Morgunblaðið - 05.11.2009, Qupperneq 35
Menning 35FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 2009
Eftir Einar Fal Ingólfsson
efi@mbl.is
„ALLIR menn eru bæði stórir og smáir, hafa
bjartar hliðar og skuggahliðar. Það er óhætt að
segja að Snorri Sturluson hafi haft óvenju bjartar
og magnaðar hliðar, sem handhafi þess menning-
arauðs sem hann sat um og jós af,“ segir Óskar
Guðmundsson rithöfundur. Hann hefur sent frá
sér bókina Snorri, ævisögu rithöfundarins og
höfðingjans Snorra Sturlusonar. Þrátt fyrir að
Snorri hafi verið einn af mestu höfðingjum mið-
alda og orðstír hans lifi í bókmenntaverkum, hef-
ur heildstæð ævisaga ekki verið skrifuð fyrr en
nú.
„Svo margt hefur gerst í miðaldarannsóknum á
undanförnum áratugum sem gerir það að verkum
að kannski er auðveldara núna en áður að skrifa
bók sem þessa,“ segir Óskar. „Ýmislegt hefur ver-
ið að gerast í þessum rannsóknarheimi.Til dæmis
hið þverfaglega Reykholtsverkefni. Á vegum þess
hafa verið skrifaðar tvær bækur og verið haldnar
ráðstefnur um Reykholt á miðöldum. Þetta er ein-
stigi sem þarf að feta, að skrifa sögu sem er við al-
þýðuhæfi, þannig að allur almenningur hafi gam-
an af, og hinsvegar að standa fræðilega kröfu. Ég
held að svo margt mæli með þessari sögu núna.
Hún hittir vel á og tekur okkur eiginlega dálítið í
bólinu. Þegar allt er hrunið á Íslandi
eigum við þó eitt eftir og það er þessi menning,
ekki síst frá 13. öld, þar sem að allt það sígilda úr
heimi bókmennta og menningarinnar varð til.“
Óskar segist hafa byrjað að viða að sér efni í
bókina fyrir um tíu árum og síðustu ár hefur hann
setið við skriftir, en hann býr í Reykholti, þar sem
Snorri bjó lengstum og þar sem hann var drepinn
árið 1241. Hann segir það hafa hjálpað sér að hafa
legið í miðaldarannsóknum í nokkur ár.
„Ég skrifaði um þessa tíma í Aldirnar okkar en
þá vann ég eins og blaðamaður og því fylgja
ákveðnir kostir. Blaðamaður horfir öðrum augum
til heimilda og framsetningar en stafkrókamenn
gera venjulega. Það hjálpaði mér að búa til mynd-
ina. En auðvitað nota ég heimildir við tengingar
og sviðsetningar. Minn metnaður var að lesandinn
fyndi lykt og skynjaði tón þessarar aldar. Og löng-
unin stóð til þess að opna þennan heim betur fyrir
nýjum leskynslóðum.“
- Þú ert ekki alltaf ánægður með meðferð Sturl-
ungu á Snorra.
„Hér áður var stundum sagt að það væri hægt
að kynna sér Íslandssöguna með því að lesa
Moggann, en við vinstrimenn litum alltaf svo á að
þetta kynni að vera rétt en það þyrfti að geta í
eyðurnar,“ segir hann og glottir. „Það þurfti að
gera ráð fyrir hinu sjónarhorninu. Sturlunga er
eins og Mogginn - það þarf að lesa hana krítískt.“
Hann hlær. „Ekki síst vegna þess að sá sem ber
ægishjálm yfir aðra höfunda Sturlungu er Sturla
Þórðarson, sem setur sig aldrei úr færi að skjóta á
frænda sinn, Snorra Sturluson. Ég reyni að draga
tjöldin frá því. Sturla er eiginlega eini maðurinn
sem ég leyfi mér að karpa pínulítið við.“
Verk Snorra eru mjög pólitísk
„Framan af ævi er Snorri Oddaverji,“ segir
Óskar. „Hann er menningarlegt pródúkt Odda-
verja, heimsborgari. Til að halda um þræðina
þurfti að hafa tengsl í báðar áttir, í heim verald-
legra sem andlegra höfðingja. Hin pólitíska kúnst
Snorra var kannski að vera hvort tveggja. Hann
var fulltrúi hins veraldlega valds en líka með ótrú-
lega góð sambönd til kirkjuvaldsins. Síðan fer
Snorri í hina miklu útrás, þá verður hann enn
voldugri og enn auðugri.
