Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
ÞAÐ er komið að
ákveðnum tímamótum
í samskiptum íslensku
þjóðarinnar við AGS.
Efnahagsáætlun AGS
þarfnast róttækrar
breytingar þar sem
hún byggðist á mun
minni skuldsetningu
þjóðarbúsins en nú
hefur komið í ljós. Auk
þess hefur sjóðurinn
ekki staðið við sinn hluta sam-
komulagsins sem gert var fyrir ári.
Greiðslur sem koma áttu með reglu-
legu millibili á þessu ári hafa ekki
borist og engar formlegar skýringar
hafa fengist á töfinni. Íslendingar
hafa hins vegar staðið við sinn hluta
samkomulagsins. Endurreist banka-
kerfið í samræmi við kröfur AGS,
viðhaldið háu vaxtastigi, hafið nið-
urskurð ríkisútgjalda og sýnt í verki
samningsvilja í Icesave-deilunni eins
og kveðið er á um í viljayfirlýsing-
unni. Fyrirvarar Alþingis eru skýrt
merki um samningsvilja.
Einhliða uppsögn AGS
Það er því ekki hægt að túlka tafir
AGS á lánagreiðslum öðruvísi en
þannig að hann hafi einhliða sagt upp
samkomulaginu. Íslensk stjórnvöld
verða því að óska eftir að nýtt sam-
komulag verði gert sem taki mið að
aðstæðum ári eftir að bankakerfið
hrundi. Semja þarf um verulega
vaxtalækkun, að lánum sjóðsins
verði breytt í lánalínur sem aðeins
verða notaðar í neyð og að nið-
urskurður verði mild-
aður til að tryggja fulla
atvinnu. Jafnframt þarf
AGS að aðstoða íslensk
stjórnvöld við að end-
ursemja við erlenda lán-
ardrottna um lægri
vexti og afskriftir til að
forða ríkissjóði og þjóð-
arbúinu frá greiðslu-
þroti strax á næsta ári.
AGS gætir hags-
muna fjármagnseig-
enda
Eitt af hlutverkum sjóðsins hér á
landi er að birta reglulega mat á
skuldaþoli ríkissjóðs til að meta
hvort hann stefni í greiðsluþrot. Það
merkilega gerðist hins vegar í sumar
að sjóðurinn neitaði að birta þessa
útreikninga. Af hverju skyldi það
vera? Jú, ríkissjóður þolir ekki meiri
skuldsetningu, þ.e. Icesave-
skuldsetninguna án þess að eiga á
hættu að lenda í greiðsluþroti. Einn
mælikvarði á skuldaþol ríkissjóðs er
hlutfall erlendra skulda af tekjum
ríkissjóðs í ár er 292% og fer í 318% á
næsta ári. Langt fyrir ofan hættu-
mörk.
AGS telur nauðsynlegt að afnema
gjaldeyrishöftin og vill að 1.000 milj-
arðar verði í gjaldeyrisvarasjóði til
að fjármagna þá aðgerð en árið 2005
var gjaldeyrisvarasjóðurinn aðeins
67 milljarðar. Þessi áætlun er enn
eitt dæmið um AGS hafi ekkert lært
af fyrri mistökum eins og að eyða
gjaldeyrisvarasjóði í vonlausa bar-
áttu við að halda gengi stöðugu.
Seðlabanka er bannað að fara aðra
leið sem er sjálfbær eða fjármagnar
sig sjálf eins og skattur á útstreymi
fjármagns eða uppboðsmarkaður.
Algengt verð á svörtum markaði fyr-
ir evru eru um 220 krónur en skráð
gengi hennar er um 184. Slík sala á
uppboðsmarkaði myndi samsvara
um 20% skattlagningu á útstreymi
fjármagns.
Aðstoð við endurreisn
en ekki innheimtu
Falli AGS ekki á róttækar breyt-
ingar á samkomulaginu sem und-
irritað var fyrir ári er ljóst að sjóð-
urinn er vanhæfur til að aðstoða
okkur. Stefna sjóðsins hefur þá ekk-
ert breyst, þrátt fyrir fögur loforð
um annað. Reynsla annarra þjóða
sýnir að hvert sinn sem taka þarf lán
hjá sjóðnum er hert á skilyrðum fyrir
lánveitingu, þar til á endanum er bú-
ið að skera niður velferðarkerfið,
einkavæða fyrirtæki í almennaeigu
og leyfa aðgang erlendra aðila að
náttúruauðlindum þjóðarinnar.
Þetta megum við ekki láta gerast hér
á landi. Rísum upp sem þjóð gegn
innheimtustofnuninni AGS og vernd-
um hagsmuni komandi kynslóða og
náttúruauðlindir þjóðarinnar.
Eftir Lilju
Mósesdóttur » Það er því ekki
hægt að túlka tafir
AGS á lánagreiðslum
öðruvísi en þannig að
hann hafi einhliða sagt
upp samkomulaginu.
Lilja Mósesdóttir
Höfundur er þingkona Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Breytingar
eða brotthvarf AGS
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta
og daufblinda einstaklinga úthlutar sjónhjálpartækjum
og veitir ráð um notkun þeirra. Nánari upplýsingar og
fróðleikur í síma 54 55 800 og á www.midstod.is
ÞARF AÐ
STÆKKA LETRIÐ?
Lestur er lífsgæði. Stækkunar-
gler, sterk lesgleraugu og margs
konar tækni gagnast þeim sem
vilja njóta þess áfram að lesa þó
að sjónin hafi versnað.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
S
JO
47
63
1
10
/0
9
– meira fyrir áskrifendur
JÓLAGJAFIR FRÁ
FYRIRTÆKJUM
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 9. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn
í síma 569 1134 / 692 1010,
sigridurh@mbl.is
Glæsilegur blaðauki um
allt sem snýr að jólagjöfum
frá fyrirtækjum til starfs-
fólks og viðskiptavina
fylgir Viðskiptablaði
Morgunblaðsins
12. nóvember.
Þetta er handbókin í ár fyrir
stjórnendur sem eiga eftir að
ákveða hvað fyrirtækið ætlar að
gefa samstarfsaðilum, viðskipta-
vinum og eigin starfsfólki í
jólagjöf.