Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 122,31 202,74 116,12 24,539 21,961 17,696 121,0 1,3465 195,21 182,68 Gengisskráning 21. október 2009 122,6 203,23 116,46 24,611 22,026 17,748 121,34 1,3504 195,79 183,19 235,0912 MiðKaup Sala 122,89 203,72 116,8 24,683 22,091 17,8 121,68 1,3543 196,37 183,7 Heitast 8°C | Kaldast 2°C  NA 8-15 m/s á NV- landi, annars hægari. Rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið sunnanlands. » 10 Hinn 5. nóvember fer fram stutt- myndakeppni fyrir ungt fólk í Norræna húsinu. Keppt verð- ur í 3 flokkum. »37 KVIKMYNDIR» Stuttmynda- keppni TÓNLIST» Grímur Atla rokkar upp Dalina. »35 Wild Beasts er ein forvitnilegasta sveit sem frá Bretlandi hefur komið í langan tíma að mati Árna Matt. »36 TÓNLIST» Wild Beasts heillar Árna KVIKMYNDIR» Gamer þykir ekki upp á marga fiska. »37 TÓNLIST» Bók um Villa Vill kemur og út sem hljóðbók. »34 Menning VEÐUR» 1. 6 á gjörgæslu með H1N1 2. Fordæmir ræðu Árna Johnsen 3. Hvað er þetta annað en …? 4. Fær bætur vegna …slyss  Íslenska krónan styrktist um 0,6% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Sigurður Helgason, stjórn- arformaður Ice- landair Group, hef- ur afsalað sér rétti sínum til stjórn- arlauna. Stjórn fé- lagsins samþykkti, að ósk Sigurðar, að styrkja Vild- arbörn um fjárhæð sem svaraði til þeirra launa sem hann afsalar sér. Alls hafa um 260 fjölskyldur lang- veikra barna notið stuðnings frá sjóðnum frá upphafi, en starfsemi Vildarbarna Icelandair byggist á hugmyndum og starfi Peggy Helga- son, eiginkonu Sigurðar. MANNÚÐARMÁL Sigurður afsalar sér stjórn- arlaunum til Vildarbarna  Ástralinn Ben Frost hefur verið búsettur hérlendis lengi vel og hefur sinnt tónsköpun af ýmsu tagi. Hann á t.d. tónlistina í Hamrinum sem er nú sýndur á RÚV. Væntanleg er og mynd frá heimalandi hans, In Her Skin, með stórleikurunum Sam Neill og Guy Pearce í burðarrullum. Frost samdi tónlistina þar en Amiina sá um strengjaleik. Um sannsögulegan spennuhrylli er að ræða sem fjallar um unglingsstúlku sem myrt var af barnapíunni sinni. TÓNLIST Ben Frost semur fyrir mynd með Sam Neill og Guy Pearce  Á síðasta fundi borgarstjórnar flutti Samfylkingin tillögu um að kanna möguleika á að haldnir verði al- þjóðlegir stór- tónleikar tileink- aðir friði í tengslum við tendrun ljóssins á friðarsúlu Yoko Ono á næsta ári, þegar 70 ár verða liðin frá fæðingu Johns Lennon. Ef áhugi sé á málinu hjá listakonunni Yoko Ono skuli þegar hafist handa við að kanna áhuga þekktra innlendra og alþjóðlegra tónlistarmanna á þátt- töku í slíkum tónleikum. TÓNLIST Stórtónleikar á 70 ára afmæli Johns Lennon? GUNNAR Eyjólfsson leikari las brot úr bókinni Elsku besta Binna mín eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur fyrir nemendur 4. bekkjar Fella- skóla í gær. „Ég fékk mjög góðar undirtektir en ég notaði líka tækifærið til að vara börnin við því að byrja að reykja því við viljum ekki eyðileggja það sem við kunnum ekki að búa til,“ segir Gunn- ar og á þar við lungun. Upplesturinn markaði upphaf átaks á vegum borgarinnar og Fé- lagsstarfs eldri borgara þar sem æskan og ellin vinna saman að því að auka lestraráhuga grunn- skólanema og örva málvitund. jmv@mbl.is Gunnar Eyjólfsson leikari les fyrir ungu kynslóðina Gaf