Það er samt ekki síst merkilegt að Snorri skuli
vera friðarins maður á riddaraöld. Hann beitir
aldrei sjálfur vopnum heldur víkur undan átökum,
ef hann getur, og hann líkist í þessu eins og mörgu
áður meira fóstra sínum Jóni Loftssyni í Odda
heldur en hinum blóðtengdu baráttuköllum í Döl-
unum sem voru alltaf með öxina uppi.“
- Snorri var upptekinn við valdabrölt og pólitík;
hafði hann tíma til að skrifa allt sem honum var
eignað, og líka Eglu?
„Já, vísast. Ég færi fyrir því margvísleg rök að
hann hafi skrifað eða látið skrifa þær sögur sem
honum eru eignaðar.
Verk Snorra eru mjög pólitísk. Hinn kaldhæðni
pólitíkus er alltaf á bak við textann. Noregskon-
ungasögur Snorra eru þannig um leið og þær eru
frelsis- og þjóðasögur Íslendinga og Norðmanna.
Enda er engin tilviljun að Norðmenn halda
Snorra í hávegum - hann er einhvernvegin þekkt-
ari í Noregi en hér.“
- Hefði þetta orðið öðruvísi bók hefðirðu ekki
setið heima hjá Snorra í Reykholti og skrifað?
„Það að vera í Reykholti var hluti af sköp-
unarferlinu. Ég er ekki viss um að bókin hefði orð-
ið til nema af því að mér auðnaðist að vinna hana
svona mikið á staðnum. Svo er hitt að ég á við þá
fötlun að stríða að vera mjög pólitískur. Til þess
að geta unnið svona verk þurfti ég að loka mig af,
sem var mjög erfitt í hinum stríða söng tímans
sem skall á manni meðan á sköpunarferlinu stóð.
Samt fann ég samhljóm og endurtekningu þegar
ég gægðist inn í samtímann. Þá fannst mér ég sjá
eins og skrípamynd af því sem var að gerast í al-
vörunni - hjá Snorra.“
Maður friðar á riddaraöld
Morgunblaðið/Kristinn
Höfundur Snorra „Til þess að geta unnið svona verk þurfti ég að loka mig af, sem var mjög erfitt í hin-
um stríða söng tímans,“ segir Óskar. Hann var í áratug að viða að sér efni og þrjú ár að skrifa hana.
Óskar Guðmundsson hefur ritað ævisögu Snorra Sturlusonar
Stefndi að því að rita sögu við alþýðuhæfi sem stæðist samt fræðilega kröfu
SÖFN um allt Suðurland og í
Vestmannaeyjum bjóða upp á
fjölbreytta menningardagskrá
nú um helgina, 5. til 8. nóv-
ember. Lögð er áhersla á mat
og menningu því auk hins
sögulega og menningarlega
hluta verður minnt á gamlar og
nýjar hefðir í matargerðarlist.
Samtök safna á Suðurlandi
og Matarkista Suðurlands
standa að dagskránni með um
eitt hundrað aðilum. Auk viðburða í söfnum verð-
ur á veitingastöðum boðið upp á það besta í sunn-
lenskri matarhefð. Dagskráin er á vefnum
www.sofnasudurlandi.is
Söfn
Fjölbreytt safna-
helgi á Suðurlandi
Frá Byggðasafninu
í Skógum.
VITAFÉLAGIÐ - félag um ís-
lenska strandmenningu, stend-
ur fyrir fyrsta fræðslukvöldi
vetrarins í sjóminjasafninu
Víkinni í kvöld klukkan 20.00.
Fyrirlestrarnir bera yf-
irskriftina Á sjó eða brennu?
Í erindinu Bátar og brennur
fjallar Agnar Jónsson skipa-
smiður um trébáta og hvað
varð um þann hluta mennning-
ararfsins, en síðustu ár hefur
verið til siðs að brenna trébáta. Í erindinu Stolt
sigli fleyið mitt fjallar Þorsteinn Pétursson síðan
um eikarbátinn Húna II sem er stærsta eikarskip
á Íslandi sem flýtur.
Fræði
Menningararfurinn
brenndur á báli
Agnar Jónsson
skipasmiður.
MÖGULEIKHÚSIÐ sýnir í
kvöld, 5. nóvember, og á morg-
un, 6. nóvember, einleikinn Að-
ventu, sem byggist á sam-
nefndri sögu Gunnars
Gunnarssonar, á Austurlandi. Í
kvöld er sýnt í Miklagarði á
Vopnafirði kl. 20 og í Végarði í
Fljótsdal annað kvöld klukkan
21.
