Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
KA-menn eiga skilið hrós vikunnar
hér fyrir norðan. Þeir kynntu nefni-
lega spennandi samstarf við enska
félagið Arsenal um knattspyrnu-
skóla hér í höfuðstað Norðurlands
næsta sumar. Verst að maður er
ekki enn barn. Ekki nóg að vera
barnalegur til að fá að vera með.
Skólinn verður á KA-svæðinu 14. til
18. júní og er ætlaður strákum og
stelpum, 10 til 16 ára og munu 200
komast að. Fjórir þjálfarar frá
Knattspyrnuskóla Arsenal koma til
Akureyrar og hafa yfirumsjón með
námskeiðinu en þeim til aðstoðar
verða þjálfarar frá KA og Þór.
Nokkrir gestaþjálfarar mæta til
leiks, t.d. Ólafur Jóhannesson lands-
liðsþjálfari karla, Sigurður Ragnar
Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna,
Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram,
Ólafur H. Kristjánsson þjálfari
Breiðabliks og síðast en ekki síst,
Aron Einar Gunnarsson landsliðs-
maður hjá Coventry á Englandi.
Þegar er ljóst að fjölmenni verður
hér í bænum 15. til 17. september á
næsta ári. Þetta get ég fullyrt án
þess að vera spámannlega vaxinn
því þá verður haldin hér ferða-
kaupstefnan Vestnorden. Hún er
samstarfsverkefni Grænlands, Fær-
eyja og Íslands, haldin árlega, til
skiptis á Íslandi og Danmörku, en
áður líka í Færeyjum og Grænlandi.
Vestnorden var síðast haldin á Ak-
ureyri árið 2002. Kaupstefnan var
haldin í Reykjavík 2008 og þá sóttu
hana um 560 manns. Stefnt er að því
að þeir verði ekki færri að ári.
Fyrsti heimaleikur Akureyrarliðsins
í handbolta í vetur verður í kvöld í
Höllinni þegar FH-ingar koma í
heimsókn. Aðsókn á heimaleikina í
fyrravetur var ótrúlega mikil og svo
verður vonandi áfram.
Lið Akureyrar hlýtur að vera það
eina í veröldinni, í efstu deild, sem
eingöngu er skipað heimamönnum.
Guðlaugur Arnarsson telst heima-
maður þótt hann sé frá Húsavík því
foreldrar hans bjuggu um tíma á Ak-
ureyri...
Blaðberi hér í höfuðstaðnum bað
mig um að koma á framfæri þeirri
ósk til bæjarbúa að hafa útiljós log-
andi. „Það er nóg að búa á Íslandi í
dag þó svo ekki sé á blaðburðafólk
lagt að bera út í niðamyrkri hjá
áskrifendum!“ sagði viðkomandi.
Þær upplýsingar fylgdu beiðninni að
ekki kosti mikið að hafa útiljósið log-
andi; um að gera sé að kaupa spar-
peru og meira að segja sé hægt að fá
sparperu með ljósnema þannig að
ekki logi á henni allan sólarhringinn.
Þá vitið þið það.
Hljómsveitin Thin Jim and the Cast-
aways treður upp á Græna hattinum
annað kvöld og á laugardagskvöldið
verður þar blúskvöld með Bandinu
hans pabba; Björgvin Gíslason á gít-
ar, Tómas M. Tómasson á bassa, Ás-
geir Óskarsson á trommur og Mar-
grét Guðrún syngur og leikur á
píanó.
Sýningin Íslensk samtímahönnun;
Húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr
hefst í Ketilhúsinu á laugardag kl.
14.
Sýningin Evudætur verður opnuð í
Listasafninu á Akureyri á laug-
ardaginn, en þar sýna Þórunn El-
ísabet Sveinsdóttir (Tóta), Þorbjörg
Halldórsdóttir (Tobba) og Hrafn-
hildur Arnardóttir. Þessar vinkonur
unnu allar um skeið hjá Fríðu
frænku þar sem gamlir hlutir ganga
í endurnýjun lífdaga og andi hins
liðna svífur yfir vötnum. Þær eiga
einnig sameiginlegt að vinna með
fundna hluti og alls konar lífræn og
ólífræn efni og aðferðir.
Hrefna Harðardóttir opnar sýn-
inguna DÍSIR í DaLí Gallery á
laugardaginn kl. 14.
Kvennafrídagurinn er á laugardag-
inn og af því tilefni halda Akureyr-
arbær og Jafnréttisstofa hádeg-
isverðarfund á morgun, föstudag, á
Hótel KEA kl. 12 til 13.30. Þar verð-
ur fjallað um jafnréttismál á Ak-
ureyri og jafnréttisfræðslu í leik- og
grunnskólum.
Ragnar S. Ragnarsson hlaut á dög-
unum titilinn akstursíþróttamaður
Bílaklúbbs Akureyrar 2009. Ragnar
varð Íslandsmeistari í MC flokki í
þriðja skipti í röð. Nafnbótina hlaut
hann í mikilli veislu, Októberfest
klúbbsins.
Unnið er að lagfæringum á Ak-
ureyrarvelli þessa dagana. Hann
var siginn að vestanverðu en á að
verða rennisléttur og fínn í vor.
Heimaleikir KA fara fram á vell-
inum.
Dúettinn Þú og ég, sem heldur upp
á 30 ára starfsafmæli um þessar
mundir, skemmtir í Sjallanum á
laugardagskvöldið. Hljómsveitin
Buff leikur undir hjá Helgu Möller
og Jóhanni Helgasyni.
