Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009 ÓLAFUR F. Magnússon borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins var duglegur að bóka á fundi borgarstjórnar Reykjavík- ur á þriðjudaginn. Átta mál voru á dag- skrá fundarins og lagði Ólafur fram alls sex bókanir við þessu mál og í þeim flestum var ekki töluð nein tæpi- tunga. Fyrsta mál á dagskrá voru siðaregl- ur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkur, sem samþykktar voru með 14 atkvæð- um gegn atkvæði Ólafs. Um þetta mál óskaði Ólafur bókað m.a.: „Undirritun borg- arfulltrúa á siðareglum fyrir kjörna fulltrúa er ekki pappírsins virði í ljósi þeirrar staðreyndar að fimm af sjö borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokks sem undirrituðu málefnasamning árið 2008 um meirihlutamyndun með F-listanum, meintu ekki eitt einasta orð af því sem þeir undirrituðu. Miðað við það upp- lausnarástand, blandað mannorðsveið- um, sem ríkt hefur á þessu kjörtímabili og hefur ekki síst verið kynt undir af borg- arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins, að undan- skildum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni og Kjartani Magnússyni, verður það að teljast bíræfni af hálfu borgarfulltrúa að ætla að setja fögur orð á blað og kalla það siðareglur.“ Um forgangsröðun hjá borginni lét hann m.a. bóka: „Sú ákvörðun borgaryfirvalda að halda áfram á hraðferð með framkvæmdir við tónlist- ar- og ráðstefnuhús á sama tíma og skorið er niður í velferðarþjónustunni í borginni, er tekin með vitund alls fjórflokksins.“ sisi@mbl.is Bókunarglaður í borgarstjórn Ólafur F. Magnússon bókaði sex sinnum um átta mál sem voru til umræðu Ólafur F. Magnússon Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 6 skýjað Lúxemborg 13 heiðskírt Algarve 21 skýjað Bolungarvík 4 skýjað Brussel 16 heiðskírt Madríd 9 súld Akureyri 2 alskýjað Dublin 12 léttskýjað Barcelona 20 léttskýjað Egilsstaðir 4 alskýjað Glasgow 13 léttskýjað Mallorca 19 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað London 14 léttskýjað Róm 21 heiðskírt Nuuk 0 snjókoma París 12 skúrir Aþena 20 léttskýjað Þórshöfn 10 þoka Amsterdam 14 heiðskírt Winnipeg 4 léttskýjað Ósló 5 skúrir Hamborg 7 skýjað Montreal 9 alskýjað Kaupmannahöfn 9 léttskýjað Berlín 7 skýjað New York 18 skýjað Stokkhólmur 8 skýjað Vín 8 léttskýjað Chicago 16 léttskýjað Helsinki 5 alskýjað Moskva 6 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 22. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 2.16 0,7 8.34 3,9 14.51 0,8 20.53 3,4 8:41 17:45 ÍSAFJÖRÐUR 4.16 0,4 10.28 2,1 16.59 0,5 22.41 1,8 8:54 17:41 SIGLUFJÖRÐUR 0.46 1,2 6.27 0,4 12.44 1,3 19.04 0,2 8:38 17:23 DJÚPIVOGUR 5.41 2,2 12.04 0,5 17.45 1,8 23.58 0,5 8:12 17:12 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á föstudag Norðaustan 10-15 m/s um landið norðvestanvert, en ann- ars hægari vindur. Rigning eða slydda og snjókoma til fjalla, en skýjað og þurrt suðvest- anlands. Hiti nálægt frostmarki fyrir norðan, en annars 2 til 6 stig. Á laugardag og sunnudag Norðaustlæg átt, 5-10 m/s og dálítil rigning eða slydda með köflum, en þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti 1 til 6 stig, mildast sunnan til. Á mánudag og þriðjudag Austlæg eða breytileg átt og skúrir á víð og dreif. Heldur kólnandi veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 8-15 m/s um land- ið norðvestanvert, en annars hægari vindur. Rigning eða súld með köflum, en úrkomulítið sunnanlands eftir hádegi. Hiti 2 til 8 stig, mildast sunnan til. Hvers vegna skyldi Icesave-umræðan vera jafn löng og ruglingsleg og raun ber vitni? Það skyldi þó ekki vera vegna þess að stjórnvöld hafa talað út og suður svo enginn sem hlustar veit sitt rjúkandi ráð.     Hinn 29. júlí sl.sagði Jón Sigurðsson, sem samdi um lán við Norðurlöndin, til að mynda: „Eng- in skilyrði voru fyrir því í lána- samningum við Norðurlöndin að Alþingi sam- þykkti Icesave.“     Hinn 31. júlí sl. sagði SteingrímurJ. Sigfússon, fjármálaráðherra, að Norðurlöndin myndu ekki af- greiða lán sitt fyrr en Icesave- samkomulag lægi fyrir. Þetta hefði hann vitað í nokkrar vikur.     Hinn 10. ágúst sl. sagði JóhannaSigurðardóttir, forsætisráð- herra, á Alþingi: „Ég held að það sé alveg skýrt og klárt að norrænu lánin eru ekki tengd Icesave- samningnum að neinu leyti öðru en því að norrænu lánin eru liður í þeirri áætlun sem við höfum gert með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Það er ekkert annað sem þar býr að baki að mínu viti.“     Fjölda annarra dæma um misvís-andi málflutning ráðamanna mætti nefna í þessu sambandi. Aug- ljóst er að miðað við þann fjölda upplýsingafulltrúa og aðstoð- armanna sem stjórnvöld hafa ráðið til sín getur svo misvísandi upplýs- ingagjöf ekki verið óviljaverk.     Þá stendur eftir spurningin:Hvers vegna vilja stjórnvöld að umræðan um Icesave og AGS sé ruglingsleg og óskiljanleg almenn- ingi? Getur verið að staðreyndir málsins kæmu stjórnvöldum illa? Jóhanna Sigurðardóttir Vísvitandi ruglingur um Icesave

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.