Morgunblaðið - 05.11.2009, Blaðsíða 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
✝ Svala Árnadóttirfæddist á Þórs-
höfn á Langanesi 19.
ágúst 1951. Hún lést á
heimili sínu, Ekrusm-
ára 1 í Kópavogi, 29.
október 2009. For-
eldra hennar voru
Árni Þorkels Árna-
son, f. 30. desember
1917, d. 29. nóvember
1997, og Helga Gunn-
ólfsdóttir, f. 1. ágúst
1925, d. 8. október
2004. Systkini Svölu
eru 10: 1) Drengur
Árnason, f. 9. apríl 1943, d. 28. ágúst
1943, 2) Gunnlaug Eyfells, f. 30. júní
1945, gift Halldóri Magnússyni, f. 4.
ágúst 1942, 3) Sævar, f. 10. ágúst
1946, kvæntur Hildi Ellertsdóttur, f.
3. október 1952, 4) Árný Kristbjörg,
f. 19. júlí 1948, gift Kristjáni S.
Rafnssyni, f. 9. júlí 1948, d. 3. júlí
1996, 5) Gunnólfur, f. 18. júní 1950,
kvæntur Fanneyju Bjarnadóttur, f.
24. maí 1953, 6) Hreiðar, f. 22. júlí
1953, 7) Helga, f. 31. október 1956,
gift Sigurjóni Hreiðarssyni, f. 5.
Davíð Þórarinsson, f. 3. febrúar
1985.
Svala eyddi æskuárum sínum á
Þórshöfn á Langanesi. Hún dvaldi
einn vetur, ’60 -’61, hjá móðursystur
sinni í Vestmannaeyjum. Fjölskylda
hennar fluttist á Suðurnesin þegar
Svala var 12 ára gömul. Hún kynnt-
ist, Birni, eftirlifandi eignmanni sín-
um, árið 1975. Þau hófu búskap í
Keflavík og bjuggu þar til ársins
1986, þá fluttu þau til Reykjavíkur. Í
millitíðinni bjuggu þau í Mosfellsbæ
í tvö ár. Síðastliðin tvö ár voru þau
búsett í Ekrusmára í Kópavogi.
Svala vann ýmis verslunarstörf og
við móttöku á Heilsugæslustöð Suð-
urnesja. Lengstan hluta starfs-
ævinnar sem læknaritari á Lækna-
stöðinni Uppsölum og nú síðustu ár
á Augnlæknastöðinni í Kringlunni
þar sem hún lét af störfum í janúar
síðastliðnum vegna veikinda.
Svala hélt alltaf sterkum
tengslum við Þórshöfn og var virk-
ur þátttakandi í Þingeyingafélagi
Suðurnesja og starfaði þar í stjórn
og skemmtinefnd um árabil.
Útför Svölu fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag, 5. nóv-
ember, kl. 15.
Jarðsett verður í Kópavogs-
kirkjugarði.
desember 1952, 8)
Ómar, f. 16. mars
1958, kvæntur Ingi-
björgu Á. Blomster-
berg, f. 5. desember
1960, 9) Árni Þór, f.
12. september 1959,
kvæntur Ástu Þór-
arinsdóttur, f. 19. júní
1961, og 10) Skjöldur
Vattnar, f. 13. maí
1963, kvæntur Krist-
ínu L. Sveinsdóttur, f.
18. september 1967.
Svala giftist 26. júní
1976 Birni Pálssyni
byggingameistara, f. 23. maí 1957.
Foreldrar hans eru Páll Pétursson,
f. 28. ágúst 1937 og Margrét Erla
Björnsdóttir, f. 4. maí 1938. Svala og
Björn eignuðust þrjú börn sem eru:
1) Margrét Erla kennari, f. 4. janúar
1977, gift Sverri Guðmundssyni
verkfræðingi, f. 26. nóvember 1968.
Synir þeirra eru Bjarki Rúnar, f. 28.
júní 1999, og Björn Þór, f. 8. desem-
ber 2004. 2) Björn Fannar nemi, f.
