Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 25
Ólafía Guðrún
Blöndal
✝ Ólafía GuðrúnBlöndal (Lóa)
fæddist á Melum á
Skarðsströnd í Dala-
sýslu 11. nóvember
1935. Hún lést 1.
október síðastliðinn
og fór útför hennar
fram frá Grafarvogskirkju 12. október-
.Meira: mbl.is/minningar
Minningar 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Ásdísi og fjölskyldu og tengda-
mömmu og fjölskyldu votta ég mína
dýpstu samúð og bið góðan Guð að
styrkja þau.
Blessuð sé minning Péturs
Björnssonar.
Díana Bergmann
Valtýsdóttir.
Elsku Pétur, nú þegar komið er að
kveðjustund verður mér hugsað til
þeirra tíma þegar ég bjó hjá afa og
ömmu. Ég var lítil frænka og dáði
þig og dýrkaði, enda varstu mér
óendanlega góður. Þú varst undir
tvítugu og varst þá þegar orðinn sjó-
maður og sigldir til erlendra hafna.
Ég man eftir spenningnum þegar
von var á þér eftir langar ferðir og
ekki brást að þú komst færandi
hendi og voru gjafirnar oft stórkost-
legar. Ætli ég hafi verið nema fjög-
urra ára þegar þú gafst mér glæsi-
legustu dúkku fyrr og síðar og var
hún að sjálfsögðu skírð í höfuðið þér,
hún Peta, og er hún enn í dag eins fín
og þegar ég fékk hana.
Þegar ég hugsa til þín þá kemur
veiði upp í hugann, enda hafðirðu
óþrjótandi áhuga á veiðimennsku og
oft áttum við samtöl sem snerust um
laxveiðar. Það varst reyndar þú sem
smitaðir feðgana á heimilinu af veiði-
bakteríunni og verða þeir þér ævin-
lega þakklátir fyrir það enda átt góð-
ar og skemmtilegar stundir við þá
iðju sína. Guð geymi þig.
Þín frænka
Adda Lára.
laganna í Breiðabliki. Halldór og
Helga reyndust okkur svo sannar-
lega haukar í horni og það má eigin-
lega segja að þeirra heimili hafi verið
okkar annað heimili og þau hafi tekið
okkur í fóstur. En jafnframt því að
opna heimilið fyrir okkur þá reynd-
ust þau okkur sannir vinir og félagar,
sem er sannarlega ekki sjálfgefið en
að sama skapi dýrmætt. Það var eig-
inlega sama hvað okkur datt í hug.
Þau voru jafnan tilbúin að aðstoða
eins og þau gátu og taka þátt í alls-
konar bralli með okkur. Gilti þá einu
hvort við vorum að halda stórbingó í
gamla Sigtúni við Suðurlandsbraut
eða diskótek í gamla íþróttasalnum í
Hamraborginni til að afla fjár fyrir
rekstur handboltadeildarinnar, sem
þá var og hét. Alltaf voru Halldór og
Helga tilbúin, og í minningunni eig-
inlega alltaf brosandi og brennandi af
áhuga, að leggja hönd á plóg ásamt
því góða fólki sem með þeim starfaði í
kringum handboltann og sá um
rekstur deildarinnar á þessum árum.
Þar fór ekki mikið fyrir kynslóða-
bilinu. En lífið var ekki bara skóli,
handbolti og saltfiskur á þessum ár-
um. Það gat líka verið soðin lifrar-
pylsa og steiktur blóðmör með róf-
ustöppu, á haustkvöldum í eldhúsinu
í Kjarrhólmanum eða velgjörðir á
gamlársdag á sama stað.
Þetta voru sannkallaðir sæludagar
og það voru mikil forréttindi að eiga
Dóra og Helgu að vinum og félögum.
Fyrir það erum við félagarnir þakk-
látir og eigum ekki betri ósk til handa
ungu fólki en að það eigi vináttu
slíkra í veraldarvafstrinu. Traust og
lífsglatt fólk sem treysti okkur senni-
lega betur en innstæða var fyrir.
Hans Dóra verður saknað í get-
raunakaffinu á laugardagsmorgnum
í Smáranum. Hans verður líka sakn-
að á Kópavogsvelli þar sem hann hef-
ur ekki látið sig vanta á leikjum
Breiðabliks frá því hann flutti í bæ-
inn. Hann fylgdist líka spenntur með
og gladdist á dögunum þegar Breiða-
bliksmenn unnu sinn fyrsta stóra titil
í karlafótboltanum .