AKUREYRI
Skapti Hallgrímsson
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Flottur Akureyrarvöllur hefur löngum verið talinn góður og verður enn
betri næsta sumar eftir þær lagfæringar sem unnið er að þessa dagana.
Bónus
Gildir 22.-25. október verð nú áður mælie. verð
Pampers bleiur midi, 60 stk........ 1698 28 kr. stk.
Pampers bleiur maxi, 50 stk. ...... 1698 34 kr. stk.
Pampers bleiur junior, 44 stk. ..... 1698 39 kr. stk.
Pampers blautþurrkur, 72 stk...... 259 3 kr. stk.
Johnson barnasjampó, 750 ml ... 598 797 kr. ltr
Ks frosin lambasvið .................... 268 298 268 kr. kg
KB ferskt ungnautahakk ............. 974 1.198 974 kr. kg
NV nautaborg. 4 stk. m/brauði ... 498 629 125 kr. stk.
Myllu samlokubrauð, 770 g........ 179 248 232 kr. kg
Dilettok., 400 g, malað/baunir ... 298 319 745 kr. kg
Fjarðarkaup
Gildir 22.-24. október verð nú áður mælie. verð
SS frosin lifrarpylsa, ósoðin ........ 530 768 530 kr. kg
SS frosinn blóðmör, ósoðinn....... 485 698 485 kr. kg
FK saltað folaldakjöt .................. 589 917 589 kr. kg
FK reykt folaldakjöt .................... 589 917 589 kr. kg
Hamborgarar 4 x 80 g m/brauði . 456 548 456 kr. pk.
Nautafille úr kjötborði ................ 2.498 2.998 2.498 kr. kg
Lambasúpukjöt, frosið ............... 535 669 535 kr. kg
Grísalundir úr kjötborði............... 1.498 2.198 1.498 kr. kg
Grísahnakki úrb. úr kjötborði....... 798 1.498 798 kr. kg
Lambaprime úr kjötborði ............ 1.998 2.398 1.998 kr. kg
Hagkaup
Gildir 22.-25. október verð nú áður mælie. verð
Ferskar kjúklingabringur ............. 1.884 2.898 1.884 kr. kg
Ferskar kjúklingalundir western ... 1.884 2.899 1.884 kr. kg
Púrtvíns lambafile ...................... 2.799 3.998 2.799 kr. kg
Íslandsnaut gúllas ..................... 1.679 2.398 1.679 kr. kg
Íslandsnaut snitsel .................... 1.679 2.398 1.679 kr. kg
Íslandsnaut hakk ....................... 1.124 1.498 1.124 kr. kg
Egils malt og appelsín, 0,5 ltr ..... 155 169 155 kr. stk.
Myllu risabrauð.......................... 199 219 199 kr. stk.
Myllu croissant m/skinku ........... 199 249 199 kr. stk.
Myllu pistasíustykki.................... 149 199 149 kr. stk.
Krónan
Gildir 22.-25. október verð nú áður mælie. verð
Grísasnitsel ............................... 799 1.698 799 kr. kg
Grísagúllas................................ 799 1.598 799 kr. kg
SS grand orange helgarsteik ....... 1.798 2.098 1.798 kr. kg
Krónu hamborgarhryggur ............ 898 1.498 898 kr. kg
Krónu kjúklingabringur ............... 1.598 1.798 1.598 kr. kg
Krónu bayonneskinka................. 799 799 799 kr. kg
Kjörís tilboðs-vanilluís ................ 239 289 239 kr. ltr
Goða súpukjöt í poka................. 599 668 599 kr. kg
Nóatún
Gildir 22.-25. október verð nú áður mælie. verð
Grísalund krydduð að eigin vali ... 1.199 1.998 1.199 kr. kg
Grísasteik að hætti Dana............ 999 1.998 999 kr. kg
Lambainnralæri ......................... 2.549 3398 2.549 kr. kg
Lambasúpukjöt af nýslátruðu...... 598 698 598 kr. kg
Ungnautainnralæri..................... 1.998 3.498 1.998 kr. kg
Ungnautapiparsteik ................... 1.998 3.498 1.998 kr. kg
Laxasneiðar .............................. 979 1.398 979 kr. kg
Ísl. m. kjúklingaleggir ................. 569 949 569 kr. kg
Ísl. m. kjúklingalæri með beini .... 569 949 569 kr. kg
Kjötsúpugrænmeti ..................... 299 379 299 kr. kg
Þín verslun
Gildir 22.-28. október verð nú áður mælie. verð
Ísfugls kjúklingur heill................. 620 886 620 kr. kg
Jacobs pítubrauð fín/gróf, 400 g. 210 279 525 kr. kg
Remi piparmyntukex, 100 g........ 210 259 2.100 kr. kg
Weetos heilhveitihringir, 375 g .... 535 655 1.427 kr. kg
Pickwick te granatepli/hindber ... 310 398 310 kr. pk.
Nusco súkkul.smjör, 400 g ......... 375 469 938 kr. kg
Pataks Tikka Masala sósa, 540 g 435 569 806 kr. kg
Emmess Skafís súkkulaði ........... 589 639 589 kr. ltr
Kjörís Nóa bananaspr. 0,5 ltr ...... 349 745 698 kr. kg
Milda þvottaefni, 700 g.............. 498 698 712 kr. kg
Helgartilboðin
Bleiur og blautþurrkur