Morgunblaðið - 05.11.2009, Page 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
Eftir Unu Sighvatsdóttur
una@mbl.is
„VIÐ erum í raun á vergangi, sex
manna fjölskylda. Við búum inni á
ættingjum, sem átti bara að vera
tímabundið en er núna orðið heilt
ár og hvorki hægt að bjóða okkur
né velviljuðum vandamönnum upp
á lengur.“
Þannig lýsir kona á höfuðborgar-
svæðinu stöðu fjölskyldu sinnar
eftir bankahrunið. Konan, sem kýs
að tala ekki undir nafni, segir fleiri
vera í erfiðum málum vegna svip-
aðra aðstæðna þótt það sé þögull
hópur.
Erfiða stöðu fjölskyldunnar má
fyrst og fremst rekja til hárra
vaxta á lánum sem hún tók í kjölfar
kaupa á byggingarlóð í nýju hverfi
árið 2006. Auk lóðarláns bauð
bankinn upp á sk. brúarlán til
byggingar nýja hússins og átti sala
þáverandi heimilis þeirra að greiða
upp lánið og rúmlega það.
Þegar að því kom að selja húsið, í
byrjun árs 2008, var fasteigna-
markaðurinn hins vegar óðum að
lokast og á meðan húsið seldist
ekki hlóðust vextirnir af lánunum
upp. Varfærnisleg áætlun sem lagt
var upp með hefur nú skekkst um
20 milljónir. „Við höfum alltaf verið
varkár og ekki staðið í neinu
braski. Það var búið að reikna
þetta allt saman út og auðvitað
gerðum við ráð fyrir að borga ein-
hverja vexti, en svo verður þessi of-
boðslegi dráttur á að selja, sem
enginn gerði ráð fyrir, og þá mynd-
ast hálfgert panikkástand að borga
niður vextina, sem margfaldast í
vaxtabólunni 2008, áður en þeir
kæfa mann,“ segir konan. Þegar
kaupendur fundust loks að þáver-
andi heimili fjölskyldunnar, í sept-
ember í fyrra, var tilboðið um 10
milljónum lægra en fasteignamatið
sagði til um. Þau þorðu hins vegar
ekki annað en að taka því þar sem
þeim var svo mikið í mun að losa
eignina og greiða upp brúarlánið.
Þar með stóðu þau, hjón með
fjögur börn, uppi með fokhelda
fasteign sem þau gátu ekki búið í,
ekki selt og ekki lokið við. Þau voru
því í raun á götunni en fengu inni
hjá ættingjum við þröngan kost á
meðan greiddist úr stöðunni. Síðan
er liðið eitt ár, sem konan segir
hafa einkennst af endalausri bið.
„Við bundum alltaf vonir við að-
gerðir fyrir heimilin. Ég hef verið
mjög bjartsýn og búist við að það
kæmi lausn á okkar málum. En
núna þegar heilt ár er liðið og þessi
lög komin um skuldavanda heim-
ilanna er komið rosalegt óþol í mig
að vita að hverju ég get gengið.“
Hún hefur leitað til lögfræðings
til að fá aðstoð við að finna leið út
úr vandanum en afar óljóst er
hvort þær lausnir sem kynntar
hafa verið eigi við aðstæður þeirra.
Lítið gert úr vandanum
Hjá bankanum hefur verið gefið
í skyn að þau séu í raun ekki í nógu
slæmri stöðu til að fá hjálp. „Okkur
er sagt að við séum ekki í svo vond-
um málum vegna þess að við gátum
selt eignina okkar. Svo er bent á
fólkið sem tók myntkörfulán sem
hefur tvöfaldast og það skuldi því
miklu meira. En við búum hvergi.
Félagslega staðan okkar er mun
verri en skuldastaðan segir til um.“
Konan segist nú orðið fá kvíða-
hnút í magann af tilhugsun um að
fara í bankann þar sem hún geti að-
eins búist við neikvæðum svörum
og óttist jafnvel að semja af sér.
