Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 16
16 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
Matthías Johannesson skáldlærði kvæðastúf Hannesar
Hafsteins, sem birt var pistli um-
sjónarmanns á mánudag, í vega-
vinnunni á Vatnsskarði og þá var
það svona:
Þarna tifar Tóta
tekur á milli fóta
eina alin rétta
yfir grundu slétta.
Gott eiga þær grundir
að gægjast þar upp undir.
Ó, að ég væri alin
í einu skrefi falin.
Bréf barst til Vísnahornsins frá
Elínu Ebbu Skaptadóttur, en þar
segist hún hafa lært fyrstu hend-
inguna þannig: „Tóta litla Tóta“.
Og hún skrifar að það hafi verið
sungið við gamla lagið: „Þar sem
háir hólar“. Hannes var bróðir
móðurafa Elínar Ebbu, Marinós
Hafstein, en hún er 68 ára og þeir
voru gengnir fyrir hennar dag.
„Ég kann þessa vísu siían ég var
barn og hef aldrei séð hana á
prenti eða heyrt að hún væri eftir
Hannes en lagið var mikið sungið í
gamla daga og þetta festist í
manni.“
Kristján Karlsson skáld lærði
fyrstu hendinguna þannig: „Fal-
lega tifar Tóta“, eins og hún var í
Morgunblaðinu á mánudag. Og
hann hafði orð á því, að kannski
gengi Tóta aftur í revíuvísum Páls
Skúlasonar ritstjóra Spegilsins,
Tóta litla tindilfætt. En þar er vís-
að til þess að ambögur í Morg-
unblaðinu voru kallaðar fjólur og
Valtýr Stefánsson fjólupabbi.
Síðasta erindið er svohljóðandi:
Tóta litla tölti af stað
til að kaupa Morgunblað.
„Seint ert þú á labbi,“
sagði Fjólupabbi.
„Ekkert varðar þig um það,
ég þarf að fá eitt Morgunblað.
Maður getur alltaf á sig blómum bætt,“
svaraði hún Tóta litla tindilfætt.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Af ferðum Tótu
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Ég hef verið með ólæknandisöfnunaráráttu frá því égvar stelpa en þá safnaðiég leikaramyndum,
dúkkulísum og öðru dóti,“ segir
Guðný Þórarinsdóttir sem safnar enn
í sarpinn, bæði fyrir sjálfa sig og
aðra. Hún segist nánast engu geta
hent. „Þetta hefur spurst út og ná-
grannar mínir og vinir koma gjarnan
til mín með dót sem þeir eru á leið
með í ruslið og leyfa mér að hirða það
sem ég vil. Fyrir vikið er bílskúrinn
minn og allar geymslur hjá mér fullar
af dóti,“ segir Guðný sem er sér-
staklega veik fyrir gömlum hlutum.
„Ég fer nokkrum sinnum í viku í
Góða hirðinn, oft í Kolaportið og líka í
búðir Hjálpræðishersins og ég finn
alltaf eitthvað athyglisvert. Fyrir
nokkrum árum opnaðist alveg nýr
heimur fyrir mér í söfnun þegar ég
kynntist uppboðsvefnum eBay. Ég
var að leita þar að dúkkum til að bæta
í dúkkusafnið mitt og keypti nokkrar
frá Þýskalandi en sá þá hvað þetta er
frábær vettvangur fyrir fólk með
áhuga á gömlum hlutum. Núna kaupi
ég fullt af hlutum sem ég tek myndir
af og set á þennan uppboðsvef og það
hefur gengið mjög vel. Fólk um allan
heim hefur keypt hluti af mér.“
Led Zeppelin fór til Japan
Guðný segir að sér finnist mjög
skemmtilegt að höndla með gamla
hluti með sál. „Það er svo gaman að
ég veit aldrei hvernig viðbrögðin
verða þegar ég set eitthvað inn á vef-
inn. Stundum kemur í ljós að eitthvað
sem ég hélt að væri kannski ekkert
merkilegt, er mjög verðmætt og eft-
irsótt af söfnurum úti í heimi. Til
dæmis þegar ég setti Led Zeppelin
plakatið mitt frá árinu 1970 inn á
eBay, þá var safnari í Japan sem tók
strax við sér og var tilbúinn að borga
vel fyrir það.“ Guðný segir marga
hafa hvatt sig til að opna verslun. „En
ég vil ekki binda mig í búð, mér finnst
meira gaman að sinna þessu á þenn-
an hátt, þegar mér hentar og þegar
ég hef tíma. Mér er líka mikið í mun
að hlutirnir lendi á réttum stöðum,
hjá fólki sem kann að meta þá. Þetta
stúss mitt snýst semsagt ekki ein-
vörðungu um að græða,“ segir Guðný
en játar fúslega að í sér blundi vissu-
lega kaupmaður. „Jú, ég elska að
selja hluti í Kolaportinu, sem ég geri
alltaf annað slagið. Það er svo
skemmtilegt. Ég get líka alveg
gleymt mér í gramsinu ef ég kemst á
markaði í útlöndum. Mér finnst ekki
síður gaman þegar vinir mínir færa
mér hluti sem þeir rekast á í útlönd-
um og eru nokkuð vissir um að ég
kunni að meta. Vinkona mín færði
mér til dæmis dúkku frá Rússlandi til
að auðga brúðusafnið mitt.“ Til
marks um hversu mikið hún leggur á
sig til að koma hlutum á rétta staði
hafði Guðný mikið fyrir að redda
Rauða kverinu á íslensku fyrir kín-
verskan safnara sem hafði samband
við hana í gegnum eBay og vantaði ís-
lensku útgáfuna.
