Morgunblaðið - 22.10.2009, Blaðsíða 29
Dagbók 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. OKTÓBER 2009
Sudoku
Frumstig
2 3 6 7
6 1 5
7
4 3
3 6
6 8 9 5
8
1 2 7 3
2 4 5
6 8
2 9 3
4 1
8 6 5 7
4 2 9 6
3
9 1 6 5
7 5 1 4
2 7 1 9
1
4 5 2
8 4
5 9 2 1 7
1 3 7
7 4 2 6
6 8 9
9 3 2 5 6 1 8 7 4
4 7 1 2 8 9 5 6 3
5 6 8 3 7 4 9 1 2
6 1 4 8 3 5 2 9 7
7 2 3 9 1 6 4 5 8
8 5 9 4 2 7 6 3 1
2 4 6 7 9 3 1 8 5
3 9 5 1 4 8 7 2 6
1 8 7 6 5 2 3 4 9
2 1 6 3 7 8 9 4 5
8 5 4 6 1 9 3 2 7
3 9 7 5 2 4 1 6 8
9 3 5 4 6 1 7 8 2
1 6 8 2 5 7 4 9 3
7 4 2 9 8 3 6 5 1
6 7 1 8 9 2 5 3 4
5 2 3 1 4 6 8 7 9
4 8 9 7 3 5 2 1 6
5 2 7 1 4 3 6 9 8
8 4 9 6 7 5 2 3 1
3 1 6 2 9 8 4 5 7
7 3 2 9 1 4 8 6 5
9 6 5 7 8 2 1 4 3
1 8 4 3 5 6 9 7 2
2 5 3 4 6 1 7 8 9
6 7 1 8 3 9 5 2 4
4 9 8 5 2 7 3 1 6
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 22. október,
295. dagur ársins 2009
Orð dagsins: En Jesús sagði við þá:
„Gjaldið keisaranum það, sem keis-
arans er, og Guði það, sem Guðs er.“
Og þá furðaði stórlega á honum.
(Mark. 12, 17.)
Berfættir hlaupagikkir hafa ekkiverið áberandi á Íslandi, en er-
lendis er kominn fram nokkuð hávær
hópur málsvara þess að skilja skóna
eftir heima þegar farið er út að
skokka. Talsmenn þess að hlaupa ber-
fættur halda því fram að það sé lík-
amanum eðlilegra og dragi úr líkum á
meiðslum. Hlaupastíllinn breytist og í
stað þess að lenda á hælnum komi
hlaupararnir niður nær táberginu og
spyrni sér áfram. Þess utan sé líklegt
að hlauparinn fari hraðar yfir. Enginn
vísindalegur grunnur er fyrir slíkum
yfirlýsingum.
x x x
Stuðningsmenn berfættra hlauparavitna iðulega í tveggja áratuga
gamla umfjöllun um berfætta hlaup-
ara á Haítí þar sem því er haldið fram
að hlauparar í skóm verði fremur fyr-
ir meiðslum en berfættir og sömuleið-
is að hlutfall hlaupara, sem verði fyrir
meiðslum, hafi haldist óbreytt þótt
skóframleiðendur auglýsi stöðugt
betri og öruggari skó. Á vefsíðu The
New York Times er vitnað í Benno
Nigg, prófessor í því sem kalla mætti
verkfræði líkamans við Calgary-
háskóla. Hann bendir á að berfættu
hlaupararnir á Haítí séu líklega fá-
tækari en hinir skæddu og fari því
sennilega síður til læknis ef þeir meið-
ist. Þá stoði lítið að horfa á hlutfall
meiddra hlaupara því ekki aðeins hafi
skór tekið breytingum, heldur líka
hlauparar. „Á áttunda áratugnum
voru þeir, sem hlupu af alvöru, léttir,
skilvirkir, sterkbyggðir ein-
staklingar,“ segir Nigg. „Vegna
hlaupaæðisins hleypur nú alls konar
fólk, of þungt, með mislanga fætur,
veikleika í vöðvabyggingu … Sú stað-
reynd að þetta fólk getur hlaupið er
ótrúleg þannig að við ættum kannski
ekki að láta okkur koma á óvart þegar
40% þeirra meiðast.“ Það er ábyggi-
lega hægt að komast í nánari snert-
ingu við náttúruna með því að hlaupa
berfættur. Á Íslandi getur reyndar
verið dálítið kalt fyrir berfætta hlaup-
ara, og síðan eru glerbrotin, sem eru
um allar götur og stéttir, möl á gang-
stígum og ýmislegt annað, sem ekki
myndi teljast beinlínis vænt fyrir ber-
ar iljar. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 merkjamálið,
8 ræsi, 9 kvenfuglinn, 10
greinir, 11 talar um, 13
elda, 15 drukkna, 18
orkaði á, 21 þegar, 22
botnfall, 23 hornspýt-
unnar, 24 borg-
inmennska.