„Það er svo erfitt að fara í bank-
ann og hafa einhverja rödd, þess
vegna hef ég verið að bíða eftir
þessum lögum sem við gætum
byggt á og eygt von um að eiga ein-
hvers staðar heima. En ég er að
verða búin með mitt baráttuþrek.“
Morgunblaðið/RAX
Fokhelt Fjölskyldan hefur ekki tök á að gera húsið íbúðarhæft og í ofanálag stefnir í að það muni standa í hálfgerðu draugahverfi næstu árin.
Fjölskyldan á vergangi
Sex manna fjölskylda hefur búið inni á ættingjum síðan bankahrunið varð
Frost á fasteignamarkaði og háir vextir ollu 20 milljóna skekkju á áætlun
„ENN sem komið
er get ég ekki séð
að ég hafi tapað
neinu,“ segir
Logi Geirsson,
leikmaður þýska
handboltaliðsins
Lemgo, um fjár-
festingar sínar í
íbúðum í Þýska-
landi, en þýskir
fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort
leikmenn hafi verið plataðir í fast-
eignabraski. „Þetta er ekki eins
svart og sagt er.“
Logi segir að um 40 til 50 leik-
menn í þýska handboltanum hafi lát-
ið Benedict Capital sjá um fjárfest-
ingar sínar. Fyrirtækið sjái um allt
sem viðkomi kaupum á íbúðum,
leigu þeirra, endursölu og geri
skattaframtöl vegna þeirra. Viðkom-
andi gögnum hafi ekki verið skilað
aftur til leikmanna og sá sem hafi
séð um viðskiptin hafi líka verið er-
lendis í um tvo mánuði, en Logi seg-
ist eiga fund með honum á morgun.
„Ég veit alveg hvað ég hef keypt og
er alveg rólegur yfir þessu,“ segir
hann. steinthor@mbl.is
„Ekki eins
svart og
sagt er“
Logi Geirsson sefur
rólegur vegna eigna
Logi Geirsson
ALLS hafa um
250 starfsmenn
Nýja Kaupþings
smitast af nóró-
veirunni frá því
sl. fimmtudag. Að
sögn Guðrúnar
Sigmundsdóttur,
yfirlæknis á sótt-
varnasviði
Landlæknis-
embættisins, benda fyrstu nið-
urstöður til þess að smitið hafi borist
með matvælum innan fyrirtækisins.
„Frekara smit með matvælum hefur
verið stöðvað,“ segir Guðrún og tek-
ur fram að sýking af völdum nóró-
veirunnar sé vel þekkt á veturna og
geti komið upp á bestu bæjum. Að
sögn Guðrúnar er handþvottur ár-
angursríkasta leiðin til að koma í veg
fyrir smit. „Einnig mælum við með
því að þeir sem sýkst hafa af veir-
unni sýni ábyrgð og haldi sig heima
einkennalausir í a.m.k. tvo daga.“
Nóróveiran
sýkti um 250
starfsmenn
Kaupþing
Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur
annaei@mbl.is
BENSÍNÞJÓFNAÐUR er vaxandi vandamál hér
á landi og innheimtur slæmar hjá þeim brotamönn-
um sem nást, auk þess sem mannekla hefur áhrif á
eftirlit lögreglu. Í Lögbirtingablaðinu var nýlega
lýst eftir manni, sem auk fleiri brota, hafði fimm
sinnum dælt bensíni á bíl sinn og síðan ekið á brott
án þess að borga.
Ekki virðist um neitt einsdæmi að ræða, en að
sögn Ingunnar Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra
neytendasviðs hjá N1, er bensínþjófnaður vaxandi
vandamál og verður fyrirtækið fyrir um 500-700
slíkum brotum á ári. Gera má ráð fyrir að Olíu-
verslun Íslands og Skeljungur verði ekki síður fyrir
barðinu á bensínþjófunum og tjónið því umtalsvert.
„Það var gríðarleg aukning í sumar og við urðum
fyrir verulegu tjóni þá mánuði,“ segir Ingunn.
