Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Á fyrstumánuðumársins
styrktist gengi ís-
lensku krónunnar
hægt en örugg-
lega. Seðlabankinn tilkynnti
að hann myndi um þær
mundir hefja vaxtalækk-
unarferil. Minnihlutastjórn-
in, sem þá sat, réð ekki við
pólitískar freistingar og
gerði atlögu að sjálfstæði
Seðlabankans. Var fullyrt að
sú aðgerð ein að bola stjórn-
endum bankans burt myndi
auka svo tiltrú um veröldina
víða og breiða, að gengið
myndi styrkjast og vextir
lækka hratt. Það fór allt á
annan veg svo sem kunnugt
er. Gengisstyrkingin gekk til
baka og vaxtalækkunarferl-
inu var slegið á frest.
Næst var fullyrt að um-
sókn um aðild að Evrópu-
sambandinu væri slík tíðindi
að efnahagslíf landsins tæki
stakkaskiptum, traust myndi
vakna á Íslandi um allan
heim, gengið myndi styrkjast
og vextir gætu lækkað hratt.
Ekkert af þessu gerðist.
Þá var boðað að yrðu Ice-
save-samningar samþykktir
þegjandi og hljóðalaust, og
helst ólesnir,
myndi allt breyt-
ast til batnaðar
og vegferð til
bjartrar fram-
tíðar hefjast. Það
væri svo traustvekjandi að
skuldsetja sig upp fyrir haus.
Þegar ríkisábyrgð var loks
samþykkt illu heilli, með fyr-
irvörum þó, tilkynntu for-
svarsmenn ríkisstjórnarinnar
að þar með hæfist batinn,
gengið … vextirnir … þið vit-
ið. Seðlabankinn pukraðist til
að setja gjaldeyri inn á
markaðinn til að ýta undir að
spáin rættist loks. Þeim pen-
ingum var kastað á glæ.
Ekkert gerðist. Enn var sagt
að þegar ríkisstjórnin hefði
útvatnað fyrirvara Alþingis
svo að þeir væru orðnir
merkingarlausir, þá, já ein-
mitt þá myndi trúverðugleik-
inn koma. Seðlabankinn, sem
virðist líta á sjálfstæði sitt
sem liðna tíð, seldi enn gjald-
eyri og í meiri mæli en áður.
Og hver varð árangurinn?
Krónan veiktist. Er ekki nið-
urstaðan þessi: Ríkisstjórn,
sem lætur kúga sig, eykur
hvorki trúverðugleika sinn
né þjóðar sinnar. Það er full-
reynt.
Það vekur ekki
tiltrú að ganga
hokinn í hnjánum }
Hvar er
trúverðugleikinn?
Roy Hatters-ley, einn
kunnasti stjórn-
málamaður
Breta, skrifar at-
hyglisverða grein
í Times í gær um
afstöðu Noregs og Íslands
til Evrópusambandsins.
Hann segir í lauslegri þýð-
ingu: „Jens Stoltenberg, ný-
endurkjörinn forsætisráð-
herra Noregs, gat ekki talað
skýrar. Spurður hvort aðild
að Evrópusambandinu væri
á dagskrá ríkisstjórnar
sinnar svaraði hann af
nokkru stolti að Noregur
hefði í tvígang hafnað faðm-
lagi Brussel. Það væru eng-
ar áætlanir um að láta
þriðju þjóðaratkvæða-
greiðsluna fara fram. „Ég
var virkur þátttakandi síð-
ast þegar aðild var felld og
ég sækist ekki eftir nýjum
ósigrum.“ Athygli hefur
vakið að helmingur ráð-
herra í nýrri ríkisstjórn
Noregs er eindregnir Evr-
ópusambands-
andstæðingar.
Augljóst er því
hvernig vindar
blása í Noregi.“
Og Hattersley
vekur athygli á
því að þannig hafi stemning-
inn einnig verið á Íslandi og
segir svo: „En bankar
landsins og þar með sjálfs-
myndin beið skipbrot.“
Áhugi ýmissa á Evrópu-
sambandsaðild Íslands er
því beinlínis tengd vanmátt-
arkennd og vonbrigðum
þjóðarinnar. Þær tilfinn-
ingar munu smám saman
rjátlast af henni og þar með
stuðningurinn við Evrópu-
sambandið.
Síðustu skoðanakannanir
sýna að sjálfstraust þjóð-
arinnar er aðeins að styrkj-
ast og þegar það gerist mun
sá hræðsluáróður, sem nú
er stundaður hér á landi af
þeim sem síst skyldi,
hrökkva af henni eins og
vatn af gæs.
