Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
holar@simnet.is
PAPA JAZZ
Ævisaga Guðmundar
Steingrímssonar er jafnframt
saga djass- og dægurtónlistar
á Íslandi. Hér tvinnast þetta
saman og útkoman er bæði
fróðleg og skemmtileg; sögur
af sviðinu og baksviðs,
spaugileg atvik og erfiðleikar
og allt þar á milli.
PAPA JAZZ er bók sem
enginn tónlistaráhugamaður
lætur fram hjá sér fara.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
ÁTTA manns eru nú í gæslu-
varðhaldi vegna mansalsmálsins, 5
Litháar og 3 Íslendingar. Þess utan
eru væntanlegir til landsins tveir Ís-
lendingar sem hlotið hafa fangels-
isdóm í öðru landi en óskuðu þess að
afplána hann hér heima.
Öll fangelsi landsins eru hins-
vegar yfirfull eins og sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær og hvar á þá að
geyma þessa menn? „Svarið er mjög
einfalt,“ segir Páll Winkel fangels-
ismálastjóri, „við getum ekki brugð-
ist við þessu, því við eigum ekkert
pláss, við getum ekki meir.“
Lögreglan á Suðurnesjum mun
því taka að sér að hýsa gæslu-
varðhaldsfangana eins og hún hefur
nú ítrekað þurft að gera.
Lögreglustöðvar landsins eru
hinsvegar ekki ætlaðar til annars en
skammtíma fangageymslu og þar er
því gengið á mannréttindi fanganna.
„Það er engin aðstaða á lög-
reglustöðvum til að fullnægja laga-
skyldum um gæsluvarðhaldsfanga,
hvað þá afplánunarfanga,“ segir
Páll. Klefar lögreglustöðvanna eru
því neyðarúrræði í sprungnu kerfi.
Orsök þess að fangelsin hafa
sprengt utan af sér má m.a. rekja til
þess að refsingar hafa þyngst. Eftir
því sem dómarnir eru lengri sitja
menn lengur inni. Þannig myndast
tappi í kerfinu á meðan fangels-
isrýmum fjölgar ekki í samræmi.
Þessi þróun endurspeglast að
hluta í fleiri gæsluvarðhaldsdómum,
en það eru jafnan alvarlegustu glæp-
irnir sem leiða til gæsluvarðahalds
og síðar þyngstu dómanna.
Hættulegir glæpamenn
Á 10 ára tímabili, frá 1998 til 2008,
hefur úrskurðum í gæsluvarðahald
fjölgað úr 47 á ári í 152 á ári. Þessa
stundina sitja 26 manns í gæslu-
varðhaldi, þar af eru 16 útlendingar.
Íslenska fangelsiskerfið er illa
undir það búið að sinna þessari fjölg-
un erlendra gæsluvarðhaldsfanga,
ekki síst þar sem yfirvöld vita oftar
en ekki sáralítið um þá, að sögn Páls.
„Það hefur núna ítrekað komið
upp að þetta eru einstaklingar sem
hafa strokið úr öryggisfangelsum,
eru dæmdir fyrir manndráp, hafa
ráðist á fangaverði og lögreglumenn
og jafnvel slasað alvarlega, án þess
að við höfum vitneskju um það þegar
þeir eru teknir í brotum hér.“
Fyrir bæði fangaverði og aðra
fanga getur verið hættulegt að þess-
ir menn séu hafðir í gæsluvarðhaldi
innan um aðra fanga sem engin
hætta stafar af, en þannig er staðan
einmitt í Hegningarhúsinu.
Bundin af alþjóðalögum
Páll segir stöðuna því bæði erfiða
og flókna, mikilvægasta lausnin til
framtíðar sé sú að reisa hér nýtt
fangelsi til að anna ástandinu. Engin
lausn felist hinsvegar í því að ætla að
senda alla vafasama útlendinga úr
landi, það sé einfaldlega ekki hægt.