N1 er með öryggismyndavélar og í sumum til-
fellum öryggisverði, en tíðni brotanna er mest á
höfuðborgarsvæðinu. Þó að upplýsingar um þjófana
séu jafnan sendar til lögreglu eru innheimtur slæg-
ar og skaðinn fæst sjaldnast bættur. „Oft eru þjóf-
arnir með stolin bílnúmer, en jafnvel þó að þeir ná-
ist er þeim sama,“ segir Ingunn. Margir séu með
fleiri brot og viti að þeir fái ekki dóm fyrr en eftir
3-5 ár.
Flestir sem nást eru eignalausir
Fólk af erlendum uppruna sé áberandi í hópi
bensínþjófanna og flestir sem nást séu eignalausir.
Enn eitt árangurslausa fjárnámið hjá þessu fólki
skipti því litlu.
N1 skoðar alvarlega þessa dagana að fjarlægja
hinn svo nefnda gula takka af bensíndælunum. Við-
skiptavinir verða þá að koma inn á bensínstöðina
áður en kveikt er á dælunni.
„Þetta er í skoðun hjá okkur núna því miður, því
þetta skapar vissulega ákveðin óþægindi fyrir þann
stóra hóp viðskiptavina sem eru heiðarlegir,“ segir
Ingunn.
Stuldur á bensíni eykst og
þjófunum virðist standa á sama
N1 skoðar alvarlega að fjarlægja gula takkann af dælum á bensínstöðvum
Morgunblaðið/Frikki
www.mbl.is/sjonvarp
Miklu bensíni stolið
Undanfarið ár hefur verið erfitt í lífi fjölskyldunnar, enda átti hún aldr-
ei von á því að áætlanir hennar færu svo úr skorðum. „Þegar fólk lend-
ir í erfiðleikum þá er heimilið síðasta vígið sem fellur, því þú gerir allt
annað áður en þú missir það að eiga heimili,“ segir konan. „Þú getur
ímyndað þér viðbrigðin hjá hvaða venjulegu fjölskyldu sem er þegar
henni er kippt út úr sínu umhverfi og sett inn hjá ættingjum í heilt ár.“
Hún segir stöðuna hvað erfiðasta fyrir unglingana á heimilinu sem
upplifi mikið tómarúm og rótleysi. Bið foreldranna eftir lögum sem
bjóði upp á lausnir veiti unglingunum litla fullvissu og þeir séu þegar
orðnir brenndir af þeirri reynslu. „Við erum öll í biðstöðu og á meðan
nýtist þetta hvorki okkur né ættingjum okkar sem heimili, þar sem
maður hefur sitt rými og fær sína gesti.“ Eina ástæðan fyrir því að
hjónin geta staðið við skuldbindingar sínar án þess að fara í vanskil er
sú að þau búa endurgjaldslaust inni á öðrum. Leigumarkaðurinn er
ekki raunhæfur möguleiki ef ætlunin er að standa við aðrar skuldbind-
ingar. Fjárhagsleg og félagsleg staða fjölskyldunnar stendur því og
fellur með því að henni verði gert kleift að gera eign sína íbúðarhæfa.
Ekki síður félagslegur vandi
ÁRNI Johnsen al-
þingismaður vill að
hafinn verði und-
irbúningur að bygg-
ingu Þingvallaset-
urs sem hýsi a.m.k.
200 herbergja hótel
auk ferða- og ráð-
stefnuaðstöðu. Hef-
ur Árni sent Þingvallanefnd bréf
með tillögum sínum og þar leggur
hann til að á setrinu verði þingsalur
fyrir Alþingi og Þingvallasalur sem
helgaður verði sögu staðarins. Árni
er varamaður í nefndinni.
Árni segir grundvallaratriði að
setrið falli að sérstöðu Þingvalla
„bæði í hæð og breidd. Gott dæmi um
glæsilegt hús sem byggir á nátt-
úruímynd er Norræna húsið í Fær-
eyjum“. Þess má geta að Hótel Loft-
leiðir í Reykjavík er með 220
herbergi.
Stórt hótel á
Þingvöllum?
Árni Johnsen
Árni Johnsen
kynnir tillögu sína
Áhrif kreppunnar á fjölskyldur