Stoltenberg telur
víst að ESB-aðild
Noregs yrði felld í
þriðja sinn}
ESB-aðild ekki á
dagskrá í Noregi
F
ólk sem telur sig berjast fyrir betri
heimi grípur oft feginshendi til
vafasamra aðgerða. Það veit svo
vel að í viðleitni sinni við að bæta
heiminn þarf oft að gera fleira en
gott þykir, eins og til dæmis að skaða ein-
staklinga, ganga á rétt þeirra og eyðileggja
eignir þeirra.
Fjölmargir sem eru æstir í að bæta heiminn
telja sig vita að sumir, og alveg sérstaklega
valdamenn og ríkt fólk sem hefur komið sér vel
fyrir, séu miklir vágestir í þessum heimi. Þess
vegna sér þessi hópur ekkert athugavert við að
eyðileggja eigur þeirra einstaklinga sem að
þeirra mati hafa verið sérstakir skaðvaldar í
þjóðfélaginu. Með því er bara verið að gjalda
líku líkt. Það verður að refsa þeim harðlega
sem hafa hugsanlega svínað á öðrum. Því telur
þessi hópur sig hafa fullan rétt á að ata hús auðkýfinga út í
rauðri málningu í skjóli nætur eða setja sýru á bíla for-
stjóra.
Mjög líklega gleðst þessi hópur ákaflega þegar hann sér
í sjónvarpsfréttum sólarhring síðar myndir af öllum
subbuskapnum sem hann skapaði á örskömmum tíma. Já,
þau geta verið drjúg, næturverkin. Og ef eigandi bílsins
sem sýru var slett á er svo óheppinn að fá á sig sýruslettu
og jafnvel skaðast í andliti þá er það vissulega svolítið
slysalegt en viðkomandi er auðvitað fulltrúi auðvaldsins og
á ekkert gott skilið.
Annar hópur, ekki svo mjög ólíkur hinum fyrri, hefur
verið áberandi síðustu daga og leggur mikið á
sig til að berjast fyrir mannréttindum útlend-
inga sem dómsmálaráðneytið hefur vísað úr
landi.
Til að sanna staðfasta ást sína á mannrétt-
indum gerði þessi hópur hróp að dóms-
málaráðherra á ráðstefnu og tókst að koma í
veg fyrir að ráðherrann flytti erindi sitt. Tján-
ingarfrelsið á bara við um suma, það veit þessi
hópur mætavel. Þess vegna varð að stoppa
fulltrúa valdsins, hinn illa meinandi dóms-
málaráðherra, og meina honum að tala. Og svo
þótti vitanlega einnig sjálfsagt að stilla sér upp
fyrir utan heimili dómsmálaráðherra því svona
fólk eins og ráðherrann sem skilur ekki mann-
réttindi á engan rétt á að fá frið heima hjá sér.
Fólkið sem vill bjarga heiminum og losna við
ósómann sem aðrir skilja eftir sig verður vita-
skuld að grípa til ýmissa ráða. Og ef það þarf að ganga á
rétt annarra við að bæta heiminn þá verður að ganga í það
verk og vinna ötullega og þannig að eftir sé tekið. Það er
ekkert gagn að svona baráttu nema fréttamenn mæti og
helst með sjónvarpsmyndavélar.
Að mati þessara hópa eiga mannréttindi bara við um
suma, semsagt þá sem hegða sér rétt. Það er því eins gott
að menn gæti sín. Ef þeir gera það ekki þá er um að gera
að láta til sín taka og segja þessu sinnulausa fólki til með
því að trufla líf þess eins og hægt er.
Já, það er mikið vesen að bjarga heiminum og það þarf
að eyðileggja býsna margt svo það takist. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Að bjarga heiminum
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Eru líkur á að dóm-
stólaleið verði farin?
FRÉTTASKÝRING
Eftir Önund Pál Ragnarsson
onundur@mbl.is
K
ostað hefur mikla fyr-
irhöfn og tafir að halda
svonefndri dóm-
stólaleið inni í samn-
ingum um Icesave-
málið. Stjórnarandstaðan á Alþingi
hefur sagt fyrirvarann um dóm-
stólaleiðina að engu orðinn, frá því í
sumar. Aðrir segja hins vegar að rétt-
aráhrif fyrirvarans nú séu nokkuð
svipuð og þau voru. Án þess að leysa
úr þeim ágreiningi er hér spurt
hversu líklegt sé að nokkurn tímann
reyni á ákvæðið.
Í hinu nýja frumvarpi um Icesave
er ábyrgð íslenska ríkisins hafnað eft-
ir sem áður og mælt fyrir um við-
ræður Íslendinga, Breta og Hollend-
inga, ef úr því verður skorið á síðari
stigum að Íslandi hafi ekki borið
skylda til að ábyrgjast reikningana,
eða að á öðru ríki hafi ekki hvílt slík
skylda í „sambærilegu máli“.