„Við erum auðvitað hluti af al-
þjóðlegu samfélagi og búum í rétt-
arríki þar sem verður einfaldlega að
fara eftir lögum og alþjóðlegum
samningum sem við höfum und-
irgengist. Það er ekki hægt að láta
heiftina ráða för og brjóta þar með
lög. Við erum hér í vinnu við að
framfylgja lögum.“
Ekki meira pláss
Átta fangar hafa bæst í troðfull fangelsi í mansalsmálinu
Hættulegir glæpamenn geymdir með öðrum föngum
Í ÚTLENDINGALÖGUM er gerður greinarmunur á ríkisborgurum frá
EES-svæðinu og frá löndum utan þess þegar kemur að brottvísun úr landi,
þar sem mun strangari skilyrði gilda um brottvísun EES-borgara.
Þessa stundina sitja eins og áður segir 16 útlendingar í gæsluvarðhaldi
auk þess sem 16 til viðbótar sitja af sér dóma í fangelsum landsins. Af þess-
um 32 mönnum eru aðeins 6 frá löndum utan EES.
Mjög flókið og langt ferli fylgir því að senda fanga úr landi meðan á af-
plánun stendur hafi þeir verið dæmdir fyrir glæp hér á landi. Auk þess
þarf samþykki brotamannsins fyrir framsalinu. Algengara er að þeim sé
vísað á brott eftir að afplánun lýkur, en það leysir þó ekki vanda fangelsa.
Af hverju eru þeir ekki sendir burt?
Morgunblaðið/Ómar
Litla-Hraun Á síðustu 10 árum hafa 24 Íslendingar verið sendir hingað til lands til að afplána dóma sem þeir hlutu
erlendis, en aðeins 10 útlendingar hafa verið sendir út. Flestir vilja frekar afplána dóminn hér en í heimalandi sínu.
Þegar öll fangelsi eru yfirfull er
svigrúmið til að eiga við um-
fangsmikil glæpamál nánast ekk-
ert, líkt og mansalsmálið sem nú
er til rannsóknar hjá lögreglu
Suðurnesja er gott dæmi um.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
„ÞAÐ er gríðarlegt álag vegna bólu-
setninganna og einnig vegna flensu-
veikinda í samfélaginu,“ segir Lúð-
vík Ólafsson, lækningaforstjóri
Heilsugæslunnar á höfuðborg-
arsvæðinu. Hann segir óhætt að
segja að bólusetningar vegna svína-
flensunnar séu þær umfangsmestu
og mannaflafrekustu sem heilsu-
gæslan hafi ráðist í.
Hjúkrunarfræðingar heilsugæslu-
stöðvanna hafa átt fullt í fangi við að
sinna símaráðgjöf í tengslum við
svínaflensuna. Byrjað var að taka
við tímapöntunum vegna bólusetn-
inga fólks með undirliggjandi sjúk-
dóma og þungaðra kvenna í dag, en
stefnt er á að hefja bólusetningar
þess hóps 2. nóvember næstkom-
andi.
Sex manns á gjörgæslu
Samkvæmt upplýsingum frá
Landlæknisembættinu liggja nú sex
manns alvarlega veikir á gjörgæslu
Landspítalans en að sögn Haraldar
Briem sóttvarnalæknis er líklegt að
einn þeirra verði senn útskrifaður.
„Við teljum okkur ekki vera farin að
sjá fjallstoppinn ennþá,“ segir Har-
aldur. Landlæknisembættið spáir
því að faraldurinn gangi yfir á um 12
vikum.
Lúðvík Ólafsson segir mikilvægt
að fólk átti sig á því að bólusetningin
sé hverfaskipt og því þurfi að panta
tíma í heilsugæslustöð viðkomandi
hverfis en ekki þar sem fólk eigi sinn
heimilislækni. „Það fyrirkomulag
auðveldar dreifingu bóluefnisins
miðað við mannfjölda,“ segir Lúðvík.
Hann segir bólusetningu vegna
svínaflensu töluvert flóknari en
bólusetningar við árlegri inflúensu.
Bóluefnið við svínaflensunni fyrnist
sólarhring eftir að það hefur verið
blandað og því þurfi að ákvarða
skammta, geyma það við kjör-
aðstæður og passa að allt nýtist.
„Þetta er því mun mannaflafrekari
bólusetning en þegar bóluefnið kem-
ur tilbúið í sprautum,“ segir Lúðvík.
„Fólk hringir mikið og spyr og við
erum með ýmsar ráðstafanir til að
símkerfið gefi sig ekki. Við höfum
bætt við símum til að taka við pönt-
unum,“ segir Gísli Þórörn Júlíusson,
yfirlæknir á heilsugæslustöð Graf-
arvogs.
