Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
PETER JACKSON
KEMUR EIN BESTA MYND
ÞESSA ÁRS!
BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK
- Æðisleg!
- Algjört meistarverk!!
- Myndin er geeðveik! :D
- sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi
- Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana
- Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra
- hún er geeeðveik
- Snillddddddd
- Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU
YFIR 25.000 GESTIR FYRSTU 3 VIKURNAR
SURROGATES
HHHH
- K.U. - TIME OUT NEW YORK
"ENTERTAINING AND INGENIOUS!
- ROGER EBERT
EKKI ER
ALLT SEM
SÝNIST!
STRANGLEGA BÖNNUÐ BÖRNUM
MÖGNUÐ
SPENNUMYND
SEM FÆR
HÁRIN TIL
AÐ RÍSA
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSI
BEIN ÚTSENDING LAUGARDAGINN 24. OKTÓBER KL. 17.00 (UPPSELT)
ENDURSÝND MIÐVIKUDAGINN 28. OKTÓBER KL. 18.30
NÁNARI UPPLÝSINGAR Á WWW.OPERUBIO.IS
“MORE SHOCKING THAN
‘THE SIXTH SENSE.’”
– PAUL CHRISTENSEN, MOV-
IEWEB.COM
“NOT SINCE ‘FATAL AT-
TRACTION’ HAS A MOVIE
DELIVERED SUCH SURPRIS-
ING MOMENTS.”
– MARK S. ALLEN, CBS-TV
HHH
„KOM MÉR VERULEGA Á ÓVART.
EINN ÓÞÆGILEGASTI HORROR-
ÞRILLER SEM ÉG HEF SÉÐ Í ÁR.“
T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHH
„ÓTTINN LÆSIR Í MANN
KALDRI KRUMLUNNI.“
S.V. MBL
HHHH
- T.V. KVIKMYNDIR.IS
HHHH
- ROGER EBERT
HHHH
– H.S. MBL
HHHH
RÁS 2-HGG
HHHH
Ó.H.T. RÁS 2
Í REYKJAVÍK
SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI
MANNLEG
FULLKOMNUN
– HVAÐ GETUR
FARIÐ ÚR-
SKEIÐIS?
BRUCE WILLIS ER
MÆTTUR Í HÖRKU-
SPENNANDI
MYND SEM
ENGIN MÁ
MISSA AF
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI
SÝND Í ÁLFABAKKA,
KRINGLUNNI OG AKUREYRI
/ SELFOSSI
JÓHANNES kl. 8 - 10 L
FAME kl. 8 L
SURROGATES kl. 10:20 12
/ KEFLAVÍK
JÓHANNES kl. 8 - 10:10 L
FAME kl. 8 L
HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 10:10 16
/ AKUREYRI
kl. 8 - 10:20 16
kl. 6 L
. ísl. tali kl. 6 L
kl. 8 L
kl. 10:20 16
Butler er að hasla sér völlsem næsti Schwarzen-egger harðhausamynd-anna, svo að ríkisstjórinn
getur beitt sér óskiptur að krögg-
um Kaliforníuríkis. Hver veit nema
Butler taki við af honum í embætti,
en til þess verður hann að rífa sig
upp úr útslitnum formúlumyndum á
borð við Gamer og taka upp aust-
urrískan hreim.
Gamer gerist í náinni framtíð,
þegar vinsælasta skemmtun jarð-
arbúa er að fylgjast með tölvu-
leiknum Samfélagið, þar sem kepp-
endur drepa hver annan í gríð og
erg. Það er engin ný bóla í slíkri af-
þreyingu, hitt er nýstárlegra að
keppendurnir eru menn af holdi og
blóði að þessu sinni, fangar sem
hafa framið alvarlega glæpi og er
kastað fyrir ljónin í Samfélaginu.
Þeir eru vel vopnum búnir en það
eina sem þeir gera af sjálfsdáðum
er að taka í gikkinn, að öðru leyti
eru þeir fjarstýrðir eins og hverjar
aðrar tölvuleikjahetjur.
Ógnvekjandi framtíðarsýn?
Varla, heldur enn eitt afsprengi
framtíðartrylla, sem hófust til vegs
og virðingar með Blade Runner og
fleiri slíkum sómamyndum. En það
er enginn Philip K. Dick til staðar
að þessu sinni, því síður Harrison
Ford eða Rutger Hauer, heldur
þynnkulegur Butler, sem stendur
sig hvorki vel né illa sem Kable,
einn af hinum mannlegu dráps-
tólum í tölvuleiknum. Sögufléttan
snýst í kringum tilraunir hans til að
losna undan „fjarstýringunni“, og
komast heim til konu og dóttur.
Kable er orðinn alþýðuhetja, búinn
að þrauka af fjölda leikja og á von á
náðun ef hann lifir einn af til við-
bótar, sem er harla ólíklegt.
„Samfélagið“ snýst að sjálfsögðu
um mikla peninga og eini ljósi
punkturinn í leikhópnum er Sam-
félags-eigandinn Hall, sem lífgar
upp á delluna með Lance Henrik-
sen-legum ofleik sem „rís hæst“
þegar hann syngur „I Got You
Under My Skin“ með léttgeggj-
uðum tilþrifum, sem hafa fengið
„Old Blue Eyes“ til að hringsnúast
í gröfinni. Reyndar eru sviðsetning-
arnar oft á tíðum forvitnilegar,
einkum utan leiksins, í hinu „norm-
al“ umhverfi, sem er mjög óeðlilegt,
ofbeldisfullt og klámfengið, en fullt
af sterkum litum og furðuverum.
