveðst tilbúinn að standast prófraunina Cameron bjartsýnn á síðasta flokksþinginu fyrir kosningar EINN af hverjum fimm Evrópu- búum verður fyrir hávaðatruflun- um að næturlagi sem geta reynst heilsuspillandi að mati Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar (WHO) sem hefur sett fram nýjar viðmið- unarreglur vegna hljóðmengunar að næturlagi í Evrópu. Slík mengun hafi slæm áhrif á heilsuna rétt eins og loftmengun eða eiturefni og geti valdið háum blóðþrýstingi og hjartaáföllum. Hljóðmengun sé tal- in óhjákvæmilegur hluti borgarlífs og hafi því ekki verið hamin eins og aðrir áhættuþættir. 40 desibel eru að mati stofnunarinnar hæfilegur hávaði og jafnast á við rólegt íbúð- arhverfi. jmv@mbl.is Hávaði valdi heilsubresti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.