börnunum góð ráð í leiðinni Morgunblaðið/Kristinn Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „VIÐ byrjuðum 5. september og hingað koma allt að 15 manns á morgnana,“ segir systir Piotra, ein Teresusystranna sem hafa nú að- stöðu á Sólvallagötu 27 til að taka á móti nauðstöddum. Nunnurnar fundu sjálfar húsnæði og greiðir Teresureglan húsaleig- una. Systir Piotra segir að upp- haflega hafi nunnurnar hugsað sér að koma á fót súpueldhúsi en fengið þau svör frá borginni að matarhjálp Samhjálpar sinnti þörfinni fyrir slíka þjónustu nægilega vel. „Við reynum að hafa góðan morg- unmat eins og egg, beikon eða jafn- vel fisk svo fólk fái næga næringu,“ segir systir Piotra. Hún segir fólki jafnframt frjálst að fá mat með sér heim óski það eftir því. Systir Piotra segir að íbúar í ná- grenninu hafi tekið vel í starfsemi þeirra og boðist til að liðsinna þeim. „Hingað kemur til dæmis maður einu sinni í viku með nokkra poka af kleinum,“ segir systir Piotra ánægð. Hún segir marga sem leita til þeirra aðeins sækjast eftir andlegri hjálp. „Margir sjá krossinn inn um gluggann þegar þeir ganga framhjá og biðja um fyrirbænir og andlega hjálp,“ segir systir Piotra sem segist finna fyrir aukinni þörf fyrir aðstoð á Íslandi eftir bankahrunið í fyrra. Óvíst er hinsvegar um framhald starfseminnar. „Við höfum húsnæðið á leigu til sex mánaða en það er frek- ar dýrt svo ef við ætlum að halda áfram getur verið að við þurfum að leita að einhverju ódýrara,“ segir systir Piotra sem segir húsnæðið á Sólvallagötu mjög gott og henta þeim vel. Maginn fylltur  Teresusystur bjóða upp á beikon, egg og fisk í morgunmat við Sólvallagötu Morgunblaðið/Kristinn Fátækt Teresusystur bjóða mat. Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is KÁRI Stefánsson, forstjóri Ís- lenskrar erfðagreiningar, fær And- ers Jahres-verðlaunin í læknavís- indum sem afhent verða í Osló í næstu viku. Þetta eru ein virtustu vísindaverðlaun Evrópu og nokkurs konar Nóbelsverðlaun Norður- landanna í læknisfræðum. Verð- launaupphæðin er ein milljón norskra króna eða rúmar 22 millj. ís- lenskra króna. Kári verður fyrstur Íslendinga til að hljóta verðlaunin frá upphafi sem voru fyrst veitt í kringum 1960 Framlag til erfðafræði Verðlaunin verða afhent við hátíð- lega athöfn að Noregskonungi við- stöddum. Kári Stefánsson fær að- alverðlaunin að þessu sinni, fyrir framlag Íslenskrar erfðagreiningar til rannsókna á erfðafræði algengra sjúkdóma. Aðrir sem fá verðlaun að þessu sinni eru Svíinn Anders Teng- holm og Finninn Jukka Wester- marck, báðir fyrir rannsóknir á sviði frumulíffræði. „Ég get lítið um þetta sagt. Menn hafa einfaldlega ákveðið að veita okkur þessi verðlaun og ég fer til Osló í næstu viku og veiti þeim við- töku,“ segir Kári Stefánsson. Hann bætir við að í raun haldist við- urkenningin í hendur við ágætan vís- indaárangur sem starfsfólk Ís- lenskrar erfðagreiningar hefur náð að undanförnu. „Síðustu ár hefur verið mikil gróska í öllu okkar vísindastarfi og á næstunni mun okkar fólk birta fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum tímaritum,“ segir Kári Stefánsson. Kári fær norræn læknaverðlaun Viðurkenning Kári Stefánsson fær Anders Jahres-verðlaunin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.