Það dugar skammt til að viðhalda
áhuga áhorfandans, sem er upp-
teknari af hægu tikki armbandsúrs-
ins.
saebjorn@heimsnet.is
Sambíóin
Gamer
bbnnn
Leikstjórar: Mark Neveldine og Brian
Taylor. Aðalleikarar: Gerard Butler,
Michael C. Hall, Amber Valletta, Alison
Lohman, Kyra Sedgwick. 95 mín.
Bandaríkin. 2009.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Tölvuleikjahetja af holdi og blóði
LAG úr væntanlegri kvikmynd
Hilmars Oddssonar, Desember, er
hægt að nálgast ókeypis til nið-
urhals á vefsíðu Morgunblaðsins,
mbl.is. Lagið heitir „Heppinn“ og
er eftir leikstjóra myndarinnar og
flutt af Lovísu Elísabetu, Lay Low,
og Birgi Ísleifi úr Motion Boys.
„Heppinn er „one hit wonder-ið“
sem aðalsöguhetjur Desember,
Ásta og Jonni, áttu á sínum tíma
með hljómsveit sinni í myndinni,“
segir í tilkynningu um lagið.
Desember verður frumsýnd í
Reykjavík og á Akureyri hinn 6.
nóv. nk. Í aðalhlutverkum eru Tóm-
as Lemarquis og Lovísa Elísabet
Sigrúnardóttir, Lay Low.
„Heppinn“
frítt á mbl.is
NÝI Bítla-tölvuleikurinn sem
MTV og Electronic Arts gáfu út
9. september stendur engan veg-
inn undir væntingum útgefend-
anna.
Leikurinn var settur á markað í
nokkrum útgáfum, fyrir ólíkar
leikjatölvur, en samanlagt seldist
hann aðeins í tæplega 600 þúsund
eintökum fyrsta mánuðinn. Til
samanburðar seldist X-Box-
leikurinn Halo 3:ODST í 1,52
milljónum eintaka á mun skemmri
tíma, eða frá 22. september.
Sala á tölvuleikjum í Bandaríkj-
unum jókst um eitt prósent frá
septembermánuði í fyrra.
Paul og George Í Bítlaleiknum.
Eru ekki af tölvuleikjakynslóðinni.
Ekkert
Bítlaæði
LJÓSVAKALJÓÐ, stuttmyndahátíð
ungs fólks, verður haldin 5. nóv-
ember næstkomandi í Norræna hús-
inu og verður þar keppt um bestu
stuttmyndina, besta frumsamda
handritið og um bestu „pitch“-
hugmyndina. Skipuleggjendur há-
tíðarinnar kalla nú eftir verkum
fólks á aldrinum 15-25 ára og rennur
umsóknarfrestur út 2. nóvember.
Hvað stuttmyndakeppnina varðar
skulu innsendar myndir vera að há-
marki 20 mínútur og ekki eldri en
tveggja ára. 50.000 króna verðlaun
eru veitt fyrir bestu stuttmyndina.
Pitch-keppnin svonefnda var
haldin fyrsta sinni í fyrra og felst
hún í því að finna bestu hugmyndina
að kvikmynd. Keppendur mæta í
Norræna húsið og ræða um hug-
myndir sínar við áhorfendur og
dómnefnd. Áheyrendur munu geta
gert athugasemdir við hugmynd-
irnar og veitt uppbyggilega gagn-
rýni.
Handritakeppnin verður haldin í
fyrsta sinn og skulu þátttakendur
senda inn frumsamin handrit að há-
marki 10 bls. að lengd og ekki eldri
en tveggja ára.
Áhugasömum er bent á heimasíðu
Ljósvakaljóða, www.ljosvakaljod.is,
þar sem allar upplýsingar um hátíð-
ina er að finna.
Óskað eftir stutt-
myndum frá ungu fólki
Hlynur Pálmason Hlaut verðlaun í
fyrra fyrir stuttmyndina Post-it.
Post-it Úr stuttmynd Hlyns.
KUMPÁNARNIR Mark Neveldyn og Brian Taylor komust í kastljósið með
B-hasarmyndinni Crank (’06), sem þeir skrifuðu og leikstýrðu með það
góðum árangri að Crank 2 kom á markaðinn snemma á þessu ári. Báðar
myndirnar eru með B-myndatöffaranum Jason Statham.
Hugmyndaflug þeirra starfsbræðra er ekki ýkja mikið, þeir endurvinna
gamlar hugmyndir ótæpilega. Gamer minnir t.d. ískyggilega mikið á
Death Race (’08), sem aftur var endurgerð Death Race 2000 (’75), myndar
sem var fræg fyrir að skjóta Sylvester Stallone upp á B-kvik-mynda-
stjörnuhimininn.
Að lokum ein ábending til þeirra Neveldynes og Taylors: Fáið betri
hönnuði til að gera plakötin!
Af Neveldyne og Taylor