Gamall póstkistill
Heimili Guðnýjar er stútfullt af
hlutum sem bera með sér anda gam-
als tíma og margir þeirra geyma sögu
og hafa tilfinningalegt gildi. Þar á
meðal er stytta frá 1940 af konu í ís-
lenskum skautbúningi. „Maðurinn
minn erfði þessa styttu en mér þykir
sérstaklega vænt um hana vegna
þess að ég komst að því hjá honum
Níels á Safna-safninu að konan sem
bjó hana til hét Elísabet Geirmunds-
dóttir. Hún framfleytti fjölskyldu
sinni með því að búa til og selja svona
styttur.“ Og augun rekast líka á rauð-
an kistil sem kúrir upp við vegg og
ber með sér að hann er forn. „Einar
Þorláksson listmálari átti þennan
kistil en hann var stjúpfaðir minn.
Hann var notaður sem póstkistill á
sínum tíma en ég geymi í honum
póstkort, en þeim hef ég safnað í
gegnum tíðina og hef ekki lengur tölu
á þeim.“
Elskaði Cliff Richard
Guðný er líka heilluð af gömlum
tímaritum og blöðum og tekur til
nokkur fögur sýnishorn. „For-
síðustúlkurnar Sophia Loren og
Bridget Bardot eru í miklu uppáhaldi
og þessar gyðjur prýða margar for-
síður þessara tímarita. Þær eru líka á
leikaramyndunum mínum frá 1965,“
segir Guðný og dregur fram ógrynni
af myndum af gömlu góðu stjörn-
unum og þar á meðal Bítlunum. „Paul
McCartney var uppáhaldsbítillinn
minn en ég elskaði Cliff Richard.“
Athygli vekur að hirtir í hinum
ýmsu útgáfum leynast hér og þar á
heimilinu, einn er stór og gylltur,
annar grár og gamall. Í ljós kemur að
þetta er einn anginn af áráttu Guð-
nýjar. „Maðurinn minn heitir Hjörtur
og ég gef honum alltaf einn hjört á
hverjum jólum og engir tveir eru
eins. Hann hefur sýnt mér og minni
söfnunaráráttu mikla þolinmæði og
kippir sér ekkert upp við það þó eitt-
hvað bætist við hér inni eða úti í
skúr.“
Blessuð af Páli páfa
Auðvitað leynast gullmolar í öllu
þessu magni gamalla hluta og þeir
eru ekki falir, eins og til dæmis Mar-
íustyttan sem vinkona Guðnýjar kom
með frá Ítalíu og er hvorki meira né
minna en blessuð af sjálfum Páli páfa.
„Slíkan mun má aldrei gefa frá sér og
það stendur ekki til, hún sér um að
blessa heimilið mitt,“ segir Guðný
sem kann best við sig í gömlum hús-
um með upprunalegum innréttingum
og gömlum húsgögnum. Það þarf því
ekki að koma á óvart að heima hjá
henni eru ekki aðeins innréttingarnar
upprunalegar, heldur líka gólfdúk-
urinn og inni í fataskápnum er kam-
fóruviður sem heldur frá möl, sem er
kannski eins gott, því Guðný er líka
með fata- og skódellu. „Fötin mín eru
héðan og þaðan úr heiminum og
mörg hver ansi gömul. Mér finnst
gaman að skarta fögrum klæðum.
Indverski serkurinn minn vakti mikla
lukku þegar ég mætti eitt sinn í hon-
um á árshátíð. Ég á líka allsérstaka
útsaumaða flík frá Úsbekistan en ég
hef komist að því að handverkið það-
an er einstaklega fallegt.“
Með söfnunaráráttu á háu stigi
Hún segist halda að hún
hafi verið þjóðbún-
ingadúkka í fyrra lífi, svo
heilluð er hún af slíkum
brúðum.Guðný Þórarins-
dóttur kaupir og selur
gamla hluti með sál.
Morgunblaðið/Heiddi
Fagurkeri Guðný í eldhúsinu heima
með nokkrar þjóðbúningadúkkur.
Brúðusafn Aðeins brot af brúðusafninu sem er frá öllum heimshornum.
Fjölbreytt Það kennir margra grasa í því sem Guðný hefur sankað að sér.
Leikaramyndir Paul McCartney er uppáhaldsbítillinn.
Gyðjur Hin íðilfagra Bridget Bardot
prýðir forsíður gamalla tímarita.
Billed Bladet er frá 1939.