Ef allir þiggja bólusetningu í
Grafarvogi má búast við að um
15.000 verði bólusettir á vegum
heilsugæslu hverfisins á næstu tólf
vikum. Í því tilliti má benda á að sér-
stök símanúmer til tímapantana er
að finna á heimasíðum margra
heilsugæslustöðva.
„Við reynum að sinna hefðbund-
inni starfsemi en verðum að draga
aðeins úr tímaframboði meðan á
bólusetningu stendur,“ segir Gísli
Þórörn. Hann segir að aukið álag sé
á bráðaþjónustu, dag- og síðdeg-
isþjónustu í Grafarvogi vegna inflú-
ensunnar og bólusetninganna.
Umfangsmestu
bólusetningar
heilsugæslunnar
Víðtækar bólusetningar undirbúnar
Morgunblaðið/Ómar
Stungið Bólusetningin er fljót-
afgreidd og óþægindin lítil.
Í HNOTSKURN
»Stefnt er að því að bólu-setja 75.000 manns til loka
nóvember.
»Byrjað verður að bólusetjaþungaðar konur og sjúk-
linga í forgangshópum.
»Bent er á sérstök síma-númer til tímapantana á
vefsvæðum heilsugæslustöðva
á heilsugæsla.is.
HELGA Ingólfsdóttir
semballeikari lést í
gær, 21. október, 67
ára að aldri, eftir langa
sjúkdómslegu.
Helga lauk einleik-
araprófi í píanóleik frá
Tónlistarskólanum í
Reykjavík 1963 en í
framhaldsnámi í
Þýskalandi lagði hún
fyrir sig semballeik og
var brautryðjandi í
þeirri grein á Íslandi.
Aðalstarfsvettvangur
Helgu varð í Skálholti
þar sem hún stofnaði
til Sumartónleika í
Skálholtskirkju með dyggum stuðn-
ingi eiginmanns síns og Manuelu
Wiesler flautuleikara. Helga var list-
rænn stjórnandi sumartónlist-
arhátíðarinnar í þrjátíu ár, eða þar
til hún dró sig í hlé vegna veikinda.
Tónverk, sem hún lék
eða tók þátt í, skipta
hundruðum. Hún lagði
sig og fram um að
draga fram fornan ís-
lenskan tónlistararf og
fyrir hvatningu hennar
lögðu mörg tónskáld út
af þessum gamla söng-
arfi.
Helga hlaut margs
konar viðurkenningu
fyrir tónlistarstarf sitt,
m.a. riddarakross ís-
lensku fálkaorðunnar
2001 og heiðurs-
verðlaun Íslensku tón-
listarverðlaunanna árið
2004.
Foreldrar Helgu voru Ingólfur
Davíðsson grasafræðingur og Agnes
Davíðsson (fædd Christensen ). Eft-
irlifandi eiginmaður hennar er Þor-
kell Helgason stærðfræðingur.
Andlát
Helga Ingólfsdóttir FIMMTÁN einstaklingar gefa kost
á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokks-
ins á Seltjarnarnesi fyrir bæj-
arstjórnarkosningarnar næsta vor.
Framboðsfrestur rann út síðasta
sunnudag, en prófkjörið fer fram
laugardaginn 7. nóvember.
Eftirtalin gefa kost á sér: Ás-
gerður Halldórsdóttir, Bjargey Að-
alsteinsdóttir, Bjarni Dagur Jóns-
son, Bjarni Torfi Álfþórsson, Björg
Fenger, Guðmundur Magnússon,
Haraldur Eyvinds Þrastarson,
Helgi Þórðarson, Katrín Pálsdóttir
Lárus B. Lárusson, Magnús Mar-
geirsson, Magnús Örn Guðmarsson,
Ragnar Jónsson, Sigrún Edda Jóns-
dóttir og Þór Sigurgeirsson.
Prófkjörið fer fram í sal Sjálf-
stæðisflokksins á Seltjarnarnesi frá
kl. 10 til 18. Utankjörstaðarkosning
hefst mánudaginn 26. október.
Hægt verður að kjósa á skrifstofu
Sjálfstæðisflokksins í Valhöll á
skrifstofutíma frá kl. 9 til 17 alla
virka daga.
Fimmtán í prófkjöri
á Seltjarnarnesi