Sá úrskurður þarf þá að vera í sam-
ræmi við álit EFTA-dómstólsins eða
forúrskurð Evrópudómstólsins. Þeir
hafa lokaorð um túlkun Evrópuréttar
og tilskipunin um innstæðutrygg-
ingar er hluti af honum.
Viðmælendur segja ómögulegt að
segja til um líkurnar á að þetta gerist.
Ekkert er útilokað að þeirra sögn, en
ekki er vitað til þess að neitt mál af
svipuðum toga sé í gangi eða bígerð
fyrir dómstólum í öðrum ríkjum inn-
an EES-svæðisins. Þar að auki getur
íslenska ríkið ekki orðið aðili að þjóð-
réttarlegu máli gegn Hollandi eða
Bretlandi, enda samþykkja þau ríki
ekki að sú leið verði farin og engin
sátt er um hvaða dómstóll ætti þar að
skera úr.
Yrði það íslenskur aðili sem höfðaði
mál væri það því einstaklingur eða
fyrirtæki og það yrði einkamál þar
sem líkast til yrði tekist á um fjár-
kröfu. „Ég veit ekki alveg hvernig það
ætti að gerast, en ef einstaklingur eða
fyrirtæki höfðaði mál hér á landi, sem
reyndi á þetta myndi íslenskur dóm-
stóll líklega leita ráðgefandi álits hjá
EFTA-dómstólnum um það atriði,“
segir Björg Thorarensen, forseti
lagadeildar Háskóla Íslands. „Sá far-
vegur hefur bara ekki verið fundinn.
Að minnsta kosti ekki enn.“
Aðspurð segist Björg ekki telja að
„sambærileg mál“ þurfi að vera ná-
kvæmlega eins og Icesave-málið, en
að þau þurfi í það minnsta að fjalla
um ríkisábyrgð á innstæðum í
tengslum við tilskipunina, svo að þau
réttlæti að viðræður verði teknar upp
á milli aðila í Icesave-málinu í sam-
ræmi við samningana við Breta og
Hollendinga.
Aðspurður segir Helgi Áss Grét-
arsson, lögfræðingur sem átt hefur
sæti í nefnd um fyrirvarana, að við
óbreyttar aðstæður í Evrópu séu ekki
miklar líkur til þess að á þetta reyni á
næstunni. „Ríki í Evrópu hafa ákveð-
ið að víkja ríkisstyrkjareglum til hlið-
ar og tryggja starfsemi einkabanka.
Af því leiðir að allir innstæðueigend-
ur eru öruggir með sitt, að minnsta
kosti í bili.“ Á meðan það sé stefnan
að ríki taki að sér rekstur banka í
fjárþröng, séu ekki miklar líkur á því
að dómsmál komi upp sem fjalla um
ríkisábyrgð á innstæðum. Hins vegar
sé ekkert útilokað að á næstu tíu til
fimmtán árum breytist aðstæður og
slíkt mál komi upp.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Hæstiréttur Ólíklegt þykir að mál verði höfðað fyrir íslenskum dómstólum
vegna Icesave-málsins og ekki vitað til slíkra mála í farvatninu erlendis.
Enginn veit hvort dómstólaleiðin
kemur til kastanna í Icesave-
málinu. Allur er varinn góður, en
fátt virðist benda til þess að ein-
hvern tímann reyni á þetta
ákvæði í samningunum.
Hinn fyrirvarinn um það sem kallað
hefur verið „dómstólaleið“ sá sem á
með beinum hætti við Trygg-
ingasjóð innstæðueigenda (TIF) og
fjárfesta, og bætt er inn í samn-
ingana við Breta og Hollendinga,
með viðaukasamningum. Í samn-
ingnum er kveðið á um jöfnunar-
greiðslur, sem eiga að tryggja að
TIF og Bretar eða Hollendingar
endurheimti alltaf sama hlutfall af
kröfum sínum úr þrotabúi bankans.
Því er bætt við að ef íslenskur dóm-
stóll dæmi að ákveðnar kröfur skuli
eiga forgang, og sú niðurstaða er
ekki í andstöðu við ráðgefandi álit
EFTA-dómstólsins og fleiri skil-
yrði, þá gildi ákvæðið um jöfn-
unargreiðslurnar ekki.
Það er hins vegar aðskilið mál og
ekki innifalið í hinu nýja frumvarpi
fjármálaráðherra um Icesave-málið
sem nú hefur verið lagt fram á
þingi.
TVÆR
LEIÐIR
››