25. apríl 1981. 3) Sandra Dögg nemi,
f. 19. mars 1988, unnusti Hafþór
Elsku besta mamma mín, mikið
svakalega sakna ég þín mikið. Lífið
er stundum svo óréttlátt og á tímum
sem þessum finnur maður hve van-
máttug manneskjan er. Líklega mun
ég aldrei jafna mig á því að missa þig
en eins og margir segja þá mun ég
læra að lifa með sársaukanum, ég
vona að það sé rétt. Síðustu daga
hafa margar minningar komið upp í
hugann og þá fyrst og fremst um
hversu góð mamma þú varst, ynd-
isleg amma og mikil vinkona mín.
Þú varst einstök kona; ljúf, góð,
skemmtileg, gjafmild og hugulsöm.
Hugsaðir alltaf fyrst um aðra og síð-
an um sjálfa þig. Ef einhvern vantaði
aðstoð varst þú fyrst mætt á staðinn
til að rétta hjálparhönd. Hægt er að
telja upp ótal atriði en gott dæmi er
þegar fjölskyldumeðlimur þurfti
tíma hjá lækni, þá var hringt í Svölu
frænku og þú bjargaðir því á auga-
bragði.
Alls staðar vaktir þú athygli fyrir
hversu falleg og glæsileg kona þú
varst. Allt var svo fallegt sem þú
komst að og vildir þú hafa mikið af
fólki og fallegum hlutum í kringum
þig. Þú varst fagurkeri, ,,glingur-
kona“ og meira jólabarn er vart
hægt að finna. Þú byrjaðir að und-
irbúa jólin í október. Einn og einn
jólasveinn fékk að koma upp úr kass-
anum og setjast á hillu þar til allt
heimilið var undirlagt af fallegu jóla-
skrauti og ljósum. Stundum sagði ég
við þig að þetta væri allt of mikið og
yfirdrifið en þú gafst ekki mikið fyrir
það og hélst bara áfram að skreyta.
Þetta sýndi sig einnig í útilegum
þegar þú fylltir fellihýsið af alls kyns
blómum, styttum og dóti. Oft fannst
mér nóg um en svona varst þú og nú
sé ég hversu mikils virði þessi smá-
atriði eru og allir þeir hlutir sem
fylgdu þér og einkenndu. Allt þetta
vekur upp minningar sem ylja mér
um hjartarætur.
Strákarnir mínir eða prinsarnir
þínir eins og þú kallaðir þá alltaf,
sakna þín mikið og þeirra missir er
mikill. Ég er ótrúlega þakklát fyrir
að þeir hafa fengið að kynnast þér.
Ég mun hjálpa þeim að varðveita fal-
legu minningarnar um þig um
ókomna tíð, minningu um bestu
ömmu í heimi. Þú varst viðstödd
fæðingu þeirra beggja sem markaði
örugglega ást þína á þeim enda áttir
þú alveg fullt í þeim. Þú varst alltaf
svo stolt af þeim sama hversu smá-
vægilegir hlutirnir voru. Betri amma
er vanfundin.
Þú veiktist í lok janúar á þessu ári.
Eftir það tókst þú á veikindum þín-
um með ótrúlegri baráttu og æðru-
leysi eins og þér var einni lagið. Það
hjálpaði okkur mikið hversu jákvæð
og vongóð þú varst, alveg fram undir
það síðasta. Pabbi stóð við hlið þér
eins og klettur og lagði sig allan fram
við að annast þig. Það var fallegt að
sjá hversu vænt þér þótti að hafa
hann hjá þér í veikindum þínum og
þar kom berlega í ljós hve heitt þú
elskaðir hann.
Þú hélst mikið upp á lög með
Björgvini Halldórssyni og því finnst
mér tilvalið að láta fylgja með fal-
legan texta, Ég elska þig svo heitt,
sem hann hefur sungið:
Í fyllingu tímans, við finnumst á ný
þó fjarlæg mér virðist þín augun hlý.