Halldór Heiðar Jónsson, þennan
vörpulega og vel stillta sómamann,
kveð ég með söknuði. Guð blessi
minningu hans.
Helgu og fjölskyldunni sendi ég
samúðarkveðjur.
Ólafur Björnsson.
Elsku bróðir minn
Ævar er fallinn frá, svo
ungur eftir erfið veik-
indi sem tóku stuttan
tíma. Ævar var alltaf
hress og var ekki að
kvarta þótt lífið væri ekki alltaf dans á
rósum. Hann átti sína ást í lífinu sem
bar ávöxt, tvær myndarlegar dætur
og sjö barnabörn. Dæturnar Linda og
Þórunn voru hjá pabba sínum þegar
hann lést og var hann mjög glaður að
hafa þær hjá sér.
Ævar var mjög mikil félagsvera og
átti marga góða vini og var mjög
barngóður. Hann var næst yngstur af
10 alsystkinum en ég elst, samt vor-
um við miklir mátar. Hann bjó í Eyj-
um í mörg ár og var daglegur gestur
hjá okkur Rikka, þeir náðu svo vel
saman og var oft gaman hjá okkur og
Önnu og Pétri. Og nú er hann kominn
til þeirra. Hann lá inni á sömu stofu
og Anna dó á, þegar hann lést. Ég var
búin að vera hjá honum á Líkn síðustu
vikuna sem hann lifði því honum
fannst gott að að hafa einhvern hjá
sér. Dætur hans og Beggi bróðir voru
líka hjá honum til skiptis á nóttinni,
það fannst honum notalegt. Honum
þótti mjög vænt um Begga og Huldu
og þau voru honum mjög góð. Beggi
var alltaf boðinn og búinn til að hjálpa
honum, en það var bara eitt ár á milli
þeirra bræðra, og áttu þeir báðir af-
mæli í ágúst. Ég á eftir að sakna þín
mikið og þó að þú hafir verið fluttur til
Reykjavíkur töluðum við oft saman í
síma á kvöldin til að fá fréttir af okkar
fólki.
Við systkinin erum mjög samrýmd
og héldum við ættarmót í júlí í sumar
á Reykjum í Hrútafirði. Ævar kom
með okkur og hafði gaman af þó svo
að hann hafi verið mjög lasinn því
hann vildi ekki missa af neinu. Og
þegar ég var að skipta mér af honum
að honum fannst, þá svaraði hann allt-
af „já mamma“.
Elsku bróðir, ég veit að þér líður
vel núna og ert búin að hitta systkinin
okkar fimm og pabba og mömmu líka
og svo færðu að hvíla við hliðina á
Gerðu systur, hún hefur tekið vel á
móti þér. Ég bið Guð að gæta þín og
dætra þinna, og fjölskyldum þeirra
votta ég innilega samúð.
Þín systir,
Þórdís.
Kæri bróðir. Mig langar að minn-
ast þín í nokkrum orðum. Af mörgu er
að taka af þeim stundum sem við átt-
um saman, hvort sem það er frá því að
við vorum litlir pattar með pela sem
við seldum í búðinni og keyptum
steinolíu til að kveikja bál við vorum
óttalegir prakkarar þá. Svo voru það
ferðalögin sem við höfum farið saman
í, við tveir, og líka þegar Hulda fór
með okkur.
Þú komst oft í heimsókn til okkar
Huldu og spiluðum við oft langt fram
á nótt og þegar þú varst alveg að tapa
þá rakst þú mig oft inn í rúm því þá
gastu farið með sigur af hólmi með því
að spila aðeins lengur við Huldu.
Ævar Sigfússon
✝ Ævar Sigfússonfæddist í Berg-
holti á Raufarhöfn 26.
ágúst 1953. Hann lést
á líknardeild Land-
spítalans 10. október
sl. og var jarðsunginn
frá Garðakirkju 19.
október.
Þú áttir oft erfitt
með flogaveikina en þú
tókst á henni eins og
hetja. Við vorum mjög
nánir bræður og ég
undraðist oft hvernig
þú tókst á við lífið, það
var sama hvað gekk á
hjá þér, alltaf var húm-
orinn til staðar hjá þér.
Alltaf þegar maður
ætlaði að tala um veik-
indin þá var svarið má
ég koma heim til þín
eða þegar þú vildir
dansa, og þegar ég var
að hjálpa þér undir það síðasta að fara
upp úr hjólastólnum þá vildirðu dansa
við mig þó þú gætir það ekki, svona
varst þú, góða skapið alltaf til staðar.