Á laugardaginn verður síðan
haldið í fótspor Fjalla-Bensa á
jeppum sem leið liggur um söguslóðir Aðventu og
sagan rifjuð upp. Ferðafélag Fljótsdalshéraðs
tekur við skráningu á ferdafelag@egilsstadir.is
og í síma 863-5813.
Leiklist
Aðventa sýnd og
haldið á fjöll
Pétur Eggerz
leikur í Aðventu.
BRESK auglýsingaherferð fyrir
nýjustu kvikmynd Danans Lars von
Trier, Antichrist eða Andkrist, særir
ekki blygðunarkennd fólks, að mati
breskrar eftirlitsstofnunar með aug-
lýsingum, Advertising Standards
Authority, eða ASA. Auglýsingarnar
verða því birtar
áfram í breskum
fjölmiðlum, þrátt
fyrir nokkrar um-
kvartanir fólks
sem telur þær
særa blygð-
unarkennd sína
og vera klám-
fengnar.
Umræddar
auglýsingar hafa
verið birtar í dagblöðunum Times,
Guardian og Independent og sýna
karlmann og konu hafa mök. Varað
er við efni kvikmyndarinnar í aug-
lýsingunum, að hún innihaldi „raun-
verulegt kynlíf, blóðugt ofbeldi og
sjálfslimlestingar.“ Alls bárust
stofnuninni sjö kvartanir vegna aug-
lýsinganna frá fólki sem taldi þær
klámfengnar, móðgandi og ekki birt-
ingarhæfar fyrir dagblöð þar sem
börn gætu séð þær. Fyrirtækið sem
sér um herferðina, Artificial Eye,
segir ljósmyndina sem notuð er í
auglýsingunum hluta af alþjóðlegri
hönnun fyrir myndina og því notaða
víðar. Það mun þó ekki nota mynd-
ina í auglýsingar fyrir myndina þeg-
ar hún kemur út á mynddiski.
Andkristur von Triers þykir ein
hrottalegasta kvikmynd sem nokkru
sinni hefur verið sýnd á kvik-
myndahátíðinni í Cannes. Von Trier
hlaut kvikmyndaverðlaun Norður-
landaráðs fyrir hana.
Umdeild Úr kvikmyndinni And-
kristi eftir Lars von Trier.
Auglýsingar
fyrir And-
krist leyfðar
Innan velsæmis-
marka að mati ASA
Lars von Trier
ÓSKAR Guðjónsson og félagar
hyggjast halda tónleika í kvöld á
Múlanum þar sem þeir ætla að velta
fyrir sér lögum að skapi þess sem
gaf staðnum sitt nafn.
Að sögn Óskars hafa þeir félagar
sett sér það markmið að bygga á til-
teknum kjarna í hverju lagi en
leyfa andanum síðan að ráða för.
„Við ætlum að reyna að búa til
kjarna sem er eins lítið undirbúinn
og hægt er, ákveðum ekki tempó
fyrirfram, eða mood eða tóntegund.
Melódían kallar á eitt en ekki annað
og flæðið ræður för. Draumurinn
er að komast í það algleymi að
hugsunin hætti að þvælast fyrir
innblæstrinum.“ Óskar leikur á
saxófón að vanda, en með honum
spila þeir Þorgrímur Jónsson á
kontrabassa, Davíð Þór Jónsson á
píanó og Matthías Már Davíðsson
Hemstock á trommur. Tónleikarnir
hefjast kl. 21.
Flæði í
Múlanum Óskar Guðmundsson hefur skrifað ævisögunaSnorri, viðamikið verk um Snorra Sturluson
(1179-1241), mann sem setti meira mark á Ís-
landssöguna og menningarsögu í Vestur-
Evrópu en flestir einstaklingar. Hann var víð-
kunnur rithöfundur en líka klókur stjórn-
málamaður.
Óskar lagði stund á sagnfræði, bókmenntir
og þjóðfélagsfræði í háskólum í Reykjavík,
Bremen og Kaupmannahöfn. Um árabil var
hann blaðamaður, á Þjóðviljanum, ritstjóri
Stúdentablaðsins og Norðurlands, og síðar
fréttatímaritsins Þjóðólfs. Í hálfan annan ára-
tug hefur Óskar starfað sem fræðimaður og
rithöfundur og komið að útgáfu margra bóka.
Skrifar um skáldið
Enn ein gullnáman
var fundin þar,
nokkuð fyrir stelpurnar að
kjamsa á. 39
»