Og ef að þú bíður uns aftur ég sný
verður allt eins og forðum –
ég lofa því.
Þó árin áfram streymi
ég aldrei gleymi þér.
Ásjónu þína ætíð ég geymi
innst við hjartað í mér.
Hvað sem síðar verður, veit ég það eitt
sem vert er að nefna – hvað ég
elska þig heitt.
(Bragi Valdimar Skúlason.)
Takk fyrir að vera besta mamma í
heimi.
Þín
Margrét Erla.
Ó, elsku besta mamma mín.
Það er svo margt sem kemur upp í
hugann þegar á að fara að skrifa
minningagrein um þig. Ég skil ekki
að þú sért farin frá okkur. Þegar ég
hugsa til þín og allra stundanna sem
við höfum átt saman geri ég mér
ekki grein fyrir þessu. Mér finnst
eins og þú hafir farið í ferðalag og að
ég muni sjá þig bráðlega aftur.
Þú varst nú ekki há í loftinu, þú
varst fremur fíngerð og falleg kona
með mjög stóran og sterkan per-
sónuleika. Þú varst allt í öllu og vildir
komast alls staðar að, ef einhvern
vantaði hjálp varst þú mætt á stað-
inn. Er það mér mjög ofarlega í huga
hversu mikið þú hefur hjálpað mér í
gegnum lífið og staðið alltaf eins og
klettur við hlið mér. Ég sakna þess
og á eftir að finna fyrir þeirri vöntun
að þú sért ekki hér til þess að stjórn-
ast í mér þó svo að það hafi stundum
farið svolítið í pirrurnar á mér
hversu mikið þú vildir stjórna mér.
En nú sé ég hversu mikils virði það
er þegar ég lít til baka og mjög svo
krúttlegt.
En minningarnar okkar lifa áfram
og ég mun aldrei gleyma þér,
mamma mín. Jólin eru að koma og
þú sem varst svo mikið jólabarn og
byrjuð að skreyta í lok október. Að
koma heim til mömmu og pabba var
eins og að koma inn í jólahúsið á Ak-
ureyri en bara mun fallegra var það
hjá þér, mamma mín. Þú greindist
með krabbamein í endaðan janúar á
þessu ári og við sem vorum svo
sterk, ætluðum okkur að sigrast á
þessum óboðna gesti. Þessi barátta
endaði á allt annan hátt en við vild-
um og ég sem var búinn að stimpla
það inn í undirmeðvitund mína að við
kæmumst í gegnum þetta. En bar-
áttan endaði hinn 29. október þar
sem þú fékkst að losna undan þess-
ari ömurlegu baráttu.
Hvað er að deyja.
Ég stend á strönd og horfi á skip sigla
í morgunblænum út á hafið.
Það er falleg smíði og ég stend þar og
horfi á það unz það hverfur sjónum
mínum út við sjóndeildarhring.
„Það er farið!“
Farið! Hvert? Farið úr minni augsýn.
Það er allt og sumt.
Það er þó enn jafnstórt í möstrum, bol
og siglutrjám og þegar ég sá það
og getur flutt jafnmikinn farm og
mannfjölda á ákvörðunarstað.
Minnkandi stærð og hvarf þess úr
minni augsýn er í huga mér en ekki í
því.
Og einmitt þegar einhver nálægur
segir;
„Það er farið!“
Þá eru aðrir, sem horfa á það koma og
aðrar raddir heyrast kalla;
„Þarna kemur það!“
Og þannig er að deyja.
(Brent biskup.)
Kveðja, þinn einkaprins,
Björn Fannar Björnsson.
Elsku mamma mín.
Mikið er sárt að þú ert farin frá
mér. Þú sem áttir eftir að upplifa svo
margt með mér. Þú varst yndisleg og
besta mamma í heimi með sterkan
persónuleika og alltaf til í að hjálpa
öllum og bjarga öllu.
