Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009  Morgunblaðið greindi í gær frá því að verið væri að smíða stól fyrir hæsta mann í heimi, Sultan Kosen, í G.Á. húsgögnum, en Kosen kemur til landsins í kvöld. Þetta mun þó ekki vera eini stóllinn sem smíð- aður hefur verið fyrir risa á Íslandi því við Íslendingar áttum okkar risa, hann Jóhann Svarfdæling, og eru tveir stólar sem áður voru í hans eigu til sýnis í Byggðasafninu Hvoli á Dalvík, stólar sem sérsmíð- aðir voru fyrir hann, m.a. hæg- indastóll með skemli. Jóhann var var 234 cm á hæð en Kosen er 246,5 cm. Kosen er „bara“ 12,5 cm hærri. Tveir stólar fyrir risa í Byggðasafninu Hvoli Fólk DJASSKLÚBBURINN Múlinn stendur fyrir nokkuð óvenjulegum tónleikum í kvöld, en út- gangspunkturinn er plata söngkonunnar Joni Mitchell, Mingus, sem út kom fyrir þrjátíu ár- um. Plötuna vann hún með djassgoðsögninni Charles Mingus en hann lést áður en platan var fullkláruð. Platan þótti nokkuð tilraunakennd og var hún tileinkuð Mingus. Myndir af Mingus eftir Mitchell, sem sinnir í dag tónlist og mynd- list jöfnum höndum, prýða umslagið. Á tónleikunum koma fram tvær hljóm- sveitir. Joni Mitchell Tribute hefur leik en hún er skipuð söngkonunni Erlu Stefánsdóttur, Helga Rúnari Heiðarssyni, Hlyni Stefánssyni, Inga Bjarna Skúlasyni, Sigmari Þór Matthías- syni og Örvari Erlingi Árnasyni. Á tónleik- unum flytur sveitin nokkur lög af Mingus ásamt öðrum lögum úr safni Mitchell í bæði nýjum og eldri djössuðum útsetningum. Þau hefja leik kl. 21. Kl. 22.30 kemur svo söng- konan María Magnúsdóttir fram ásamt hljóm- sveit sinni Mama’s Bag. María gaf nýlega út sína fyrstu plötu, Not Your Housewife, sem inniheldur 11 lög og texta eftir hana, sem eiga rætur að rekja til R&B, fönks og djass. Ásamt Maríu koma fram Ragnar Árni Ágústsson, Rafn Emilsson, Stefán H. Henrýsson, Kristján Hafsteinsson og Sigfús Ómar Höskuldsson. Tónleikar Múlans fara fram í Jazzkjallaranum, á Caffé Cultura, Hverfisgötu 18, gegnt Þjóð- leikhúsinu og hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 1.500 krónur, 800 krónur fyrir nemendur. Múlinn heiðrar Mitchell Halló! Joni Mitchell gægist út.  Og enn af íslenskri húsgagna- hönnun fyrir risa! R.B. RÚM er að hanna rúm fyrir hæsta mann í heimi, Sultan Kosen, og er það hvorki meira né minna en 270 cm langt. Þá er verið að sauma sér- staklega langa pífu og lak á rúmið, púða og aðra fylgihluti. Þá er einn- ig búið að útbúa 270 cm langa springdýnu. Rúmið verður flutt með öllu tilheyrandi í dag á Hótel Loftleiðir. Það verður ansi merki- legt herbergið sem Kosen dvelur í, venjulegur maður hlýtur að fá það á tilfinninguna að hann sé í Puta- landi. Í það minnsta er havaríið svipað og þegar Gúllíver rak á land. Risarúm, risadýna og risapífa í Putalandi Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands mun í kvöld og á morgun leika úrval af kvikmyndatónlist Johns Williams, sem er óhikað kunnasta kvikmynda- tónlistarskáld allra tíma. Má svo gott sem fullyrða að hvert mannsbarn þekki þó ekki sé nema eitt stef eftir Williams. Afkastamikill er hann með eindæmum en þekkt- ustu myndirnar sem hann hefur komið að eru Star Wars, Indiana Jones, E.T., Jaws og Superman. Hann hefur verið tilnefndur til 45 Óskarsverðlauna, sem eru fleiri tilnefningar en nokkur annar hefur hlotið, að Walt Disney undanskildum. Á fullu „blasti“ Stef úr nefndum kvikmyndum verða að sjálf- sögðu flutt á tónleikunum ásamt fleirum en svo verður lætt inn forvitnilegum mola, stefi úr mynd- inni The Cowboys frá 1972, einni af síðustu mynd- unum sem John Wayne lék í. „Þegar tónlistin er sett í þennan búning, þ.e. án kvikmyndarinnar, flutt af sinfónusveit á fullu „blasti“ í sal, verður ljóst hversu mikið tónskáld John Williams raunverulega er,“ segir Árni Heimir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sinfóníuhljómveit- arinnar. „Tónlistin stendur vel, ein og sér, og það er ekki sjálfgefið með kvikmyndatónlist. Tónlist Williams fangar athyglina algerlega, hún er meira en ein- hver „effekt“. Þegar maður hlustar á verk Williams heyrir maður að hann kann vel á hljómsveitina og kann að nýta sér í topp öll þau mismunandi blæ- brigði sem hún býður upp á. Framvinda verkanna er sterk og lógíkin mikil. Þetta er einfaldlega vel samin tónlist, og á stórum og jafnvel mikilúðlegum skala.“ Árni segir Williams þaullesinn í sinfónískun tónbókmenntum og hann vinni gagngert með arf- leifð Stravinskís, Holsts og Strauss og kannski ekki síst Aarons Coplands, arkitekts hins svokallaða ameríska stíls. „En í dag mætti vel kalla Williams þjóð- artónskáld Bandaríkjamanna, við hann tengja allir og hann er nokkurs konar músíkalskt sameining- artákn.