Lóðrétt | : 2 smyrsl, 3
fékkst, 4 púkans, 5
bandaskó, 6 hæðir, 7
draga andann, 12 reið,
14 hestur, 15 fægja, 16
þvo, 17 ilmur, 18 kulda-
straum, 19 eru í vafa, 20
viljuga.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 bófar, 4 bylta, 7 glært, 8 nárum, 9 tog, 11 róar,
13 fimm, 14 ylgur, 15 þökk,
17 Írak, 20 urt, 22 rófur, 23 álkan, 24 korði, 25 nemur.
Lóðrétt: 1 bogar, 2 flæða, 3 rétt, 4 bing, 5 lærði, 6 aum-
um, 10 orgar, 12 ryk, 13 frí, 15 þorsk, 16 kæfir, 18 rík-
um, 19 kænur, 20 urgi, 21 tákn.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 g6 2. d4 d6 3. Rc3 Bg7 4. f4
Rf6 5. Rf3 O-O 6. Bd3 c6 7. O-O
Rbd7 8. e5 dxe5 9. fxe5 Rd5 10. De1
Rxc3 11. bxc3 Rb6 12. Rg5 Rd5 13.
e6 fxe6 14. Hxf8+ Dxf8 15. Dh4 Bh6
16. Bd2 Bd7 17. He1 Dg7 18. Rxe6
Bxe6 19. Bxh6 Df7 20. Hf1 Rf6 21.
Dg5 Hd8 22. h4 Kh8 23. De5 Kg8 24.
h5 Bg4
Staðan kom upp í B-flokki Haust-
móts Taflfélags Reykjavíkur sem
lauk fyrir skömmu í húsakynnum fé-
lagsins í Faxafeni 12. Sigurður H.
Jónsson (1889) hafði hvítt gegn
Gunnari Finnssyni (1790). 25. Bc4!
og svartur gafst upp enda fátt til
varnar eftir 25…Dxc4 26. Dxe7.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Gefið greiðlega.
Norður
♠86
♥KD3
♦ÁKG6
♣KD107
Vestur Austur
♠G54 ♠ÁD10732
♥G107 ♥984
♦D32 ♦10974
♣Á983 ♣–
Suður
♠K9
♥Á652
♦85
♣G6542
Suður 3G.
Margur spilarinn hefur komið upp
um sig í vörninni með því að hika með
ás í viðkvæmri stöðu. Eitt sinn lenti ís-
lenskur spilari í slíku gegn Frakkanum
Paul Chemla. Eftir að hafa hitt í litinn
og unnið sitt spil sneri Chemla sér að
viðkomandi og sagði: „You must duck
smootley,“ og hafa þau orð (með
frönskum framburði) verið þeim spil-
ara afar hjartnæm allar götur síðan.
En ekki er alltaf rétt að „gefa greið-
lega“. Núverandi spilafélagi Chemla,
Romain Zaleski, fékk að blæða fyrir
það í leiknum við Ísland í Meistara-
deildinni í síðustu viku. Júlíus Sigur-
jónsson spilaði 3G í suður. Chemla
hafði hindrað í spaða og Zaleski kom út
með fjarkann. Eftir ♠Á og spaða spil-
aði Júlíus laufi að blindum og Zaleski
dúkkaði. Júlíus sneri sér þá að rauðu
litunum og tók níu slagi.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Mál skipast svo í þína þágu að það
veldur þér ánægjulegri undrun. Stundum
þaf maður að leggja jafnmikið upp úr því
sem augun sjá, en er ekki er sagt, og
hinu sem heyrist.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Best er að skipuleggja hlutina um
morguninn, en óvæntar uppákomur og
hvatvísi gera kvöldið skemmtilegt. Eftir
því sem líður á daginn batnar ástandið.
Nú er gott að vera djarfur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þeim mun meiri orku sem þú
setur í samband, þeim mun betur tengist
þið. Hlustaðu eftir þeim góðu hug-
myndum sem eru á sveimi allt í kring um
þig.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Á vissum augnablikum getur ver-
ið rétt að aðhafast ekkert því ef reynt er
að hreyfa málum þá rekur allt í strand.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Áætlanir sem þú hefur gert fyrir
daginn í dag ganga ekki eftir eins og þú
hefðir kosið. Láttu faguryrði ekki blekkja
þig, það er svarta letrið sem gildir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Hugmyndir þínar eru frumlegar,
en best er að framkvæma þær á einfald-
an og gamaldags máta. Þið sjáið í hendi
ykkar hvað þarf að gera.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Andagiftin er þér í brjóst blásin
núna. Ekki reikna með að menn geti lesið
hugsanir þínar. Reyndu bara að setja þér
raunsæ markmið.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er í lagi að treysta sínum
nánustu fyrir framtíðardraumum sínum.