Ég sakna þín hræðilega mikið og
mun alltaf gera. Það mun allt verða
svo öðruvísi án þín eins og bara núna
um jólin. Þú varst svo mikið jóla-
barn. Í endaðan október fór ég að
taka eftir því að þegar ég kom heim
úr vinnunni varst þú byrjuð að
skreyta húsið. Þú byrjaðir að lauma
einum og einum jólasveini í gler-
skápinn og á hillur, það var svo nota-
legt að koma heim.
Ég er svo fegin að hafa fengið að
eyða með þér sumarfríi á Tenerife í
tvær vikur árið 2007. Þar átti ég
notalega tíma með þér og pabba. Ég
á margar yndislegar minningar um
þig og geymi ég þær í hjarta mínu.
Mér finnst leiðinlegt að börnin mín
sem ég mun eignast í framtíðinni fá
ekki að kynnast þér. Ég mun segja
þeim hversu góð manneskja þú varst
og halda minningu þinni lifandi.
Þú varst alltaf jákvæð og sterk í
þínum veikindum sem hjálpaði okk-
ur fjölskyldunni mjög mikið. Hugs-
unin um það að ég geti ekki talað við
þig eða hlegið með þér er hræðilega
sár en ég veit að þér líður betur núna
og ert komin til ömmu og afa. Þú
munt vera hjá mér í öllu sem ég geri.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Ég elska þig, mamma.
Þín dóttir,
Sandra Dögg.
Elsku tengdamamma, nú er þinni
erfiðu baráttu gegn illvígum sjúk-
dómi lokið. Allan þann tíma sem þú
barðist við sjúkdóminn neitaðir þú
staðfastlega að gefast upp; sýndir
óbilandi baráttuvilja allt fram að síð-
ustu stundu. Þetta endurspeglar
þann mikla styrk sem þú bjóst yfir
og sýnir vel hve staðföst og ákveðin
þú varst. Allt það sem þú tókst þér
fyrir hendur gerðir þú með krafti og
stæl. Þú varst falleg kona, kraftmikil
persóna með óvenju sterka nærveru,
hreinskilin með frjálslegt fas og
framkomu og naust þín best innan
um fólk og í fjölmenni; það hreinlega
gustaði af þér hvar sem þú komst.
Svona upplifði ég þig. Ég vil þakka
þér fyrir þá miklu væntumþykju,
vináttu og traust sem þú sýndir mér
og fyrir að vera mér einstaklega góð
og velviljuð tengdamóðir. Þú lagðir
þig mjög fram við að vera stoð og
stytta okkar Margrétar og umfram
allt strákanna okkar Bjarka Rúnars
og Björns Þórs sem voru svo sann-
arlega þín yndi. Þú hafðir óvenju
gott lag á að sýna væntumþykju og
umhyggju, varst hjálpsöm og fórn-
fús með eindæmum og alls þessa
fengum við Margrét og strákarnir
okkar ríkulega að njóta. Þitt mikil-
væga framlag við uppeldi drengj-
anna okkar hefur án efa mótað þá
mikið og mun verða þeim gagnlegt
veganesti. Það er ósanngjarnt að þú
sem umfram allt lagðir þig fram við
að hlúa að börnum þínum og barna-
börnum, stuðla að samheldni fjöl-
skyldurnar og að styrkja vináttu-
bönd, fáir ekki að njóta afrakstursins
til fullnustu. Þú kvaddir allt of
snemma. Þín verður sárt saknað.
Þinn tengdasonur,
Sverrir Guðmundsson.
Elsku amma, við söknum þín ótrú-
lega mikið. Þú varst svo skemmtileg
og góð. Vildir alltaf passa vel upp á
okkur og hafa nálægt þér, þú kall-
aðar okkur ömmuprinsana þína.