“ – En þykir Williams vera „ódýrt“ tónskáld? „Það fer eftir því hvern þú spyrð,“ segir Árni og hlær við. „Á póstmódernískum tímum hefur Willi- ams mætt meiri skilningi ef svo mætti segja en þessi tónlist er auðvitað í eðli sínu markaðsvæn og þess má geta að hann hefur verið að semja „alvar- legri“ verk meðfram þessari vinnu líka. En vegna eðlis þeirra kvikmynda sem hann hefur samið fyrir hefur hann ekki getað leyft sér hluti sem „har- dcore“ nútímatónskáld geta leyft sér.“ Hvað segir HÖH? Hilmar Örn Hilmarsson, HÖH, er eitt af okkar fremstu kvikmyndatónskáldum og hefur samið fyr- ir myndir eins og Engla alheimsins og Börn náttúr- unnar. „Ég hef miklar mætur á Williams, og hreifst mjög af í upphafi, en fyrir minn hatt á hann oft til að sprengja sig fullmikið upp og eina kvikmyndin sem ég hef gengið út af er Close Encounters of The Third Kind, en ég hreinlega þoldi ekki við vegna tónlistarinnar, sem fór í alltof háar hæðir fyrir minn smekk.“ Hilmar segist hrifnari af Williams þegar hann leyfir sér að slaka aðeins á og bendir á einfalda lý- ríkina í Schindler’s List því til staðfestingar. „Maðurinn er snillingur, á því er enginn vafi. Hann skilgreindi einn og sjálfur það sem hefur ver- ið kallað stórmyndatónlist eða „blockbuster score“, samdi allar reglurnar og aðrir hafa einfaldlega reynt að halda í við hann. Hann er alger risi í þess- um efnum, ósnertanlegur og þessi stef, sérstaklega fyrir Superman og Star Wars, eru eftirminnileg og fín. Ég ber því djúpstæða virðingu fyrir honum um leið og mér sárnar fyrir hans hönd, þetta hafa verið of miklar umbúðir í seinni tíð. Ég kenni George Lu- cas um þetta, Williams er eiginlega fórnarlamb eig- in hæfileika mætti segja.“ Það er Michael Krajewskí sem mun stýra sveit- inni en uppselt er í kvöld. Enn eru þó til miðar á aukatónleika sem fram fara á morgun. Epískt Tónlist Johns Williams við Stjörnustríðsmyndirnar ber þessu mikla kvikmyndatónskáldi einstaklega fagurt vitni. Þjóðartónskáld Bandaríkjanna  Sinfóníuhljómsveit Íslands flytur verk Johns Williams á tvennum tónleikum  Höfundur tónlistarinnar í Star Wars, Superman, Indiana Jones, E.T. o.fl. Árni Heimir Ingólfsson Hilmar Örn Hilmarsson John Williams fæddist 8. febrúar árið 1932 í New York. Hann innritaðist í hinn virta Juilliard-skóla árið 1955 og í upphafi ferils síns sinnti hann ýmsu, vann fyrir sér sem djasspíanisti og lék inn á hljóðmynd nokkurra mynda sem Henry Mancini sá um að tónsetja, m.a. Pet- er Gunn. Williams hefur verið kallaður síðrómantíker og stór- eflistónlist Wagners varð honum m.a. innblástur. Fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem hann samdi fyrir var B-myndin Daddy-O (1958) og hann gat sér snemma gott orð í Hollywood, bæði fyrir fjölhæfni og afkastagetu. Han fékk sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir Valley of the Dolls (1967) og á áttunda áratugnum sá hann um tónlist fyrir stórslysamyndir eins og The Poseidon Adventure, Earthquake og The Towering Inferno. Williams kynntist Steven Spielberg á þessum tíma og samdi tónlist fyrir fyrstu mynd leikstjórans, The Sugarland Express (1974). Fyrsta stef Williams sem varð heimsfrægt var svo hið einfalda en mjög svo áhrifaríka stef fyrir Jaws (1975). Spielberg kynnti Williams fyrir George Lucas og árið 1977 kom fyrsta Star Wars-myndin út með tónlist Williams. Örlögin voru ráðin eftir það mætti segja en þessir tveir menn áttu eftir að notfæra sér krafta Willi- ams í allar helstu stórmyndir sínar næstu árin. John Williams: Hirðskáld Steven Spielberg og George Lucas Risi John Williams.  Rokkrásin X-ið 977 hleypir nýrri tónleikaröð af stokkunum í kvöld og ber hún heitið Afleggjarar. Fer hún fram á Sódómu Reykjavík en röðin mun snúast um það allra besta sem er að gerast í íslenskri tónlist í dag. Á fyrsta kvöldi Af- leggjara koma fram þrjár sveitir sem allar senda frá sér skífu fyrir þessi jól. Þessar sveitir eru Dikta, Ourlives og Sykur og munu þær að sjálfsögðu leika efni af skífunum at- arna. Plata hljómsveitarinnar Syk- ur er komin út á vegum Records Re- cords en plötur Ourlives og Diktu koma út í nóvember undir merkjum Kölska sem er nýtt útgáfufyrirtæki á vegum Barða Jóhannssonar. Ekki geta allar hljómsveitir íslenskar státað af því að hafa gert plötu- samning við sjálfan myrkrahöfð- ingjann. Húsið verður opnað stund- víslega kl 21 og fyrsta band stígur á svið kl 22. Miðaverð er 1.000 krón- ur, 333,3 krónur á band. X-ið 977 setur nýja tónleikaröð í gang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.