Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 KARLAKÓRINN Þrestir hélt í september sl. ferna tónleika til styrktar MND-félaginu á Íslandi, en á undanförnum árum hefur sú hefð skapast hjá kórnum að hefja starfs- árið á söngferð um landið þar sem sungið er til styrktar einhverju góðu málefni. Sungið var í Grinda- vík með Karlakór Keflavíkur, á Sel- fossi með Karlakór Selfoss, í félags- heimili Hrunamanna með Karlakór Hreppamanna og í Víðistaðakirju ásamt Flugfreyjukórnum. Afrakst- ur tónleikanna, 725 þúsund krónur, var afhentur MND-félaginu um síð- ustu helgi. Þrestir styrkja MND VINNUEFTIRLITIÐ hefur veitt leikskólanum Óskalandi í Hvera- gerði og Fiskvinnslunni Eyraroddi á Flateyri viðurkenningu vegna fyrirmyndarvinnuverndarstarfs. Öryggistrúnaðarmannakerfi og áhættumat er til fyrirmyndar hjá leikskólanum. Stólar og borðbún- aður starfsmanna og barna er til mikillar fyrirmyndar. Mikið er gert tl þess að koma í veg fyrir óþarfa líkamlegt álag, t.d. með golfstólum og fiskistólum. Hjá fiskvinnslunni Eyrarodda hf. á Flateyri vinna 40 manns. Fyrir- tækið fylgir skýrri stefnu í vinnu- verndarmálum og hefur lokið gerð áhættumats, sem unnið var með þátttöku allra starfsmanna. Óskaland og Eyrar- oddi til mikillar fyrirmyndarHundaræktunar- félagið REX hélt árlega haustsýn- ingu sína í Reið- höll Gusts í Kópavogi helgina 17. og 18. október sl. 105 hundar af 17 tegundum voru á sýningarskrá. Besti hundur sýningarinnar var valinn American Cocker Spaniel-hundurinn Gígju Brown Baron Prins og er þetta önnur alþjóðlega sýningin í röð þar sem hann vinnur titilinn besti hund- ur sýningarinnar. Brown Baron Prins besti hundurinn JARÐHITINN getur leikið mik- ilvægt hlutverk í sjálfbærri þróun á Íslandi og á heimsvísu. Þetta kom fram í er- indi Guðna Ax- elssonar, deild- arstjóra hjá ÍSOR, á opnum fundi um sjálfbæra nýtingu jarðhit- ans á Hilton Nordica. Guðni sagði áratuga reynslu og rannsóknir hafa sýnt að hægt væri að nýta jarð- hitakerfi á sjálfbæran hátt því nýtt „jafnvægisástand“ kæmist oft á eft- ir að nýting hæfist. Guðni sagði sjálfbæra vinnslugetu háða vinnslu- aðferð og tækniframförum. Fræði- lega séð mætti vinna 3.000 MW af raforku úr 0,2% þess varmaforða sem er að finna á 3 km dýpi. Ólafur G. Flóvenz, forstjóri ÍSOR, sagði jarðhitaorkuna hér vera gríðarmikla en við byggjum enn aðeins yfir tækni til að nýta hluta hennar á hagkvæman hátt. Mikil jarðvarmaorka er ónýtt á Íslandi Guðni Axelsson Laugavegi 82, á horni Barónsstígs sími 551 4473 Glæsilegur náttfatnaður Jólakort Svalanna fást hjá okkur Póstsendum Opið mán.-fös. kl. 11-18 lau. 10-16 www.feminin.is • minin@feminin.is Bæjarlind 4, Kópav • sími 544 2222 Peysur kjólar buxur og bolir Str. 38-56 Sérverslun með FÁKAFENI 9 (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16 Skór & töskur www.gabor.is Aðhaldsundirföt - Ný sending Hæðasmára 4 · 201 Kópavogur - Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind Símar 555 7355 og 553 7355 - www.selena.is vera • Laugavegi 49 Sími 552 2020 Ný sending frá Laugavegi 63 • S: 551 4422 Allra veðra kápur 20% afsláttur Stórfréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.