Þegar við fórum í ferðalög þá sagðir
þú við mömmu og pabba að passa að
ekkert kæmi fyrir okkur. Við mun-
um alltaf muna eftir jólunum með
þér, fallegu gjöfunum, útilegunum
og skemmtilegum heimsóknum til
þín og afa. Við vissum alltaf að í tösk-
unni þinni var að finna rauðan ópal
sem við máttum fá. Þú sýndir alltaf
hvað þér þótti vænt um okkur, t.d.
með faðmlögum og hve miklum tíma
þú eyddir í að tala við okkur og segja
sögur af þér, afa, Söndru, Bjössa og
mömmu. Þú kenndir okkur svo
margt. Eitt af því var Faðir vorið:
Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn,
til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á
himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð,
og fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.
Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa
oss frá illu.
Því að þitt er ríkið,
mátturinn og dýrðin
að eilífu. Amen.
Við vitum að núna ert þú hjá Guði
og hann geymir þig.
Þínir ömmuprinsar
Bjarki Rúnar og Björn Þór.
Elsku litla systir mín.
Hetjulegri baráttu þinni við illvíg-
an sjúkdóm er lokið. Þú varst ekki
ánægð með að vinna ekki þá baráttu.
Þú varst þekkt fyrir allt annað en að
gefast upp. Þú varst örugglega búin
að vera með hann margfalt lengur en
nokkur vissi, og hefur það án efa tek-
ið mikið á hjá þér þótt þú hafir ekki
látið vita af því. Þú hafðir miklar
áhyggjur af öðrum og vildir að aðrir
þér nákomnir létu fylgjast með sér
en gleymdir kannski þér sjálfri. Það
þekkti ég af eigin raun.
Við Svala vorum fimmtu og sjöttu í
röðinni af ellefu systkinum og aðeins
14 mánuðir á milli okkar. Minningin
um þessa yndislegu systur er sterk.
Fyrst fyrir norðan á Þórshöfn þar
sem við ólumst upp til 11 og 12 ára
aldurs. Sterkasta minningin er þeg-
ar þessi litla, fallega, ljóshærða
hnáta sem alltaf var syngjandi stóð
uppi á síldartunnum og söng fyrir
fólkið með sinni engilfallegu rödd.
Það barðist leynt stolt í mínu litla
hjarta og þessi mynd festist í minni
mínu og er auðvelt að kalla hana
fram í dag.
Við fluttum suður í Keflavík og
vorum þar í gagnfræðaskóla. Það var
margt brallað á þeim árum þar sem
við ólumst upp á Vallargötunni sem
geymist í minningunni og gott er að
minnast á þessum tíma.
Svala kynntist yndislegum manni,
Birni Pálssyni, þegar hún var á Vall-
argötunni og var hann ástin í lífi
hennar. Þau eignuðust yndislegt og
fallegt heimili. Heimilið, fjölskyldan,
foreldrar og systkini voru hennar ær
og kýr. Svala var í ljónsmerkinu og
var í mínum huga ljónynja. Hún
varði fjölskyldu sína og systkini með
kjafti og klóm út á við en hún gat tek-
ið mann í bakaríið þegar maður var
einn með henni og hundskammaði
mann og þá var betra að hafa hægt
Svala Árnadóttir
✝
Ástkær móðir okkar og amma,
JÓHANNA HERDÍS SVEINBJÖRNSDÓTTIR
frá Vestmannaeyjum,
Borgarholtsbraut 20,
Kópavogi,
lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn
25. október.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn
6. nóvember kl. 15.00.
Ríkharður H. Friðriksson,
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir,
Kristín Helga Ríkharðsdóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur,
bróðir, mágur og tengdasonur,
JÓHANN MÁR JÓHANNSSON,
Heiðardal 1,
Vogum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn
1. nóvember.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn
11. nóvember kl. 14.00.
Ragnhildur B. Svavarsdóttir,
Íris Ósk Jóhannsdóttir, Kristján Guðbrandsson,
Helga Dögg Jóhannsdóttir,
Aron Freyr Kristjánsson,
María Jóhannesdóttir, Jóhann Th. Þórðarson,
Jóhanna Valdís Jóhannsdóttir, Ingi Karl Ingibergsson,
Hermann Freyr Jóhannsson, Bryndís María Björnsdóttir,
Anna Bergmann Guðbjörnsdóttir, Guðmundur Waage.