Gerðu upp við þig hversu miklu þú vilt
fórna til að halda sambandinu gangandi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þótt þér finnist þú ekki mega
slaka á í neinu skaltu samt taka þér tíma
til þess að lyfta þér aðeins upp. Þú færð
nokkrar furðulegar spurningar í dag.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Spennandi breytingar verða
hjá þér eða í fjölskyldunni. Notfærðu þér
það og komdu öllu því í verk sem þú hef-
ur látið reka á reiðanum að undanförnu.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Það er óskynsamlegt að hafa
öll sín egg í sömu körfunni. Bíddu í
nokkra daga og sjáðu hverju fram vind-
ur.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Óvenjuleg atburðarás gæti leitt til
þess að þú verðir í sviðsljósinu í dag.
Brettu upp ermarnar og náðu stjórn á at-
burðarásinni eins og þér er gefið.
Stjörnuspá
22. október 1253
Flugumýrarbrenna. Sturl-
ungar brenndu bæinn á Flugu-
mýri í Skagafirði, en þar stóð
brúðkaup. Í brennunni fórust
25 manns. Gissur Þorvaldsson
leyndist í sýrukeri, komst und-
an og hefndi fyrir verknaðinn.
22. október 1903
Ásgrímur Jónsson opnaði
fyrstu málverkasýningu sína í
Melsteðshúsi við Lækjargötu í
Reykjavík og sýndi fimmtíu
myndir. „Virðist hann vera
mjög gott efni í listamann,“
sagði í Þjóðólfi. Í Ísafold var
sagt að Íslendingar væru að
eignast listmálara „sem til
fulls skilur íslensku náttúruna
og getur því túlkað hana“.
22. október 1965
Radar var notaður í fyrsta
sinn til hraðamælinga, á
Miklubraut í Reykjavík. Sá
sem hraðast ók var á 95 kíló-
metra hraða, þrátt fyrir rign-
ingu og dimmviðri. Tekið var
fram í fréttum að ökumað-
urinn hefði verið utan af landi.
22. október 1970
Sýningar hófust á sænsku
kvikmyndinni Táknmál ást-
arinnar í Hafnarbíói. Hún var
auglýst sem fræðslumynd en
margir sögðu hana vera klám-
mynd. Þrátt fyrir mótmæli og
kærur var myndin sýnd 183
sinnum og um 40 þúsund
manns sáu hana.
22. október 2004
Holtasóley var valin þjóð-
arblóm í atkvæðagreiðslu á
vegum nefndar um leitina að
þjóðarblómi Íslendinga. Í
næstu sætum urðu gleym-mér-
ei og blóðberg.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„ÉG er hræddur um ekki,“ segir Stefán Hann-
esson spurður hvort halda eigi upp á 11 ára
afmælið hans sem er í dag. Stefán hefur nefni-
lega verið veikur undanfarna daga en er nú
allur að hressast og segist ætla að bjóða strák-
unum í bekknum í afmælið sitt þegar hann
verði búinn að jafna sig.
Stefán hefur ekki enn gert neinar áætlanir
um afmælisveisluna og segir engar reglur
gilda um strákaafmæli, þau geti verið mjög
ólík en flest séu þau vissulega mjög skemmti-
leg.
Stefán er í Ölduselsskóla í Breiðholti og segir að þar sé voða
gott að vera en auk þess stundar hann tónlistarnám og semur lög
í frístundum. „Ég hef samið fjögur eða fimm lög,“ segir Stefán
sem lærir á gítar og spilar eigin tónsmíðar fyrir fjölskylduna þeg-
ar tækifæri gefst. Stefán lærir á gítar í Tónskóla Eddu Borg og
segist vera nokkuð duglegur að æfa sig heima.
„Svo er ég mjög mikið í fótboltanum og held með Liverpool,“
segir Stefán. Hann segist þó ekki æfa fótbolta með íslensku félagi
heldur láti nægja að sparka úti með strákunum. jmv@mbl.is
Stefán Hannesson 11 ára
Tónsmíðar og fótbolti
Nýirborgarar
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd
af barninu
til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is
Reykjavík Finnrós Helga
Vattnes fæddist 14. apríl
kl. 9.19. Hún vó 4.880 g og
var 56 cm. Foreldrar henn-
ar eru Magnea Vattnes
Hallgrímsdóttir og Sigur
jón Már Guðmundsson.
Reykjavík Katrín Eva
Vattnes fæddist 11. sept-
ember kl. 14.02. Hún vó
4.430 g og var 51 cm. For-
eldrar hennar eru Sædís
Bára V. Hallgrímsdóttir og
Hallgrímur Hjálmarsson.