Ég vil þakka þér fyrir að vilja hafa
mig ásamt dætrum þínum þegar þú
kvaddir þennan heim. Ég veit að fólk-
ið okkar hefur tekið vel á móti þér.
Elsku frænkur mínar, Linda Björk
og Þórunn Elfa og fjölskyldur, ykkur
votta ég mína dýpstu samúð. Megi
góður guð styrkja ykkur í sorginni.
Hvíl í friði.
Þinn bróðir,
Bergþór Heiðar.
Kæri frændi, þá er lokið þessari
stuttu viðureign við manninn með ljá-
inn. Hann hafði betur eins og oftast
en var fullsnemma á ferðinni í þínu til-
felli. Þær eru margar góðar minning-
arnar sem við eigum eftir um þig. Mér
fannst minningin um Hvammstanga-
beygjuna okkar á leiðinni norður á
bleiku Lödunni fyrir nokkuð mörgum
árum alltaf standa upp úr og þegar ég
kom til þín með mömmu minni fjórum
dögum fyrir andlát þitt og sá þig taka
danssporið við Begga bróður þinn,
inni á Líkn, þá stendur hún upp úr.
Beggi var að hjálpa þér úr hjólastóln-
um uppí rúmið og þá greipst þú um
hann og dansaðir við hann af veikum
mætti síðasta dansinn.
Þú varst mjög ættrækinn og heim-
sóttir okkur oft þegar við bjuggum í
Reykjavík og stakkst inn nefinu
nokkrum sinnum hjá okkur fjölskyld-
unni hér í Eyjum þegar við fluttum,
og höfðu krakkarnir gaman af Ævari
frænda, enda kunnir þú lagið á þeim.
Þegar ég hugsa til þín þá dettur
mér helst í hug textabrot sem ég
heyrði fyrir stuttu „Það skiptir ekki
máli hvað þú tekur með þér þegar þú
ferð, heldur það sem þú skilur eftir“
og það eru góðu minningarnar, takk
fyrir þær frændi.
Lindu, Þórunni og þeirra fjölskyld-
um sendum við innilegar samúðar-
kveðjur og einnig Bergholtssystkin-
um.
Þorgeir,Þórdís og börn.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir.)
Elsku Beggi og Hulda, Linda, Þór-
unn og fjölskyldur og aðrir ættingjar
Ævars. Við vottum ykkur okkar
dýpstu samúð. Guð blessi ykkur.
Kæri Ævar, hvíl í friði.
Birna Rut og Sverrir.
Guðrún Lára
Kjartansdóttir
✝ Guðrún LáraKjartansdóttir
fæddist á Akureyri
28. júlí 1952. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
8. október síðastlið-
inn og fór útför henn-
ar fram frá Háteigskirkju 16. október.
Meira: mbl.is/minningar
✝
Ástkær sambýliskona mín og móðir,
HUGRÚN B. ÞÓRARINSDÓTTIR,
Skarðsbraut 4,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju mánudaginn
26. október kl. 14.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjúkrahús
Akraness.
Birgir S. Elínbergsson,
Elísabet Jónatansdóttir.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTJÁN HAFLIÐASON
frá Hergilsey,
andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík
föstudaginn 16. október.
Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 23. októ-
ber kl. 11.00.
Matthildur Kristjánsdóttir, Jón Már Jakobsson,
Snæbjörn Kristjánsson,
Gunnar Kristjánsson,
afabörn og langafabörn.
✝
Elsku móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGURBJÖRG SIGVALDADÓTTIR,
Sjávargrund 4a,
Garðabæ,
verður jarðsungin frá Garðakirkju á morgun,
föstudaginn 23. október, kl. 11.00.
Hanna Stefánsdóttir, Jón Guðlaugsson,
Sigrún Stefánsdóttir, Sigþór Sigurjónsson,
Bylgja Eybjörg Stefánsdóttir,
Stefán Sigurður Stefánsson, Guðfinna Baldvinsdóttir
Guðný Stefánsdóttir, Agnar Agnarsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Þökkum samúð og stuðning við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður, tengda-
föður, afa og bróður,
JÓNS VEIGARS ÞÓRÐARSONAR.
Ragnhildur Þórðardóttir,
Margrét Sigurpálsdóttir,
Óskar, Gerða,
Margrét, Símon,
Bjarki Snær,
barnabörn og systkini.
✝
Eiginkona mín,
HELGA INGÓLFSDÓTTIR
semballeikari,
lést á Landspítalanum að morgni miðvikudagsins
21. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Þorkell Helgason.
Minningar á mbl.is